Rússland gæti reynst brothætt, á sama tíma og mannfjölda tímasprengja dynur yfir Rússland á nk. árum

John Thornhill á Financial Times fjallaði um Rússland, hann benti á hvernig Pútín hefur tekist að -þjappa völdunum- um sína persónu. Það í meira mæli en nokkur leiðtogi Rússlands hefur gert í langan tíma. Það dæmi sem næst komi hvað valdaþjöppun varðar, sé Stalín - leiðtogi Sovétríkjanna: Fear Vladimir Putin’s weakness not his strength

En hvað aðra leiðtoga Sovétríkjanna varðaði, voru þeir aldrei einráðir -þeir sem komu eftir Stalín hafi alltaf haft æðstaráð Sovétríkjanna- er alltaf hafði raunveruleg völd, eftir tíð Stalíns.

En Pútín virðist hafa náð að takmarka völd allra þeirra stofnana og aðila er vanalega tékka af völd ráðamanna sbr. þing, dómstóla, ráðuneyti, fjölmiðla, héröð Rússlands, pólitíska andstæðinga.

  • Það séu því engar ýkjur að kalla hann, einræðisherra.
  1. En veikleiki þess fyrirkomulag, að þjappa öllum völdum um eina persónu.
  2. Er hvað gerist, ef sú persóna deyr af einhverjum orsökum.

Málið er, að þegar til staðar eru sterkar stofnanir, sem deila völdum með ráðamönnum eða ráðamanninum, þá hefur það mun minna hættulega afleiðingar - þegar ráðamaðurinn deyr eða eitthvað veldur því að sá missir völdin.

Þá halda þær stofnanir áfram að sjá um sín hlutverk, og hindra að - fall ráðamannsins eða dauði, valdi ringulreið.

  • En með því, að skipulega -draga tennurnar úr öllum þeim aðilum innan kerfisins sem áður deildu völdum með stjórnvaldinu í miðjunni í Kreml- hafi Pútín ef til vill, skapað hættu á alvarlegri ringulreið innan Rússlands - ef eitthvað veldur því að hann annað af tvennu tapar völdunum óvænt eða lætur lífið.

Patients with newborns in the House

Það var líka vitnað í áhugaverða umfjöllun í rússneskum fjölmiðli, um þann mannfjöldavanda sem Rússland stendur frammi fyrir: Umfjöllun á rússnesku. Googletranslate: Hér.

"Despite the improvement of fertility and reduced infant mortality, Russia waiting for the problem in demography. The fact that now in the reproductive age take people who were born in the mid-1990s, during the period of demographic hole. The report "In 10 years it will be late," published in 2014, says that a dozen years to halve the number of women of reproductive age (20-29 years), and this will reduce the number of births."

Ekki tölvuþýðing án vandkvæða - en eins og ég skil textann. Þá mun konum á barneignar aldri fækka um -helming- úps á nk. 10 árum.

""The decline in the birth rate in the 1990s was much bigger than even the demographic hole of the Second World War. In other words, the number of Russians who are not born as a result of the catastrophic decline in fertility in the late 1980s - early 1990s, several times the number of Russians who are not born in the Second World War, "- says the report," "

Akkúrat, mannfjölda tímasprengjan sem er að skella yfir Rússland - mun valda mun stærri gjá í mannfjöldaþróun -> Heldur en gríðarlegt manntjón sem Rússland varð fyrir í Seinni Styrrjöld.

" If the situation does not improve, the country can expect problems in the economy, global competitiveness, and in the long term and in geopolitics."

  1. Ég held að allir ættu að geta séð það - sbr. það verða ekki nægilega margir til að manna allar þær hersveitir sem rússneski herinn hefur verið vanur að viðhalda. Þannig að rússn. hernum augljóst hnignar á komandi árum - sem veikir valdastöðu Rússlands auðsjáanlega á komandi árum.
  2. Að auki mun Rússland skorta mjög mannafla til að sinna nauðsynlegum störfum, þannig að efnahag landsins hlýtur að hraka - í framtíðinni.
  3. Og ekki síst, að það verður skortur á -hæfni- þannig að Rússland dregst enn frekar aftur úr í rannsóknum og þróun.

Og ofan í allt þetta, hefur Rússland ekkert -plan B- þegar olíu og gasi sleppir.

Ég held að Rússland sé m.ö.o. brothætt í flr. en einum skilningi.

Mér virðist það ekki beint vera þ.s. sé snjallast í formi viðbragða af hálfu Rússlands, að vera að verja verulegum fjármunum í - - ný átök við Vesturveldi.

  • En megintjónið af refsiaðgerðunum, getur verið það - að Rússland mun ekki fá neina erlenda fjárfestingu frá Vesturlöndum.
  • Og engan aðgang að tækni Vesturlanda.
  1. Og ofan í allt saman - - hefur Pútín veikt grunnstoðir stjórnkerfis Rússlands.
  2. Með því að þjappa öllum völdum í kringum sína persónu.

Einmitt þegar í framtíðinni, þær grunnstoðir verða undir gríðarlegum þrýstingi - þegar mannfjölda þróunarsprengjan dynur yfir Rússa - nk. 10 ár.

Sennilega er mesta tjónið fyrir Rússland samt - af stjórn Pútíns. Að hann skuli ekki hafa gert neitt - ég meina virkilega ekki neitt. Til þess að umpóla rússn. hagkerfinu frá því að vera algerlega háð útflutningi á olíu og gasi.

  1. En hvað ætlar Rússland að gera?
  2. Ef veröldin er virkilega að umpóla á nk. 25 árum í umhverfisvænni orkugjafa?
  • Eins og ég sagði, ekkert -plan B.

 

Niðurstaða

Mig grunar þvert ofan í þ.s. aðdáendur Pútíns virðast halda. Að saga Rússlands síðar meir eigi eftir að fara mjög hörðum höndum um hann sem leiðtoga Rússlands. Manninn sem gerði ekkert til að stemma stigu við þeirri alvarlegu mannfjöldaþróun í Rússlandi er hófst á 10. áratugnum. Og enn alvarlegra hefur ekkert gert til þess að umpóla rússn. hagkerfinu frá olíu og gasi - en enn er það 70% ca. gjaldeyristekna eins og í tíð Jeltsín. Það skilur Rússland með ekkert -plan b- þegar mannfjölda tímasprengjan nú hellist yfir Rússland á allra næstu árum. Og heimurinn er að hefja það langa ferli - að skipta yfir í aðra orkugjafa. Sem getur haft þau áhrif á verð á olíu og gasi, að þau verð haldi áfram að lækka.

Og ofan í allt saman, hefur hann veikt innviði rússn. stjórnvalds - með því að þjappa völdum um sína persónu.

Þannig að ef hann annað af tvennu deyr skyndilega eða missir völd - tekur sennilega við kaos, þegar mismunandi fylkingar takast á um völdin, sem getur ákaflega vel orðið blóðugt ferli - jafnvel mjög blóðugt. Innanlands átök gætu þá bæst ofan á allt saman - til að kóróna hamfarir Rússlands.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ef ég man rétt gilda ákveðnar reglur um hverjir taka við af forsetanum í Rússlandi ef hann verður ófær um að stjórna eins og í öðrum löndum.

Ég held að þú sért að gleyma þér svolítið í kaldastríðsleiknum, þú ættir kannski að rifja upp með sjálfum þér að Putin komst til valda í kosningum en ekki með byltingu.

Putin er meira segja frekar vinsæll meðal landsmanna þvert á forsetaframbjóðanda vesturlanda sem reynt er að koma til valda með að valda upplausn í Rússlandi.

Okkar frambjóðandi nýtur trausts um það bil 3% kjósenda í Rússlandi ,en hvaða máli skiftir það ef við erum að koma á lýðræði í landinu.

Það borgar sig ekki að hengja sig of mikið á vilja kjósenda þegar lýðræðið er í húfi.

Toppurinn  er auðvitað að koma til valda einhverjum sem nánast öllum kjósendum er illa við.

Orð þín um að Putin hafi ekkert gert til að lagfæra mannfjöldaþróun eru algert bull.

Putin hefur einmitt gert mikið til að bæta mannfjöldaþróun Rússlands með ýmis konar aðgerðum með eftirtektarverðum árangri.

Árið 2000 var fæðingartíðni í Rússlandi 9,03 en er í dag 11,8 eða um 32% sem er með því hæasta sem gerist í Evrópu. á pari við Svíþjóð og Noreg.

Ég held þú ættir frekar að ræða við Merkel ,en fæðingartíðni í Þýskalandi hefur lækkað á sama tíma úr 9,35 í 8,42. Kannski Merkel hafi ekki verið að standa sig.

Þessi eftirtektarverði árangur hefur náðst með því að auka í stuðning við barnafjölskyldur ,ókeypis dagvistun og íviljanir í húsnæðismálum til þeirra sem eignast fleiri en tvö börn.

Bætt mæðra og ungbarnaeftirlit hefur orðið til þess að ungbarnadauði hefur lækkað um 70% frá 2000.

Hann er ennþá alltof hár ,en árangurinn er ótvíræður.

Fæðingar á konu hafa farið úr 1,25 sem var með því lakasta í Evrópu í 1,71 sem er meðal efstu þjóða í Evrópu.

Vafa laust hefur hann aðhafst eitthvað fleira ,en þetta eru nokkuð stórir póstar.

Almenn hefur heilsufar stórbatnað sem hefur skilað sér í verulegri hækkun á lífslíkum ,einkum karla sem hafa bætt við sig níu árum í lífslíkum frá 2000.

Þetta gerist ekki að sjálfu sér,það er greinilegt að það hefur sitt hvað batnað síðan við gengum þar um garða.

Engu að síður eru vandamál vegna þess að það vantar stóra hópa í sumar kynslóðir,en það er ekki sök Putins , heldur eru það afleiðingar af því tímabili þegar okkar menn stjórnuðu Rússlandi í gegnum oligarka og leppstjórnir sem arðrændu landið og eyðilögðu innviði þess eins og enginn væri morgundagurinn.

Að segja að árgangar kvenna á barneignaaldri séu að dragast saman um 50% er ekkert nálægt raunveruleikanum.

Vissulega eru minni árgangar framundan eins og í öðrum Evrópulöndum ,en ekkert nálægt 50% 

Hitt er svo annað mál að rússum mun fækka eins og öðrum Evrópuþjóðum ef ekki koma til innflytjendur ,meira en sumum þjóðum en minna en öðrum.

Þjóðverjum hefur verið að fækka frá 2002, væri ekki bara sniðugt að hengja það á kallinn í leiðinn fyrst hann er í snörunni á annað borð.

Af hverju í ósköpunum skoðar þú aldrei frumgögn svo þú sért ekki að skrifa svona vitleysu. Ef þú hefðir þig í að skoða aldurspíramida Rússlands ,en hann er aðgengilegur á netinu,mundir þú sjá að þetta er fjarri lagi.

Kannski hefur þú engann áhuga á að fara með rétt mál eða hvað.?

Svo má ekki gleyma að Krímskagi sameinaðist Rússlandi á dögunum og þeim fjölgaði þar með um rúmar tvær milljónir á einu bretti.Það er tveir og hálfur árgangur

Ekki má gleyma að nasistar hafa svo hrakið á aðra milljón manna frá Úkrainu til Rússlands auk þúsunda  manna sem flýja frá Úkrainu til að komast undan herþjónustu ,þeir eru ekki ennþá taldir með Rússum,en þeir verða það af því þeir snúa aldrei heim aftur. Þar kemur einn árgangur.

Það er þess vegna alveg út úr kú að tala um að Putin hafi setið aðgerðalaus í þessu máli,heldur hefur honum tekist að snúa hressilega við þróuninni. 

Á síðustu árum hefur þetta ástand verið að lagast sem hefur að lokum orðið til þess að árið 2014 er fyrsta árið í áratugi sem rússum fjölgar, en það ár fjölgaði þeim um rúm 200 þúsund.

Þar kemur til aukinn straumur innflytjenda ,en í dag eru innflytjendur orðnir umtalsvert fleiri en brottfluttir ,eða sem nemur 1,7 á hverja 1000 íbúa umfram brottflutta sem er 70% fjölgun frá 2000.

Þetta hlutfall er í dag hærra en í flestum Evrópulöndum ,þar með talið Þýskalandi sem er í miklu meiri vandræðum í þessum efnum en Rússland.

Inn í þessum tölum eru ekki Krímverjar,en eins og kunnugt er viðurkenna vesturlönd ekki samruna þessara landa.

A lokum vil ég benda á að Putin á tvo afkomendur svo það er með öllu ásanngjarnt að saka hann um aðgerðarleysi.

Niðurstaðan er sú að Rússum mun að öllum líkindum fækka eins og mörgum öðrum Evrópuþjóðum.

Það sem vinnur með þeim er að fæðingartíðni og frjósemi eru á leiðinni upp ásamt bættu heilsufari og auknum straumi innflytjenda.

Það sem vinnur á móti þeim er að það eru minni árgangar á leiðinni.

Það sem upp á vantar mun Putin væntanlega sækja með því að annexa nágrannaþjóðirnar eftir þörfum.

Varðandi olíverðið er þín ágiskun ekki verri en annarra,en vil samt benda á að þú ert nokkuð mikið frá síðustu spá IMF í endaðann júlí.

Enþú gætir engu að síður haft rétt fyrir þér,hver veit.

Ef þú ætlar að skrifa um svona hluti er best fyrir þig að leita frumheimilda ,vegna þess að netið er fullt af allskonar skrifum sem eru gerð í pólitískum tilgangi. 

Borgþór Jónsson, 19.8.2015 kl. 01:18

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar,af hverju hverfa alltaf greinarskilin hjá mér.

Þú getur nú drattast til að segja mér þetta af því ég er nú einu sinni að reyna að mennta þig.

Borgþór Jónsson, 19.8.2015 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 858793

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband