Grikkland og Ítalía hafa áhyggjur af áætlun ESB að reisa sérstakar viðtökubúðir fyrir flóttamenn í Grikklandi og Ítalíu

Mig grunar að löndin 2-óttist að sitja uppi með stórfelldan fjölda flóttamanna. En eins og fréttir segja frá, þá virðist hugmynd starfsmanna stofnana ESB vera í grófum dráttum sú. Að styðja við rekstur búða í löndunum tveim. Þangað sem allir þeir sem koma til Grikklands eða Ítalíu - yrðu fluttir, strax við komuna til Grikklands eða Ítalíu.

Þar yrðu þeir skráðir, fingraför tekin og auðvitað ljósmyndir teknar í gagnagrunn.

Síðan mundu löndin taka við flóttamönnum frá þessum búðum, skv. samþykktu kvótakerfi.

EU migrant ‘hotspot’ policy takes heat from angry governments

 

Um daginn var samþykktur kvóti upp á 160þ. flóttamenn

Höfum í huga, að sá kvóti mjög líklega - dugar hvergi nærri fyrir þeim fjölda, sem streymir að í ár. Og samt var sá kvóti gríðarlega umdeildur meðal aðildarlandanna.
Á hinn bóginn, þá er það einungis Slóvakía skv. fréttum, sem enn streitist við það að hafna móttöku flóttamanna skv. úthlutuðum kvóta - meira að segja Orban, hafi hætt mótbárum að þessu sinni.

Punkturinn er auðvitað sá - að í hvert sinn sem til stæði að úthluta nýjum hópi flóttamanna, væri líklegt að sama deilan endurtaki sig.
Að auki sé sennilegt, að vegna deilna þá endi kvótarnir mjög líklega vel undir þeim mörkum sem nemur raunverulegu aðstreymi flóttamanna.

Skv. hugmyndum um "Hot spots" eða heita reiti fyrir flóttamenn, þ.e. móttöku stöðvar fyrir þá.
Þá ætti að vísa í burtu flóttamönnum, sem ekki standast - ótilgreindar reglur, sem væntanlega á eftir að akkúrat ákvarða.
Hvert ætti að vísa þeim - - er þó ekki augljóst. Enda langt í frá alltaf unnt að senda þá til baka til heima lands.

Síðan virðist hugmyndin fela það í sér, að löndin 2-þ.e. Grikkland og Ítalía, verði að beita lögreglu og jafnvel herlögreglu, til að - safna flóttamönnum saman, væntanlega handsama ef þeir streitast á móti.
Miðað við þann mikla fjölda sem streymir að, þá sé það sennilegt að verða umtalsvert álag á lögregluyfirvöl, jafnvel her - í þeim löndum.

Síðan þyrfti væntanlega að gæta búðanna.
Sem gætu farið sístækkandi, ef eins og líklega fer - að aðstreymið vex mun hraðar.
En nemur vexti vilja aðildarríkja, til móttöku nýrra hópa._________

  1. Eins og nú er háttað, þá virðast yfirvöld á Ítalíu og Grikklandi.
  2. Lítið eða ekkert gera, til að takmarka ferðafrelsi aðkominna flóttamanna.
  3. Sem virðast fæstir hafa áhuga á að eiga langa viðkomu í Grikklandi eða Ítalíu, heldur halda flestir áfram í Norður í átt til næsta lands innan Evrópu, með lönd eins og Frakkland - Þýskaland eða Svíþjóð sem drauma endastað.

Þetta aðstreymi - er að valda pyrringi annarra aðildarlanda, þeirra sem flóttamennirnir leggja leið sína um, í framhaldinu.

Manni virðist hugmynd stofnana ESB - geta verið sprottna af áhuga annarra meðlimalanda ESB, til að losna við þetta frjálsa flæði.

Meðan að hagsmuna sinna vegna, munu Grikkland og Ítalía - streitast gegn þeim hugmyndum, rökrétt vegna þess að þau munu óttast að enda með heilan helling af flóttamönnum, sem önnur meðlimalönd muni streitast eins og rjúpa við staur við að taka á móti.

 

Niðurstaða

Flóttamannakrísan virðist hafa tekið við af evrukrísunni sem megin þrýsti punktur á samstarf þjóða um svokallað Evrópusamband. Það á auðvitað eftir að koma fram hvað mun gerast. En rétt er að muna að - evran er ekki farin a.m.k. enn. Og ESB hefur ekki heldur hrunið enn.
Það þarf ekki að vera að þessi nýjasta krísa valdi hruni innan samstarfsins um ESB heldur.

En sannarlega er það samt sem áður möguleiki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband