26.8.2015 | 21:55
Rússland óvart segir frá fjölda fallinna og örkumlaðra hermanna í Úkraínu, og bótafjárhæðum
Þær tölur sem fram koma eru virkilega áhugaverðar:
- 2.200 fallnir. Fjölskylda látins hermanns fær 3 milljónir Rúbla eða 50þ.USD í bætur.
- 3.200 örkumlaðir. Bætur fyrir örkumlun 1,5 milljón Rúbla, eða 25þ.USD.
- Greiðslur til málaliða sem berjast í A-Úkraínu, 1.800 Rúbblur per dag.
Vantar upplýsingar um heildartölu launa til málaliða - en það að það sé staðfest að til eru á rússn. fjárlögum skilgreind daglaun fyrir málaliða - - er samt sem áður mjög áhugaverð afhjúpun.
- Heildarbótaupphæð ca. 20 milljón USD til látinna og örkumlaðra.
Skv. þessu hafa 5.500 rússneskir hermenn fallið eða örkumlast í A-Úkraínu.
Þ.e. alls alls ekki óverlulegt mannfall.
Miðað við það að tölur SÞ segja rúmlega 7.000 hafa fallið í átökum í A-Úkraínu hingað til. SÞ hefur þó skort tölur um fallna rússn. hermenn. Það má þá bæta 2.200 rússn. hermönnum þar við.
Heildar tala látinna er þá sennilega að nálgast 10þ.
Forbes birti þessar upplýsingar:
Russia Inadvertently Posts Its Casualties In Ukraine: 2,000 Deaths, 3,200 Disabled
Guardian fjallaði einnig um þetta mál:
Russia 'accidentally reveals' number of its soldiers killed in eastern Ukraine
Þessar upplýsingar voru teknar úr rússneskum miðli er heitir - "Delovaya Zhizn" eða Viðskiptalíf - sem að sögn umfjöllunar Forbes er miðill er fjallar um málefni er tengjast viðskiptum.
Í þetta sinn, var umfjöllun fréttar - beint að kostnaði á fjárlögum Rússlands hvað varðar hermál.
Ekkert bendi til þess, að fjölmiðillinn hafi verið að pæla sérstaklega í þeim kostnaðarliðum; sem hafa vakið alþjóðlega athygli.
- Fréttin hafi skömmu síðar - verið fjarlægð af netmiðlinum.
Fyrr á þessu ári, voru lög samþykkt af Dúmunni sem gerðu það að glæpsamlegu athæfi, að gafast fyrir um tölur fallinna og særðra rússneskra hermanna á friðartímum
En áður fyrr var slíkt einungis bannað - þegar Rússland var statt í opinberu stríði.
Þannig að fjölskyldur er vilja afla nánari upplýsinga um þau tilvik er leiddu til láts síns ástvins - eiga það á hættu að lenda í fangelsi.
Að auki eiga þær á hættu - að missa bæturnar.
Þannig að með því er sköpuð mjög öflug hvatning fyrir fjölskyldur örkumlaðra sem látinna, til að - halda kjafti.
Niðurstaða
Þessar óvæntu upplýsingar - koma engum á óvart sem hefur lengi fylgst með átökunum í A-Úkraínu. En mér hefur verið ljóst sl. 12 mánuði, eða síðan að sókn úkraínska hersins gegn uppreisnarmönnum - er framarlega af sumrinu í fyrra leit svo út að mundi enda með loka sigri hers Úkraínu. En snögglega í þann mund er her Úkraínu var að byrja umsátur um borgirnar Luhansk og Donetsk -- þá gerbreytist vígsstaðan á örfáum klukkutímum til hins verra.
Hinn gríðarlegi munur á bardögum milli tímabila - þ.e. fyrri hluta sumarsins á sl. ári þegar um var að ræða hraða sókn hers Úkraínu í átt til landamæra Rússlands, og síðan frá og með þeim degi undir lok júlí á sl. ári; er vígsstaða Úkraínuhers snögg breytist á nokkrum klukkustundum til hins miklu mun verra.
Hafi bent til þess mjög svo sterklega að þá hafi rússneski herinn - skipt sér af átökum með beinum hætti. Og það hljóti að hafa falið í sér, verulegan liðsstyrk rússneska hersins.
Og vegna þess að orrustur voru harðar alveg fram í september 2014. Þá hlaut að hafa orðið töluvert mannfall í liði Rússa er þá - a.m.k. þá - hafi verið á svæðinu.
-------------------
PS: Kort sem sýnir dreifingu flóttamanna frá Úkraínu
Kortið er frá UN-reliefweb - sjá hlekk: Ukraine Refuges 10. July 2015
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 27.8.2015 kl. 22:20 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Í öllu þessu Rússahatari og/eða Rússafóbíu þá tekur þú alltaf undir svona ógeðslegan lygaáróður, og það algjörlega beint án þess að spyrja, en í þessu sambandi þá kemur þú aldrei til með koma með einhverjar sannanir fyrir þessu, auk þess veistu að þetta er allt saman falsað. Það er greinilegt að aðalatrið hjá þér er bara að halda áfram að magna upp RÚSSAHATRIÐ þegar kemur að málefnum er tengjast Rússlandi og Putin.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.8.2015 kl. 00:32
Auðvitað er ekki hægt að útiloka, að þetta sé falsfregn.
En ef tölunar eru réttar, kann þá ekki að vera, að þarna sé í raun um bardagamenn rússneskra aðskilnaðarsinna í A-Úkraínu að ræða? -- að Rússar hafi gefið þeim loforð um, að þeir og fjölskyldur þeirra nytu hliðstæðra réttinda í heilsufars- og dánarbótum eins og rússneskir hermenn njóta í landi sínu?
Eru nokkrar heimildir til um fjölda jarðarfara (allt að 2.200) á rússneskum hermönnum á síðustu misserum?
En ef rússneskir hermenn hafa fallið (jafnvel margir) í Úkraínu af völdum árása Úkraínuhers, sýnir það í 1. lagi hörku og styrk Úkraínuhers, en í 2. lagi myndi það sízt af öllu draga úr rússneskum ráðamönnum að halda öllu sínu í Úkraínu og síður en svo gefast upp fyrir árásum Kiev-stjírnarinnar.
Bæta má við, að úr Úkraínu hafa a.m.k. 730.000 manns flúið frá ársbyrjun 2014 (og ekki sízt flúið loftárásir Úkraínuhers á austurhéröðin) ... og HVERT? Jú, til RÚSSLANDS! En til annarra staða í Úkraínu hafa 117.000 manns flúið. (Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/Ukraine#2014.E2.80.9315_unrest_in_eastern_Ukraine)
Ennfremur: Af 44,3 milljónum Úkraínumanna eru Rússar 17,3% (um 7,7 milljónir); rússneskumælandi Úkraínumenn eru 29,6%, en 67,5% tala úkraínsku. Augljóst er, að "Úkraínuþjóð" er ekki bara þjóð Úkraínumanna.
Jón Valur Jensson, 27.8.2015 kl. 03:55
Ukrainian Major and military expert Oleksandr Taran: "There are no Russian troops in Ukraine."
No Russian Troops in Ukraine-(Eng subs)- Obama still wants War
Ukraine admits there are no Russian troops in Donbass
"There are no Russian troops in Ukraine." Sikorski's reaction.
1) Kiev Announces Russian Invasion of Ukraine a Hoax? http://www.washingtonsblog.com/2015/0...
2) Inconvenient Truth: Hackers Reveal True Number of Ukrainian Army Casualties. Sputnik News, Europe,http://sputniknews.com/europe/2015012...
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.8.2015 kl. 13:34
Hvaða motíf hafa Rússar að ljúga varðandi hve margir rússnenskir hermenn eru á svæðinu.Þetta er innbyrðis stríð og hefir ekkert að gera með rússana sjálfa. http://russia-insider.com/en/ukraine/2015/02/17/3574
Valdimar Samúelsson, 27.8.2015 kl. 21:20
Jón Valur - - þessar tölur eru úreltar.
Sjáðu kortið sem ég var að setja inn að ofan, en skv. því þá er heildarfjöldi flóttamanna eftirfarandi.
Líklega hafi flóttamannastofnun Rússlands - - túlkað stöðu margra Úkraínumanna er hafa dvalist innan Rússlands, við störf innan Rússlands, frá því áður en stríðið skall á, en hafa síðan ákveðið að vera þar áfram - að þær væru flóttamenn.
SÞ metur þær tölur með öðrum hætti, að einungis eigi að telja þá sem stríðs flóttamenn - er hafi flúið eftir að átök hefjast.
Hinn bóginn sé það alveg á hreinu að langsamlega stærsti hópur flóttamanna sé innan Úkraínu - á umráðasvæðum stjórnvalda.
----------------
Varðandi pælingar þínar að stjv. í Rússlandi - líti á uppreisnarhermenn eins og um eigin hermenn sé að ræða. Skemmtileg pæling og verð íhugunar - alveg mögulega sönn.
En það aftur á móti - væru þá samtímis rök þess, að sá her væri einnig undir stjórn Rússlands.
En vart væru Rússar að borga með slíkum hætti, fyrir her - er ekki liti þeirra stjórn algerlega í einu og öllu, eða hvað?
------------------
"En ef rússneskir hermenn hafa fallið (jafnvel margir) í Úkraínu af völdum árása Úkraínuhers..."
Þvert á móti hefur vígsstaðan verið með þeim hætti - að Úkraínuher hefur verið í vörn.
Síðan síðs sumars 2014, er snögglega eins og að nýr her mæti á svæðið, rétt í þann mund að Úkraínuher er að hefja umsátur um Luhansk borg og Donetsk borg. Allt í einu á nokkrum klukkutímum - verður vígsstaða Úkraínuher er fram að því það sumar hafði sókt hratt fram, og virtist ætla að binda endi á uppreisnina - - til hins miklu mun verra.
Síðan er rétt að muna eftir átökum september 2014 er Úkraínuher hafði víggyrt bær - - og varðist þar af hörku með öllu sem sá her hafði. En samt var sá bær tekinn.
Slíkir bardagar kosta alltaf verulegt mannfall - þegar þú er að sækja gegn her sem er ca. jafn vel búin vopnum og þinn eigin her.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.8.2015 kl. 22:36
"Valdimar Samúelsson, - Hvaða motíf hafa Rússar að ljúga varðandi hve margir rússnenskir hermenn eru á svæðinu.Þetta er innbyrðis stríð og hefir ekkert að gera með rússana sjálfa."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.8.2015 kl. 22:41
Hvernig stendur á því að þú Einar Björn hefur ekki haft samband við FORBES um upprunan á þessu öllu?
"Who slipped? How fake report on ‘Russian soldier deaths’ in Ukraine set MSM on fire" http://www.rt.com/news/313653-russia-ukraine-soldiers-fake-forbes/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.8.2015 kl. 09:16
"...after sending a request via an online form, RT got a reply from someone called Anatoly Kravchenko – the same name as was used in Western media reports – introducing himself as “representing” Delovaya Zhizn.
The statement said that the original story in question had not contained the part about “[Russian] servicemen in Ukraine” nor had it been edited by any of the site’s staff until August 23.
“On August 23 the editorial staff received emails requesting clarification of the information contained in the article, in its last part. This is how we discovered that the site had been hacked… and an editor removed the part of the text added by the perpetrators to the story,” the email said.
It added that the site had been hacked on August 22, allegedly from a Kiev-registered IP address." http://www.rt.com/news/313653-russia-ukraine-soldiers-fake-forbes/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.8.2015 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning