Ég hef tekið eftir þeirri afstöðu meðal stuðningsmanna Pútíns, að þeim finnst sjálfsagt að landamæri verði færð svo rússneskumælandi verði innan landamæra Rússlands

Því verður ekki móti mælt, að þetta minnir á deilur Þýskalands frá og með 1935 við Tékkóslóvakíu. Út af svokölluðum -Súdetaþjóðverjum. Fjölmiðlar undir stjórn nasista fóru hamförum yfir - meintu glæpsamlegu atferli stjórnvalda í Tékkóslóvakíu gagnvart þessu fólki. Á sama tíma, stóðu flugumenn nasistastjórnarinnar fyrir skipulögðum aðgerðum til að standa fyrir æsingum meðal Súdetaþjóðverja.

Þannig að stjórnvöld Tékkóslóvakíu, voru nauðbeygð til að beita - herlögreglu til að skikka til friðs. Brjóta niður mótmæli, með klassískum aðgerðum - sérsveita lögreglu.

Á endanum eins og þekkt er, lögðust - Frakkland og Bretland, á Tékkóslóvakíu - - gegn loforði frá Hitler að ef Þýskaland fengi Súdetahéröðun. Þá mundi þar með friður vera tryggður.

 

Það sem þeir stuðningsmenn, sem telja alveg sjálfsagt að landamærin séu færð, taka ekki tillit til

  1. Er að sjálfsögðu að Rússland á 10. áratugnum, undirritaði samkomulag ásamt Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi - þ.s. 5-veldin samþykktu að ábyrgjast og virða landamæri Úkraínu. Þ.e. það samkomulag, er sannfærði Úkraínu um - að afhenda kjarnavopn sín til eyðingar. Virkilega grunar mig að Úkraínumenn sakni kjarnavopna sinna í dag.
  2. Síðan er það brot á alþjóðasáttmálum, m.a. stofnsáttmála SÞ. Að lönd breyti landamærum við - næsta land. Með valdi. Jafnvel þó að fólk er talar sama tungumál, er þjóðernis minnihluti í næsta landi.
  3. En eins mikilvægasta grunn regla þess samkomulags er hefur ríkst frá stofnun Sameinuðu Þjóðanna. Er að - landamæri séu heilög.
  • Áður fyrr voru styrrjaldir um - hvar landamæri eiga að liggja, mjög algengar.
  • Gjarnan var einnig ráðist á lönd, til að breyta landamærum - til að færa verðmætar auðlyndir yfir.

Það sem tryggir að landamæri séu almennt virt.

Eru þessir sáttmálar.

En mikilvægara - að stórveldin sjálf virða þá.

 

Ef maður ímyndar sér að Rússland komist upp með að færa Donbass svæðið inn fyrir landamæri sín

Þegar hafa Rússar brotið þá alþjóðasáttmála og samkomulagið að þeir tryggi landamæri Úkraínu einu sinni - með tilfærslu Krím-skaga yfir landamærin. En ef þeir gera þetta í annað sinn - færa landamæri sín við Úkraínu um fleiri hundruð Kílómetra.

Þá væri með harkalegum hætti, grafið undan - trúverðugleika alþjóðasáttmála þeirra sem samþykktir voru skömmu eftir lok Síðari-Heimsstyrrjaldar.

En þeir hafa ekki traust - nema að þeir séu virtir.

  1. Það er ekki svo, að hvergi annars staðar séu landamæri sem ríki gætu hugsað sér að væru með öðrum hætti.
  2. Það eru örugglega mörg svæði í heiminum, sem tilheyra tiltölulega veikum löndum - sem sterkari ríki gætu hugsað sér að eignast, sér til hagsbótar.
  • Flest stríð fortíðar, snerust einmitt um slíka - græðgi.

Hvaða möguleika hafa smáþjóðir í heimi?

Ef stærri lönd, fara að nýju, að beita vopnavaldi til að færa til landamæri?

 

Kort sýnir kolalögin kennd við Donbass

http://www.globalsecurity.org/military/world/para/images/map-donbass-2014.jpg

Geta auðlindir skipt máli?

Ég hef nefnilega þann grun - að í raun og veru að líkindum, snúist stríðið að stórum hluta um græðgi af hálfu Rússlands.

Ég hef bent á nokkrar staðreyndir, eins og að í svokallaðri Donbass kvos, þ.s. en hún skiptist milli Luhansk og Donetsk héraða. Eru gríðarleg kolalög. Þau kolalög hafa verið grundvöllur iðnaðarins í þeim tveim héröðum. En þau eru ákaflega iðnvædd - en í gamaldags klassískum "sovéskum stíl" þ.e. þungaiðnaður.

Ef þessi héröð eru færð inn fyrir landamæri Rússlands - þá tilheyra kolalögin aftur Rússlandi, og iðnaðarsvæðið sem er í Donbas að auki.

Sá iðnaður enn í dag, er með mikla framleiðslu - fyrir Rússland. Þar eru t.d. framleiddar Antonov flutningavélar, enn megin flutningavélar Rússlands. Og að auki skriðdrekar - - meira að segja Zenith flaugar er geta skotið upp gerfihnöttum.

Á hinn bóginn, síðan 1991 hefur iðnaðurinn í Donbass vaxandi mæli, flutt stál til þriðju landa, þ.e. Evrópu og landa lengra í burtu, jafnvel Asíu.

Það áhugaverða, er að sennilega er það íbúum Donbas hagfelldara að tilheyra Úkraínu áfram: Síðan 1991 hafði iðnaðurinn í Donbass, í vaxandi mæli - - framleitt fyrir aðra markaði en Rússland. Það þíddi ekki að sala til Rússlands hafi endilega minnkað. Heldur að aðrir markaðir voru viðbót.

  1. Sem hluti af -innra markaði ESB- þ.e. sambærilegur samningur og Ísland hefur er nefnist EES. Þá hefur Úkraína þar með fulla fríverslun við ESB. Og því einnig Donbass svæðið.
  2. Einhver segir kannski að gildistöku samningsins milli ESB og Úkraínu hafi verið frestað. Þ.e. ekki rétt nema að hluta. Því að - - fríverslun Úkraínumanna við ESB aðildarríki tók gildi strax. Aftur á móti, hafa ákvæði um fríverslun aðildarríkja ESB við Úkraínu, verið frestað - meðan reynt er að ná samkomulagi við Rússland.
  3. Síðan hefur Donbas svæðið getað flutt út í gegnum Odessa, með skipum - sem siglt hafa með varning t.d. alla leið til Asíu.

Ef þessi svæði eru með valdi færð yfir landamæri Rússlands:

  1. Þá tapa íbúarnir mörkuðum - fyrir utan Rússland. En af hálfu Rússlandsstjórnar er það kannski allt í himna lagi. Þ.s. stjv. Rússlands ráða þá aftur iðnsvæðinu í Donbass og kolalögunum þar.
  2. Að auki tapa íbúarnir öllum þeim fríðindum sem þeir fengu, sérstaklega - ellilaun og bætur. Þeir sjóðir sem þeir borguðu í, eru þeim tapaðir. Líklega að auki missa þeir sitt sparifé.
  • Það ætti að vera augljóst - að þetta mundi leiða til djúps efnahagsáfalls fyrir svæðið, sem líklega yrði varanlegt.
  • En reikna má með því að í kjölfar, yrði viðskiptabann sem Vesturveldi hafa sett, viðhaldið um komandi ár - áratug eftir áratug.
  • Samgöngukerfi Rússlands er einfaldlega ekki það burðugt, að Rússland geti flutt varning í gegnum vega- og lestakerfi frá Donbass til Kína t.d.
  • Ef þeir vilja flytja það sjóleiðina - þá það NATO landið Tyrkland sem ræður því hvort rússn. skip fá yfirhöfuð að sigla.

Ég get því við bætt - að sennilega er lagaleg vernd.

Betri en í Rússlandi, þ.e. réttarstaða sé nær nútímasniði en t.d. tíðkast í Rússlandi.

  • Ég er því á því að það sé algerlega öruggt að Pútín er ekki að standa í þessu, út af væntumþykju til íbúa Donbass.

 

Niðurstaða

Öfugt við það sem oft er haldið fram. Er örugglega mun betra fyrir rússnesku mælandi íbúa Úkraínu að tilheyra Úkraínu áfram. En til viðbótar því sem ég nefni að ofan. Þá er enginn vafi á að efnahagshrun hefur orðið á Krím-skaga síðan landamæri Rússlands voru færð þannig að sá skagi sé nú Rússlands megin. Íbúar þess svæðis séu til muna fátækari í dag en áður. En Krím-skagi hefur mjög fallega náttúru og góðar sólarstrendur að auki. Mjög þægilegt loftslag.

Þangað var töluverður straumur ferðamanna frá Evrópu-en Úkraína hafði auglýst upp skagann. Þ.e. að sjálfsögðu allt farið í dag. Auk þess að íbúar hafa verið sviptir - ellilaunum og bótum.

Átökin í Luhansk og Donetsk hafa eyðilagt stórum hluta efnahag þeirra svæða. Þann sem hafði byggst upp síðan 1991. Þó svo að átök tæku enda - mundi þurfa margra ára uppbyggingu.

Og ef þau eru færð yfir landamærin - þá tapa þau eins og Krím-skagi, aðgengi að Vestrænum mörkuðum. Og aukin fátækt er sennilega - varanleg afleiðing.

En samgöngukerfi Rússlands, ræður ekki við það - - að flytja þær afurðir landleiðina sem Donbass svæðið hefur verið vant að selja til þriðju landa.

-------------

Samtímis með tilfærslunni - væri Rússland að grafa undan þeim alþjóðasáttmálum.

Er eftir Seinna Stríð - hafa tryggt það ástand, að það hafa ekki tíðkast landvinningastríð.

Ef í framtíðinni - þeir samningar verða ekki lengur virtir - verður tilvist smáríkja miklu mun erfiðari en hún hefur verið undanfarna áratugi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 856029

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband