Lýðræði til sölu í Bandaríkjunum sem aldrei fyrr

2010 leiddi röð úrskurða Hæstaréttar Bandaríkjanna til þess, að reglur er voru í gildi um takmarkanir á framlögum -fyrirtækja- og -einstaklinga- til einstakra frambjóðenda til forseta, og þeirra sem bjóða sig fram til þings; voru afnumdar.

Der Spiegel - How the Super-Rich Threaten US Democracy: "2010 ruling in the Citizens United v. the Federal Elections Commission case in the Supreme Court. The high court ruled that political donations to be a form of freedom of expression. The five members of the court appointed by Republican presidents ruled that donations cannot be capped. The four justices appointed by Democratic presidents dissented. The ruling is the most devastating in recent US history and also threatens its democracy."

Þetta er alveg skelfilegt - - engar takmarkanir á -framlögum- frá sér sjálfum, frá fyrirtækjum eða öðrum einstaklingum. Gerir t.d. Donald Trump mögulegt, að verja 1.000 milljón Dollurum til eigin framboðs, eða hann segist ætla að verja það miklu fé.

Skv. þessu, gæti það -tæknilega gerst- að ótrúlega auðugur einstaklingur, kaupi sér embætti forseta Bandaríkjanna - valdamesta embætti heims; með eigin peningum.

  1. Þetta eru fyrstu forsetakosningarnar, þær sem eru framundan, sem fara fram -síðan takmarkanir á pólitísk framlög voru afnumin- þegar ekki er til staðar sitjandi forseti.
  2. Núna, er raunverulega hugsanlegt, að ofur auðugur einstaklingur geti keypt sér það að verða forseti, eða, að ofur auðug fjölskylda sem t.d. sjálf býður sig ekki fram geti algerlega fjármagnað framboð og átt 1-stykki forseta Bandaríkjanna gersamlega.

"In the first six months of this year alone, the candidates and their Super PACs received close to $400 million -- far more than in the entire previous campaign. The most conspicuous aspect, though, is that around half this money originates from a small group of massively wealthy families and the companies they own."

Það virðist sem að - - ofur auðugar bandar. fjölskyldur, hafi runnið á blóðið.

  1. "Republican Ted Cruz, for example, received $10 million from an oil billionaire and $11 million from a hedge fund manager."
  2. "Of the $16 million in total donations that have flowed into Marco Rubio's Super PAC, $12.5 million has come from four individual donors."
  • "The arch-conservative Koch Brothers alone, whose estimated assets of $120 billion make them America's second-richest family, want to invest $889 million in the current election campaign."

Að sjálfsögðu hafa bandarískir auðmenn - alltaf haft gríðarleg pólitísk áhrif, og frambjóðendur hafa í áratugi þegið framlög frá auðmönnum, eða fyrirtækjum þeirra.

En þ.s. er að gerast - er samt stílbrot við það sem hefur verið.

  1. Í fyrsta lagi, er gjáin milli auðugra og almennings, að vaxa - megnið af hagvexti sl. 10 ára í Bandar. hefur farið beint til auðmanna, meðan almenningur hefur nánast ekki séð túskilding í auknar nettó tekjur.
  2. Þetta þíðir, að áhrif auðmanna -voru í vexti þegar fyrir- og síðan bætist þetta þar við ofan á, niðurstaða Hæstaréttar Bandar. 2010 sem afnam takmarkanir á fjárframlög til einstakra frambjóðenda.

Áður fyrr - sannarlega höfðu frambjóðendur þegið greiða frá auðmönnum.
En takmarkanir á framlög - þíddu a.m.k. að þeir áttu þá greiða til margra slíkra, þ.e. enginn einn auðmaður var líklegur t.d. að eiga algerlega forsetaframbjóðanda, eða einhver smár hópur auðmanna.
Það klassíska hefur verið að veita - sendiherrastöður.
En þær hafa lengi verið pólitískur bitlingur forseta til aðila er hafa veitt stór framlög.

En nú - - þeir sem eru í dag að kaupa sér forsetaframbjóðanda, jafnvel að leggja flr. en einum slíkum til fjármagn - > Þeir örugglega munu heimta miklu mun meira að launum, en skitið embætti sendiherra.

 

Niðurstaða

Vinsælar samsæriskenningar hafa gjarnan haldið því fram að örfáir auðmenn stjórni Bandaríkjunum.
Það kaldhæðna er, að það getur orðið raunveruleg framtíð Bandaríkjanna.
Að forsetakosningar verði lítið annað en, klíkur ofur auðugra Bandaríkjamanna, að kljást um embættið - - og sigurlaunin, þá bitlinga sem þeir geta fengið að launum til sinna fyrirtækja og sín persónulega - ef sá frambjóðandi er sú klíka fjármagnar nær kjöri.
M.ö.o. gæti skapast óskapleg spilling í kringum forsetamebættið, ef auðmönnum tekst að fá sína frambjóðendur - kjörna.

Lýðræðið í Bandaríkjunum virðist í stórhættu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lýðræði í Bandaríkjunum varð í hættu þegar George Bush var kjörinn.  Og hefur verið í hættu síðan, ekki af völdum Donald Trump, heldur af völdum Hillary Clinton.

Menn, sem halda að lýðræði sé falið í að ganga að kjörstað og leggja inn eyðublað með nafni.  Eru bara kjánar, sem hafa enn ekki skilið meir tvö þúsund ára speki, um það hver munurinn sé á Demokrati, og Republik.  Sem dæmi má nefna, að það er meira lýðræði í Kína, en í mörgum löndum Evrópu.  Og menn ættu að spyrja sjálfan sig, hvernig á þessu geti staðið ... jú Kína er "Republic", alveg eins og Bandaríkin.

Ísland er jú lýðveldi ... lýðræði ... NEI ... ÞAð ER þAð EKKI.

Og af hverju ekki ... jú vegna þess að einstaklingurinn í mörgum löndum Evrópu, á sér enga möguleika að ná réttlæti hörmunga sinna.  Hópur fólks, með "illt" í huga, getur eyðilaggt líf einstaklingins, í eigin hyggju án þess að þurfa að svara fyrir það.  Slík eru dæmi, í Evrópu.

Máttur "meirihlutans", er sami og máttur "þess sterka".  Það kallast Republik ... ekki Demokrati.

Demokrati, er þegar einstaklingurinn getur mótmælt og komið skoðun sinni á framfæri.  En það er ekki nóg að hann megi tala ... það verður að vera til kerfi, þar sem hlustað er á hann líka.  Þetta voru dómsmálakerfi Bandaríkjanna ... þar sem einstaklingurinn gat kært til og með ríkið, og fengið út úr því stórfenglegar bætur.

Þessi þáttur, er það sem var undirstaða "the little guy made it", sem gekk eins og eldur um sinu í Hollywood á 70, 80, og 90 áratugarins.  Það er hægt að segja að þetta hafi verið afskaplega brotið lýðræði, banalt í mynd sinni.  En í raun, það eina lýðræði sem heimurinn hefur átt.  Og var fyrirmynd alls heimsings, en jafnframt öfund margra.  Í Evrópu hrópaði maður upp, hvaða þetta væri kjánalegt að einhver gæti gært og fengið bætur fyrir allt og ekkert. Skilningur Evropu búa á orðinu lýðræði, náði og nær ekki lengra en þetta.  Men eins og Nigel Farraday, verða fyrir hótunum ... fyrir að rífa kjaft, og sýna hvað lýðræði er.

Ég er þér alveg sammála ... að það sem gerist í bandaríkjunum, frá því að George Bush komst til valda og seldi almenning stríð, svo hann gæti rænt þá frelsinu fyrir öryggið ... með orðum sínum "stríð á hendur atviksorði", eða lýsingarorði ... eftir því hvenig maður lítur á dæmið.  Nei, það er þungt í manni hjartað ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 18:55

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jesús kristur, þínar kostulegu samlíkingar, eimitt - meira lýðræði í Kína þ.s. þ.e. raunverulega nákvæmlega ekki neitt.
**Fyrirbærið -lýðveldi- hefur ekkert endilega að gera með lýðræði. Eina merking þess, er sú að þjóðhöfðingi sé ekki -konungur- eða -keisari.-
-----------
Eins flokks ríki þ.s. kosningum er hagað þannig, að kjósendur hafa einungis aðgang að því að kjósa um frambjóðendur eins flokks, m.ö.o. að ekki eru til staðar sá valkostur að kjósa milli flokka sem keppa um hylli kjósenda - - > Telst ekki vera lýðræðisfyrirkomulag.
**Land sem viðhefur þannig ólýðræðislegt fyrirkomulag, getur samt verið lýðveldi.
___________
Land sem ekki er -lýðveldi- getur viðhaft ákaflega gott lýðræðislegt fyrirkomulag, m.ö.o. er konungsríki eða keisaradæmi, ef því er svo háttað að konungur eða keisari hafi afar takmörkuð eða lítil völd, þannig að lýðræðislega kjörnar stjórnir - fari með flest þau völd er máli skipta, þ.e. að viðhaft sé það fyrirkomulag, að engar takmarkanir eru á rétti fólks til að stofna til stjórnmálaflokka, sem hafa ótakmarkaðan rétt til að keppa um hylli kjósenda - að niðurstaða þess hver stjórnar markist að stórum hluta þó ekki endilega öllu leiti af niðurstöðu kjósenda.
---------
Málfrelsi er í fáum löndum takmarkaðra en í Kína, ef þú ert að íhuga takmarkanir á málfrelsi í Evrópu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.9.2015 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband