5.10.2015 | 18:19
Financial Times vekur athygli á augljósri kreppu hættu í Asíu
Sjá: Emerging Asia: The ill wind of deflation.
Líkleg ástæða vandans má sennilega rekja til samdráttar í fjárfestingum í Kína - en eins og sjá má á myndum, þá er skulda-aukning atvinnulífs hröð -en er enn hraðari í Kína- en meðaltalið yfir Asíu á einni skannmyndinni sýnir.
Það sé komið að þeim punkti, að atvinnulífið gat ekki lengur haldið dampinum uppi, skuldir og fjármögnunarkostnaður hafi verið í hraðri aukningu síðan bætist við léleg arðsemi fjárfestinga - sem er rökrétt afleiðing þegar offjárfestingar fyllerí er í gangi.
- Þegar snögg dregur úr fjárfestingum.
- Þá snögg dregur úr eftirspurn eftir þeim varningi, sem notaður er til uppbyggingar sbr. málmar.
- Það virðist að auki, minnka eftirspurn eftir vinnu-afli, sem seti þrýsting á laun, og neyslu - þannig að samdráttur í hrávörum t.d. kaffi, sem fer beint til neytenda, hefst einnig - bitnar t.d. á Brasilíu, sem ekki er með í samanburði yfir Asíu.
- Þegar margir eru samtímis að -minnka við sig, þá minnka einnig tekjur margra fyrirtækja.
- Sem er slæmt, þegar skuldir hafa hækkað svo mikið að meðaltali hjá fyrirtækjum sem ljóst er að hefur gerst allra sl. 5-6 ár.
Nettó útkoman virðist benda til kreppu framundan.
Asíukreppa virðist sennileg
Eins og sést á myndinni að neðan - þá virðist komin verðhjöðnun í söluverð framleiðslufyrirtækja í Asíu - þar af 42 mánuði samfellt í Kína.
Áhættan er sú, að fyrirtæki verði gjaldþrota - þegar tekjur skreppa stöðugt saman.
Fjölda-gjaldþrota atburður getur verið framundan.
Skannmyndin er dálítið dauf - en löndin eru talin frá ofanverðu; Indónesía, Hong Kong, Tæland, S-Kórea, Indland, Malasía, Kína, Filipseyjar, Singapore, og Tævan.
Samdráttur er í hagnaði fyrirtækja í Asíulöndum fyrir utan Japan, mynd að neðan.
Þetta einnig styrkir ótta um hugsanlegan fjölda-gjaldþrots atburð framundan.
Eins og sést á skannmynd, þá er samdráttur í útflutningsvirði viðkomandi landa greinilega til staðar, en það sést ekki vel vegna daufrar skannmyndar - að þ.e. seinni hluta 2015 sem seinni niðursveiflan á kúrfunni hefst - og greinilegur samdráttur útflutningsverðmæta er í ár 2015.
Sjá hægra megin á kúrfunni.
Eins og fram kemur í textanum, þá hafa skuldir fyrirtækja í Asíu, fyrir utan fjármálafyrirtæki, aukist - - 5 falt á einum áratug.
Bróðurpartur þeirrar skulda-aukningar atvinnulífs, sé innan Kína.
Þetta er að sjálfsögðu varasamt í ljósi samdráttar tekna og hagnaðar fyrirtækja.
Aftur er myndin dauf - en þ.s. sést þó er að kúrfan er mjög upp á við.
Og að hún mælir vöxt skulda fyrirtækja í nýmarkaðslöndum Asíu.
Mjög hraður vöxtur er frá 2009 - sjá hægri hluta kúrfunnar frá miðju.
Er nú meðaltalið í 125% af þjóðarframleiðslu, úr ca. 80% af þjóðarframleiðslu á 6 árum.
Það er þessi mikli hraði í aukningu skulda fyrirtækja er vekur ugg.
Eins og sést, er það rökrétta að gerast, að þegar þrengir að hjá fyrirtækjum, þá vex aðhald að launahækkunum.
Þetta auðvitað kemur niður á aukningu neyslu.
Hún eðlilega fer í samdrátt, ef launa-samdráttur hefst. Sem kemur í ljós síðar hvort gerist.
Enn eina ferðina er myndin dauf - en þ.s. hún sýnir, er að launahækkanir í Asíu fyrir utan Japan, taka snögga dífu 2009 - sem væntanlega þíðir tímabundna launafrystingu, síðan er snögg stór aukning, en sjá hægri hlið kúrfunnar þá eftir 2010, fer aftur að draga úr hækkunum launa - þær eru ekki alfarið hættar; kúrvan er ekki enn neikvæð.
Myndin að neðan, sýnir minnkun í sölu og minnkun í tekjum fyrirtækja í Asíu fyrir utan Japan.
Gott og vel, eina ferðina enn er myndin dauf - ljósari línan er tekjur, dekkri línan er sala - gildir fyrir fyrirtæki í Asíu fyrir utan Japan.
Hápunkturinn í tekjum/sölu er 2011 -> Eftir það er greinileg minnkun, síðan aftur hefst minnkun 2014, seinni dífan eftir hápunktinn.
--------------
Það sem maður les úr þessu, er þróun sem sterklega virðist benda til þess að framundan sé sennilega fjölda-gjaldþrots atburður í atvinnulífi, sérstaklega Kína, en sennilega einnig í öðrum ný-iðnvæðandi löndum Asíu.
Niðurstaða
Ég hef sosum ekker við þetta að bæta, en það að þróunin bendi til kreppu framundan í Asíu. En það sé sennilega ekki unnt að tímasetja upphaf hennar - en sennilegt virðist að hún hefjist innan nk. 2-3 ára, eða jafnvel fyrir lok þessa árs.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 522
- Frá upphafi: 860917
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 469
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning