16.9.2015 | 00:34
Brasilía gæti lent í óðaverðbólgu - vegna efnahagshruns, hratt versnandi fjárlagavanda, og launakrafna
Ástandið sem Dilma Rousseff stendur frammi fyrir - er vægt sagt hrikalegt. Frábær umfjöllun The Economist, skýrir þetta með afar skilmerkilegum hætti:
- Takið eftir, að alríkið í Brasilíu, hefur nú verið rekið samfellt með halla í langan tíma, sem hefur sloppið -þannig séð- meðan að hagvöxtur var öflugur sl. áratug.
- En nú allt í einu, er hagkerfið að skreppa saman - og það með auknum krafti. Og þá lendir brasilíska alríkið í -klassísku skatt-tekjuhruni- þannig að fjárlagahallinn vex hratt.
- Og það mun hann áfram halda að gera, nema að brugðist verði - hart við.
En Dilma er í dag - með einungis stuðning 8% kjósenda.
Sennilega því, óvinsælasti forseti í nokkru lýðræðisríki í heimi hér.
Þetta stafar af gríðarlegu hneyksli er tengist PetroBras, ríkisolíufyrirtækinu, er virðist hafa greitt fjölda pólitíkusa - stórar fjárhæðir í mútur og það - meðan hún sjálf var á sínum tíma, í stjórn PetroBras.
Með þessa ólykt hangandi yfir sér - - > Þá virðist Brasilía, vera stödd í -fullkomnum stormi- þ.e. að fá á sig alvarlega kreppu, er krefst harkalegra aðgerða ef verulega illa á ekki að fara, en er þá með -sitjandi forseta- er hefur engan stuðning, og því litla getu til þess að knýja áhugalítið þing - til aðgerða.
Af hverju segi ég hættu á óðaverðbólgu?
Málið er - að gríðarlega óvinsældir Dilmu eru beinlínis hættulegar landinu, hafið í huga við upphaf kreppu -en áhrif kreppa er vanalega að gera sitjandi stjórnarherra minna vinsæla en fyrir- sem þíðir auðvitað, að þegar kreppan magnast - - > Að þá á hún sennilega eftir að verða, virkilega hötuð.
- Það er ekki einungis það, að óvinsældir hennar -minnki líkur á að þingmenn taki þátt á óvinsælum ákvörðunum- undir hennar leiðssögn.
- Heldur á hún -óvinsældanna vegna- miklu mun erfiðar upp dráttar, að höfða til þjóðfélagsins -um þörf á samstöðu.
- Og auðvitað, til -stéttafélaga- að nú sé ekki tíminn til að efna til verulegra launahækkana.
Mér virðist hætta á að hún fái yfir sig fullkominn storm - - þ.e. þing sem ekki spilar með, og, að stéttafélög fari beint í verkfallagýrinn til að knýja fram - launahækkanir á móti vaxandi verðbólgu og fallandi gengi.
- Við Íslendingar sáum slíka hegðan hér á Íslandi á 8. áratugnum, þegar stéttafélög skeittu engu um verðbólgutölur - - og 2-ja stafa launahækkanir, áttu sinn þátt í að kynda upp bálið í hærri og hærri hæðir.
- En gengið féll eðlilega í hvert sinn.
Það sama getur nú gerst í Brasilíu.
Þó það sé land sem sé með yfir 100 millj. íbúa.
Er það samt land, sem háð er enn í dag - hrávöruútflutningi.
- Það þíðir, að þó landið sé þetta miklu stærra en Ísland, þá er það samt - háð sömu efnahagslögmálum og litla Ísland, þ.e. að útflutningur þarf að borga fyrir allt innflutt.
- Og að launahækkanir - ofan í samdrátt í tekjum af útflutningi, leiða þá eðlilega til, enn frekara falls gengis, og þar með enn frekari verðbólgu.
- Svo má ekki gleyma, ríkishallanum -sem verður enn hærri á nk. ári ef ekki tekst að innleiða stóran útgjalda-niðurskurð, sem þarf að fá samþykki þings fyrir.
- Sá sennilega leiðir fram -frekara gengisfall, vegna taps á tiltrú. Svo áfram frekara falls gengis, ef ekki tekst að minnka þann halla og stöðva hraða skuldasöfnun.
Þannig gæti fjárlagahalli + aðgerðir verkalýðsfélaga - - > Knúið verðbólguna sífellt hærra og hærra; alveg eins og Ísland upplifði á 8. áratugnum.
Óvinsælda sinna vegna, þá verði Dilmu -hugsanlega, jafnvel sennilega- ekki mögulegt, að skapa samstöðu - - > Til nauðsynlegra aðgerða, heldur þess í stað - þvælist allt gegn henni.
Og rökrétt, þá vaxi óvinsældir hennar enn frekar, því verra sem ástandið verður.
- Rökrétt virðist mér, því geta hafist á einhverjum punkti - - stórfelld hrina götu-uppþota.
- Brasilía hefur gengið í gegnum -herforingjastjórnir.
- Kannski gerist það aftur.
Niðurstaða
Þetta er hrikalegt -fall from grace- en töluverður völlur hefur verið á Brasilíu umliðinn áratug. Og margir hafa talað um svokallaðan "BRICS" hóp - sumir spáð því að sá hópur taki yfir heiminn. Kína hefur verið -miðja hans- og veitt hefur sl. ár verið megin útflutningsmarkaður Brasilíu og S-Afríku. En S-Afríka hefur verið talin með í "BRICS."
Vandi Brasilíu - - er vegna þess, að innflutningur Kína hefur dregist saman á þessu ári. Sá samdráttur hófst á sl. ári.
Fallandi verð á útflutningsafurðum Brassa - hafa kallað fram þessa kreppu.
Líkur virðast á frekara verðfalli á nk. ári - og ekki sér enn fyrir þann enda, hversu langt þau útflutningsverð kunna að falla.
- Ég óttast það versta í Brasilíu - - vegna geigvænlegra óvinsælda forsetans, þegar í kreppu upphafi.
- Það sé ekkert minna en -stórslys.
Standards&Poors hefur þegar - lækkað lánshæfi Brasilíu í rusl.
Er Brasilía því langsamlega stærsta hagkerfi heims, í ruslflokki.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning