19.8.2015 | 23:17
Þýskaland reiknar með 800.000 flóttamönnum í ár
Miðað við að Þýskaland vanalega tekur við e-h í kringum 40% heildar fj. flóttamanna er streyma til ESB landa. Þá stefnir í algert metár í fjölda flóttamanna til ESB aðildarríkja.
Þeir virðast koma úr nokkrum áttum:
- Flóttamenn frá A-Evrópu, þeim löndum sem ekki eru hluti af ESB.
- Síðan eru það flóttamenn er streyma upp í gegnum Balkanskaga.
- Þriðja meginleiðin, flóttabátar yfir Miðjarðarhaf.
- Meginstraumurinn virðist koma frá N-Afríku og Mið-austurlöndum.
Germany Announces Plan to Cope with Migrant Influx
Ég kem ekki auga á neina góða lausn! Áströlsk leið, er langt í frá auðframkvæmanleg við þær aðstæður sem eru við Miðjarðarhaf
- Líbýa þaðan sem flest bátafólk virðist streyma, er sjálf í verulegri ringulreið, með 2-fylkingar sem berjast um völdin í landinu. Hvor um sig rekur - sína hvora ríkisstjórnina, ásamt þingi - forseta og öllu klabbinu, og auðvitað her. Hvor um sig krefst þess að vera viðurkennd - sem hin lögmæta ríkisstjórn landsins.
- Við þurfum vart að nefna, hve hræðilegt ástandið er í Sýrlandi eða N-Írak.
Það áhugaverða er, að megnið af þeim sem sigla frá Líbýu, virðast ekki vera - landsmenn. Heldur viðhalda glæpagengi þar skipulagðri smyglstarfsemi, og þeir hópar ganga svo langt að auglýsa með mjög grófum og afar villandi hætti, að þeir flytji fólk til Evrópu í löndum t.d. sunnan við Líbýu t.d. Chad og Mali, þ.s. gríðarleg fátækt er. Og einnig í löndunum í kring.
Meðan Líbýa er í -kaosi- þá er enginn þar sem ræður við þessa hópa. Fyrir utan að mig grunar, að þeir borgi - til beggja hópa er berjast um völdin. Til að fá að vera í friði.
- Að senda fólk til baka til Líbýu, væri líklega út í opinn dauðann. Þ.s. það land mjög sennilega ræður ekki í núverandi ástandi við það að brauðfæða þann fjöld sem þar streymir í gegn - - ef það fólk færi að safnast þar fyrir.
- Tæknilega gæti Evrópa, sent herlið til þess að -hersetja hluta af strönd landsins- í þeim tilgangi að setja þar upp, búðir fyrir flóttafólk þar - í líkingu t.d. við Gaza ströndina. Sem yrðu endanleg heimili þá flestra. Þá yrði auðvitað að tryggja - fólkinu mat, og skjól. Væntanlega krefjast mannréttindasáttmála að auki, að haldið yrði uppi skólum.
- Þetta gæti orðið nokkuð kostnaðarsamt, auk þess að líkur eru á að - herlið mundi sæta árásum frá margvíslegum öflum á svæðinu.
Málið með áströlsku leiðina - er að ríkin nærri Ástralíu, eru ekki með sambærilegum hætti, niðurbrotin. Þannig að - þegar fólk er sent til baka, er það ekki út í opinn dauðann.
Síðan einnig vegna þess, að samfélags rof er ekki eins alvarlegt, er auðveldar fyrir fréttir að berast -sbr. þá hugmynd, að það fréttist að Ástralía taki ekki við.
- Ég er nefnilega alls ekki viss, fréttir -berist svo auðveldlega þangað, þaðan sem fólk streymir frá N-Afríku til Evrópu.
- Þ.s. eftir allt saman, við erum að tala um fólk, er kemur annað af tvennu frá mjög fátækum og vanþróuðum stöðum, kannski ekki einu sinni -læsir eða skrifandi- eða þeim þ.s. rof samfélags er á háu stigi.
Þá er alls ekki víst -að skilaboðin berist.
Eitt virðist þó líklegt - að flóttamannastraumurinn komi til með að setja þrýsting á samstarf þjóða innan ESB. Kannski brotnar niður, samstarf um - frjálst flæði á fólki.
Niðurstaða
Nánast það eina sem maður virðist geta verið viss um, virðist vera að flóttamanna straumurinn haldi áfram að aukast. Og því vandamálin að áfram að hrannast upp. Augljóst þarf eitthvað að gera. En engin lausn er auðveld í framkvæmd.
Að einfaldlega - setja upp múra og reyna að loka landamærum. Gæti skaðað samskipti við nágrannalönd. Fyrir utan, að þú setur ekki svo glatt múr á Miðjarðarhaf.
Þá auðvitað er Líbýa í þannig ástandi, að senda allan hópinn sem streymir til Evrópu í gegnum það land - aftur til baka, og láta síðan þann straum hrannast upp í því landi. Mundi sennilega á enda framkalla - meiriháttar hungursneyð þar.
Það að senda her til Líbýu - getur vart talist aðlaðandi.
Alveg sama hvaða lausn er íhuguð - þá blasir við sægur erfiðra vandamála, ef feta á þann tiltekna farveg.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 11
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 181
- Frá upphafi: 858767
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning