Obama virðist nærri því að tryggja að Repúblikunum takist að hindra afnám refsiaðgerða Bandaríkjanna á Íran

Um er að ræða það að Repúblikanar þurfa tiltekinn aukinn meirihluta þingmanna í báðum deildum Bandaríkjaþings - svo að þingið geti hafnað -neitunarvaldi- Obama forseta.

Obama on cusp of winning Iran nuclear vote :"To override a veto from the president, 67 senators and 290 members of the House of Representatives would need to vote against the agreement."

Staðan nú skv. frétt Financial Times er að:

Obama on cusp of winning Iran nuclear vote :"White House now has 29 senators supporting the agreement and another four who are leaning towards supporting, according to the Washington Post, with eight other Democrats still undecided."

Forsetinn þarf að tryggja sér 34 atkvæði í Öldungadeildinni.

Það virðast því ágætar líkur á að Obama tryggi sér það lágmarks fylgi sem hann þarf í Öldungadeildinni, þannig að Repúblikanar á Bandaríkjaþingi nái ekki því takmarki að fá báðar deildir Bandaríkjaþings til að hafna -neitunarvaldi- Obama skv. tilskildum meirihluta í báðum deildum.

  • Þá stendur samningurinn við Íran - hvað Bandaríkin áhrærir.

 

Rétt að árétta það, að alþjóðlegar refsiaðgerðir á Íran - eru dauðar, burtséð frá þátttöku Bandaríkjanna í afnámi refsiaðgerða á Íran eða ekki!

Það sem ég er að segja, að - önnur svokallaðra 6-velda er tóku þátt í því að semja við Íran, ætla að leggja af eigin refsiaðgerðir á Íran - burtséð frá því hvað gerist á Bandaríkjaþingi.

En 6-veldin fyrir utan Bandaríkin, eru Rússland - Frakkland - Bretland - Þýskaland og Kína.

ESB hefur þegar hafið það ferli að lyfta refsiaðgerðum af Íran. Evrópskir orkurisar eru þegar mættir með fulltrúa til Teheran. Og franski bifreiðaframleiðandinn Peugeot - sagði nýlega Íran verða mikilvægan þátt í hnattrænni áætlun þess fyrirtækis til framtíðar.

  1. Til þess að endur-ræsa alþjóðlega refsiaðgerðir.
  2. Þarf samþykki Rússlands og Kína, auk Bretlands og Frakklands.
  3. Ekkert af þeim löndum væri líklegt að ljá máls af nýjum refsiaðgerðum - - > Í þeirri sviðsmynd að Íranar standa við samninginn, en Repúblikönum tekst að hindra að Bandaríki standi við hann fyrir sitt leiti.

Ein megin afleiðing þess væri sú - að bandarískir orkurisar mundu tapa af því tækifæri, að fá að taka þátt í frekari uppbyggingu olíu-iðnaðar í Íran.

Bandarísk fyrirtæki að auki missa af gullnu tækifæri til að fjárfesta í landi er mjög líklega verði á uppleið efnahaglega séð á nk. árum.

  • Og ekki síst, að Bandaríkin yrðu einangruð í afstöðu til Írans, ásamt Ísrael.

 

Slík staða mundi veikja orðstír Bandaríkjanna, og að auki veikja stöðu þeirra meðal þjóða heimsins, gæti jafnvel veikt bandalög Bandaríkjanna

Bandaríkin væru þá að viðhalda aðgerðum - sem nær enginn í heiminum væri samþykkur, utan Bandaríkjanna og Ísraels. Meðan að Íran mundi standa við undirritaðan samning, samtímis því að Bandaríkin ekki hefðu gert slíkt hið sama.

Þá væri samúð heimsins líklega öll með Íran.

Slík staða gæti valdið orðstír Bandaríkjanna - töluvert miklu tjóni.

Og þar með flækt verulega fyrir Bandaríkjunum - í framtíðinni, þegar þau þurfa að sannfæra lönd t.d. í Asíu, um það atriði - að þau séu t.d. heppilegri bandamaður heldur en Kína.

  • En það skiptir máli að geta sannfært!
  1. Ég hugsa að í slíku samhengi, mundi ESB kaupa olíu af Íran, með evrum - án hiks.
  2. Og Kína - án hiks - kaupa olíu af Íran með Júönum.
  • Viðskipti með íranska olíu - gætu þá lent alfarið utan við Dollarakerfið.

En Bandaríkin mundu geta flækst fyrir viðskiptum með íranska olíu í Dollurum.

Þessi útkoma gæti þar af leiðandi, fært ESB og Kína - nær hvoru öðru.

  • M.ö.o. ef Repúblikanar ná sínu fram - - > Þá væri sú útkoma augljóslega, tap - tap fyrir Bandaríkin.

 

Niðurstaða

Nálgun Repúblikana á málefni Írans - virðist m.ö.o. dæmi um einskæra heimsku. Þar sem sú útkoma er þeir vilja ná fram. Mundi verða Bandaríkjunum ákaflega skaðleg. Frekari skaði mundi verða á áhrifum Bandaríkjanna - en stór hluti þeirra áhrifa er í gegnum orðstír þeirra. Þ.e. vilja ríkja í heiminum, að standa við hlið Bandaríkjanna - að kjósa þau fram yfir einhverja aðra sem þau annars gætu valið að fylgja að málum.

  • Fyrirbærið - "soft power."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 858793

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband