27.10.2015 | 23:20
Það getur vart annað komið til greina en að B-3 sprengjuvélinni sé beint gegn Kína
Skv. fréttum hefur formlega verið gengið frá samningi við Northrop fyrirtækið um 50 milljarða Dollara þróunarsamning, á B-3 "next generation stealth bomber." Tja, eins og hugmyndin á sínum tíma var, þegar B-2 Spirit vélin var þróuð - dýrasta flugvél heimssögunnar; þá átti hún að skipta út eldri vélum svo sem B-52 og B-1 Lancer.
Höfum í huga að B-2 Spirit var þróuð í bláendann á Kalda Stríðinu. Hún var hluti af tækni kapphlaupinu í lok þess.
Þegar Kalda Stríðinu síðan lýkur - þá vakna Bandaríkin upp með það, að þau vantar andstæðing af því tagi, sem réttlætir vél svo fullkomna sem B-2 Spirit.
Í stað þess að framleiða þær 132 sem voru fyrirhugaðar, var lokum framleiðslu hætt eftir 21 hafði verið smíðuð.
Og haldið var áfram að nota B-52 sem flaug fyrst 1955.
Og B-1 Lancer sem var þróuð á 8. áratugnum.
- En gömlu vélarnar eru til mikilla muna ódýrari í rekstri.
- Þannig að til þess, að réttlæta nýja kynslóð -torséðra sprengjuvéla- þá augljóslega þurfa menn að hafa í huga, hugsanlegan óvin - er ræður yfir mjög góðri tækni.
Það nánast kemur ekkert annað til greina - en Kína.
Aftur, eins og þegar B-2 Spirit var þróuð, stendur til að B-3 leysi af hólmi B-1 og B-52.
Ég held það sé sæmilega trúverðugt að sennilega verði loks af því, að a.m.k. B-52 verði lagt, þ.s. eftir 10 ár þegar má vera að þessi nýja vél sé að verða fullþróuð; þá verða elstu B-52 vélarnar að nálgast 7-tugt.
B-1 verða þá orðnar ca. mið-aldra.
Northrop wins $55bn bomber contract
Northrop Grumman Wins Air Force's Long Range Strike Bomber Contract
Long Range Strike Bomber: Northrop Grumman wins contract for new stealth aircraft
Nýja vélin á að sjálfsögðu að vera fullkomnari!
- "The project has gained urgency because of the US's recognition of the growing sophistication of the air defences of potential opponents...which are designed to keep hostile forces at least 800 nautical miles away from their borders."
- "Advocates of the bomber successfully argued that the bomber would be a more effective and cheaper means of achieving air superiority in a battle than launching cruise missiles, which cost around $1.5m each."
Ég hef heyrt því haldið fram - að sjálf tilvist slíkrar vélar, muni hafa veruleg áhrif á hugsanlegan andstæðing - - > Þannig að án þess að vélunum væri beitt, hefðu þær áhrif.
Hugsanlegur andstæðingur, mundi taka tillit til þess, að Bandaríkin réðu yfir svo fullkomnum vélum með þetta mikinn eyðilegginarmátt - -> Sem mundi hafa fælandi áhrif á slíkan andstæðing.
Þetta hafi verið hluti af þeim rökum, sem færð voru fyrir því að Bandaríkin þyrftu á svona vél að halda. Sú hugmynd, að tilvist slíkra véla hefði fælingarmátt - og gæti því beinlínis komið í veg fyrir átök.
- Þetta getur meira að segja verið rétt mat, ef maður gefur sér það - að þessar vélar væru það fullkomnar og með það góða -radar huliðs eiginleika- að þær hefðu alltaf góða möguleika á að ljúka sínu verki.
En eins og fram kemur í umfjöllun, mundu þær vera, reglulega uppfærðar eftir þörfum.
Þær mundu geta borið hvort tveggja - venjulegar sprengjur, sem kjarnasprengjur.
- Það að Bandaríkin ákveði að hafja formlega þróun næstu kynslóðar torséðrar sprengjuvélar - - > Grunar mig að sé einmitt vegna þess, að Bandaríkjunum standi vaxandi stuggur af vaxandi hernaðarmætti Kína.
Eða ég get ekki séð að Rússland t.d. sé næg ógn, til að réttlæta tilvist B-3.
Niðurstaða
Það má hugsanlega líta á ákvörðun Bandaríkjanna að hefja formlega þróun á næstu kynslóð torséðra sprengjuvéla - sem nýja vísbendingu þess að næsta Kalda Stríð sé í nánd.
En B-2 vélin var þróuð rétt fyrir lok síðasta Kalda Stríðs. Endalok þess, urðu til þess að mun færri af þeim vélum voru smíðaðar en stóð til.
En mun sennilegar virðist að í þetta sinn, verði af því að torséð sprengjuvél verði framleidd í fyrirhuguðum fjölda. Þannig að gömlu B-1 og B-52 verði loks skipt út, eftir 10-15 ár, þegar reikna má með að B-3 verði tilbúin til notkunar.
En þá verða B-52 vélarnar komnar á 7-tugs aldur, B-1 að nálgast 5-tugt.
Gömlu vélarnar gengu upp, meðan að Kanar voru að fást við lág tæknivædda andstæðinga. En þær eiga ekkert erindi - ef andstæðingur verður búinn nærri jafn góðri tækni og Bandaríkin sjálf.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Minnir mig á Wag the dog:
https://youtu.be/vp_WfB2yKD4?t=24s
Ásgrímur Hartmannsson, 27.10.2015 kl. 23:30
TSR-2 flugvél Breta væri enn langt á undan USA í hönnun supersonic flugvéla.
Eyjólfur Jónsson, 28.10.2015 kl. 14:47
Skoðum þetta:
USA ætlar í Rússa, og kannski Kínverja.
Hvað hafa USA: (af hinum super-secret wikipedia wef:) https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_active_United_States_military_aircraft
280 A-10 Anti tank rellum. Þarf fleiri.
88 B1 & B2 samtals.
76 Stratofortress
~1600 orrustuþotur (nenni ekki að tíunda tegundir, er sama.)
~80 AH Þyrlur. (Ekki nema?) Þarf örugglega fleiri.
Rússar hafa, (aftur af hinum super-secret wiki lista:) https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_currently_active_Russian_military_aircraft
~850 orrustuþotur.
~160 sprengjuvélar
Aðeins færri en 500 árásarþyrlur
Nú þarf kaninn bara að mæta með allar þessar græjur, en til þess þarf hann að fara smá spöl, á meðan rússinn er með allt sitt rétt hjá.
Sem þýðir að það verður ekki alveg jafn mikið að marka allan þennan fjölda. Logistics, sko.
Þetta verður meira mál með Kínverjann, því þeir hafa svo mikla framleiðzlugetu.
Þeir segja það að ein F35 geti skotið niður ~200 "aðrar þotur." Í fair fight, kannski. Í praxís? Not gonna happen.
Þetta þarf að vera ansi háþróað til þess að vinna upp fjarlægðina. Og Talibanar hafa sýnt að öll þessi tækni fer fyrir lítið ef andstæðingurinn er nógu þrjóskur og fjölmennur.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.10.2015 kl. 16:56
Ásgrímur - þú lætur alveg hjá að taka með í myndina, að megin hluti hergagna rússn. hersins er rusl.
Einungis ca. 1/3 rússn. hersins hefur verið endurnýjaður tæknilega, og telst því - góður.
Þú getur algerlega gleymt þeim sem viðmiði.
________
Einfaldur samtíningur á fjölda - segir afskaplega lítið í þessu tilviki, um raunverulega getu.
Samtíningur á fjölda, án nokkurs tillits til tækni yfirburða - segir í reynd afskaplega lítið, um raunverulegan styrk.
________________
Þvert á móti - er enginn vafi á að Bandaríkin hafa mun meiri getu til þess að halda uppi fjölmennum her á því svæði; heldur en Rússland.
Fjarlægðin í þessu tilliti, segir nákvæmlega ekki neitt.
Það eru þeir þættir sem er lykilatriði varðandi getu til að halda uppi stríði - - á svæði sem viðkomandi land á ekki landamæri að.
Þ.e. -flutningageta- og -efnahagslegur styrkur- eru lykilatriðin þar um.
Það skiptir ekki máli - hve stór her þinn er á heimavelli, ef þú ræður ekki yfir nægilega miklum fjölda öflugra flutningatækja --> Þá er geta þín til að beita þeim her utan landsteyna, afar takmörkuð.
Og að reka stríð utan landsteina, er einnig mjög dýrt --> Þá kemur efnahagslegur styrkur inn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.10.2015 kl. 23:12
Eyjólfur Jónsson, - "TSR-2 flugvél Breta væri enn langt á undan USA í hönnun supersonic flugvéla."
Það var staðan upp úr 1970.
Á alls ekki við í dag.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.10.2015 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning