Það gæti verið spenna framundan í Úkraínu - í október

Þessi frétt var um helgina í Financial Times: Guns fall silent in east Ukraine as Moscow and Kiev seek way out. Þeir sem fylgjast með fréttum - ættu að muna að Svoboda flokkurinn var fyrir skömmu síðan með háreysti í Kíev, á torginu fyrir framan þinghús landsins - meðan að þingið var að afgreiða mjög merkilega lagasetningu.

  1. Þingið afgreiddi lögin - - en þau fela í sér tilboð - að héröðin Luhansk og Donetsk sem heild fái verulega aukna sjálfstjórn.
  2. Þannig að ríkisstjórn og þing, er búin að gefa þann punkt eftir, að veita - > A-Úkraínu verulega aukið sjálfsforræði.
  • En þetta er langt í frá búið að leysa deiluna.

Því að sett er það skilyrði - að áður en reglur sem veita aukið sjálfssforræði taka gildi.

Skuli fara fram almennar kosningar í héröðunum tveim - þá í héröðunum sem heild, í samræmi við löggjöf Úkraínu um almennar lýðræðislega kosningar - og að með þeim verði fylgst af eftirlitssveitum O.E.C.D.

  1. Það vekur samt sem áður ekki mikla furðu - að Rússland hafnar þessu.
  2. Né að það gera einnig fulltrúar svokallaðra uppreisnarmanna.

En þeir heimta - að fá áfram að stjórna þeim svæðum er þeir ráða.

Og hingað til - hefur stjv. Úkraínu ekki verið veittur aðgangur að landamærum Rússlands, á yfirráðasvæðum þeirra.

Þeir heimta því - - að sérstakar kosningar fari fram á þeirra umráðasvæðum, sem verði - viðurkenndar. Þar með þeirra yfirráð - viðurkennd.

  • Í raun og veru - virðist mér, sú krafa fela í sér - að þeirra umráðasvæði.
  • Væru alveg - sér sjálfsstjórnarsvæði.
  • Og áfram undir stjórn þess herafla - sem nú stjórnar þeim umráðasvæðum.

Mr Putin has agreed to meet the French, German and Ukrainian leaders in Paris on October 2 — their first four-way meeting since they negotiated Minsk II in February.

Defiant rebel leaders are instead planning elections under their own rules on October 18.

Þetta kort er greinilega úkraínskt, vegna þess að uppreisnarmenn eru titlaðir -hryðjuverkamenn- en ef menn láta það ekki pyrra sig, virðist það birta réttar upplýsingar um stöðu mála, hvar orustur fóru fram, o.s.frv. Sýnir hlutfall svæða uppreisnarmanna miðað við héröðin sem slík! Ríkisstj. bersýnilega ræður megni Luhansk héraðs! Meðan ca. hálft Donetsk hérað er í höndum uppreisnarmanna!

http://mediarnbo.org/wp-content/uploads/2015/01/22-01_eng.jpg

Hættan á að allt springi í loft upp er augljós

En - ef það virkilega stæði til af hálfu svokallaðra uppreisnarmanna, að halda raunverulega frjálsar kosningar á sínu umráðasvæði - - > Þá stæði þeim engin ógn af tilboði stjv. Úkraínu.

Að fyrst fari fram almennar frjálsar kosningar, og þeir sem verði valdir af íbúum svæðanna -> Stjórni síðan þeim svæðum í framtíðinni.

Og auðvitað, ef þeir teldu sig sjálfa - - hafa sterkan fylgisgrundvöll, þá að sjálfsögðu stæði þeim enginn stuggur af - skilyrði stjórnvalda og þings Úkraínu.

  1. En það hefur mig nefnilega lengi grunað, að uppreisnarmennirnir svokölluðu, hafi raunverulega afskaplega takmarkaðan stuðning - - sinna eigin landsmanna.
  2. Þá verður hegðan þeirra algerlega rökrétt, þ.e. þeir - - óttast að missa völdin, ef kosningar eru frjálsar og almennar. Þess vegna vilja þeir halda kosningar, sem ekki eru frjálsar - svo þeir geti stýrt útkomunni. Síðan logið því - að hún hafi verið réttmæt.

Samtímis er það algerlega ljóst - að stjv. Úkraínu og þing, ætla ekki heimila Pútín að komast upp með að - - > Að raun stjórna landsvæðum innan Úkraínu.

Það er áhugavert - að fundurinn með Pútín fer fram, áður en svokallaðir uppreisnarmenn, ætla að halda sína kosningu.

En þ.e. algerlega ljóst - að kosning þeirra, sem mun líklega fara fram með sama -ólýðræðislega sniðinu- og þær kosningar sem þeir hafa áður haldið þ.e. með sovésku sniði, og því nákvæmlega ekkert að marka - - > En samtímis munu þeir halda stíft því fram, að sú kosning veiti þeim - lögmæti, samtímis að fullkomlega öruggt er að -netverjar er styðja Pútín og svokallaða uppreisnarmenn- munu ekki blikna við það að halda því fam að sú sovéska kosning veiti slíkt lögmæti.

  • Það er eftir 18/10 nk. sem manni virðist geta komið nýr suðupunktur.
  • En vart verður unn að líta það með öðrum hætti en svo, að sú kosning feli í sér - að hafna sátt um frið.

----------------

En þegar Úkraínumenn - hafa fallist á aukið sjálfsforræði.

Þá snýst krafa Pútíns og svokallaðra uppreisnarmanna - augljóslega ekki um hagsmuni ibúa.

Þeir hafa að einhverju leti - falið sig að baki kröfunni um sjálfsforræði A-Úkraínu.

En nú þegar þ.e. veitt - - þá stendur það nakið, að í reynd snýst þetta um að veita Pútín -leverage- þ.e. handfang á Úkraínu - - > Svo hann geti alltaf hótað nýjum átökum, ef landið Úkraína vill taka ákvörðun t.d. í utanríkismálum, ekki Pútín að skapi.

Þetta hef ég alltaf talið liggja að baki - þ.e. tilgangurinn hafi alltaf verið sá fyrir Pútín, að tryggja Pútín þá aðstöðu - að geta stýrt að verulegu leiti framtíð Úkraínu.

Það sé svo mikilvægt að forða ákvörðunum - sem stjórnvöldum í Rússlandi sé á móti skapi.

Það sé þess virði - að standa fyrir átökum sem hafa kostað rúml. 7þ. mannslíf.

 

Niðurstaða

Maður vonar að sjálfsögðu, að átökum ljúki fljótlega í Úkraínu. En maður óttast að þau eigi enn eftir að blossa upp. En ef Poroshenko - - gefur ekki það eftir, á fundinum með Pútín, að -augljóslega ómarktækar kosningar svokallaðra uppeisnarmanna verði virtar- og -að þeir fái áfram að stýra þeim svæðum sem þeir nú ráða yfir- þá grunar mig að átök muni blossa upp í 3-sinn.

En Pútín -grunar mig- hefur ekki efni á að -missa andlitið í þessu máli- sem hann mundi gera, ef hann næði ekki markmiðum sínum. Sem ég tel vera, að tryggja sér nægilegt tak á Úkraínu - að hann geti takmarkað raunverulegt sjálfstæði þess, verulega.

Þannig að ef Úkraínumenn - sitja fastir við sinn keip. Þá grunar mig að átök hefjist aftur í október, kannski eftir þann 18. En líklega muni svokallaðir uppreisnarmenn fyrst vilja halda sínar kosningar - - svo þeir geti notað þær í áróðurrshluta átakanna.

En með -tilboði sínu- hafa úkraínsk stjv. tryggt sér sterka áróðursstöðu.

Það verður mun erfiðara í kjölfarið að halda því fram, með sannfæringarkrafti, að afstaða uppreisnarmanna eða Pútíns, snúist um - hag íbúa A-Úkraínu.

  • Þannig séu aðilar - hver með sínum hætti, að undirbúa næstu rimmu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband