Nýjasta útflutningsafurð Kína - kreppa

Martin Wolf hjá Financial Times war með áhugaverða skýringu á því, hvernig Kína gæti flutt út kreppu á næstunni. Þetta er afar varfærin spá.

A new Chinese export — recession risk

 

Hann bendir á að gríðarlegt fjárfestingarhlutfall sé ekki lengur sjálfbært

"..., an investment share of 46 per cent of gross domestic product would be excessive in an economy growing 7 per cent..."

Flestir hagfræðingar í dag - - telja að hagvöxtur í Kína sé minni en opinberar tölur segja, en greinir um - - akkúrat hver sá hagvöxtur er.

"...a huge expansion of debt, often of doubtful quality, has accompanied this excessive investment."

Síðan 2008 hefur bæst við af skuldum í einkageiranum í Kína, yfr 100% af þjóðarframleiðslu. Þetta gríðarlega hröð skulda-aukning, bendir til þess að mikið sé af lélegum fjárfestingum.

"Yet merely sustaining investment at these levels would require far more borrowing. "

Þetta er alveg augljóst - - þessar skuldir aukast hratt áfram, ef reynt er að viðhalda fjárfestingum þetta gríðarlega miklum að hlutfalli.

"...central government, alone possessed of a strong balance sheet, might be reluctant to offset a slowdown in investment..."

Það væri augljóslega varasamt fyrir kínv. ríkið - að hleypa sjálfu sér í skuldir, til að viðhalda - - fjárfestingabólu.

  1. Þetta bendir til þess - - að mjög sennilega verði minnkun á fjárfestingum, og það veruleg á næstunni.
  2. Martin Wolf velti þá fyrir sér, hver áhrif þess verða á heims hagkerfið - ef snögglega dregur mikið úr fjárfestingum innan Kína.

"One channel would be a decline in imports of capital goods. Since about a third of global investment (at market prices) occurs inside China, the impact could be large. Japan, South Korea and Germany would be adversely affected."

Lönd sem eru bankalönd mundu finna verulega fyrir þessu.

Yrði óhjákvæmilega samdráttur í starfsemi fjármálafyrirtækja í þeim löndum.

"A more important channel is commodity trade. Commodity prices have fallen, but are still far from low by historical standards."

Við erum sannarlega þegar að finna fyrir þessu - þ.s. verðlag á hrávöru er nú í samdrætti. Brasilía þegar í kreppu. S-Afríka er líklega nærri því að detta inn í samdrátt. Hægt hefur mikið á hagvexti í Ástralíu.

Kreppa getur skollið á mörgum hagkerfum - sem hafa verið háð sölu til Kína.

 

Þetta er ekki spá um heimskreppu

Heldur að það hægi mikið á hagvexti í Kína - kannski ekki alla leið í samdrátt. Fjárfesting skreppi mikið saman.

  1. Miklar verðlækkanir á hrávöru.
  2. Gætu skilað sér inn til Evrópulanda, í formi - - sterkari tilhneygingar til verðhjöðnunar.
  3. Minni eftirspurn innan Kína eftir lánsfé - sem bitni á evr. fjármálastofnunu
  • Og a.m.k. hægir á hagvexti - eða nemur staðar.

Á sama tíma - detta mörg lönd sem sérhæfa sig í hrávöru - - > Inn í kreppu.

---------------

Heildar útkoma - - að hagvöxtur í heiminum verði mjög lítill, kannski um árabil.

  1. Fyrir Evrópu - - mundi þessi þróun, þó sennilega binda endi á þá stefnu er hefur verið í gangi í ESB síðan 2012, þ.e. að byggja hagvöxt á auknum útflutningi.
  2. En erfitt er að sjá, hver í heiminum gæti tekið við þeim innflutningi - - sem sá útflutningur þyrfti á að halda.

Að auki leiddi það til þess, að gríðarlegt atvinnuleysi héldi áfram að vera til staðar.

Það mundi reyna enn frekar á þolrifin í samstarfinu um evruna, því þegar ljóst væri að ekki væri unnt að skapa hagvöxt með útflutningi- - > Væri bara eftir að skapa hann, innan frá.

Sem aftur leitar til baka til deilunnar - um hvernig hægt sé að skapa nýja eftirspurn innan Evrópu.

 

Niðurstaða

Ég held það sé alveg augljóst - að sá gríðarlegi hagvöxtur er hefur verið í Kína, standist ekki lengur. Sú hin mikla skulda-aukning sem hefur gætt innan kínv. hagkerfisins, hafi verið ósjálfbær tilraun til að viðhalda þeim mikla hagvexti er Kínverjar hafa verið vanir undanfarin 20 ár. Eftir að vöxtur svo hraður var sennilega þegar hættur að vera sjálfbær.

Það feli í sér að það mjög sennilega muni verða - leiðréttingaratburður. Vegna ósjálfbærrar fjárfestingarbólu er hljóti að springa.

Nánast það eina sem menn greinir um - er hversu slæmar afleiðingar verða.

Það sem Martin Wolf nefnir - sé með varfærnari spám.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband