Áhugavert að Pútín tímasetur upphaf loftárása í Sýrlandi, rétt fyrir mikilvægan fund um Úkraínu við Merkel, Hollande og Poroshenko

Þetta hefur skapað vangaveltur um það að Pútín vilji tengja stríðin 2-saman með einhverjum hætti, en hann segist vera með -bandalag gegn ISIS- og hefur uppi tilboð til hvers sem er, að ganga í það bandalag.

Syria and Ukraine: two fronts in Russian war for influence

Þó að loftárásir fyrstu 2-dagana virðast beinast eingöngu að herjum annarra uppreisnarmanna, sérstaklega að her sem nefnist "sigurliðið" sem er -samvinnuher- nokkurra uppreisnarhópa, sem hafa sameinast um það markmið að sigrast á Assad - í stað þess að beina spjótum hver að öðrum.

A Look at the Army of Conquest, a Prominent Rebel Alliance in Syria

  • Þessi her tók fyrr á árinu, allt Idlib hérað, þannig að Sýrlands stjórn - stjórnar ekki lengur landi er nær að landamærum Tyrklands.
  • Að auki hefur sá her, hafið árásir á Ladakia hérað við ströndina, einmitt þ.s. herstöðin er við flugvöll Ladakia borgar, þ.s. Rússar hafa nú komið upp nýrri herstöð til árása á uppreisnarmenn.

Þessi sókn -sigurhersins- er augljóst stórfelld hætta fyrir þær hersveitir sem eftir eru af stjórnarhernum - - en Ladakia hérað, er eitt af þeim héröðum þ.s. Alavi fólk -kjarni stuðnings Assads- býr.

Reuters hefur eftir sýrlenskum yfirvöldum, að hundruðir íranskra hermanna séu á leið til Sýrlands, og til standi að blása til nýrrar sóknar - gegn einmitt "sigurhernum."

Assad allies prepare ground attack in Syria 

Rússar virðst beita úreltum flugvélum í Sýrlandi, þ.e. Sukhoi Su-24 Fencer

Og - Sukhoi Su-25 Frogfoot

Þessar vélar eru - áratugagamlar, frá dögum Kalda-stríðsins. Þetta sýnir vel hve vopnabúnaður Rússa, er mikið til - úreltur.

Það mundi koma mér mjög á óvart, ef Saudar redda ekki uppreisnarhernum snarlega - loftvarnarflaugum.
En þegar blásið verður til sóknar gegn -sigurhernum- þá mun það skipta þann her miklu máli, að geta dregið mjög veruega úr skilvirkni loftárása Rússa.
En loftvarnarflaugar jafnvel þó þær nái ekki þeim öllum, þá einnig minnka þær mjög mikið - nákvæmni árása.

Þessar gömlu týpur - eru ekki með nokkrum hætti "torséðar á radar" þannig að hátækni loftvarnarflaugar ættu að eiga frekar auðvelt með að ná miði á þær, og halda því.

 

Augljóslega á ESB að hafna öllum tengingum milli stríðanna 2-ja

Tilboð Pútíns um -samvinnu- um átök í Mið-Austurlöndum. Er eftir allt saman - ákaflega eitrað. En það felur í sér - - > Stuðning við Assad, en her hans hefur valdið óskaplegu manntjóni a.m.k. 300þ. flestir almennir borgarar, og líklega bróðurparti þeirrar eyðileggingar íbúðabyggðar, sem hefur gert 12 milljón manns, heimilislaus.

Þessi átök hafa að auki í dag sterkt - trúarívaf. Þ.e. Íran og Hesbollha eru Shítar, Sýrlandsstjórn er í reynd minnihlutastjórn Alavi fólksins í Sýrlandi - sem býr einkum við ströndina t.d. í Ladakia héraði.
Samtímis sem að uppreisnarhópar eru - Súnní Múslimar. Og rétt að nefna að 70% íbúa landsins fyrir stríð, voru Súnní.

Í ljósi óskaplegrar grimmdar Alavi stjórnarinnar, virðist sennilegt að haturs ástand ríki milli Súnní Araba meirihluta landsmanna - og stjórnarinnar.
Að þar af leiðandi, sennilega halli sá hluti íbúa landsins sér að uppreisnarhópum.

Hatrið að sjálfsögðu - kallar fram mikla hættu fyrir íbúa Ladakia héraðs, þ.s. íbúar séu sennilega meirihluta að styðja stjórnina.
En augljós hætta er sennilega á - - blóðhemdum, m.ö.o. fjöldamorðum.

Því miður eru blóðhemdir alltof oft fylgifiskar borgarastríða.
En borgarastríð verða því miður sögulega gjarnan afar grimm.
Fjöldamorð frekar dæmigerð - en undantekning.
_________________

Ég sé ekki að ESB hafi nokkuð að gera með það - að hengja sig á þetta stríð.

Allra síst í bandalagi við Pútín.

  1. En ég held þvert á móti að afskipti Rússa -minnki flóttamannastraum.
  2. Að þau muni líklega auka hann.

En höfum í huga, að skv. fréttum þá bendir flest til að bæði Rússar og Íranar, ætli í beina þátttöku - -> Utanríkiráðherra Saudi Arabíu, hefur þegar hótað að senda meiri vopn og peninga til uppreisnarhópa.

  • M.ö.o. virðist augljóst nettó útkoma benda til, harðnandi átaka.
  • Líklega verði mjög harðar orrustur milli -sigurhersins- og Írana/Rússa/liðs Assads, þegar sameiginleg sókn þeirra hefst - meðan að loftárásir Rússa standa yfir.

Ég væri vikilega mjög hissa - ef loftvarnarflaugar dúkka ekki fljótlega upp, í höndum uppreisnarhópa.

 

Um hvað snýst deilan um í Úkraínu akkúrat núna?

  1. Úkraínuþing hefur samþykkt lög, sem heimila mjög aukið sjálfs-forræði fyrir héröðin Luhansk og Donetsk.
  2. En skilyrðið er að almennar héraðs kosningar skv. lýðræðisreglum fyrst fari fram.
  • Uppreisnarmenn segjast ætla að hafa eigin kosningar þann 18/10 nk.
  • Hingað til hafa kosningar af þeirra hálfu, ætíð farið fram með sovéskri aðferð, þ.e. einungis einn listi í boði, engri stjórnarandstöðu heimilað þátttaka.
  • Slíkar kosningar eru að sjálfsögðu gersamlega ómarktækar - - > En bersýnt að tilhögun með þeim hætti, er ætlað að tryggja uppreisnarforingjum áfram völd yfir þeim svæðum innan héraðanna tveggja, sem þeir stjórna.

Punkturinn er auðvitað sá - að það að þeir hafna því að taka þátt í almennum kosningum skv. lýðræðisreglum, þ.s. allir íbúar hvors héraðs á kosninga-aldri mundu kjósa.

Bendir sterklega til þess, að þeir telja sig ekki hafa - nægan stuðning íbúa.
En þessi hegðan þeirra er rökrétt í þannig samhengi.
Að auki bendi flest til þess, að Pútín í reynd stjórni þeirra hegðan í einu og öllu, enda fjármagni hann þeirra svæði gersamlega - og sá sem heldur um budduna að sjálfsögðu ræður.

  1. Það m.ö.o. mundi þíða, að Pútín mundi halda svæðum er í reynd væru undir hans stjórn.
  2. Þetta að sjálfsögðu hefur hann ekkert samþykki fyrir.
  3. En líkur um að á fundinum -um nk. helgi- muni hann gera sitt ítrasta, til að halda halda sínum mönnum.

Að sjálfsögðu á ekki að samþykkja þann gerning, að hans menn stjórni með algerlega ólýðræðislegum hætti - umtalsverðum svæðum í A-Úkraínu.

En sovéskar kosningar eru ekki lýðræðisleg mæling á vilja íbúa - það gildi sama um þá kosningu er fór fram á Krím, að þegar aðferðin er -sovésk- þ.e. einungis eitt framboð heimilað, er ekki unnt að líta á kosningu sem lögmæta.

------------

Ég lít á það sem staðfestingu þess, að Úkraínumálið hafi aldrei snúist um hagsmuni íbúa A-Úkraínu.
Að Pútín sæki svo fast að halda sínum mönnum, þeim er hann stjórnar.

Enda - hefur Úkraína gefið eftir það að A-Úkraína fái verulega sjálfsstjórn.

En þá að sjálfsögðu - það eðlilega, að þá fái íbúar þeirra svæða sjálfir, að ráða því hverjir stjórna þeim - en ekki Pútín.

 

Bendi á að staða Pútíns getur verið veikari nú, eftir að hann hefur ákveðið að hefja átök í Sýrlandi

En það kostar að sjálfsögðu töluvert fyrir Rússland, að halda uppi stríði í Sýrlandi, með eigin liðsmönnum.
Það væri verulegt álag fyrir Rússland - að halda síðan uppi öðru stríði samtímis í A-Úkraínu.

Ég hef efasemdir um að efnahagur Rússlands sé fær um að bera - 2 stríð samtímis.

Þannig að mjög sennilega vill Pútín ekki að átök í Úkraínu fari af stað, akkúrat núna.
Sem þíðir - - að það getur verið til staðar sá möguleiki, að beita þvert á móti Pútín þrýstingi á fundi helgarinnar.

Um það að hann veiti eftirgjöf.
Enda getur hann alveg lýst það sem sigur.
Að Úkraína hafi gefið þann punkt eftir, að veita A-Úkraínu verulega aukið sjálfs forræði.

Notað það til að réttlæta það - að gefa uppreisnarmenn upp á bátinn. Afskrifa þá m.ö.o.

 

Niðurstaða

Ef samsæriskenningar þess efnis að Pútín ætli að gera tilraun til að blanda saman átökum í Sýrlandi, við Úkraínumálið eru réttar. Þá að sjálfsögðu á að hafna því tilboði.
Enda er tilboð Pútíns um að gerast beinir meðlimir að trúarstríði í Sýrlandi og Írak, gegn meirihluta Araba - - afar eitrað svo meir sé ekki sagt.

Ég lít svo á að tilboð Úkraínustjórnar gangi eins langt og eðlileg sé, þ.e. A-Úkraína sé áfram hluti af Úkraínu, en með verulega aukna sjálfsstjórn.
Og að sjálfsögðu á lýðræðislegur vilji íbúa A-Úkraínu að ráða því hverjir stjórna þeim, ekki leiðtogi stórveldisins við hlið Úkraínu.

Ég held að það sé alveg sjálfsagt - að beita Pútín þrýstingi á fundi helgarinnar, um það að hann veiti umtalsverða eftirgjöf.
Í staðinn gæti t.d. Þýskaland veitt það loforð um að samþykkja ekki hugsanlega tilraun Úkraínu til inngöngu í NATO.

Pútín gæti kallað það sigur, að fá þá tryggingu - og haldið því fram, að hann hafi náð því fram að A-Úkraína fái aukið sjálfsforræði.

En ef hann afskrifar uppreisnarmenn, þá geta átök við Rússland formlega hætt.
Og í kjölfarið mundi refsiaðgerðum mjög líklega mestu vera lyft.

Það væri umtalsvert fyrir Pútín til að vinna - í staðinn fyrir að afskrifa uppreisnina.
Og hann gæti þá einbeitt öllum kröftum Rússland óskiptum til að halda Assad  - án refsiaðgerða ESB landa, væru þeir kraftar að sjálfsögðu meiri.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Takk fyrir allar þessar samsæriskenningar, en hérna það var ekki Putin karlinn sem ákvæað tímasetingar á þessum árásum, heldur var það Rússneska þingið sem samþykkir einróma notkun hersins í Sýrlandi til að berjast ISIS, þann 30 september sl.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.10.2015 kl. 16:33

2 identicon

En hérna hafðu ekki neinar áhyggjur, því að öll Video -myndbönd af þessum árásunum Rússa á ISIS verða  örugglega aldrei sýnd eða hvað þá fjallað um á þessum neocone vestrænufjölmiðlum FT, NYT, CNN, BBC osfrv. Því að stjórnvöldum í Bandaríkjunum og þessir fjölmiðlar munu sjá til þess að ekkert verði birt af þessum árásum. 

"Israel Lies Debunked, Russia Releases Combat Video of ISIS Strikes" http://www.inspiretochangeworld.com/2015/10/israel-lies-debunked-russia-releases-combat-video-of-isis-strikes/?utm_campaign=shareaholic&utm_medium=facebook&utm_source=socialnetwork

"Syria Condemns US Airstrikes, Praises Russian Aerial Bombing"
http://www.telesurtv.net/english/news/Syria-Condemns-US-Airstrikes-Praises-Russian-Aerial-bombing-20151001-0003.html

Syria Condemns US Airstrikes, Praises Russian Aerial Bombing

This content was originally published by teleSUR at the following address:
"http://www.telesurtv.net/english/news/Syria-Condemns-US-Airstrikes-Praises-Russian-Aerial-bombing-20151001-0003.html". If you intend to use it, please cite the source and provide a link to the original article. www.teleSURtv.net/englisSyria Condemns US Airstrikes, Praises Russian Aerial Bombing


"Russian Airstrikes Destroys US-backed rebel HQ in Syria" http://thesentinel.ca/russian-airstrikes-destroys-isil-hq-in-syria/

Syria Condemns US Airstrikes, Praises Russian Aerial Bombing

This content was originally published by teleSUR at the following address:
"http://www.telesurtv.net/english/news/Syria-Condemns-US-Airstrikes-Praises-Russian-Aerial-bombing-20151001-0003.html". If you intend to use it, please cite the source and provide a link to the original article. www.teleSURtv.net/english

Syria Condemns US Airstrikes, Praises Russian Aerial Bombing

This content was originally published by teleSUR at the following address:
"http://www.telesurtv.net/english/news/Syria-Condemns-US-Airstrikes-Praises-Russian-Aerial-bombing-20151001-0003.html". If you intend to use it, please cite the source and provide a link to the original article. www.teleSURtv.net/english

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.10.2015 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband