Virðast hafnar nornaveiðar gegn helsta pólitíska flokki Kúrda í Tyrklandi

Recep Tayyip Erdogan, virðist haldin stórhættulegu valdabrjálæði. En rétt er að rifja upp að fyrri hluta sumars í ár, voru haldnar þingkosningar í Tyrklandi - þá ætlaði Edogan að breyta stjórnarskránni. En hann er nú kjörinn forseti landsins. Sú breyting átti að færa völdin til embættis forseta landsins - svo hann mundi áfram stjórna landinu sem forseti.

  1. En hann gat ekki lengur setið sem forsætisráðherra - skv. stjórnarskrá landsins.
  2. Til þess að ná þessu fram, þurfti AKB flokkur Erdogan að ná - nægilega stórum þingmeirihluta.

Í staðinn, tapaði AKB flokkurinn sínum meirihluta.

http://www.phibetaiota.net/wp-content/uploads/2013/07/turkey-ethnic-groups.png

Lýðræðisflokkur Kúrda, eins og má þíða nafn flokksins, náði óvænt 11% hlutfalli atkvæða. Komst þá upp fyrir 10% múrinn á tyrkneska þinginu - sem er óvenju hár múr, svo flokkur fái þingmenn.

  1. Ég held að það sé alls ekki tilviljun - að Erdogan fyrir nokkrum vikum hóf stríð gegn -Verkamannaflokki Kúrdistan, þekkt skammstöfun "P.K.K." En það leiðir til þess, að nú víða í borgum og bæjum í héruðum meirihluta byggð Kúrdum - - > Er nú öryggis-ástand, og ferðir borgara takmörkunum háðar.
  2. Síðan berast - - tvær mjög merkilegar fréttir:

Fears raised as violence escalates in Turkey: Múgur réðst á skrifstofur "H.D.P" eða Lýðræðisflokks Kúrda, í Ankara höfuðborg Tyrklands - og kveikti í þeim. Ekkert bólaði á afskiptum lögreglu. Skrifstofur flokksins urðu fyrir svipuðum árásum í nokkrum öðrum borgum.

Það sem ég líki þessu við, eru aðfarir "S.A." sveita nasista á árunum 1926 - 1933, er nasistar náðu völdum. En "S.A" sveitirnar sérhæfðu sig einmitt í "mob attacks" - sem skipulega var beitt til að skapa ótta og ringulreið.

En ég stórfellt efa að það sé tilviljun að ráðist sé á skrifstofur "H.D.P."

Turkey opens criminal inquiry on Kurdish political leader: "DHA, Turkey’s main secular news agency, reported late on Wednesday that the state prosecutor in Diyarbakir, the regional capital of Turkey’s predominantly Kurdish populated south-east, had opened an investigation into Mr Demirtas on charges ranging from humiliating the Turkish people to insulting the president and producing propaganda for a terrorist organisation."

Það þarf vart að taka fram - - að þessar ásakanir gegn leiðtoga Lýðræðisflokks Kúrda, eru augljóslega af pólitískum meiði.

  1. En það má hugsa sér, að minnsta gagnrýni á hugmyndir eða stefnu Erdogan, túlkist á grunni þeirrar kæru.
  2. Að minnsta gagnrýni á skipan mála innan Tyrklands, geti skoðast einnig út frá sömu kæru.
  3. Og ekki síst, það að kvarta yfir aðförum tyrkneskra yfirvalda -í átökum þeirra á svæðum Tyrkja -geti einnig að auki skoðast út frá þeirri ákæru.

-------------

  • Mér virðist blasa við, að tilgangurinn sé að - hindra Lýðræðisflokk Kúrda í því að ná inn á þing, í nýjum þingkosningum sem boðað hefur verið til nú í haust.

Og til þess, sé Erdogan tilbúinn að beita ótrúlegum fantaskap, sbr. að hefja stríð gegn "P.K.K." -munið að flugher Tyrklands er stærstum hluta að beita sér gegn sveitum tengdum P.K.K. Sýrlandsmegin landamæranna.

Erdogan m.ö.o. virðist tilbúinn að taka þá áhættu, að sveitir -ISIS- nái að sækja gegn Kúrdum.

Síðan bætist við - sem virðast skipulagðar múgárásir á skrifstofur Lýðræðisflokks Kúrda.

Og þetta síðasta, tilraun til þess að - koma þekktasta pólitíska leiðtoga Kúrda í fangelsi.

  1. Með árásum á P.K.K. vonist Erdogan til að, þétta þjóðernissinnaða Tyrki að AKB flokknum. Tilgangur þeirra árása sé augljóst - pólitískur.
  2. Síðan sé með atlögu að helsta pólitíska flokki Kúrda, ætlað að koma í veg fyrir, að nokkur kúrdískur flokkur nái inn á þing.
  • Þetta snúist allt um - tilraun Erdogan að ná því markmiði að AKB flokkurinn nái aftur meirihluta í haust - og helst, nægilega stórum svo Erdogan geti breytt stjórnarskránni að vild.

Í því markmiði - sé Erdogan tilbúinn að taka áhættu á borgarastríði í Tyrklandi.

Og auk þess - að hætta á að áhrif ISIS í Tyrklandi vaxi enn frekar.

 

Niðurstaða

Ég get ekki annað en kallað - aðfarir Erodgan geggjun.

Kúrdar eru ca. 18% landsmanna, heildarfjöldi íbúa Tyrklands ca. 77 milljón. Ég hef heyrt töluna 13 milljón manns. Tyrkir eru í kringum 70% landsmanna. Restin kraðak lítilla hópa.

En mér virðist hann vera að hætta á - hugsanlega umtalsvert alvarleg innanlands átök í Tyrklandi. Tyrkneski herinn mundi þá sennilega beita Kúrda, mjög miklu harðræði.

Við getum átt eftir að sjá - næsta flóttamannastraum, koma frá Tyrklandi.

Það þarf vart að taka fram - að efnahagslegar afleiðingar fyrir Tyrkland, af slíkum átökum - yrðu miklar. Augljóst mjög slæm fyrir ferðamennsku - en einnig ekki síður slæm, fyrir fjárfestingar í landinu. En hingað til, hefur uppbygging í efnahagsmálum verið helsti árangur Erdogans.

Hann gæti verið að taka þá áhættu, að leggja þann árangur stórum hluta í rúst. Á altari persónulegs valds.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 858811

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband