18.9.2015 | 01:11
Verður Sýrland - Víetnam Pútíns?
Það hafa borist skýrar fregnir um það á síðustu dögum, að rússneskir hermenn séu komnir til Sýrlands. Ekki virðist um mikinn fjölda að ræða - ekki vitað akkúrat hvers konar hersveitir - en líkur sterkar að um sé að ræða sambærilegar sérsveitir eins og þær sem t.d. voru notaðar til að taka Krím-skaga, og sáust mjög vel á fjölda mynda - Speznac.
Rannsakendurnir í Bellingcat - náðu merkilegri ljósmynd í Sýrlandi.
R-166-0.5 signals vehicle
Að sögn Bellingcat -rannsakendanna- þá er um að ræða farartæki, sem sérhæft er í því að -trufla fjarskipti- en einnig í því að auðvelda fjarskipti. Tækið þjóni þeim tilgangi, að auðvelda hermönnum að eiga samskipti sín á milli - samtímis að samskipti annarra eru trufluð.
Á nærmyndinni sjáist rússneskur hermaður í einkennisklæðnaði rússn. hersins
Enginn veit akkúrat hvað Rússar hyggjast fyrir í Sýrlandi:
Syrian army starts using new weapons from Russia - military source
Russian moves in Syria have coalition questioning motives
Are Iran and Russia Risking Their Own Vietnam in Syria?
Nýtt Víetnam stríð?
Ein möguleg túlkun væri að Rússar hefðu í huga - umtalsverða innkomu. Höfum í huga að á nk. ári, hætta refsiaðgerðir á Íran. Þá fær Íran peninga er voru frystir í Bandar. fyrir 30 árum, og voru í eigu íranska ríkisins fyrir byltingu. Samtímis, þá má reikna með því að Íranar fái auknar tekjur af sölu á olíu - auk þess að þeir eiga verulegar birgðir af olíu, sem þeir augljóst munu selja.
Undirbúningur Rússa, gæti verið með þetta til hliðsjónar - að Íran muni á nk. ári ráða yfir umtalsverðu fjármagni. Og það geti samtímis gert Íran kleyft, að auka sínar aðgerðir samtímis innkomu Rússlands.
- Í Víetnam, þá voru Bandaríkin að styðja mjög óvinsæla ríkisstjórn.
- Sú ríkisstjórn var að glíma við innanlandsuppreisn er var víðtæk, og auk þess naut aðstoðar utanaðkomandi landa.
- Bandaríkin börðust með hersveitum ríkisstj. S-Víetnam, árum saman - gegn þeirri uppreisn. Gegn uppreisn er naut aðstoðar Kína og Sovétríkjanna, auk N-Víetnam.
Það má alveg teikna upp töluvert sambærilega sviðsmynd af átökum í Sýrlandi.
Ef maður setur í stað Bandaríkjanna -Rússland- og í stað Víetnam -Sýrland.-
Ef maður gerir ráð fyrir því, að Rússar ætli nú að berjast með Sýrlandsstjórn - gegn uppreisn innan Sýrlands, er sannarlega er víðtæk og auk þessa nýtur aðstoðar utanaðkomandi landa.
Ég persónulega stórfellt efa að slík tilraun, mundi líklega leiða fram sigur
- Sennilegra að stríðið yrði - enn mannskæðara.
- Bardagar stærri, og harðari.
- Og líkur aukast á því að það breiðist frekar út.
- Og þá að sjálfsögðu - - fleiri flóttamenn, jafnvel mun fleiri.
En ég fastlega reikna með því, að eins og í Víetnam - þá mæti andstæðingar þ.e. Saudi Arabía + flóa Arabar, innkomu Rússa og væntanlega auknum styrk innkomu Írana - - > Með því að bæta í það fjármagn sem þeir verja til þess að styðja við hreyfingar í Sýrlandi, er njóta velþóknunar þeirra - auk þess að auka við vopnasendingar.
- Ég er alls ekkert viss, að rússnesk innkoma veiki ISIS.
- Það þveröfuga gæti gerst, að hún mundi styrkja þá hreyfingu enn frekar.
Síðan 2013 hefur Sýrlandsstríðið - verið hreint "proxy war" milli Írana, með stuðningi Hesbollah, og þeim hersveitum sem stjórnin í Damascus enn ræður yfir.
Og Arabaríkja sem eru í bandalagi við Saudi-Arabíu.
- Þessar 2-fylkingar, hafa gert Sýrland að bardagavelli.
- Eiginlega tekið yfir stríð er hófst upphaflega á uppreisn innan sýrl. hersins.
- M.ö.o. - stolið stríðinu.
Punkturinn er sá, að ef -kristnir hermenn- bætast inn, berjast við hlið Shítanna í Hesbollah hreyfingunni, og Írana -sem auðvitað eru Shítar, með hersveitum Assads sem flestir eru af þjóðflokki Alava eða Alavíta, sem hafa eigin sértrú af meiði Íslam.
Þá styrkir það - - trúarstríðs tón þessara átaka.
Þegar þessar sveitir standa gegn hersveitum - - sem eru Súnní Arabar að stærstum hluta.
- Þetta -trúar-element- gerir þetta svo eldfymt.
Róttækir Súnníta-hópar er berjast í Sýrlandi - muni túlka þetta sem "krossfaraher"
Og þeir muni nota það, að -kristinn her- standi gegn trúbræðrum þeirra, sé að drepa -súnní Múslima- til þess að kveikja í hópum Araba í Mið-Austurlöndum, í borgum og bæjum um N-Afríku og Mið-Austurlönd.
Og þannig fjölga þeim -hugsanlega til muna- er ganga í þeirra raðir, og gerast sjálfboðaliðar með þeim í átökum innan Sýrlands.
- M.ö.o. nettó áhrif gætu verið þau, að fjölga Jihadistum er streyma til Sýrlands, það mikið - að vegi upp og gott betur, þá sem falla í harðnandi átökum.
- Og að auki, getur verið að -ISIS- geti notað þetta, til þess að fjölga fylgismönnum er mynda svokallaðar "svefn sellur" í borgm og bægjum um Mið-Austurlönd.
-------------
Hættan gæti orðið veruleg á frekari útbreiðslu stríðsins.
Ég held ekki að þessi átök séu líkleg, að enda með - sigri.
Eina leiðin sé - samkomulag.
Hvers konar samkomulag?
Ég er að tala um, að -bandalögin 2- hittist á hlutlausum stað - - þannig að Íranar, en án nokkurs vafa ráða nú Íranar meir í Sýrlandi en ríkisstj. þar, og Saudar, en þeir eru klárlega höfuð bandalags flóa Araba - - > Geri upp sín megin ágreiningsmál.
Ég hugsa að - skipting Sýrlands sé óhjákvæmileg.
Saudar og Íranar - geri upp sín á milli, hvar landamörk liggi.Íranar haldi Assad, ef þeir vilja að hann stjórni áfram, og þeirri landspildu er Assad enn stjórnar. Og auðvitað svæðum í Írak er lúta enn stjv. í Bagdad.
Saudar og bandalag Araba, fái þau svæði sem tilheyra uppreisnarhópum og -ISIS.-
Þau verði á áhrifasvæði - Sauda og bandamanna Sauda.
Og þeirra að gera við, hvað þeir vilja.
Síðan gæti verið mögulegt, að sannfæra þetta bandalag Araba, um að þeir sjálfir standi fyrir því að ganga á milli bols og höfuðs á ISIS.
Enginn Vestrænn her komi nærri.
Þetta væri ráðstefna - sambærileg við svokallaða Yalta ráðstefnu.
Þar væri skipting Mið-Austurlanda milli bandalaganna - ákveðin.
Og formlega bundinn endir á stríðsátök - bandalaganna 2-ja.
Við tæki - kaldur friður.
Niðurstaða
Ef mál fara þannig, að Rússar og Íranar, ætla að gera tilraun á nk. ári - að breyta verulega víggsstöðunni í Sýrlandi, stjórnvöldum í Damaskus í hag.
Þá reikna ég með því, að átök muni stórfellt harðna, því bandalag Sauda og Arabaþjóða, muni sennilega mæta þeirra innkomu, með því að auka við - af sinni hálfu.
Það gæti leitti til - - umtalsverðs viðbótar flóttamannastraums til Evrópu á nk. ári.
Auk þess - - skapað vaxandi hættu á frekari útbreiðslu átakanna, ef það fer svo að þau átök fari í stigmögnun milli fylkinga.
En frekari útbreiðsla - - þíddi hugsanlega stórfjölgun flóttamanna.
Ég held að það sé afar ósennilegt, að Rússland/Íran, geti unnið hernaðarsigur.
En tilraunir þeirra til að ná fram slíkum sigri - gætu leitt fram mjög stórfellda aukningu átaka, og eins og ég sagði - hugsanlega leitt fram nýja útbreiðslu stríðsins.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Þetta eru nú bara lygar með að "sambærilegar sérsveitir t.d. voru notaðar til að taka Krím-skaga og sáust mjög vel á fjölda mynda - Speznac.",
Við höfum þegar séð mikið af svona lygum og fake, og hérna allt of mikið af þessu, en fólk er ekki kaupa þessar lygar, þú?
Ukrainian delegation misled US senators office fake photos Russian Invasion http://newcoldwar.org/ukrainian-delegation-misled-u-s-senators-office-fake-photos-russian-invasion/
​German TV channel under fire over fake ‘Russian tanks in Ukraine’ footagehttp://www.rt.com/news/232963-germany-russia-tanks-ukraine/
Addicted to Lies: Kiev, CIA Still Pushing Fake Reports of ‘Russia Invading Ukraine’ http://www.globalresearch.ca/addicted-to-lies-kiev-cia-still-pushing-fake-reports-of-russia-invading-ukraine/5413148
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 09:55
1) Stjórn Baath-flokksins er ekki trúarleg heldur sekúlar. Trúar-elementið er af langmest af hálfu íslamskra hryðjuverkahópa.
2) Hvað sem þér kann að finnast um Assad, þá er hann frekar vinsæll meðal almennings í Sýrlandi, m.a. vegna þess að hann hefur staðið fyrir umbótum í landinu, hann hefur staðið gegn því að landið yrði handbendi Vesturveldanna, og þessa dagana leiðir hann baráttuna gegn hryðjuverkaöldu sem allt eðlilegt fólk óttast.
3) Vesturveldin hafa kynt undir þessum ófriði á margvíslegan hátt: Beint, með því að skaffa vopn, þjálfun o.fl. fyrir hryðjuverkamenn; óbeint, í gegn um arabískt kóngafólk; einnig með því að veikja vígstöðu sýrlenska hersins og bombardera innviði landsins þar sem þeir eru á valdi hryðjuverkamanna; loks með gífurlegu áróðursstríði, sem við höfum ekki farið varhluta af hér á Íslandi. Nota bene: Áróðurinn gegn stjórn Assads munu sumir reiðir ungir menn túlka þannig að hið rétta sé að fara til Sýrlands og berjast þar gegn þessum djöfli í mannsmynd (les: berjast með ISIS eða svipuðum öflum).
Vésteinn Valgarðsson, 18.9.2015 kl. 10:44
Vésteinn - þ.e. algerlega "irrelevant" að stjórn Assads sem slík sé ekki trúarleg, það að hún þarf stuðning Írans -kemst ekki af án þess stuðnings, Íranir án vafa ráða meir þar en stjv. Sýrlands sjálfs- og að án stuðnings Hesbollah komast stjv. Sýrlands ekki heldur af; samtímis því að helstu andstæðingar stjv. Sýrlands - eru Súnní Arabar, innan lands uppreisn áður en Jihadist hreyfingar mættu á svæðið var uppreisn meðal meirihluta Súnní Araba íbúa, þær Jihadist hreyfingar sem þeir berjast við eru Súnní - - > Gerir þetta að trúarstríði.
Það þíðir, að óhjákvæmilega væri allur beinn stuðningur við Assad - - litinn meðal Súnní meirihluta Mið-Austurlanda, að líkindum - sem atlaga utanaðkomandi aðila að Aröbum, og gæti einnig verið tekinn að verulegum líkindum, sem atlaga að trúnni sem slíkri.
Það sé því stórhættuleg hugmynd, sú að það sé snjallt að aðstoða Assad.
Mjög barnaleg verð ég að segja, þó svo það geti gert þig pyrraðan.
---------------
"Hvað sem þér kann að finnast um Assad, þá er hann frekar vinsæll meðal almennings í Sýrlandi, m.a. vegna þess að hann hefur staðið fyrir umbótum í landinu, hann hefur staðið gegn því að landið yrði handbendi Vesturveldanna, og þessa dagana leiðir hann baráttuna gegn hryðjuverkaöldu sem allt eðlilegt fólk óttast."
Ég er 100% öruggur að það er ekki rétt - - Þ.e. ég sé er, minnihlutastjórn Alavi fólksins, en þ.e. þ.s. þessi stjórn hefur verið sl. 40 ár undir stjórn Assada.
Sú stjórn hefur allt það tímabil ástundað eins og aðrar "þjóðernis-minnihlutastjórnir" gríðarlega mismunun milli hópa - sérstaklega hlaðið undir sitt eigið fólk, sem sannarlega oft áður var beitt mismunun af meirihluta Araba - en þú bætir ekki neitt með því að traðka á meirihlutanum í staðinn.
12% landsmanna hafi einungis verið mögulegt að stjórna landinu með ótrúlegri harðstjórn - sem sé það grimm, að einungs í dag sé stjórnin í N-Kóreu verri hvað það varðar. Þarna sé óskaplega grimmt lögregluríkis fyrirkomulag, hafi alltaf verið,
Kosningar séu sýndar veruleiki, þess alltaf gætt að Alavi fólkið hafi öll völd sem máli skipti.
Vinsældir hafi verið meðal - - sumra hópa. Þ.e. Alavi fólksins, sem hafi orðið að fyrstu borgurum landsins.
Kannski kristinna, sem hafi notið meira öryggis.
En 70% íbúa, þ.e. araba meirihlutinn - hafi hatað stjórnina eins og pestina.
M.ö.o. sé landið sennilega - - endanlega klofið.
" Vesturveldin hafa kynt undir þessum ófriði á margvíslegan hátt: Beint, með því að skaffa vopn, þjálfun o.fl. fyrir hryðjuverkamenn; óbeint, í gegn um arabískt kóngafólk; einnig með því að veikja vígstöðu sýrlenska hersins og bombardera innviði landsins þar sem þeir eru á valdi hryðjuverkamanna; loks með gífurlegu áróðursstríði, sem við höfum ekki farið varhluta af hér á Íslandi. Nota bene:"
Þú getur ekki afgreitt þ.s. áróður, að stjórnin hafi lagt landið í rúst.
Ef við berum þetta v. stríðið í Úkraínu þ.s. 7..200 ca. eru fallnir, mannfallstölur samanlagt yfir mannfall þeirra er hafa barist í orrustum, og fallna almenna borgara.
Og við berum það við mannfall, yfir 300þ. í Sýrlandi - 8 milljón manns á faraldsfæti.
Að stjv. viðhafa - - sambærilega grimmd, og herir nasista í Seinni Styrrjöld viðhöfðu t.d. í umsátrinu um Leningrad.
Þ.e. - beitt er hungri sem vopni.
Sprengt og varpað sprengjum án nokkurs tillit til hugsanlegs mannfalls almennings.
Vopn stjórnarhersins - þ.e. flugher, sprengjuvélar, og stórskotalið. Séu án vafa, orsakavaldurinn fyrir langsamlega megninu af mannfallinu.
En mannfall þeirra sem hafa tekið beinan þátt í bardögum.
Er ekki sennilegt að sé meir en samanlag einhver tugir þúsunda. Þannig að langsamlega megnið af föllnum - - > Séu borgarar landsins er hafi beðið hungurdauða í umsátri stjórnarhersins um borgir landsins, eða, verið drepnir af honum með sprengjuregni.
Það eins sem ég er fullkomlega öruggur um.
Er að það sé röng ákvörðun, eða væri röng ákv0rðun, að styðja stjv.
Ef þú varst andvígur Pinochet á sínum tíma. Vegna þess að hann var blóðhundur. Þá ættir þú að vera andvígur stjórn - - sem er enn blóðugari. Og eru ef eitthvað er, verri harðstjórar.
Það er þ.s. mér finnst svo merkilegt, að þegar fólk er til í að - - styðja harðstjórnir, af -hugmyndafræðilegum- ástæðum. Til þá í að víkja prinsippum um andstöðu við morðóðar ríkisstjórnir almennt til hliðar, alveg til í að líta framhjá alvarlegustu mannréttindabrotum sem í dag eru framin á plánetunni, af -hugmyndafræðilgum ástæðum- þó viðkomandi líti almennt á sig, að vera stuðningsmaður mannréttinda.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.9.2015 kl. 11:17
Eina útkoman úr þessu stríði sem væri hægt að kalla "skástu útkomu" er að sýrlenski herinn vinni hernaðarsigur á íslömskum hryðjuverkamönnum. Maður þarf ekki að elska Bashir al-Assad til þess að sjá eða viðurkenna það. Þvert á móti getur neyðarástand eins og þetta stríð ýtt öðrum sjónarmiðum út af borðinu og menn staðið saman í nafni neyðar til að sigrast á ófögnuðinum. Og það gera þeir einmitt.
Vésteinn Valgarðsson, 18.9.2015 kl. 11:34
Stjórn Assads hefur ámóta stuðning, svona í raun, og Sjálfstæðisflokkurinn hér heima. 25-30%, mest.
Alavítar voru, og eru minnihlutahópur, sem er ekkert talinn neitt eiga skilið að vera við völd. Þess vegna var jú hægt að koma af stað stríði þarna. Það að umbætur voru í gangi hjálpaði til, ekki öfugt. Lönd með harðstjórn, þar sem hægar en merkjanlegar umbætur eru í gangi eru alltaf í mestri hættu á að verða fyrir byltingu og leggjast í rúst.
Svo er trúarvinkill á þessu - en einu raunverulega trúbrjáluðu mennirnir á svæðinu eru samt ISIS. Allir aðrir eru meira líbó. Málið er að trúflokkarnir skiftast rétt eftir þjóðarbrotum. Sem eru að berjast innbyrðis, og þeir bardagar eru að verða meira static, eins og WW1.
"Attrition warfare" er það kallað. Það er haldið áfram þar til annar aðilinn verður uppiskroppa með vopn eða mannskap.
Þar hefur ISIS talsverða forgjöf, verandi vopnaðir af mönnum sem eiga endalausa peninga, og mannaðir frá löndum sem fjöldaframleiða fólk. Þeir missa alltaf 3 á móti 1 í bardögum við jafnvel lélegasta fólk, elliær gamalmenni, stelpur, fuglahræður... en fyrir hvern 1 sem deyr koma bara 2 nýir, eins og þetta sé einhver hýdra.
Rússarnir eiga hagsmuna að gæta. Ef Assad tapar, þá tapa þeir. Þeir eiga námuréttindi og hvaðeina. Assad og Co þurfa að sigra, fyrir þá. Í það minnsta þurfa þeir að halda aðgangi og rétti á ströndinni. Það er mikið atriði.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.9.2015 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning