19.8.2015 | 00:39
Fer stríðið í A-Úkraínu í fullan gang aftur?
Að sumu leiti minnir atburðarásin á það þegar síðast Úkraínustríðið fór aftur í fullan gang. En það hefur undanfarið verið - mun meir en vanalega um gagnkvæma stórskotahríð milli hers Úkraínu og liðssveita andstæðinga stjórnarhersins í A-Úkraínu.
Og eins og mátti reikna með, kenna báðir hinum um!
Stjv. Úkraínu hafa þó sagt að 200 hermenn hafi látið lífið og 2000 særst síðan vopnahlé var undirritað í sept. 2014.
Eftirlitsmenn OECD hafa staðsfest, að óvenju mikið hafi verið um sprengingar þ.s. af er þessari viku.
Fighting Intensifies Along Eastern Ukraine Cease-Fire Line
Russia prepares to force the pace in Ukraine
"
"
Flestir fréttaskýrendur virðast telja - að markmið sé ekki að hefja átök að nýju, heldur að beita stjórnvöld Úkraínu þrýstingi!
- Mikilvægasti hluti deilunnar um - friðarferlið er hófst í sept. 2012.
- Snýr auðvitað að kröfum um sjálfræði Luhansk og Donetsk héraða.
Gott og vel, Úkraínustjórn er í reynd búin að fallast á þann punkt.
En heimtar að - almennar kosningar fari fyrst fram í héruðunum tveim, áður en lög sem veita þeim héruðum verulega aukið sjálfssforræði, taka gildi.
Þetta finnst mér afar eðlileg afstaða, enda voru þær kosningar sem -haldnar voru af hálfu svokallaðra uppreisnarmanna- gríðarlega mikið og stórfellt gallaðar.
- Mikilvægasti punkturinn, ekkert framboð á vegum andstæðinga uppreisnarmanna, fékk að taka þátt. En það eru kosningar að -sovéskum hætti- ef þ.e. einungis eitt framboð heimilað.
- Uppreisnarmenn heimta að það verði fullt tillit tekið til þeirra réttinda - þá má að sjálfsögðu ekki halla á móti. Réttindi ganga að sjálfsögðu ekki í eina átt.
- Það voru auðvitað flr. gallar: að stór hluti íbúa var á flótta þar á meðal ein milljón rúm flúin inn á svæði undir stjórn stjórnarhersins og gátu ekki tekið þátt, þær fóru fram með mjög litlum fyrirvara og sára lítil kynning fór fram -meira að segja uppreisnarmenn hafa viðurkennt að þátttaka hafi verið sára lítil, nærri 20%. Og þær fóru auðvitað aðeins fram á svæðum undir þeirra stjórn einungis.
- M.ö.o. þær kosningar geti ekki talist nothæf viðmið.
--------------
Uppreisnarmenn heimta að kosningar þær sem þeir héldu haldi gildi sínu. Og að þeir fái að stjórna áfram þeim svæðum - sem þeirra sveitir halda.
- Það verður auðvitað að muna, að þetta er áróðurrstríð - ríkisstjórn landsins og þing, býður nú að - héröðin sem heild fái sjálfssforræði er verði verulega meira en áður.
- En tekur ekki í mál, að þau svæði sem uppreisnarmenn halda, verði sér sjálfsstjórnar einingar innan héraðanna tveggja.
- Þetta auðvitað - - svarar fullkomlega kröfunni sem hefur verið haldið á lofti, að þau svæði sem eru meirihluta byggð Rússum, verði sérstök sjálfsstjórnarsvæði.
Þannig að þegar uppreisnarmenn, hafna því að - kosið sé í héröðunum í heild skv. lýðræðis reglum - þeir fái að taka þátt að sjálfsögðu - en verði þá að bjóða sig fram í héruðunum sem heild, ekki bara á þeim svæðum sem þeir stjórna - og þeir fá ekki að stjórna framkvæmd þeirra kosninga.
- Þá væntanlega afhjúpa þeir um leið - - > Að málið snýst í reynd ekki um sjálfsforræði A-Úkraínu. Það sé einungis yfirvarp. Líklega að auki það, að sennilega hafa þeir hópar er standa að baki uppreisninni - afar lítinn stuðning íbúa.
- Heldur vilji Pútín, tryggja að innan Úkraínu séu umtalsverð svæði undir stjórn manna, sem lúti hans stjórn og því hans fyrirmælum. Og fá úkraínsk stjv. til að sætta sig við þá útkomu.
- Það mundi leiða til þess, að Pútín gæti alltaf - - gefið skipanir um æsingar í A-Úkraínu, ef Úkraína ætlaði sér að gera eitthvað, Pútín ekki að skapi.
- Þannig væri Pútín búinn að koma -ólum eða böndum- á Úkraínu. Minnka sjálfsforræði þess lands.
Það tel ég að hafi alltaf verið - - útgangspunktur Pútíns.
Að takmarka sjálfsforræði Úkraínu - - tryggja að Pútín hafi neitunarvald, um tiltekin lykilatriði utanríkisstefnu Úkraínu.
Stjórnvöld Úkraínu séu á hinn bóginn, algerlega staðráðin í að - hindra þá útkomu. M.ö.o. svipta Pútín sigri af þessu tagi.
- Og ef þau hafa sitt fram, að kosið verði í héruðunum í heild, þ.e. Luhansk og Donetsk, áður en aukið sjálfsforræði tekur gildi. Þannig að nýir stjórnendur mundu vera lýðræðislega kjörnir.
- Þá mundi stjv. Úkraínu takast að hindra þann sigur Pútíns.
Þá er spurning hvernig Pútín ætlar að sigra?
Ég er eiginlega farinn að hallast að því - að Pútín þurfi að hætta á það, að stríðið hefjist að nýju. Láta uppreisnarmenn sækja aftur fram, taka einhverja 2 eða 3 staði.
Tilgangurinn þá, að beita stjv. Úkraínu nægum þrýstingi, svo þau gefi á endanum eftir þann punkt - - að vildarvinir Pútíns fái áfram að stjórna svæðum innan landsins. Svo að Pútín nái fram þessu - neitunarvaldi á ákvarðanir Úkraínu um eigin mál.
- Þetta er m.ö.o. - sjálfstæðismál fyrir Úkraínu í sinni tærustu mynd.
Það mundi auðvitað leiða til - enn hertra refsiaðgerða á Rússland.
Og að auki Pútín mundi taka þá áhættu, að hugsanlega bili andstaðan í Evrópu við það, að vopna með beinum hætti her Úkraínu.
M.ö.o. gæti Pútín lent innni í "Proxy" stríði sem hann mundi sennilega ekki geta unnið.
- Á hinn bóginn, getur verið að hann geti ekki pólitískt séð, lifað það af að bakka algerlega í málinu - þ.e. uppskera ekki neitt fyrir allan kostnaðinn við það að halda uppi herjum svokallaðra uppreisnarmanna, og auðvitað þeirra stjórnum.
- Hann m.ö.o. sé búinn að bakka sér inn í það horn, að hann geti ekki bakkað - verði að taka hina stórfelldu áhættu.
Þannig að kannski, þvert ofan á þ.s. flestir fréttaskýrendur halda - að stríðið hefjist ekki að nýju. Þá ef til vill er stutt í að það fari aftur af stað af fullum dampi.
Og í þetta sinn, verði sókt fram - þangað til stjv. í Kíev, gefast upp.
Eða að Vesturveldi fara að vopna Úkraínustjórn - en það mundi gera það vonlaust fyrir Pútín að hafa sigur.
Hann gæti ákveðið að hætta á það, að anstaðan við það að vopna Úkraínu, haldi.
Niðurstaða
Kannski er stríðið í A-Úkraínu við það að fara í fullan gang að nýju. Að sjálfsögðu vona ég ekki. En Úkraínustjórn hefur ágæta lausn í boði. Þ.e. lýðræðislega kosningar í Luhansk og Donetsk héruðum í heild. Síðan taki lög um verulega aukna sjálfsstjórn gildi.
Það svari öllum sanngirniskröfum þess efnis, að þau svæði hafi rétt til aukins sjálfsforræðis.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Hvernig stendur á því að þú talar alltaf eins og Putin ráði öllu, eða alltaf "útgangspunktur Pútíns", tryggja að Pútín", "Pútín nái fram þessu" og "sigur Pútíns", og ert þú bara alltaf á því að það sé ekki til neitt sem heitir þing, ráðherrar og þingmenn þarna í Rússlandi?
Eru það bara þessi áróðursrit hliðhol bandarískum-stjórnvöldum sem þú lest og ferð eftir hérna aftur og aftur?
Eins og allt hefur verið þá stóð aldrei til hjá stjórnvöldum í Úkraínu að fara eftir Minsk friðarsamkomulaginu, því þau virða ekki vilja fólksins þarna í Austurhlutanum um Heimastjórn, hvað þá þessi landamæri eða annað. Nú og hvað ert þú að reyna að segja hérna í þessu sambandi með Putin ná einhverju?
Þú veist það eins og er að Rússar (eða Putin eins og þú myndir orða það hérna) ná engu fram þarna, því að það stendur ekkert annað til hjá stjórnvöldum í Úkraínu (og hjá þeim í Bandaríkjunum), en að drepa allt þetta fólk þarna í Austurhluta Úkraínu (eða koma því í burt), svo að hægt sé að standa við samningana um leit og vinnslu á olíu fyrir Burisma Holdings og Chevron.
Nú hefur hún Júlía (eða Yulia Tymoshenko) er heimsótti Ísland ekki upplýst okkur um vilja Úkraníumann gagnvart rússneskumælandi fólki þarna í Austurhlutanum, eða sjá "Yulia Tymoshenko tape leak "I want to kill the 8 million Russians of Ukraine" https://www.youtube.com/watch?v=phC3ROAsRp4
Yulia Tymoshenko wants to kill all Russians! Intercepted conversation! Шуфрич и Тимошенкоhttps://www.youtube.com/watch?v=fPoeTEicLhs
Þú þarft ekki að segja mér frá vilja Neo- Nasistahópanna Svoboda og Right Sector þarna í Úkraínu, Einar Björn : US support of violent neo-Nazis in Ukraine: Video Compilation https://www.youtube.com/watch?v=8-RyOaFwcEw
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.8.2015 kl. 12:18
Hvernig er það hefur þú Einar Björn (eða þetta áróðurfjölmiðlalið þitt) eitthvað á móti því að friðargæslulið Sameiniðuþjóðanna (UN) verði sent inn í Austurhluta Úkraínu, því að ekki hefur þetta rússneskumælandi fólk þarna í Austurhluta Úkraínu eitthvað á móti því að friðargæslulið Sameiniðuþjóðanna (UN) verði sent inn í Austurhluta Úkranínu?
Pro-Russian separatist "not opposed" to UN peacekeepers in eastern Ukraine https://www.youtube.com/watch?v=TtrJ9FYBrIA
En það er rétt það verður ekkert friðargæslulið (UN) sent þarna inn í Austurhluta Úkraínu, því það þjónar alls ekki vilja stjórnvalda í Bandaríkjunum, núverandi ríkisstjórnar Úkraínu, og hvað þá Svoboda og Right Sector þarna í Úkraínu, því þetta pru-USA og pro-Neo Nazi Ukraína vill alls ekki frið, og ekki Heimastjórn þarna í Austurhluta Úkraínu.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.8.2015 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning