27.10.2015 | 02:29
Bandaríkin ætla vísvitandi á næstunni storka kröfum Kína um eignarhald á Suður-Kína hafi með reglulegum siglingum herskipa
Eins og ég hef áður sagt frá, þá er Kína að halda fram eign á Suður-Kínahafi, eins og það leggur sig - þar með nánar tiltekið skerja þyrpingu er nefnist, Spratly eyjar. Eins og ég sagði frá: Kínverjar að "smíða" tvær eyjar í S-Kínahafi, til þess að tryggja yfirráð sín þar - þvert gegn vilja nágrannaríkja.
Þá hefur Kína verið að smíða eyjar í klasanum, sem er fyrst og fremst þyrping mis smárra skerja og boða - þ.s. aldrei hefur nokkur búið.
En þetta nær yfir töluvert hafsvæði, og ef Kína kemst upp með þetta; þá gætu afleiðingarnar orðið áhugaverðar.
- Rétt að ítreka þ.s. ég hef áður bent á, að nágranna lönd Kína, einnig telja sig eiga þennan klasa af skerjum og boðum, og þau lönd eru verulega nær Spratly eyjum en Kína.
- Eins og sést, eru Spratly eyjar landfræðilega næst hluta Filipseyja, og Malasíu.
- Auk þess, telur Indónesía og Víetnam sig eiga söguleg réttindi, og auðvitað réttindi sem nærstatt strandríki skv. Hafréttarsáttmálanum.
- Eins og vel sést, er strönd Kína - langt í burtu.
En það ætti að vera augljóst - að flotastöðvar á smíðuðum eyjum á svæðinu.
Geta drottnað algerlega yfir því hafsvæði.
Sérstaklega þegar haft er í huga, að Kína hefur þegar smíðað einn flugvöll, með einni 3000 metra flugbraut. Sem dugar vel fyrir herflugvélar.
Kína segir einfaldlega að Spratly eyjar tilheyri Kína
Og hefur ekki sínt nokkurn áhuga á að ræða við nágrannalöndin.
Og nú þegar Kína er að ljúka smíði eyja á strategískt völdum stöðum, þá er Kína að reyna að verja - - 12 mílna lögsögu umhverfis þær smíðuðu eyjar.
- Og það er um það atriði, sem Bandaríkin storka Kína.
- Um rétt Kína til að taka sér 12 mílna lögsögu um eyjar, sem ekki eru náttúrulegar nema að mjög litlu leiti, þ.e. búnar til með því að fylla upp á milli nokkurra skerja og boða, sem áður var fullkomlega óhæft til mannvistar.
U.S. Navy destroyer nears islands built by China in South China Sea
Challenging Chinese Claims, U.S. Sends Warship Near Artificial Island Chain
US Navy tests Beijing on South China Sea claims
En hvaða þíðingu hefur það ef Kína kemst upp með þetta?
Höfum í huga að Kína hefur áhuga á að verða - sjóveldi, með flota er getur athafnað sig á opnu hafi, þess vegna hvar sem er á heims höfunum.
- En punkturinn er sá, að á Kyrrahafi er fullt af kóral skerjum, sem eru langt frá nokkru ríki, eða tilheyra ríki sem ekki hefur nokkur tök á að verja það svæði. En á Kyrrahafi er fjöldi dverg eyríkja sem mörg ná yfir umtalsvert hafsvæði, en hafa mjög fáa íbúa.
- Hvað mundi stoppa Kína í framtíðinni - - > Að setja upp samskonar aðstöðu á smíðuðum eyjum ofan á kóral rifjum, hér og þar um Kyrrahaf?
- Þetta var hugsun sem laust í mig, þegar ég las þessar fréttir.
Að kannski eru Bandaríkin, með því að verja prinsippið - að ekki sé unnt að verja lögsögu utan um smíðaðar eyjar.
Ekki einungis að verja það prinsipp - út frá deilu um Spratly eyjar á S-Kína hafi.
Hvað haldið þið?
En tæknilega sé ég engan raunverulegan mun á því, að smíða eyjar hundruð mílna fjarlægð frá Kína, eða - - þúsundir mílna frá ströndum Kína.
- Um leið og Kína, hefur tekist að komast upp með að verja 12 mílna lögsögu utan um slíkar, sem það hefur slegið eignarhaldi á.
- Þá geti Kína endurtekið slíkt, víða um heimshöfin - þ.s. til staðar eru kóral rif eða sker og boðar, og aðstæður eru með þeim hætti að strandríki sem nær eru stödd eru ófær um að verjast þeirri ásælni Kína.
Niðurstaða
Spurning hvort að hugdedda mín þess efnis, að mikilvægi deilunnar um smíðaðar eyjar Kína í Spratly klasanum í S-Kína -> Sé mun meira en fyrst við blasir, sé rétt?
En ef ég er með ca. réttan skilning á raunverulegu mikilvægi þess, sem Kína er að gera.
Þá ef til vill, skilst betur - af hverju Bandaríkin eru að beita sér með þeim hætti sem þau gera.
Auðvitað í leiðinni, þá er Kína að stíga á sína granna - og má alveg reikna með því, að með aðgerðum sínum séu Bandaríkin einnig að vonast eftir því, að græða þegar kemur að samskiptum við þau lönd. Kannski, að græða framtíðar bandamenn.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Nýjustu athugasemdir
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Einar, getur þú sagt okkur hver efnahagsstefna Harris var? 8.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: 1: USA geta alveg verið sjálfu sér næg um allt, ef þau vilja. ... 8.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Sammála þér Einar en það mætti bæta við að Trump er algjör meis... 7.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Grímur Kjartansson , nema að Trump fer akkúrat öfugt að -- tala... 6.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Þú hefur heyrt um speak softly and carry a big stick Ef sölu... 6.11.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 567
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 524
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kaninn má alveg angra Kínverja.
Kínverjar eru að breiða úr sér - sem gerist alltaf þegar einhver getur það. Homo Sapiens virðist virka þannig.
Ég býst við einhverju veseni útaf þessu.
Það styttist í að það verðis tríð allstaðar, og USA mun ekki koma vel út úr því, sama hvað. Þeir hafa einfaldlega ekki efni á þessu.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.10.2015 kl. 14:27
"USA mun ekki koma vel út úr því, sama hvað. Þeir hafa einfaldlega ekki efni á þessu." - - - > Ekki sé ég hvernig það hindrar nokkurn, ef stríð skellur á - ef tæknilega viðkomandi land hefur ekki efni á því. Ef nægilega mikið er undir, hefur skuldsetning aldrei stoppað lönd frá því að beita sér af alefli. Ég man ekki eftir sögulegu tilviki þess, að skuldsetning hafi skipt nokkru máli - ef um hefur verið að ræða það stórt stríð, að viðkomandi land skiptir yfir í stríðshagkerfi.
_______________
En ef um er að ræða einhvers konar allsherjar átök, er allt hagkerfið lagt undir - - þá eru menn ekki að velta sér upp í kostnaði eða skuldum. Öllu slíku er ýtt kirfilega til hliðar. Sem atriði sem muni kannski skipta máli síðar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.10.2015 kl. 14:57
Menn verða að græða eitthvað á stríði, annars meikar það ekki sens.
Þetta sýnist mér ganga út á að skemma fyrir Kína, frekar en græða. Sem er Kalda stríðs fyrirbæri. Þeir ættu frekar að ýta Kínverjum útí stríð við alla þessa gaura - Filpiseyjar, 'Nam & Malasíu.
Ódýrara.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.10.2015 kl. 17:10
Það fer alveg eftir hvers konar átök valda stríði. Ef um er að ræða grundvallar átök um völd og áhrif - sbr. Kalda-Stríðið, eða, Seinna Stríð.
Þá erum við að tala um kostnað, sem gengur langtum lengra en auðvelt er að rökstyðja - í gegnum hagnaðarvon.
-------------
Að sjálfsögðu eru þeir að skemma fyrir Kína.
Nei, Bandaríkin vilja hala þau lönd inn sem bandamenn Bandar.
Og þeir vilja koma í veg fyrir, að Kína geti hugsanlega fengið viðurkennda 12 mílna lögsögu utan um - tilbúnar eyjar.
En ef Kína kemst upp með það, þá sé ég engan eðlis mun á því að Kína komist upp með þetta þarna, eða, hér og þar um Kyrra haf þ.s. víða eru kóral-rif.
Mörg Kyrrahafs eyríkjanna eru máttvana, og ættu enga möguleika til þess að stöðva Kínverja, ef þeir teldu eitthvert ryfið á þeirra svæði - - geta hentað Kína sem flotastöð. Ef eyja væri smíðuð á því ryfi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.10.2015 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning