3.9.2015 | 23:37
Nú staðfest að hlutur úr væng sem fannst á eyjunni Reunion, sé af malasísku flugvélinni er fórst yfir Indlandshafi á sl. ári
Það sem þetta gerir er a.m.k. að staðfesta það að vélin hafi sannarlega farið niður yfir Indlandshafi á sl. ári. Og þar með sé það staðfest að líkindum án nokkurs raunhæfs vafa - að allir um borð hafi farist.
Analysis Confirms Plane Debris Came From Malaysia Airlines Flight 370
Ég skrifaði um það færslu þegar hluturinn fannst: Það virðist loksins hafa fundist brak úr malasísku flugvélinni er fórst yfir Indlandshafi á síðastliðnu ári
- Ég reikna með því, að það a.m.k. veiti aðstandendum fullvissu um afrif ættingja sinna.
- Það geti enginn raunhæft reiknað með að viðkomandi sé á lífi.
Sennilegt virðist að vélin hafi einfaldlega flogið á sjálfsstýringu til Suð-Vesturs yfir Indlandshafi, þangað til að eldsneytið kláraðist.
Þ.e. a.m.k. hugsanlegt að sjálfstýring sé nægilega góð, til að halda vélinni á réttum kili, þegar hún svífur niður eftir að hreyflarnir eru dauðir.
En án þess að nokkur tilraun sé gerð til þess að hægja á vélinni rétt fyrir lendingu á hafinu, þá geti það ekki hafa orðið annað en brotlending með þeim hætti að hún hafi farið strax í ótal parta, og flestir látið lífið samstundis - en þó einhverjir hugsanlega lifað af hangandi á braki í einhverja klukkutíma þar til þeir örmögnuðust og drukknuðu.
- Ég held að enginn viti - það verði sennilega aldrei vitað.
- Hvort það var vísvitandi gert - að láta vélina farast með þessum hætti.
- En ég man eftir því þegar þetta var í umræðunni, að þá var henni snúið í við úr fyrri stefnu í átt til Kína, nánast í fullkomna U-beygju.
- Hinn bóginn er tæknilega hugsanlegt, að eitthvað hafi komið fyrir - flugmenn snúið henni við, en mér skilst að það séu flugvellir á þeirri stefnu er vélin tók sem hún hefði getað ætlað að stefna á. En það sást til hennar að sjálfsögðu meðan að hún flaug aftur til baka í átt til Malasíu og síðan yfir út á Indlandshaf, þ.s. hún síðan flýgur út úr sýn flugleiðsögukerfa.
- Það má alveg hugsa sér að flugmenn hafi örmagnast eftir að þeir sneru henni við - höfum í huga að skv. reglum í dag síðan eftir svokallaðan 9/11 atburð í Bandar, eru hurðir stjórnklefa í farþegavélum alltaf kyrfilega læstar. Enginn hefði getað komist inn úr farþegarýminu. Þetta sást einnig vel þegar flugvél fór niður yfir Evrópu fyrir nokkrum mánuðum, þegar vísbendingar eru um að flugmaður hafi vísvitandi flogið henni í jörðina, platað flugstjórann til að fara fram - læst síðan klefanum. En það heyrist í upptöku barið á dyrnar - rödd sem grátbænir um að opna, síðan hættir upptakan skömmu síðar.
- M.ö.o. ekki hægt sennilega að fullyrða að þetta hafi verið sambærilegur atburður við þann sem gerðist í Evrópu, þ.s. fullvíst virðist vera að vél var vísvitandi flogið niður.
Reunion sést á kortinu Austan við Madagaskar
Um er að ræða hlut úr væng B777 vélarinnar, má sennilega nota orðið - flapsa
Mynd sem tekin var á vettvangi þar sem hluturinn fannst við flæðarmálið
Hluturinn borinn í burtu af löggæsluaðilum
Það staðfest er að vænghluturinn er sannarlega úr malasísku vélinni, þó líklega færir okkur ekki neitt nær því að finna hvar megnið af brakinu liggur á hafsbotni. Enda getur á ca. ári vænghluturinn er barst upp á land á Reunion hafa flotið langa leið.
Skv. fyrirliggjandi gögnum, þá liggja straumar í þá átt að hlutur berst til Reunion frá Austri - þarna á milli og leytarsvæðis er veruleg fjarlægð.
Það getur verið að brakið liggi töluvert lengra í Vestur, en skv. þessari leitarlínu. En um gríðarlega stórt svæði er að ræðam, þarna á milli - hvar hún getur hafa endað.
Og má mjög vel vera að brakið finnist aldrei.
Niðurstaða
Það verður sennilega aldrei unnt að taka flugmenn malasísku vélarinnar af lista yfir grunaða, samtímis að sennilega verður heldur aldrei unnt að sanna fullkomlega - að þeir séu sekir. En hvernig loka kveðja flugstjórans var ofur venjulega, síðan skömmu síðar er henni snúið við - og enginn eftir það talar við nokkurn mann, henni er síðan flogið í þögn inn í eilífðina.
Það var sagt á sl. ári að slökkt hafi verið á svokölluðum "transponder." Hann a.m.k. hættir að senda sjálfvirk merki um staðsetningu - eftir að henni er snúið. Þá hættir vélin að senda sjálfvirk boð til flugleiðsögukerfa.
Þ.e. a.m.k. afar grunsamlegt.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 858802
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 88
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hörmulegt! Skyldi vera hægt að komast útúr svona vél á flugi?
Hrólfur Þ Hraundal, 4.9.2015 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning