VG-vill viðskiptabann á Ísrael, og slit á stjórnmálasambandi! Gott og vel, á hinn bóginn tel ég að málstaður Palestínumanna sé þegar búinn að tapa

Málið er að ég get ekki ímyndað mér neitt form af þrístingi sem mundi geta knúið Ísraela til þess að gefa eftir Vesturbakkann, úr því sem komið er. En gæta þarf varúðar við að notast við dæmi S-Afríku. Þó sannarlega séu þættir sem eru svipaðir, er nóg af ósvipuðum þáttum einnig.

Hugmyndin um viðskiptabann og slit stjórnmálasambands, er að knýja fram stefnubreytingu í Ísrael!

Menn hafa til hliðsjónar S-Afríku, þ.s. á enda, varð stefnubreyting meðal "Búa" sem höfðu farið með stjórn mála í landinu, og viðhaft aðskilnaðarstefnu - skipulega haldið meirihluta landsmanna frá völdum.

Sl. 25 ár eða ca. svo, hafa Ísraelar skipulega, fjölgað byggðum gyðingar á Vesturbakkanum.
En þ.e. vart unnt að líta málið öðrum hætti en, að um algerlega vísvitandi stefnu sé að ræða, um yfirtöku lands - með byggðum gyðinga.

Þetta sé þannig orðið í dag, að nokkur hundruð þúsund Gyðinga lifa á þeim svæðum, og teljast til - ólöglegra byggða.
Skv. ályktunum SÞ sem í dag eru ærið gamlar orðnar, um það - hvaða land telst til landsvæða Palestínumanna.

Ástæða þess að ég sé ekki að unnt sé að knýja Ísraela með þrýstingi, er að sú hugmynd að þetta snúist um -að lifa af- eða "survival" virðist ríkjandi meðal Ísraela í dag.

Í hvert sinn sem átök verða, t.d. þau sem í dag eru í gangi, tilviljanakenndar árásir palestínskra ungmenna á ísraelska borgara, styrkjast þessi sjónarmið í sessi.
Sú hugmynd - - þetta lið hatar okkur. Þess vegna megum við ekki gefa neitt eftir.

Ákveðinn -absolutism- virðist til staðar.
Að allar eftirgjafir, verði einungis hvatning til þeirra sem vilja drepa gyðinga.
Að ef Gyðingar gefa það eftir handa Palestínumönnum sem Palestínumenn vilja, þíddi það einungis - að til yrði óvinaríki er nær tafalaust tæki sig til við að skipulega að valda gyðingum eins miklu tjóni og hugsast.

Á árum áður voru þetta jaðarhugmyndir.
En á seinni árum virðast þær hafa orðið -meginstraums- eða "mainstream."
Það er ærið sérstakt, að öfgaskoðanir - sem slíkar, njóti almanna fylgis.
Það sem við mundum álíta heilbrigð viðhorf -séu orðnar jaðarskoðanir, fámennra hópa.

Punkturinn er sá

Að mig grunar að þrýstingur af því tagi sem menn hafa í huga, sé afar ólíklegur til þess að skila þeirri grunn stefnubreytingu innan Ísraels, sem menn hafa í huga.
En þegar -absolútískar hugmyndir ríkja- og eru lítt gagnrýndar.

  • M.ö.o. - þegar öfgaviðhorf eru meginstraums.

En höfum í huga, að þrátt fyrir allt - var S-Afríka alrdrei öfgakennd í þeim mæli sem Ísrael virðist orðið í dag.

  • En mig grunar - að absolútisminn leiði til þess, að landsmenn fari frekar í dýpri öfgar, en að leita til baka.
  1. Þá verða menn að íhuga kjarnavopn Ísraela.
  2. Ég er að benda á, að Ísrael á nægilegt magn kjarnavopna, til að búa til hnattrænan kjarnorkuvetur.
  3. Ísrael þarf ekki að sprengja umfram svæði í Mið-Austurlöndum, til þess að búa til slíkan.

M.ö.o. er ég að segja, að það sé of mikil hætta á að -hættulegir öfgamenn komist til valda í Ísrael, ef menn fara að beita Ísrael nægum þrýstingi til þess, að verulega fari að sverfa að.
Rétt að benda á að Jeríkó III flaugar Ísraela draga ekki einungis alls staðar innan Mið-Austurlanda, heldur að auki víðast hvar innan Evrópu.

Hvað er ég þá að segja? Það að málstaður Palestínumanna, sé búinn að tapa.

 

Niðurstaða

Ég hef fulla samúð með vanda Palestínumanna. En vandinn sé sá, að þeir búa í því landi sem ég lít á sem sennilega -hættulegasta kjarnorkuveldi heimsins. Ég hef þannig séð haft visst gaman af tali Ísraela um hættuna af Íran. En þvert á móti, ef ég leita að landi þar sem trúaröfgar hafa mikil áhrif á landstjórnmál. Þar sem að auki trúaröfgar eru hluti af ríkisstjórn lands. Þá á það hvort tveggja við Ísrael. Og ég er langt í frá sannfærður um, að þær hreyfingar öfgamanna sem í dag hafa umtalsverð pólitísk áhrif í ríki Gyðinga. Séu minna varasamar, heldur en - þekktar Súnní Íslam jihadista hreyfingar, þegar -ISIS- er sleppt.

Það sé of mikil hætta á að hættulegir öfgamenn, komist yfir þau völd sem þarf til að stjórna gikknum -til þess að ég telji það óhætt, að beita Ísrael þannig þrýstingi sem sumir vilja beita svo að það sverfi virkilega að Ísrael.

Ég er í reynd að segja - að við þurfum að íhuga okkar eigin tilvist.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rétt, Israel mun ef allt um þrýtur beita því sem þeir hafa ráð yfir.-Er það ekki viðurkennt í vísindum sálfræðinga að þeir sem beita menn grimmum ofsóknum,skapa nýja með gjörðum sínum? Það sem Ísrael hefur þolað gegnum alla þá svívirðingu sem Nazista djöflarnir gerðu þeirra saklausu fjölskyldum,er sú hugmynd inni í myndinni.Þeir eru fórnarlömb sem vekja öfund fyrir ótrúlegt þrek og vilja til friðar,sem andstæðingar þeirra eyðileggja jafn harðan.    

Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2015 kl. 04:02

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þetta gæti vel verið rétt hjá þér Einar. Varðandi öfgaskoðanir þá sýnist mér að Gyðingar í Ísrael leiði þar vagninn með hatri sínu á Aröbum. En það hatur varð ekki til uppúr þurru - Ísraelsk stjórnvöld hafa lengi rekið þann áróður innanlands að Arabar séu upp til hópa ómerkilegir og svikulir, ofbeldisfullir öfgamenn sem vilji útrýma Gyðingum.

Í S-Afríku voru það hinir ríkjandi Búar sem áttuðu sig á því að framtíðin yrði ólíðanleg með áframhaldandi stefnu. Í Ísrael eru margir sem sjá það sama, og þeir sem fylgjast með landinu utanfrá sjá það einnig flestir. Öll hættumerki eru til staðar, ofbldið getur aðeins aukist, einangrun Ísraels á alþjóðavettvangi eykst hröðum skrefum, Aröbum fjölgar hratt og verða brátt orðnir í meirihluta innan yfirráðasvæðis Ísraels. Gyðingar eru að mestu hættir að flytja til Ísraels og sífellt fleiri leita þaðan, mannafli til hernaðar fer minnkandi svo til vandræða horfir við að mati hernaðaryfirvalda.

Núverandi kynslóð Gyðinga í Ísrael eru börn og barnabörn hinna upprunalegu síónista með sínar sósíalísku hugsjónir. Þessar hugsjónir er ekki lengur að finna hjá þessari kynslóð (trúarlegur síónismi hefur tekið yfir, en nýtur talsvert minna fylgis en hinn upprunalegi síónísmi) og eins og allir foreldrar fyrr og síðar er núverandi kynslóð farin að meta það hvort óhætt sé að ala börn sín upp í Ísrael. Fólksflótti gæti vel blasið við, en erfitt er að henda reiður á umfangi hans því Ísraelsmenn birta engar tölur og þótt menn flytji til t.d. Þýskalands (þar sem Ísraelskum Gyðingum fer hratt fjölgandi) þá reiknast þeir áfram sem íbúar Ísraels í opinberum gögnum.

Svo má ekki gleyma efnahagsástandinu. Ísrael er í talsvert erfiðum málum, þar eyðir ríkisstjórnin langt um efni fram svo stefnir í þjóðargjaldþrot innan fárra ára. Efnahagurinn er í lægð (utan hernaðarframleiðsluna), erlendar fjárfestingar hafa dregist stórlega saman, ójöfnuður eykst og vekur gremju meðal almennings, ferðamannaiðnaðurinn dregst einnig verulega saman í hvert skipti sem sýður upp úr. 

Allt virðist stefna fram af hengifluginu - en gerir almenningur í Ísrael sér grein fyrir því? Nei, ég held að þú hafir rétt fyrir þér Einar, þar virðast menn halda að óbreytt ástand (og jafnvel frekar gefið í en hitt) sé eina svarið.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.10.2015 kl. 08:35

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Intellectual cule de sack" er orðalag sem á vel við þetta.
Hugurinn er orðinn hornreka. En menn einhvern veginn, geta ekki stigið til baka. Það eina sem þeir virðast sjá sem svar sé meiri harka.
________________
Já ég held það geti mikið verið til í þessu varðandi "abuse victims" að þeir sem hafa orðið fyrir hræðilegum glæp, eru skemmdir á sálinni --> Gjarnan leitast sjálfir út í svipaða glæpi.
En nú erum við að tala um heilt samfélag - sem virðist viðhafa slíka óheilbrigða hegðan. Vera fast í óheilbrigðu hegðunarferli.
_________________
Maður getur einungis vonað að það verði í framtíðinni - kynslóð Ísraela, börn núverandi, sem snúist gegn þessu.
En þ.e. einmitt málið, að lykilbreytingin í S-Afríku var þegar búarnir sjálfir skildu, að þetta gat ekki gengið. Þeir fundu hjá sér styrk undir "De Clerk" ef ég man nafnið rétt, til að stíga til baka.
__________________
Það virðist engin von um núverandi kynslóð Ísraela hvað það varðar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.10.2015 kl. 12:03

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það gley,ist oft að geta þess í umfjöllun um Ísraelsmálið, að hluti ísraelþjóðar vill öðruvísi stefnu.  Vill td. sátt um Vesturbakkann og landnemabyggðir o.s.frv.  Kannski óhætt að segja að a.m.l. 25% séu inná þeirri línu.

Þróun eða uppbygging Ísraelsríkis hefur verið mjög hröð.  Í upphafi um miðja 20.öld var allt annarskonar fyrirkomulag eða samfélag en nú þekkist.  Hin sterka staða samyrkjubúa og allt sem því fylgdi er löngu horfið.

Fólk sem fæðist og vex upp í borgum ss. Tel Aviv botnar oft lítið í hörkunni sem ríkisvaldið þar alltaf að beita nágrana sína.  Þetta trend gæti vel aukist snögglega.   Ísraelar verða náttúrulega að gefa eftir hernumdu svæðin meira og minna.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.10.2015 kl. 12:44

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"þetta lið hatar okkur. Þess vegna megum við ekki gefa neitt eftir."

og:

"Varðandi öfgaskoðanir þá sýnist mér að Gyðingar í Ísrael leiði þar vagninn með hatri sínu á Aröbum. En það hatur varð ekki til uppúr þurru - Ísraelsk stjórnvöld hafa lengi rekið þann áróður innanlands að Arabar séu upp til hópa ómerkilegir og svikulir, ofbeldisfullir öfgamenn sem vilji útrýma Gyðingum."

Hafiði lesið aðal-trúarrit Islam?  Ekki?  Gerið það fyrst.  Svo skuliði gera ykkur grein fyrir því að þessir gaura *trúa* þessu.  Þetta er innrætt frá barnæsku.

Ef Ísrael hættir að vera herveldi þá eru þeir búnir að vera.  Á blóðugasta hátt.  Og þar með eina lýðræðisríkið á svæðinu.

"Fólk sem fæðist og vex upp í borgum ss. Tel Aviv botnar oft lítið í hörkunni sem ríkisvaldið þar alltaf að beita nágrana sína."

Þeir fatta það um leið og það er orðið of seint, og þeir eru komnir með grjótkastandi villimenn upp á tröppur.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.10.2015 kl. 13:12

6 Smámynd: Hörður Þormar

Í þýsku útvarpstöðinni Inforadio birtist nýlega viðtal við arabíska Ísraelsmanninn Ahmad Mansour vegna útkomu bókar hans "Generation Allah- Ein Weckruf"

Mansour er fæddur 1976 í arabískum bæ nálægt Tel Aviv. Í viðtalinu lýsir hann uppeldi sínu, hvernig það miðaðist við, með kúgun og barsmíðum, að drepa niður allan sjálfstæðan vilja og einstaklingshyggju. Það er feðraveldið sem öllu ræður. Einnig var honum innprentað hatur og fyrirlitning á gyðingum og öðrum, enda væru múslimar öllum æðri. Feðrum og bræðrum er þar skylt að gæta dætra sinna og systra og ef þær verða ættinni til vanvirðu þá ber þeim skilda til að láta taka þær af lífi, það er krafa samfélagsins.

Mansour starfar nú í Þýskalandi sem sálfræðingur. Hann hefur þungar áhyggjur af auknum öfgum innan hins múslimska samfélags þar í landi og vaxandi vinsælda Islamska ríkisins meðal yngra fólks. Hann gagnrýnir þýsk stjórnvöld fyrir linkind og sofandahátt.

index.html

Hörður Þormar, 26.10.2015 kl. 16:52

7 Smámynd: Hörður Þormar

Hörður Þormar, 26.10.2015 kl. 17:02

8 identicon

Sæll Einar Björn

En hvað getur knúið Zíonista Ísrael til að hætta öllu þessu her- og landnámi á Vesturbakkanum og í Austurhluta Jerúsalem gegn alþjóðalögum?  Hvað getur knúið Zíonista Ísrael til að hætta þessari herkví yfir Gaza? Hjá Palestínumönnum þá snýst þetta um "survival" eða lifa af, en hjá Zíonistum þá snýst þetta um að fá frekari völd og landsvæði.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.10.2015 kl. 20:46

9 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.10.2015 kl. 20:52

10 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.10.2015 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband