Hafa Frakkar selt 2-afar öflug herskip til Kína, sem áður stóð til að selja til Rússlands?

Ég rakst á áhugaverða frétt: Egypt to buy French Mistral warships once destined for Russia. Skv. frétt segjast frönsk yfirvöld hafa samið við herforingjastjórnina í Egyptalandi um sölu tveggja innrásarskipa, af Mistral gerð, sjá: Mistral-class amphibious assault ship.

  1. Vandinn er sá, er að ég sé ekki hvað Egyptaland hefur að gera með þessi skip.
  2. Þar sem Egyptaland er ekki -sjóveldi. Þetta yrðu langsamlega yfirgnæfandi stærstu skip þeirra flota.
  3. Höfum að auki í huga - að Egyptaland er ekki fjárhagslega sjálfbært þessa stundina, þarf mikla fjárhags aðstoð frá Saudi Arabíu og Flóa-Aröbum.

Það virðist því blasa við.
Að þetta séu sennilega - sýndarviðskipti.

http://www.jeffhead.com/worldwideaircraftcarriers/mistral3.jpg

Spurning hver sé þá hinn raunverulegi kaupandi?

Þannig trix eru þekkt í viðskiptum með hergögn, að 3-land gerist milli aðili í kaupum eins lands af hergögnum frá öðru landi. En þá þarf það að vera - óþægilegt fyrir viðkomandi land er framleiðir hergögn, að selja viðkomandi hergögn beint til þess aðila.

  • Það mundi einmitt eiga við, um beina sölu til Kína á Mistral-class innrásarskipum.

En þetta eru afar fullkomin skip. Með nýjustu og bestu tækni sem völ er á.
Og ég vel get séð það fyrir mér, að Kína hefði áhuga.
En að á sama tíma, þá treysti Frakkar sér ekki að selja skipin, beint til Kína.

Þá sé Egyptaland fengið til að - kaupa beint af Frakklandi. Fær líklega til þess pening, frá Kína. Kína síðan - nokkrum mánuðum síðar, fær skipin afhent. Og einhver þóknun verður eftir til herforingjanna í Egyptalandi.

En ég virkillega get vel séð fyrir mér - Kína, sem er að efla sinn flota, og vill að sá floti sé tæknilega fullkominn - - > Vera áhugasamt um að fá þessi skip.
Til þess að - smíða síðar meir, sína eigin útgáfu.

Skv. ferli sem nefnist- "reverse enginering."

Það er algerlega pottþétt, að Bandaríkin - mundu þybbast við Frakka.
Þessi skip, gætu einmitt passað mjög vel - inn í flotauppbyggingu Kína.

 

Niðurstaða

Ég skal ekki fullyrða að ég hafi rétt fyrir mér. En mig grunar afar sterklega að Egyptaland sé ekki hinn raunverulegi kaupandi. Og ég held að meira að segja Frakkar, mundu ekki - leggja í að selja skipin til Rússlands, eftir að hafa ryft samningnum við Rússa fyrir skömmu.

Þannig að þá er það spurning - hvaða land þarna úti, er að efla sinn flota hröðum skrefum. Það að sjálfsögðu blasir við, að ekkert land er með stærri uppbyggingu á nýjum flota í gangi í heiminum heldur en Kína.
Og Kína mundi sannarlega -grunar mig sterklega- hafa áhuga á skipum sem slíkum, sem eru byggð skv. bestu tækni sem fáanleg er á Vesturlöndum.

Kína er enn í því ferli, að leitast við að jafna stöðuna hvað hertækni varðar í samanburði við Vesturlönd. Ef Kína vill verða risaveldi - þarf það að hafa nægilega öflugan flota, til þess að geta sjálft varið sína verslun á hafinu.

M.ö.o. þarf að geta mætt bandar. flotanum sem jafnoki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það liggur auðvitað í augum uppi að Egyptar eru ekki að kaupa þessi skip fyrir sig. Hvort það eru svo Kínverjar eða Rússar sem eru hinir sönnu kaupendur kemur í ljós síðar. Hugsanlega verður einhverju millilandi bætt þarna inn í skrípaleikinn.

Rússar eru með flotastöð í Sýrlandi og vegna aukinna umsvifa þar kæmu þessi skip sér vel fyrir þá.

En það má heldur ekki gleyma uppbyggingu Kínverja á sínum flota og þeim yfirgang sem þeir þegar eru farnir að sýna úti fyrir ströndum sínum.

Gunnar Heiðarsson, 24.9.2015 kl. 11:20

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það yrði afar stuðandi í samhengi NATO samstarfs Frakka, ef þeir seldu þessi skip nánast jafnharðan til Rússlands, eftir að hafa rift kaupunum skv. þrýstingi annarra NATO landa.
Þannig að ég efa að Frakkar leggi í að selja þau til Rússa.

Kína sé sennilegra, og þó að slík sala yrði gagnrýn án vafa - > Þá a.m.k. á NATO ekki í neinni formlegri deilu við Kína, þannig að gagnrýni yrði vart nærri eins hörð.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.9.2015 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband