24.10.2015 | 18:39
Pútín með tilboð til hins -Frjálsa sýrlenska hers- um vernd, samtímis og rússnesk stjórnvöld tala um þörf fyrir nýjar kosningar í Sýrlandi
Augljósa neikvæða túlkunin á tilboðinu til hins -Frjálsa sýrlenska her- er: Pútín sé að gera tilraun til að deila og drottna. M.ö.o. tilraun til þess að kljúfa upp samstöðu uppreisnarmanna. En í dag tekur hinn -Frjálsi sýrlenski her- þátt í bandalagi nokkurra uppreisnarhópa, um svokallaðan "Army of Conquest."
Það má auðvitað túlka þetta á hinn veginn - að Pútín óttist að festast í langframa átökum í Sýrlandi, þannig að hann sé nú raunverulega allt í einu tilbúinn til málamiðlana við hófsamari hluta uppreisnarhópa; þó hann hafi fram að þessu - neitað að gera greinarmun á uppreisnarmönnum, og að loftárásir Pútíns unfanfarnar vikur - hafi ekkert síður beinst að stöðvum herflokka undir regnhlíf hins -Frjálsa sýrlenska hers- fremur en öðrum róttækari hópum meðal uppreisnarmanna.
- T.d. hafa allar tilkynningar stjórnvalda í Moskvu, sagt frá árásum með þeim hætti - að verið væri að ráðast að hryðjuverka-öflum.
Spurning hvort að NATO og Rússland séu að nálgast samkomulag um Sýrland?
Russia says wants Syria elections, ready to help Free Syrian Army
Russia calls for fresh elections in Syria
- "Lavrov said Russia now stood ready to provide air support to the Free Syrian Army if the United States would help it identify where it was."
- "Lavrov said he wanted Egypt, Jordan, Qatar and the United Arab Emirates to be included as well as Iran, and spoke of the need for the European Union to start to play a bigger role too. "
- "Sergei Lavrov said the Kremlin wanted Syria to prepare for parliamentary and presidential elections"
- "Moscow says Assad must be part of any transition and that the Syrian people will decide who rules them."
- "Washington has said it could tolerate Assad during a short transition period, but that he would then have to exit the political stage. "
_________________
En eðlilegt væri að sjálfsögðu að - kosningar fari fram í kjölfar víðtæks samkomulags.
Á hinn bóginn, mundu kosningar á þeim 20% landsins -eingöngu- sem enn eru undir stjórn sýrl. stjv. - ekki leysa nokkurn hlut.
En eftir allt saman, hafa þegar í eitt skipti síðan stríðið hófst, farið fram kosningar - sem einskoruðust við svæði undir stjórn stjórnvalda.
Þannig að meira en helmingur landsmanna átti litla sem enga möguleika til þátttöku.
Ef Rússlandi er alvara með það að láta kosningar fara fram, þannig að íbúar sjálfir ráði niðurstöðu
Þá þarf auðvitað að heimila Sýrlendingum í flóttamannabúðum í Lýbanon, Tyrklandi og Jórdaniu þ.s. samtals kringum 3 milljónir Sýrlendinga eru - að kjósa.
Og það þarf að ná fram samkomulagi um vopnahlé -reikna ekki að ISIS verði hluti af slíku samkomulagi- milli stuðningsmanna stjórnvalda og stjórnvalda annars vegar og hins vegar hópa uppreisnarmanna.Kosningar fari einnig fram á svæðum uppreisnarmanna.
Það má alveg hugsa sér - - að friðargæsluliðar SÞ-gæti kjörstaða í landinu, þ.s. kosningar fara fram.
Enda sterkar líkur annars á tortryggni varðandi niðurstöður.
Síðan fari talning fram undir yfirumsjón SÞ.
- Það sé hluti samkomulags að Assad sitji þangað til að í ljós kemur hver er kjörinn nýr forseti landsins.
Það má hugsa sér að nokkur ár í framhaldinu - verði til staðar fjölmennt lið á vegum SÞ.
Rússar mega að sjálfsögðu þá taka þátt með bláa hjálma á höfðinu.
En lúta yfirumsjón hershöfðingja sem skipaður væri af SÞ.
Lið SÞ verð annars í bland skipað sveitum frá Arabalöndunum - Rússlandi - kannski Íran einnig - og hinum ímsu NATO löndum.
Öll þátttöku löndin sendi eftirlitsmenn sem mundu fylgjast með öllu ferlinu.
Niðurstaða
Það verður að koma í ljós hvaða alvara er að baki því sem Lavrov sagði um kosningar innan Sýrlands.
En það væri algerlega án tilgangs að halda slíkar kosningar, ef þær fara eingöngu fram á svæðum sem í dag lúta stjórnarhernum eða sveitum í bandalagi við Íran.
Slíkt hefur þegar verið reynt í eitt skipti.
- Ef Rússlandi er alvara.
- Þá mundi ég reikna með því, að hætt verði fljótlega við árás á Aleppo.
- Árásum á uppreisnarmenn í Hama héraði verði einnig hætt.
- Sem of loftárásum Rússa á uppreisnarmenn - aðra en ISIS.
- Og fljótlega í kjölfarið verði leitað hófana um vopnahlé.
Ef aftur á móti atlagan að Aleppo heldur áfram á krafti - sem og atlagan að stöðvum uppreisnarmanna í Hama héraði og loftárásir á stöðvar uppreisnarmanna annarra en ISIS.
Verður erfitt að taka orð Lavrov hátíðlega.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Hann Obama karlinn vill helst ekkert hafa samband við Putin lengur:
Obama Refuses To Accept US Soldiers Bodies Killed By Russian Airstrikes In Syria http://theunhivedmind.com/wordpress3/obama-refuses-to-accept-us-soldiers-bodies-killed-by-russian-airstrikes-in-syria
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.10.2015 kl. 13:24
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.10.2015 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning