20.10.2015 | 23:04
Ríkisstjórnarflokkarnir fá í hendurnar tækifæri til að losna við fortíðardrauga, með óvæntu útspili kröfuhafa Glitnis sáluga
Ég held það sé alveg augljóst það tækifæri sem stjórnarflokkarnir fá - ef svo fer að ríkisstjórnin eignast Íslandsbanka, sem hluta af samkomulagi við hóp kröfuhafa Glitnis.
En eins og fjármálaráðherra segir, þá vill hann selja hluta ríkisins í Landsbanka, og hann segir að ef ríkinu áskotnast Íslandsbanki - ætti ríkið ekki að eiga hann lengi.
- Netið er nú fullt af söguburði þess efnis, að nú verði nýr helmingaskiptasamningur, eins og í tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar.
- Þannig að aðilar tengdir Framsókn og Sjálfstæðisflokki, fái að kaupa hvorn banka - á einhverjum afar hagstæðum kjörum --> Hluti af því umtali, sem segir flokkana ekkert hafa lært af aðdraganda hrunsins.
Ég held að augljósa svarið sé - að þetta sé tækifæri fyrir formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, einmitt að sýna aðra og mun betri ráðdeild
Það má segja, að ef sala bankanna fer fram með aðferð - sem almennt verði talin lítt eða ekki spillt, eignar-aðild verði raunverulega umtalsververt dreifð, útkoman valdi litlum deilum í kjölfarið.
Þá muni formennirnir tveir, geta með því - bætt verulega ímynd sinna flokka og sjálfra sín í leiðinni.
En ef aftur á móti, salan fer fram með þeim hætti, að almanna rómur verði sammála nokkurn veginn um það, að verið sé að endurtaka - gamlar syndir.
Mundi það geta haft þau áhrif, að festa með kyrfilegum hætti í sessi - afar neikvæða ímynd Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, meðal margra kjósenda og auðvitað færa ímynd formannanna tveggja til mun verri vegar í augum kjósenda.
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar.
--- Að athafnir, ekki orð, segi til um hver þú ert.
Eins og sagt er - orð eru ódýr.
- Ég mundi að sjálfsögðu leggja áherslu á að sala hluta í bönkunum tveim, fari fram með nægilegri þolinmæði.
- Ekkert snöggt óðagot t.d., að selja fyrir kosningar - ef sala hluta gengur hægt.
- Ef það fer þannig, að salan gengur hægar fyrir sig en vonast er til, þá gefa því lengri tíma. Láta málið þá klárast á næsta kjörtímabili.
- Ekki endurtaka hugmyndina - sem spratt upp síðast; þegar spratt fram hugmyndin um svokallaða "kjölfestufjárfesta."
- Ég velti fyrir mér - hve margir muna eftir því orði "kjölfestufjárfestir."
Þetta var frasinn, sem dúkkaði upp - þegar menn urðu óþolinmóðir, er hægt virtist ganga salan sem átti að tryggja dreifða eignar-aðild.
Og varð að rökum fyrir því - að hverfa frá markaðri stefnu.
Eins og frægt var þá, er stefnubreytingin varð ljós - sagði formaður einkavæðingarnefndar af sér.
- Það getur vel verið, að ef það á að virka að dreifa eignar-aðildinni rækilega.
Þá þurfi jafnvel að dreifa sölunni yfir nokkur ár, þannig að einungis náist t.d. að selja 20% hlut á því sem eftir er af kjörtímabilinu.
Það auðvitað kemur í ljós.
En ég get alveg unnt lífeyrissjóðunum að eiga 10-15% í hvorum banka t.d.
Síðan verði leitast við að selja t.d. 30% sala dreifð yfir nokkur ár - einungis selt lítið magn hluta til hvers og eins sem kaupir.
Ríkið gæti síðan átt áfram - minnihluta í báðum, t.d. 20%.
Það má hugsa að auki að 30-40% verði boðin til kaupenda er vilja stærri hlut, en sett t.d. þak við 5% per hluthafa.
Niðurstaða
Ef ríkisstjórnin fær tækifæri til að standa fyrir einkavæðingu tveggja banka, þá eins og ég sagði - væri það sennilega gott tækifæri fyrir ríkisstjórnina að afsanna ákveðin neikvæðan almanna róm sem hefur loðað við ríkisstjórnarflokkana seinni ár.
Vel framkvæmd sala með eignaraðild er væri raunverulega nægilega dreifð.
Gæti haft mjög sterk jákvæð áhrif á ímynd stjórnarflokkanna, og einnig mjög bætt ímynd formanna þeirra.
Þannig sé sannarlega um tækifæri fyrir formennina 2-að sanna fyrir þjóðinni, hverjir þeir eru í verki.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.10.2015 kl. 08:27 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning