5.10.2015 | 18:19
Financial Times vekur athygli á augljósri kreppu hættu í Asíu
Sjá: Emerging Asia: The ill wind of deflation.
Líkleg ástæða vandans má sennilega rekja til samdráttar í fjárfestingum í Kína - en eins og sjá má á myndum, þá er skulda-aukning atvinnulífs hröð -en er enn hraðari í Kína- en meðaltalið yfir Asíu á einni skannmyndinni sýnir.
Það sé komið að þeim punkti, að atvinnulífið gat ekki lengur haldið dampinum uppi, skuldir og fjármögnunarkostnaður hafi verið í hraðri aukningu síðan bætist við léleg arðsemi fjárfestinga - sem er rökrétt afleiðing þegar offjárfestingar fyllerí er í gangi.
- Þegar snögg dregur úr fjárfestingum.
- Þá snögg dregur úr eftirspurn eftir þeim varningi, sem notaður er til uppbyggingar sbr. málmar.
- Það virðist að auki, minnka eftirspurn eftir vinnu-afli, sem seti þrýsting á laun, og neyslu - þannig að samdráttur í hrávörum t.d. kaffi, sem fer beint til neytenda, hefst einnig - bitnar t.d. á Brasilíu, sem ekki er með í samanburði yfir Asíu.
- Þegar margir eru samtímis að -minnka við sig, þá minnka einnig tekjur margra fyrirtækja.
- Sem er slæmt, þegar skuldir hafa hækkað svo mikið að meðaltali hjá fyrirtækjum sem ljóst er að hefur gerst allra sl. 5-6 ár.
Nettó útkoman virðist benda til kreppu framundan.
Asíukreppa virðist sennileg
Eins og sést á myndinni að neðan - þá virðist komin verðhjöðnun í söluverð framleiðslufyrirtækja í Asíu - þar af 42 mánuði samfellt í Kína.
Áhættan er sú, að fyrirtæki verði gjaldþrota - þegar tekjur skreppa stöðugt saman.
Fjölda-gjaldþrota atburður getur verið framundan.
Skannmyndin er dálítið dauf - en löndin eru talin frá ofanverðu; Indónesía, Hong Kong, Tæland, S-Kórea, Indland, Malasía, Kína, Filipseyjar, Singapore, og Tævan.
Samdráttur er í hagnaði fyrirtækja í Asíulöndum fyrir utan Japan, mynd að neðan.
Þetta einnig styrkir ótta um hugsanlegan fjölda-gjaldþrots atburð framundan.
Eins og sést á skannmynd, þá er samdráttur í útflutningsvirði viðkomandi landa greinilega til staðar, en það sést ekki vel vegna daufrar skannmyndar - að þ.e. seinni hluta 2015 sem seinni niðursveiflan á kúrfunni hefst - og greinilegur samdráttur útflutningsverðmæta er í ár 2015.
Sjá hægra megin á kúrfunni.
Eins og fram kemur í textanum, þá hafa skuldir fyrirtækja í Asíu, fyrir utan fjármálafyrirtæki, aukist - - 5 falt á einum áratug.
Bróðurpartur þeirrar skulda-aukningar atvinnulífs, sé innan Kína.
Þetta er að sjálfsögðu varasamt í ljósi samdráttar tekna og hagnaðar fyrirtækja.
Aftur er myndin dauf - en þ.s. sést þó er að kúrfan er mjög upp á við.
Og að hún mælir vöxt skulda fyrirtækja í nýmarkaðslöndum Asíu.
Mjög hraður vöxtur er frá 2009 - sjá hægri hluta kúrfunnar frá miðju.
Er nú meðaltalið í 125% af þjóðarframleiðslu, úr ca. 80% af þjóðarframleiðslu á 6 árum.
Það er þessi mikli hraði í aukningu skulda fyrirtækja er vekur ugg.
Eins og sést, er það rökrétta að gerast, að þegar þrengir að hjá fyrirtækjum, þá vex aðhald að launahækkunum.
Þetta auðvitað kemur niður á aukningu neyslu.
Hún eðlilega fer í samdrátt, ef launa-samdráttur hefst. Sem kemur í ljós síðar hvort gerist.
Enn eina ferðina er myndin dauf - en þ.s. hún sýnir, er að launahækkanir í Asíu fyrir utan Japan, taka snögga dífu 2009 - sem væntanlega þíðir tímabundna launafrystingu, síðan er snögg stór aukning, en sjá hægri hlið kúrfunnar þá eftir 2010, fer aftur að draga úr hækkunum launa - þær eru ekki alfarið hættar; kúrvan er ekki enn neikvæð.
Myndin að neðan, sýnir minnkun í sölu og minnkun í tekjum fyrirtækja í Asíu fyrir utan Japan.
Gott og vel, eina ferðina enn er myndin dauf - ljósari línan er tekjur, dekkri línan er sala - gildir fyrir fyrirtæki í Asíu fyrir utan Japan.
Hápunkturinn í tekjum/sölu er 2011 -> Eftir það er greinileg minnkun, síðan aftur hefst minnkun 2014, seinni dífan eftir hápunktinn.
--------------
Það sem maður les úr þessu, er þróun sem sterklega virðist benda til þess að framundan sé sennilega fjölda-gjaldþrots atburður í atvinnulífi, sérstaklega Kína, en sennilega einnig í öðrum ný-iðnvæðandi löndum Asíu.
Niðurstaða
Ég hef sosum ekker við þetta að bæta, en það að þróunin bendi til kreppu framundan í Asíu. En það sé sennilega ekki unnt að tímasetja upphaf hennar - en sennilegt virðist að hún hefjist innan nk. 2-3 ára, eða jafnvel fyrir lok þessa árs.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning