Ef borgin vill, getur hún sett bann eingöngu á vörur frá hernumdu svæðunum í Ísrael

Það er sannarlega rétt, að erfitt er að - sanna hvar varan er akkúrat framleidd. Á hinn bóginn, þá er það tæknilega leysanlegt með þeim hætti - - að setja sönnunarbyrðina á Ísrael. Það er, krefjast þess að vörur frá Ísrael séu - upprunavottaðar.

  1. Þannig að unnt sé að greina á milli varnings, sem framleiddur er á hernumdum svæðum, og þess sem framleiddur er utan þeirra svæða.
  2. Ég er að sjálfsögðu að tala um, að það verði merkt á vöruna - hvaða verksmiðja framleiddi, og í hvaða bæjarfélagi. Þannig að unnt sé að sjá, hvort varan er framleidd t.d. í Haifa utan hernumdu svæðanna, eða í einhverjum hinna nýju bæjarfélaga er risið hafa á hernumdum svæðum, byggð svokölluðum - landnemum.
  • Einungis verði heimilað að kaupa frá Ísrael.
  • Vörur með nægjanlegum upprunamerkingum.

Svo unnt sé að vita hvar í Ísrael varningur er framleiddur.

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/political-map-of-Israel.gif

Höfum í huga, að landnám Ísraela á hernumdum svæðum, er brot á alþjóðalögum

Það þíðir að sjálfsögðu - að varningur framleiddur af ísraelskum landnemum, fellur undir það - alþjóðlega bann.
Það má því líta svo á, að borgin væri ekki að gera neitt annað, en það - að framfylgja þessu alþjóðlega banni af sinni hálfu.

M.ö.o. væri aðgerðin ekki ólögleg. Sennilega verjanleg skv. reglum "W.T.O." þ.e. Alþjóða-viðskiptastofnunarinnar.
Það má þó vera, að Ísraelar samt mundu kæra slíkt bann, af hálfu Reykavíkurborgar til dómstóls "W.T.O."

  1. Það yrði þá að áhugaverðu prófmáli.
  2. Er sennilega vekti alþjóða athygli.

Auðvitað væri úrskurður fordæmisgefandi, hvorn veginn sem hann færi.
________________

Það er auðvitað rétt, að strangt til tekið - má borgin ekki hafa eigin utanríkisstefnu.
Ég veit samt ekki til þess, að nokkur viðurlög séu til við því, ef borgin mundi halda því til streitu, að viðhafa sitt eigið bann - við kaupum á varningi frá byggðum landtökumanna í Ísrael.
Þannig að mér virðist að borgin - geta komist upp með þetta, ef hún vill.

 

Niðurstaða

Sannarlega var upphafleg samþykkt tillaga borgarstjórnarmeirihluta - um allsherjar bann á kaupum varnings frá Ísrael, illa unnin - kjánaleg. Á hinn bóginn, virðist mér alveg mögulegt að útfæra framkvæmanlegt - bann. Ef borgin virkilega vill hafa eigin utanríkissstefnu.

Það er í sjálfu sér - full ástæða til að banna sölu varnings frá hernumdum svæðum í Ísrael, þ.s. eftir allt saman - er byggð Ísraela þar, ólögleg skv. samþykktum S.Þ. og ályktunum Öryggisráðs S.Þ.

Slíkt bann, ef það yrði að hreifingu er breiddist út - gæti sannarlega sett þrýsting á Ísrael. Með því, að ekki sé um -viðskiptabann á Ísrael að ræða- heldur bann eingöngu á sölu varnings frá byggðum Ísraela sem séu ólöglegar á hernumdum svæðum undir stjórn Ísraels.

Þá sé ekki aðgerð - atlaga að tilvist Ísraels.
Heldur eingöngu beint að - hinni ólöglegu aðgerð Ísraela, að taka taka harnumið land yfir og gera að byggðum Ísraela í trássi við samþykktir S.Þ. og ályktanir Öryggisráðs S.Þ.

Kannski kominn tími til að beita Ísrael raunverulegum þrýstingi sem um munar, að fara eftir þeim ályktunum.

Það getur vel verið að - bann hreyfing geti breiðst út, sérstaklega ef Ísraelar væru nægilega heimskir, til að - setja málið fyrir dómstól "W.T.O." svo að málið fangi alþjóðlega athygli.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta algjörlega Einar Björn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2015 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband