31.10.2015 | 15:25
Nýjar leyndarreglur í Rússlandi, sem mér virðist hindra alla rannsóknarblaðamennsku
Pælið í þessu - ef sett væru lög hér á landi þar sem það gilti um allar óbirtar upplýsingar í eigu opinbers rekstrar eða stofnana, að gögn er ekki hefðu enn fengið opinbera birtingu; væru undir leyndarhjúp.
Það væru viðurlög gegn því, að birta upplýsingar er tengjast opinberum stofnunum eða opinberum rekstri -sem hefðu ekki fengið opinbera birtingu.
- Þetta ætti við allar upplýsingar um fyrirtæki eða stofnanir í eigu hins opinbera.
Blaðamenn, yrðu formlega að óska heimildar yfirvalda fyrir því, að birta tiltekin gögn.
Þeir yrðu þá að láta uppi allar upplýsingar um það, hvernig þeir komust yfir þau.
Russia considers stronger secrecy laws
Lög til að vernda spillingu?
Það er vart unnt að sjá hverjir aðrir græða á þessu - en innanbúðarmenn, sem vilja ekki að óþægilegar upplýsingar sjái dagsins ljós.
"This is a law for the hiding of corruption schemes, said Denis Primakov, chief lawyer at Transparency International Russia."
Það er einmitt það hvað mér virðist.
Erlend fyrirtæki t.d. sem telja að brotið hafi verið á sér - geta ekki lengur þá notfært sér þá aðferð, að kæra málið á erlendri grundu.
If implemented, this would bar Russian citizens and in particular Russian lawyers from testifying in foreign courts,
Þá er einnig lokað á þá glufu - að beita erlendum dómstólum.
Það er einnig bent á að þetta geti dregið úr skilvirkni - viðskiptahindrana NATO landa á Rússland, sem fela það í sér að strangt til tekið er ekki Rússland sjálft undir banni; heldur tilteknir einstaklingar er tilheyra innsta valdahring klíkunnar í Kreml.
- Það er einnig lagt til að setja leyndarhjúp yfir - skráningu á opiberra eigna:
"This month the government proposed barring public access to the state property registry..." - Þegar síðan er bætt við, banni á að birta allar - óbirtar upplýsingar í eigu opinberra aðila, nema gegn sérstakri heimild.
Þá getur sennilega orðið mjög erfitt að fylgjast með því - - hvernig valdaklíkan í Kreml, fer með þær eignir sem hún stjórnar.
En málið er - að valdaklíkan í Kreml -> Hegðar sér með rússneskan opinberan rekstur; sem um væri að ræða - fyrirtæki í þeirra persónulegu eigu.
Það er gjarnan af aðdáendum Pútíns -> Talað um það, hvernig hann hafi náð til baka yfir til ríkisins, eignum er voru - einkavæddar gjarnan undir vafasömum formerkjum í tíð fyrri forseta.
Vandinn er, að það virðist ekki hafa tekið neitt betra við -> Þ.e. að núverandi stjórnendur virðast a.m.k. ekki minna spilltir - sennilega meir, og þeir virðast notfæra sér það ástand að reksturinn telst í opinberri eigu; þannig að það þíði að þeir hafi einnig nær óheftan aðgang að sameiginlegum sjóðum landsmanna.
- Þeir m.ö.o. sitja beggja vegna borðs.
- Einræði -sögulega séð- verða spilltari með tímanum.
- Mig grunar að slík þróun sé einmitt í gangi innan Rússlands.
Eftir að með lagabreytingum - - er með öllu hindrað að unnt sé að grafast fyrir um spillingu innan stofnana og fyrirtækja í eigu hins opinbera.
Þá að sjálfsögðu, verður kerfislæg spilling þar með rökrétt séð, gersamlega hömlulaus.
Niðurstaða
Rússland virðist á stöðugum kúrsi inn í sífellt yfirgripsmeiri leyndarhjúp. Rétt að nefna að á sl. ári, t.d. var sett bann ásamt viðurlögun -utan um upplýsingar um mannfall rússneska hersins á erlendri grundu á friðartímum.
Þannig að ef fjölskylda er ósátt við opinberar skýringar á láti hermanns, þá er unnt að henda fjölskyldumeðlimum í fangelsi, ef þeir gera tilraun til þess að rannsaka lát viðkomandi sjálf.
Þessar nýjustu lagabreytingar virðast í sama tón.
Þær virðast hindra alla möguleika á því, að utanaðkomandi aðilar - geti rannsakað söguskýringar yfirvalda, meðferð opinberra eigna eða á rekstri í eigu hins opinbera, og það að því er virðist - nær yfir allt sem telst til opinbers rekstrar.
- Eins og ég sagði, virðist mér slík lög loka á alla möguleika til þess að ástunda rannsóknarblaðamennsku í Rússlandi - í framtíðinni.
Elítan í Kreml er þá að tryggja að enginn möguleiki sé á að afhjúpa þær lygar sem aðilar meðal hennar, kjósa að halda á lofti um meðferð þeirra á opinberum eignum eða rekstri.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Setti ekki Jóga Sig. Gamla flugfreyjan lög að það mætti ekki skoða eða sja það sem henar ríkisstjórn var að aðhafast.
það er stundum auðveldara að sjá flísina í augum annara en sjá svo ekki bjálkann i augum hjá sjálfum sér.
Ég held að þu ættir að breyta "...ef set væru lög..." Og setja í staðinn "Pælið í þessu - þetta er alveg eins og lögin hér á landi...."
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 31.10.2015 kl. 18:59
Jóhann, ef sambærileg lög hefðu gilt á Íslandi - þegar ríkisstjórn Jóhönnu hugðist stinga Icesa í gegnum þingið óséð.
Þá hefði ríkisvaldið getað tafarlaust handtekið þá sem láku því, að auki getað hótað blaðamönnum tafalausri handtöku og dómi - ef þeir hefðu birt það skjal í kjölfar lekans.
Þannig í krafti slíkra laga, getað þaggað málið niður með hraði.
__________
Hvaða miðill -netmiðill eða almennur miðill- hefði staðið frammi fyrir tafarlausri handtöku, snöggri málssókn - síðan dómi.
Að sjálfsögðu - hefði verið unnt að handtaka stjórnarandstöðu þingmenn, er hefðu maldað í mótinn.
Með slíkt lagatæki í höndunum, hefði ríkisstjórn Jóhönnu auðveldlega unnið Iceave málið hér heima fyrir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.10.2015 kl. 23:06
Líklega er Jóhann öllu fremur að vitna til laga þeirra er samþykkt voru af flestum ef ekki öllum þingmönnum um 110 ára leynd yfir einhverjum óþvera gjörningum yfirvalda, sem almennir skattgreiðendur og önnur smámenni hefðu einfaldlega ekki gott af að velta sér upp úr.
Jónatan Karlsson, 1.11.2015 kl. 11:24
OK, það gæti verið, þ.e. samt sem áður ekki beint sambærilegt. En inni í þeirri leynd -ef ég man rétt- eru eingöngu tilteknar skilgreindar athafnir ráðherra eða ákvarðanir ráðherra - skjöl er varða tilteknar afmarkaðar ákvaðanir sem þeir tóku - nær sem sagt ekki yfir allar þeirra ákvarðanir eða stjórnsýslulegar athafnir; ekkert nándar nærri sem sagt því hvernig þetta virðist eiga að virka í Rússlandi - - - að verið sé að setja allsherjar reglu um leynd sem nær yfir gervallt stjórnkerfið, og ríkiseignir sem og ríkisrekstur.
Jóhanna afnam ekki -upplýsingalög stjórnsýslunnar.
Hér almennt séð geta blaðamenn rætt óformlega við embættismenn eða starfsmenn innan kerfisins - - án þess að vera að brjóta lög, eða henda megi hvorum tveggja þ.e. blaðamanninum og starfsmanninum í fangelsi.
Og blöð mega birta úrdrætti úr slíkum samtölum, án þess að mönnum sé án tafar hent í fangelsi.
Svo hann var að seilast fremur langt í samanburði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.11.2015 kl. 12:07
Jónatan skilur það sem ég var að benda á, ekki einu sinni í USA er 110 ára leynd.
Einar þetta sem Jóga flugfreyja gerði er ekkert annað en upplýsingaleind, en þú hefur þetta bara eins og þú vilt, þú ert vanur því, enginn eins vel að sér eins og þú.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 3.11.2015 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning