Brasilía gæti lent í óðaverðbólgu - vegna efnahagshruns, hratt versnandi fjárlagavanda, og launakrafna

Ástandið sem Dilma Rousseff stendur frammi fyrir - er vægt sagt hrikalegt. Frábær umfjöllun The Economist, skýrir þetta með afar skilmerkilegum hætti:

Brazilian waxing and waning

Brazil’s disastrous budget

  1. Takið eftir, að alríkið í Brasilíu, hefur nú verið rekið samfellt með halla í langan tíma, sem hefur sloppið -þannig séð- meðan að hagvöxtur var öflugur sl. áratug.
  2. En nú allt í einu, er hagkerfið að skreppa saman - og það með auknum krafti. Og þá lendir brasilíska alríkið í -klassísku skatt-tekjuhruni- þannig að fjárlagahallinn vex hratt.
  3. Og það mun hann áfram halda að gera, nema að brugðist verði - hart við.

En Dilma er í dag - með einungis stuðning 8% kjósenda.

Sennilega því, óvinsælasti forseti í nokkru lýðræðisríki í heimi hér.

Þetta stafar af gríðarlegu hneyksli er tengist PetroBras, ríkisolíufyrirtækinu, er virðist hafa greitt fjölda pólitíkusa - stórar fjárhæðir í mútur og það - meðan hún sjálf var á sínum tíma, í stjórn PetroBras.

Með þessa ólykt hangandi yfir sér - - > Þá virðist Brasilía, vera stödd í -fullkomnum stormi- þ.e. að fá á sig alvarlega kreppu, er krefst harkalegra aðgerða ef verulega illa á ekki að fara, en er þá með -sitjandi forseta- er hefur engan stuðning, og því litla getu til þess að knýja áhugalítið þing - til aðgerða.

Af hverju segi ég hættu á óðaverðbólgu?

Málið er - að gríðarlega óvinsældir Dilmu eru beinlínis hættulegar landinu, hafið í huga við upphaf kreppu -en áhrif kreppa er vanalega að gera sitjandi stjórnarherra minna vinsæla en fyrir- sem þíðir auðvitað, að þegar kreppan magnast - - > Að þá á hún sennilega eftir að verða, virkilega hötuð.

  1. Það er ekki einungis það, að óvinsældir hennar -minnki líkur á að þingmenn taki þátt á óvinsælum ákvörðunum- undir hennar leiðssögn.
  2. Heldur á hún -óvinsældanna vegna- miklu mun erfiðar upp dráttar, að höfða til þjóðfélagsins -um þörf á samstöðu.
  3. Og auðvitað, til -stéttafélaga- að nú sé ekki tíminn til að efna til verulegra launahækkana.

Mér virðist hætta á að hún fái yfir sig fullkominn storm - - þ.e. þing sem ekki spilar með, og, að stéttafélög fari beint í verkfallagýrinn til að knýja fram - launahækkanir á móti vaxandi verðbólgu og fallandi gengi.

  • Við Íslendingar sáum slíka hegðan hér á Íslandi á 8. áratugnum, þegar stéttafélög skeittu engu um verðbólgutölur - - og 2-ja stafa launahækkanir, áttu sinn þátt í að kynda upp bálið í hærri og hærri hæðir.
  • En gengið féll eðlilega í hvert sinn.

Það sama getur nú gerst í Brasilíu.

Þó það sé land sem sé með yfir 100 millj. íbúa.

Er það samt land, sem háð er enn í dag - hrávöruútflutningi.

  1. Það þíðir, að þó landið sé þetta miklu stærra en Ísland, þá er það samt - háð sömu efnahagslögmálum og litla Ísland, þ.e. að útflutningur þarf að borga fyrir allt innflutt.
  2. Og að launahækkanir - ofan í samdrátt í tekjum af útflutningi, leiða þá eðlilega til, enn frekara falls gengis, og þar með enn frekari verðbólgu.
  3. Svo má ekki gleyma, ríkishallanum -sem verður enn hærri á nk. ári ef ekki tekst að innleiða stóran útgjalda-niðurskurð, sem þarf að fá samþykki þings fyrir.
  4. Sá sennilega leiðir fram -frekara gengisfall, vegna taps á tiltrú. Svo áfram frekara falls gengis, ef ekki tekst að minnka þann halla og stöðva hraða skuldasöfnun.

Þannig gæti fjárlagahalli + aðgerðir verkalýðsfélaga - - > Knúið verðbólguna sífellt hærra og hærra; alveg eins og Ísland upplifði á 8. áratugnum.

Óvinsælda sinna vegna, þá verði Dilmu -hugsanlega, jafnvel sennilega- ekki mögulegt, að skapa samstöðu - - > Til nauðsynlegra aðgerða, heldur þess í stað - þvælist allt gegn henni.

Og rökrétt, þá vaxi óvinsældir hennar enn frekar, því verra sem ástandið verður.

  • Rökrétt virðist mér, því geta hafist á einhverjum punkti - - stórfelld hrina götu-uppþota.
  • Brasilía hefur gengið í gegnum -herforingjastjórnir.
  • Kannski gerist það aftur.

 

Niðurstaða

Þetta er hrikalegt -fall from grace- en töluverður völlur hefur verið á Brasilíu umliðinn áratug. Og margir hafa talað um svokallaðan "BRICS" hóp - sumir spáð því að sá hópur taki yfir heiminn. Kína hefur verið -miðja hans- og veitt hefur sl. ár verið megin útflutningsmarkaður Brasilíu og S-Afríku. En S-Afríka hefur verið talin með í "BRICS."

Vandi Brasilíu - - er vegna þess, að innflutningur Kína hefur dregist saman á þessu ári. Sá samdráttur hófst á sl. ári.

Fallandi verð á útflutningsafurðum Brassa - hafa kallað fram þessa kreppu.

Líkur virðast á frekara verðfalli á nk. ári - og ekki sér enn fyrir þann enda, hversu langt þau útflutningsverð kunna að falla.

  • Ég óttast það versta í Brasilíu - - vegna geigvænlegra óvinsælda forsetans, þegar í kreppu upphafi.
  • Það sé ekkert minna en -stórslys.

Standards&Poors hefur þegar - lækkað lánshæfi Brasilíu í rusl.

Er Brasilía því langsamlega stærsta hagkerfi heims, í ruslflokki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband