22.10.2015 | 23:29
Sumir halda því fram að órökrétt sé af vesturveldum að styðja uppreisnarmenn í Sýrlandi, en hvað ef sú stefna er einmitt rökrétt?
Til þess að átta sig á þessu, er sennilega best að velta upp sviðsmyndum.
A)Sigri Írana + Rússa, sem vilja a.m.k. enn halda í Assad.
B)Sigri uppreisnarmanna.
Sumir setja þetta fram sem val milli - - ISIS og Assads.
En það er falskur samanburður, þ.s. eftir allt saman - hingað til, hafa megin orrustur stríðsins verið milli, uppreisnarmanna annars vegar og stjórnarsinna hins vegar.
Punkturinn er auðvitað sá, að uppreisnarmenn - eru raunverulegur valkostur.
Tja, ef þeir eru það ekki, við hverja eru þá hersveitir Írana - Hesbollah og stjórnarinna, þá að berjast?
Einmitt, þeir eru ekki að berjast við ISIS, heldur margvíslega hópa uppreisnarmanna sem sannarlega eru flestir Súnní Íslamistar - en þó andstæðingar ISIS.
Harðir bardagar hafa undanfarið verið í Hama héraði, gegn her uppreisnarmanna - og það virðist hafin atlaga gegn borginni Aleppo a.m.k. hálfu leiti undir yfirráðum fylkinga uppreisnarmanna, í Idlib héraði.
Höfum í huga, að Íran beitir sveitum úr "Lýðveldis-verðinum" sem er Shíta íslamista hreyfing, samtímis virðast nú streyma að hópar Shíta íslamista frá Írak, og Íran beitir einnig Hesbollah annar Shíta íslamista hópur.
Á móti standa uppreisnarmenn, þá er ég ekki að tala um ISIS, sem flestir eru Íslamistar, þó ekki alveg allir - og eru Súnní íslam trúar.
Svo eru það hermenn Sýrlandsstjórnar, sem í dag eru líklega flestir Alavar, sem er minnihluta trúarhópur í Sýrlandi - sem í reynd hefur stjórnað landinu.
Punkturinn er auðvitað hið mikla hatur sem hefur byggst upp, vegna óskaplegrar grimmdarverka
- Stuðningsmenn stjórnarinnar, Shíta hópar í landinu sem barist hafa með stjórnvöldum eða Hesbollah - munu sennilega reikna með "blóðhefndum" ef uppreisnarmenn Súnní Araba hafa sigur.
- Mig grunar að sama skapi, þá sé sennilegt að óttí Súnní Araba sem búa á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna, sé sennilega litlu minni - gagnvart hugsanlegum sigri hersveita Shíta íslamista og stjórnarsinna.
Ég held að flestir reikni með því - ef uppreisnarmenn mundu sigra, þá yrði mikill fjöldaflótti íbúa sem af svæðum þ.s. stjórnin hefur notið umtalsverðs stuðnings, og íbúar hafa mannað hersveitir stjórnarsinna.
En ég held að það sama eigi einnig við, á hinni hliðinni - að ef hersveitir Shíta íslamista og í bland hersveitir þær sem Assad ræður enn yfir, hefðu sigur - þá væru afleiðingarnar svipaðar þ.e. fjöldaflótti - vegna ótta við hrannmorð.
- Þetta snýr einmitt að punktinum þess efnis - - > Hver er rökréttasta stefna Vesturlanda.
- Ef ef við ímyndum okkur að rökrétt sé sú stefna er miðar að því, að lágmarka fjölda flóttamanna frá Sýrlandi.
- Þá gæti hin rökrétta stefna verið einmitt sú, að tryggja - - pattstöðu í stríðinu.
ÞAð gæti einmitt verið raunveruleg stefna Vesturlanda.
Pælið í þessu, ef það verður flóttamanna bylgja í báðum tilvikum.
Og þú vilt í lengstu lög forða þeirri útkomu.
Þá getur einmitt verið að stefna Vesturlanda í Sýrlandi - þvert á að vera mistök, sé einmitt úthugsuð.
Sumir kvarta yfir að hún sé ekki hugsuð til enda - en það grunar mig að sé einmitt ómögulegt.
En ef menn pæla aðeins í því hvað Vesturlönd hafa verið að gera
Þá hafa uppreisnarmenn sannarlega fengið stuðning.
En ekki nægan stuðning til að hafa sigur.
Ef maður ímyndar sér, að stefnan sé sú - að tryggja að uppreisnarmenn haldi velli.
En samtímis, að þeir hafi ekki heldur endilega sigur.
Þá er einmitt rökrétt að - þeim sé veitt meiri aðstoð, ef á þá virðist halla.
En dregið sé úr henni, þegar þeir sækja fram.
Þannig sé reynt að viðhalda sæmilega stöðugri pattstöðu.
_______________
Er þetta ekki einmitt það sem Vesturlönd hafa verið að gera?
Niðurstaða
Kannski er aðferðin í meintu brjálæði Vesturvelda sú, að leitast við að forða í lengstu lög þeim útkomum er leiða sennilega til nýrrar stórfelldrar bylgju flóttamanna frá Sýrlandi.
En ég tel sennilegt, að hvort tveggja ef uppreisnarmenn hafa sigur - eða ef þeir eru sigraðir af herjum á vegum Írana í bland við leyfar stjórnarhers Sýrlands.
Þá mundi hvor tveggja slíkra sigurs sviðsmynda - leiða fram stóra nýja flóttamanna bylgju.
Auk þess, væri að auki -tel ég- aukin hætta á að stríðið breiddist út frekar, ef af slíkri flóttamanna bylgju mundi verða.
Þannig að rökrétt stefna sé þá sú - að leitast við að tryggja ástand sem næst pattstöðu.
Meðan að tilraunir eru gerðar öðru hvoru - til að fá aðila að sáttaborði, til að enda átökin með samkomulagi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.10.2015 kl. 12:49 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Nýjustu athugasemdir
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Einar, getur þú sagt okkur hver efnahagsstefna Harris var? 8.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: 1: USA geta alveg verið sjálfu sér næg um allt, ef þau vilja. ... 8.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Sammála þér Einar en það mætti bæta við að Trump er algjör meis... 7.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Grímur Kjartansson , nema að Trump fer akkúrat öfugt að -- tala... 6.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Þú hefur heyrt um speak softly and carry a big stick Ef sölu... 6.11.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 567
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 524
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Qasem Soleimani born 11 March 1957) is a major general in the Iranian Army of the Guardians of the Islamic Revolution. Þessi general er mikill áhrifamaður í þessum löndum og hefur verið lengi.
Hann var þegar tvítugut orðin herforingi í þegar Írak réðst á Íran og í því átta ára stríði.
Hann var á fundum ´með Pútin síðast liðið vor, þar sem hannaðar voru þessar aðgerðir sem nú eru í gangi.
Í sumar hefur hann haldið sig í Sýrlandi Sjálfsagt við undirbúning og er þar líklega enn.
Snorri Hansson, 23.10.2015 kl. 01:49
Sæll Einar Björn
Málið er eins og General Wesley Clark sagði að fara eftir planinu þ.e.a.s að ráðast fyrst á Írak, Líbanon, Líbýu, Sómalíu, Súdan og svo sprengja upp Íran í tætlur (sjá Wesley Clark Told The Truth https://www.youtube.com/watch?v=LAFHOHIiFZA ) Zionist plan-ið fyrir 'Greater Israel' hans Oded Yinon á margt sameiginlegt við planið er hann General Wesley Clark upplýsti okkur um.
Sjá Oded Yinon planið https://www.youtube.com/watch?v=eYrZkFEiY1I
En nú er annað plan til viðbótar komið upp er gengur út á, að útloka algjörlega Rússa frá öllum viðskiptum við Evrópu, svo og útiloka þá frá öllu alþjóðasamfélaginu, þess vegna studdu stjórnvöld í Bandaríkjunum, Saudi Arabíu, Tyrklandi og Katar hryðjuverkamenn með fjármunum og vopnum til að sprengja upp Sýrland, þannig að hægt væri að leggja Gas- leiðsluna yfir frá Katar Saudi Arabíu og yfir Sýrland og að Tyrklandi. Er þetta ekki augljóst Einar Björn?
Nú ef einhver þjóð tekur upp á því að hafna notkun á þessum US- dollar þá kostar það stríð, nú og áður að sjálfsögðu þekktum demonizing- aðferðum ásamt lygum gegn forseta og ríkisstjórn í öllum helstu fjölmiðlum.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 03:12
Fólk hefur fengið meir en nóg af þessu hernaðarbrölti fyrir Banka, vopnaframleiðendur og Bandarísk stjórnvöld, eða blóð fyrir olíu og stríð ofan á frið.
Það er orðin spurning hvernig hægt sé að stoppa allar þessar lygaátillur (e.Pretext) alltaf hreint frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, eða eins og t.d. lygar um gjöreyðingarvopn í Írak, lygar um nauðganir og manndráp í Líbýu og núna síðast þar sem klínt var lygum á Sýrlendinga um þeir hafi notað eiturgas, og til þess eins þá að geta hafið stríð gegn Sýrlandi. Þegar að þessir málaliðar (mercenaries) er stjórnvöld í Bandaríkjunum fjármögnuðu og vopnuðu í Líbýu höfð lokið sínu hlutverki, fluttu þeir sig yfir til Sýrlands og byrjuð árásir þar.
Frá því að stjórnvöld í Bandaríkjunum klíndu lygum á Víetnam um þeir hefðu gert árás, og að Bandarískir sjónmenn væra að drukkna undan ströndum Tonkin, hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum fundið upp hverja lygaátyllurnar á fætur annarri til þess eins að hefja stríð og alltaf fyrir Banka og vopnaframleiðendur.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 10:15
Snorri Hansson - já, þ.e. víst einmitt sá herforingi sem hefur yfirstjórn aðgerða nú gegn uppreisnarmönnum í Aleppo. Ég kannast einmitt við þetta er þú segir, ég held það sé rétt að hann hafi fyrst barist sem kornungur maður í stríðinu við Saddam Hussain. Hann hafi síðan verið virkur í mörgum þeirra skæra sem Íran hafi átt við Saudi Arabíu og Flóa Araba í gegnum árin.
____________
Það getur vel verið að sá sami herforingi hafi verið sá sem var sl. sumar á fundum með Pútín, að skipuleggja sameiginlegar aðgerðir þeirra.
En mér er kunnugt að íranar og Rússar tóku þá ákvörðun í sameiningu, síðan virðist Assad einungis hafa verið fenginn til að samþykkja er Íranar og Rússar voru þegar búnir á ákveða hvernig hlutir ættu að vera.
Assad m.ö.o. virðist næsta valdalaus nú.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.10.2015 kl. 12:45
Það er órökrétt að fjármagna og vopna hryðjuverkamenn (eða vopna og fjármagna málaliða e. mercenaries) eins og stjórnvöld í Bandaríkjunum, Katar, Saudi Arabíu og Tyrklandi hafa verið að gera, og reyna síðan að láta sem þau séu í "stríði gegn hryðjuverkum", þegar að þetta lið styður hryðjuverkastarfsemi (eða vopna og fjármagna málaliða) í Sýrlandi. Það er greinilegt að Rússar hafa algjörlega komið í veg fyrir áform stjórnvalda í Bandaríkjunum, Katar, Saudi Arabíu og Tyrklandi með þessa Gas- leiðslu frá Katar -Tyrklands.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 13:04
Obama hefur ólmur viljað losna við Assad, hann studdi uppreisnina gegn honum ef ekki átt þátt í að koma henni í kring. Obama var með hótanir gagnvart Assad, ef hann notaði efnavopn þá væri honum að mæta. Því var síðan haldið fram að Assad hafi notað efnavopn, en hótanir Obama reyndust orðin tóm.
Svo var Obama farinn að berjast við ISIL og hafa drónar verið notaðir til að sprengja þá upp. Obama hefur státað af árangri með aðgerðum sínum gegn ISIL, en sjáanlegur árangur látið á sér standa. Ótiltekinn fjöldi kvenna og barna hafa látist í árásum Obama, en ekkert vitað hvort nokkur hryðjuverkamaður hafi fallið.
Þá er komið að Pútín. Pútín sá að tómarúm var komið í málefni Sýrlands og sá sér leik á borði, nú var komið að honum að sýna hvað í honum býr. Pútín, með sínum aðgerðum í Sýrlandi, er búinn að niðurlægja Obama. Allt í einu eru fréttir af því að Rússar eru búnir að sprengja upp vopnabúr, stjórnstöðvar og íverustaði ISIL og hryðjuverkamennirnir á flótta undan honum. Þá spyr maður, hvað var Obama að sprengja upp í Sýrlandi? Þegar Pútín er kominn til sögunnar þá verða hryðjuverkamennirnir hræddir og flýja umvörpum.
Ég ætla nú ekki að fara að hygla Pútín, en mér sýnist Obama vera á sama stað og hann, einhver sem ekki er hægt að treysta eða taka mark á.
Ýmsir frammámenn í Bandaríkjunum sem þora að gagnrýna Obama segja um stefnu hans: "...óvinir okkar taka ekkert mark á okkur og vinir okkar treysta okkur ekki".
Stríðið í Sýrlandi er engum til góðs en þó síst íbúum landsins. Það er hörmung að horfa uppá það sem þar er að gerast og þær afleiðingar sem það hefur á milljónir manna. Obama sem ætlaði ekki að taka þátt í stríði hefur átt stóran þátt í að koma þessum hörmungum í kring.
Tómas Ibsen Halldórsson, 23.10.2015 kl. 16:29
Ég skil ekki þessa áherslu þína að Assad sé valdalaus og hafi ekkert um málin að segja.
Assad er þjóðkjörinn með miklum meirihluta. Hvort hann er góður eða slæmur er innanríkismál.
Hvernig sem á er litið er Sýrland sjálfstæð þjóð og alveg fullkomlega lögleg sem slík.
Það er líka augljóst að Sádar,US,Tyrkland ,og fl. eru af alefli að koma þar á sama stjórnkerfi og í Líbíu
Sem sagt, stjórnlausu rusl ríki þar sem óaldaflokkar vaða uppi.
Það sannast endanlega þegar US dreifir vopnum til allra aðila í andstöðu við stjórnvöld.
Það sem er athyglisverðast er að nú horfir allur heimurinn á og áttar sig fullkomlega hvað er að ske. Ekkert síður í US. Þar hvetur almenningur Rússa að standa sig.
Snorri Hansson, 23.10.2015 kl. 17:19
Snorri, það hafa komið fram nægar upplýsingar er benda til hans valdaleysis sbr. Íranar hafi samið um skipti á fólki án þess að tala við stjórnina - að þegar íranskur hershöfðingi fer til Rússlands að semja við Pútín, sem þú sjálfur bentir á, þá var enginn sendimaður Assads með í för, sem er mjög óeðlilegt vægt sagt ekki satt og sýnir vel fram á einmitt þetta valdaleysi er ég benti á - ekki síst Íranar stjórna nú, ráða yfir lýfverði hans - Íranar virðast hafa tekið nýverið sýrl. hershöfðingja af lífi sem sýni auknum áhrifum þeirra andstöðu.
**Allt ber að sama brunni, að Assad sé "figure head."
_________
Þjóðkjörinn segir þú - tja, látum okkur sjá, skv. kosningu sem Pútín sjálfur sagði ómarktæka.
__________
Það er engin sýrl. þjóð. Þetta er land klofið i þjóðarhópa. Þ.s. einn Alavar hafs í 40 ár stjórnað með harðri hendi, lögregluríkisaðferðum. Assad er ekki frekar fulltrúi sinnar þjóðar - en Stalín var. Og ekkert meir að marka kosningar í Sýrl. en þegar kosningar voru haldnar í ríki Stalína.
__________
Ég er algerlega viss að engin leið er að setja þetta land aftur saman, með fjöldamorðingja við völd áfram. Ef hann er áfram sé klofningur þess, skipting Sýrl. fullkomlega örugg. Eina leiðin til að tryggja völd hans - - væri að utanaðkomandi her, mundi hersetja landið, tja t.d. eins og þegar Þjóðverjar tryggðu völd sér vinveittra stjórna í hernumdum löndum Evrópu í Seinna Stríði. Og að sjálfsögðu mundi meirihluti landsmanna - líta slíkan her sömu augum og Lýbanir litu her Ísraels á 9. áratugnum.
_____________
Óöldin í Líbýu er tvímælalaust afrek Gaddhafis sjálfs. En slíkar einræðisstjórni ávslt ala á hatri innan eigin lands, með því að - mismuna hópum. Það eru alltaf hópar í slíkum löndum er hafa forskot að kjötkötlum, og ssmtímis hópat sem eru fótum troðnari en aðrir innan landsins. Slíkt ástsnd smám saman veldur uppsöfnun haturs. Og ef einvaldurinn situr nægilega lengi - verður land hans að púðurtunnu. Sem ef neysti kemst að - springur með hávaða og látum. Það af 3-lönd þarna á svæðinu hafi þannig sprungið með látum með fárra ára millibili. Ætti að sanna fullkomlega hversu hættulegt fyrirkomulag og óstöðugt einræði er.
_______________
Ég tek kaosið í Líbýu fram yfir einræðið sem var fyrir. Lít á þ.s. millibils ástand. Fólkið sé að vinna með sitt uppsafnaða hatur - - eftir nægilega mörg ár. En það er ekki til fyrirbærið endalaust borgarstríð - á einhverjum enda verði næg stríðsþreyta komin, til þess að hóparnir nái fram friði sín á milli.
**Þarna eru 2-megin fylkingar. 2-ríkisstjórnir. 2-þing, o.s.frv.
Einfaldast er sennilega að skipta landinu þeirra á milli, þannig sð Kýrenæku svæðið og Tripolitsnia svæðið verði sitt hvort ríkið. Þá þarf að gsngs frá því hvsr landamærin skulu liggja.
___________
Ég botna ekki í því - hve margr í umræðunni á netinu elska allt í einu einræðisherra er stunda fjöldamorð á eigin fólki.
_____________
Ég veit ekki alveg hvsðs lönd þú átt við, sð séu að hvetja Rússa áfram. Þau geta vart verið mörg, en í nýlegri hnattrænni skoðanakönnun, þá kom í ljós að ca. 2-faldur fj. hafði jákvæða skoðun á Bandar. en Rússlandi.
Þó var meðal skor Bandar. undir 50%.
Sem segir að Rússl. skoraði mjög lágt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.10.2015 kl. 17:55
Tómas Ibsen Halldórsson, - Óttalegt kjaftæði er þetta. Það eru fjölmörg vitni af því t.d. þegar Bandar. aðstoðuðu Kúrda í Írak og Sýrlandi, að mikill fj. ISIS liða lét lífið í þeirra árásum. Það eru undarlegir fordómar sem gera lítið úr þessu - með þeim hætti sem þú gerir.
Það er næg ástæða að vilja losna v. Assad, að 300þ. hafi látið lífið - og 12 millj. orðið heimilislausir, en það fyrra bendir til algers skorts á því að gætt sé þess að lágmarka manntjón almennra borgara, og það seinna sýnir fram á gríðarlegt tjón á íbúa byggð. En þetta er mun hærrra hlutfall þjóðar á flótta, en t.d. í Þýskalandi 1945.
Það sýnir hversu barbarískar aðferðir stjórnarinnar hafa verið.
**Þetta er auðvitað að valda því að fullt af Sýrlendingm er á flótta einnig utan Sýrlands, hluti af þeim eru að streyma til Evrópu - eins og rækilega hefur frést af á þessu ári.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.10.2015 kl. 18:01
Sæll aftur Einar Björn
Hin 77 blaðsíðna skýrsla er átti að heita yfir nauðganir osfv. er notuð var til hefja stríð gegn Líbýu hafði þegar að var gáð, ekki eina einustu sönnun fyrir eini einustu nauðgun, skýrslan var bara bull.
Það tókst mjög vel hjá stjórnvöldum að demoniz-a Gaddafí karlinn og gera hann að Satan. Planið gekk mjög vel upp með lygum um nauðganir og senda inn málalið (mercenaries) ásamt vopn og mannskap frá CIA.
Eins og getið er í bókinni "Slouching Towards Sirte NATO's War on Líbya and Africa" þá er getið um það að Obama sjálfur hafi skrifaði undur leyfi svo að CIA gæti flutt vopn og mannskap til Líbýu (Mazetti&Schmitt 2011/3/30). Síðan er vitað um að 350 Breskir hermann SAS, SBS og SFSG hafi verið sendir inn áður til að berjast við hersveittir Gaddafís. Bæði breska- og bandaírskaleyniþjónustan (MI6 og CIA)sáu um að undirbúa allt áður, þannig að hægt væri að koma á NATO stríði gegn Líbýu, nú og í stríðinu þá voru þeir í því að veita upplýsingar undir nafninu Geronimo.
Nú Íslensk stjórnvöld studdu þetta NATO -stríð þar sem þau höfðu keypt allar þessar lygar, og NATO her sprengdi síðan upp Líbýu í tætlur.
Það þarf ekki að segja þér það en þessir vopnuðu málaliðar (mercenaries) ásamt öðrum er hófu undirbúið átyllur fyrir NATO stríðið gegn Líbýu voru síðan sendir yfir til Sýrlands, til að byrja þar með árásir gegn Sýrlandi eða Sýrlandsher.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning