Hverjum er að kenna hinn mikli flóttamannavandi frá Sýrlandi?

Pútín karlinn óð til verks, og eins og mátti reikna með - þá sagði hann það mistökum Vesturlanda að kenna, að það væri stríð í Sýrlandi og gríðarleg flóttamannakrísa.

Putin blames ‘failed’ US foreign policy for European migrant crisis

“This is a crisis which was absolutely expected,” - “We in Russia and your humble servant said several years ago that there would be massive problems if our so-called western partners conduct what I have always called the ‘wrong’ foreign policy, especially in regions of the Muslim World, the Middle East and north Africa, which they continue practically to this day.”

Róta stríðsins í Sýrlandi, þarf að leita til hreyfingar sem gjarnan er kennd við "Arabískt vor" eða "Arabian Spring Movement."

  1. Þetta hófst í desember 2010, þegar bylgja mótmæla reis fyrst upp í Túnis, og lauk með flótta einræðisherra landsins Ben Ali í janúar 2011.
  2. Mubarak einræðisherra Egyptalands, sagði síðan af sér í febrúar 2011 eftir að gríðarlega fjölmenn mótmæli höfðu staðið í Kæró í nokkrar vikur.
  3. Gaddhafi einræðisherra Líbýu tapaði völdum í ágúst 2011 eftir fjölmenna uppreisn, sem fékk aðstoð flugherja Evrópulanda, sigraði í átökum við her hans.
  4. Í Sýrlandi höfðu hafist mótmæli í fjölda borga sama sumar, en þau breyttust í vopnaða uppreisn ca. í september 2011.

Það hafa verið í gangi vinsælar samsæriskenningar - sem hafa haldið því fram að Vesturlönd hafi staðið að baki, eða jafnvel búið til þessa hreyfingu.

Á hinn bóginn hef ég veitt því athygli, að slíkar ásakanir koma gjarnan fram - hvenær þegar fjölmenn mótmæli spretta fram í einræðisríkjum.

Það virðist fremur augljóst, þær ásakanir koma frá löndum þ.s. einræði er einmitt ríkjandi fyrirkomulag, og stjórnendur er rökrétt illa við mótmæli er krefjast lýðræðisumbóta.

 

Rauðlituðu svæðin eru yfirráðasvæði Assads

Syrian civil war.png

Borgarastríðið í Sýrlandi hefst m.ö.o. ca. í sept. 2011

En ég er þess fullviss, að Assad hafi gert alvarleg mistök í nálgun - þegar hann beitti frá upphafi óskaplegri hörku. En mótmæli hófust í borgum Sýrlands, kennd við arabískt vor, fyrri hluta sumars 2011.

  1. Meðan átökin voru í formi -götu-uppþota- þá var enn möguleiki, að leysa málið með samningum.
  2. Það hafi verið mistök Assads, að heimila of mikið harðræði - þ.e. viðbrögð herlögreglu voru það harkaleg, að hundruðir létu lífið í götumótmælum.
  3. Það má vera að stjórnin hafi ætlað sér að - berja mótmælin niður. Enda hafði hún orðið vitni að falli Mubaraks og Ben Ali - fyrr sama ár, og þá voru átök í gangi í Líbýu.
  • En ég held að þetta hafi verið eini punkturinn - þegar raunverulega hafi verið mögulegt, að leysa málið með samningum.
  • Þ.e. að Assad hefði heimilað - aukið lýðræði.

Það þarf að hafa í huga að stjórnin í Sýrlandi - er töluvert með öðrum hætti en í hinum löndunum. Þ.e. bakhjarl hennar, er ca. 10-12% þjóðarinnar, svokallað - Alavi fólk.

Þetta er minnihluti, sem hafði náð völdum á sínum tíma, þegar faðir Assads náði völdum innan Bath flokksins, stjórnarflokks landsins - síðan skipulega þá kom hann fulltrúum Alavi fólksins inn í mikilvægustu stöður í stjórn landsins.

Og lykil-sérsveitir hersins, sem og flugher hans - varð eingöngu skipaður liðsmönnum af fólki Alava eða Alavíta.

-------------------

Það að þetta var í reynd - - þjóðernis-minnihlutastjórn.

Getur hafa verið tragedía landsins.

Þ.e. krafan um aukið lýðræði - - þíddi líklega óhjákvæmilega, að Alavi fólkið hefði misst völdin yfir landinu.

  1. Þetta getu skýrt - af hverju farin var sú leið að beita ítrustu hörku, stjórnin ekki til í að deila völdum.
  2. Og einnig, af hverju sá hluti hersins, sá sem skipaður er Alavi fólkinu, hefur reynst vera tilbúinn til að beita þetta - - mannskæðum aðferðum í stríðinu.
  • Hugsunin - við vs. hinir.

 

Átök hætta að vera götuóeyrðir þegar stór hluti sýrlenska hersins gengur í lið með uppreisninni

Þetta átti ekki að koma á óvart - að það sama mundi gerast eins og í Lýbanon, þegar þjóðernisátök geisa - - að þá klofni her landsins eftir þjóðernishópum.

  1. Sá hluti hersins, sem skipaður var einkum fólki af þjóðerni Alava eða Alavíta, var áfram hollur stjórn Assads.
  2. En megin hluti hersins, þ.s. meirihluti íbúa eru Arabar - gekk til liðs við uppreisnina.
  • Það að uppreisnin vann ekki þegar sigur - hafði með það að gera.
  • Að þeir hlutar hersins er voru mannaðir Alavi fólkinu - voru best vopnuðu hersveitirnar - - og síðan var flugherinn mannaður Alavi fólkinu.

Þetta er málið með þetta stríð.

Að það minnir mjög sterklega á stríðið í Lýbanon.

  • Hersveitir Assads - - eru í dag einkum hersveitir mannaðar hans fólki, þ.e. Alövum eða Alavítum.
  • Þær eru eiginlega lítið meir en - - "militias."

Eiginlega er Assad minnkaður niður í að vera - - ein af fylkingunum sem stríða.

 

Ég lít svo á að Assad beri mesta ábyrgð á því hversu illa hefur farið

Í dag ræður stjórnin í Damascus ef til vill 1/3 af landinu, þó sá hluti sé enn með meira en helming af íbúum.

Lauslega áætlað mannfall er nú 300þ. og að 4 milljónir hafi flúið land. Aðrar 4 milljónir séu flúnar frá heimilum, en enn innan landsins.

Megnið af borgunum er í rústum. Barist hefur verið nær því í þeim öllum af gríðarlegri hörku og skepnuskap.

  1. Þegar mótmælin hófust, þá réð Assad enn öllu landinu, og herinn var ekki kominn í uppreisn gegn honum af stórum hluta.
  2. Assad hefði getað samið um nýja valdaskiptingu í landinu - - t.d. með því að embætti forsætisráðherra yrði valdameira, og þingið að auki.
  3. En hann hefði t.d. haldið áfram að vera yfirmaður hersins, og því áfram með mikil völd.

Það hefði líklega dugað til að tryggja - öryggi Alavi fólksins.

Það er ekki ólíklegt að unnt hefði verið að ná þannig samningum.

Þannig að átök hefði aldrei náð lengra en á það form - - þ.e. fjölmennar stöðug á götum og torgum.

M.ö.o. að landið hefði ekki flosnað upp.

Ég lít svo á, að þegar -en ég verð að túlka að svo hafi verið- hann virðist hafa metið stöðuna þannig, að réttast væri að brjóta mótmælin á bak aftur með hörku, þó það kostaði blóðbað á götum landsins.

Þá hafi hann misreiknað stöðuna mjög svakalega.

  • En her landsins eftir allt saman var - - meirihluta mannaður Aröbum, sem eftir allt saman eru 70% landsmanna.
  • Þ.e. eins og stjórnendur landsins, hafi ekki áttað sig á því - að uppreisnin mundi berast til hersins, ef lögreglan færi að skjóta byssukúlum á vopnlausa borgara, sem þátt tóku í fjölmennum mótmælum, er einkum voru af arabísku bergi brotnir.
  • Margir hermenn hlutu að þekkja einhvern er þátt tóku í þeim götumómælum, og þegar mótmælendur fóru að láta lífið - þá var líklegt að margir hermenn þekktu einhvern er hefði látið lífið.

En þ.e. samt eins og það hafi komið landsstjórnendum í opna skjöldu, er stór hluti hersins hóf vopnuð átök gegn stjórnvöldum landsins.

Og frá því augnabliki - varð ekki við snúið.

Svokallaður "Frjáls sýrslenskur her" var upp risinn.

 

Niðurstaða

Ég hafna alfarið samsæriskenningum þess efnis, að það hafi verið Vesturlönd er stóðu að baki þeim uppþotum sem kennd eru við - arabískt vor. Þau uppþot hafi þvert á móti verið sjálfsprottin í hverju landi fyrir sig. Og markast af djúpstæðri óánægju fólks í þeim sömu löndum.

Stjórnarfar t.d. í Sýrlandi hafi lengi verið afar ósanngjarnt. Í 40 ár hafi Assadarnir ríkt með harðri hendi. Og hlaðið undir eigið fólk - Alavi fólkið.

Í Afríku sáum við oft sambærilega hegðan, þ.e. að einræðisherrar - í stað þess að stjórna með hag landsmanna í fyrirrúmi. Að þá hlaði þeir undir - - þann ættbálk sem þeir tilheyra.

Þegar slík forréttindahópa stjórnmál eru í gangi - - þá hleðst upp óánægja meðal hinna hópanna, gjarnan einnig hatur þeirra hópa gagnvart þeim hópi sem hlaðið er undir, og að sjálfsögðu einnig gagnvart landsstjórnendunum sjálfum.

Í mörg skipti í Afríku, fylgdi slíkri uppsöfnun óánægju - tilraunir til stjónarbyltinga, og jafnvel borgarastríð.

  • Fyrir einhvern sem fylgdist með mörgum slíkum borgarastríðum í Afríku, í Kalda-Stríðinu.
  • Þá kemur rás atburða í Sýrlandi - - ekki gríðarlega á óvart.

Landið var orðið að púðurtunnu.

Sem er eins og að Assad sjálfur hafi ekki nægilega skilið.

--------------------

Niðurbrot Sýrlands - í kjölfar mistaka Assads er ég tel hafa leitt af sér borgarastríðið. Hafi síðan skapað tækifæri fyrir þá hreyfingu er heitir ISIS. En uppreisn stórs hluta hersins, eðlilega leiddi til - valdatóms í miklum hluta landsins. Stjórnin réð einungis við það að halda svæðunum með stærstu borgunum.

Inn í það valdatóm - - kom ISIS. Ef það valdatóm hefði ekki myndast, vegna uppreisnar innan sýrlenska hersins - - > Þá hefði ISIS aldrei getað byggt upp yfirráð innan Sýrlands, sem stökkpall til innrásar í Írak 2014.

Það hafi verið Assad sjálfur er skóp ISIS það tækifæri að verða að meiriháttar valdamáli.

Án borgarastríðsins í Sýrlandi, hefði ISIS haldist sem áhrifalítil hreyfing óánægðra fyrrum leiðsmanna Bath flokks Saddams Hussain innan Íraks.

  • Og auðvitað - án stríðsins innan Sýrlands, hefði ekki skapast 4 milljón manna bylgja af sýrlenskum flóttamönnum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

 

 

 

Óð fram Pútín æstur mjög

(Einar Björn mér tjáði).

Assad virti engin lög

eða' ekki beint að ráði.

 

Vonda höggva vildi' í spað;

til verka margir kunnu.

Sýrland varð þá óðar að

einni púðurtunnu.

Jón Valur Jensson, 5.9.2015 kl. 03:48

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Voru það ekki hinar "staðföstu/viljugu þjóðir" á vesturlöndum sem að sprengdu þarna allt í loft upp ?

Kjarni málsins:

http://tibsen.blog.is/blog/tibsen/entry/1974262/#comments 

Jón Þórhallsson, 5.9.2015 kl. 16:33

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón - - innrás í Irak er árið 2003.

Það eru engin átök í Írak árin 2008-2012.

Stríðið í Sýrlandi hefst 2011.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.9.2015 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband