14.8.2015 | 00:55
Er fólksfækkun framundan í heiminum?
Ég sá nýlega umfjöllun um Portúgal, land sem statt er í alvarlegum fólksfjölda-þróunar vanda, sbr: Pressures on Portuguese working families ha ve seen fertility slump over a generation. Fyrir utan þetta OECD plagg, var einnig nýverið fjallað um þennan vanda í Financial Times: Portugal faces perfect demographic storm.
Það sem gerir Portúgal áhugavert, er m.a. að þar má skoða þróun í rauntíma - sem getur átt eftir að breiðast út mjög víða á nk. árum og áratugum.
Mynd skönnuð úr skjali OECD
- Eins og sést, er fjöldi barna per konu orðin afskaplega lágur í Portúgal.
Ísland er mikið betur statt, með kringum rétt rúm 2 börn per konu.
- Við skoðun á vandamálinu, þá beinast sjónir að - - vanda ungs fólks að afla sér vinnu?
- Og tiltölulega slökum stuðningi við barnafjölskyldur, sem og skort á dagvistun.
Skortur á störfum fyrir ungt fólk getur leitt til fólksfækkunar - vegna
Ég vísa til óvissunnar um framtíðina, en það virðist að fólk eignist börn stöðugt síðar á lífsleiðinni - en skortur á störfum fyrir ungt fólk, virðist leiða til þess að það flytur stöðugt seinna úr foreldrahúsum.
Að auki halda margir lengur áfram í námi, vegna þess að ekki er vinna í boði - í von um að námið auki möguleika síðar meir. Sem er þannig séð skynsamt, en það virðist einnig verulegt atvinnuleysi meðal - ungra háskólamenntaðra.
Í Portúgal virðist það ekki algengt að konur eigi engin börn, en mjög algengt að þær eigi einungis 1-barn. Barni 2 sé stöðugt frestað meðan að óvissa er til staðar um tekjur hvort sem ástæðan er léleg vinna eða engin, eða veruleg óvissa um að halda vinnu.
- En það hefur orðið mikil fjölgun á - skammtíma ráðningum, týpískt til 6-mánaða. Sem viðheldur stöðugri óvissu.
- Samningar gjarnan endurnýjaðir á 6-mánaða fresti.
M.ö.o. sé atvinnuleysi.
Og óvissa um starfið sem þú ert í.
Hvatning til að - - fresta barneignum þar til síðar.
Hvers vegna gæti þetta orðið -hnattrænn vandi?
Það hefur undanfarið gætt umræðu - um róbót væðingu starfa, að skammt sé í að hröð útbreiðsla verði á slíkri róbót væðingu, og mörg framleiðslustörf hverfi þar af leiðandi.
Margir spá því, að ekki séu mörg ár í þetta - og að þegar sú bylgja rís fyrir alvöru, þá verði hröð útbreiðsla á atvinnuleysi. Þau störf sem tiltölulega lítt menntaðir verkamenn vinna í dag, hverfi.
Það eru ekki allir með færni til að tileinka sér menntun á háskólastigi. Það gæti því skapast hópur - er væri fjölmennur, er væri viðvarandi atvinnulaus.
Það ástand mundi verða til staðar í þróuðum löndum almennt.
- Með þetta í huga, vegna þess að reynsla t.d. Portúgals virðist vera, að óvissa um störf, og atvinnuleysi - - letji fólk til að eignast barn nr. 2.
- Þá gæti slíkri hnattrænni bylgju aukningar atvinnuleysis - einnig fylgt samdráttur í barneignum, jafnvel þróun eins og í Portúgal yfir í ástand - sem stefnir í umtalsverða fólksfækkun í því landi.
Þannig gæti hugsanlega eftir 30-40 ár fólksfækkun verið orðin nær almennur vandi.
Í þróuðum löndum á þessum hnetti.
- Sjálfsagt telur einhver það - bara fínt.
- En höfum í huga, að fólksfækkun muna fylgja vandi t.d. vandi með fjármögnun ellilífeyris, skuldavandi landanna sennilega ágerist - því að þróunin eðlilega minnkar framtíðar hagv0xt, því að fólksfækkun minnkar þá eftirspurn innan þeirra landa sem er möguleg. Samtímis sem að það fjölgar stöðugt þeim sem ríkið þarf að - halda uppi.
- Ástand sem við höfum orðið vitni að í Evrópu.
Þ.e. skortur á atvinnu - samtímis fólksfjölgunarþróun sem stefnir í fækkun - og óhjákvæmilegur vandi sem þeim vandamálum þá fylgir, í formi - lélegs hagvaxtar, og líklega vaxandi hallarekstrar vanda hins opinbera og skuldavanda þess.
------------------
Róbótvæðing - - gæti auk þessa ýtt frekar nýlega iðnvæddum þjóðum í þetta ferli.
Löngu áður en lífskjör þar eru komin nærri evrópskum eða bandarískum standard.
Breitt út þau vandamál sem Evrópa er að upplifa, þ.e. stöðnun og fólksfækkun, til þeirra einnig.
Niðurstaða
Ef róbótvæðing skapar sambærlegt atvinnuleysis vandamál í öllum iönvæddum sem tiltölulega ný iðnvæddum löndum. Þá gæti hún einnig leitt til stöðnunar á fjölgun fólks. Og jafnvel alla leið til fækkunar. Þannig að eftir nokkra áratugi - verði lönd er innihalda meir en helming mannkyns komin yfir í fækkun.
Slík útbreiðsla á fækkun - mundi eðlilega draga úr heildarfjölda mögulegra neytenda.
Þannig minnkað mögulega eftirspurn.
Þannig að þó svo að róbótískar verksmiðjur væru mjög skilvirkar fyrir eigendur, þá gæti róbót væðing hugsanlega - dregið úr mögulegum hagvexti í þeim löndum þ.s. hún verður tekin upp.
Einmitt með því að útrýma gríðarlegum fjölda starfa, vegna þeirra hliðaráhrifa á fólksfjöldaþróun sem útbreitt varanlegt atvinnuleysi mundi sennilega hafa.
Fækkun fólks leiði síðan til - fækkunar þeirra er geta neytt varnings.
Kv.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er mál á vesturlöndum, ekki svo mjög í 2 og 3 heiminum.
Þar fjölgar hraðast þar sem enginn vinnur - í Afríku. Þeim fjölgar líka ansi hratt í arabaheiminum, þar sem kvenfólk fær ekki að vinna.
Það eru ekkert eins forsendur í öllum heiminum.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.8.2015 kl. 02:22
Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum fyrir 2013 er fæðingartíðni í Portúgal 1,3 lifandi fætt barn per konu. Til að viðhalda fólksfjölda þarf fæðingartíðni að vera uþb. 2,1.
Mörg önnur lönd eru með fæðingartíðni á sama róli, t.d. flest Evrópulönd ásamt Rússlandi. Frakkland, Írland og Ísland eru í toppi þar með 2,0 í fæðingartíðni, en t.d. Spánn, Ítalía, Grikkland, Pólland og Þýskaland eru með fæðingartíðni 1,3 eða 1,4.
Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að íbúum Evrópu muni fjölga fram til 2020 í rúmlega 900 milljónir en fara síðan fækkandi, þrátt fyrir innflutning fólks. WHO virðist skilgreina Evrópu nokkuð vítt, með Rússlandi (fæðingartíðni 1,7 en mjög há dánartíðni) og Tyrklandi (fæðingartíðni 2,0) ásamt nokkrum mið-Asíu lýðveldum.
Staðan hér og nú í Evrópu (þmt á Íslandi) er að mjög stórar kynslóðir eru að komast af barneignaraldri en eru ekki enn teknar að deyja að ráði. Elstu kynslóðirnar eru talsvert minni. Þetta þýðir að fjöldi fæðinga er enn víðast meiri en fjöld andláta ár hvert, en það mun breytast hratt þegar stóru kynslóðirnar fara að falla frá - fæðingartíðni lækkar en dánartíðni hækkar hratt.
Samkvæmt tölum frá Hagstofunni fjölgaði íbúum á Íslandi um rúmt prósent í fyrra - fæddir umfram látna voru 2.271 en aðfluttir umfram brottflutta voru 1.117. Fædd börn á árinu voru 4.358 og það er athyglisvert að allir árgangar eru rúmlega 4000 manns allt að c.a. sextugu, þ.e.a.s. fæddir eftir miðjan 6. áratuginn. Á næstu tveimur áratugum munum við því sjá dánartíðni aukast mjög. Sömu sögu má segja um önnur iðnríki.
Enn um Ísland, fólkfslutningar til og frá landinu á síðasta ári voru þannig að af einstaklingum með íslenskt ríkisfang fluttust 760 af landinu umfram þá sem fluttu heim aftur, en með erlent ríkisfang fluttust 1.873 til landsins umfram þá sem fluttu af landi brott.
Grófur handarbakarreikningur sýnir þá að af þeirri tæplega 3400 manna fjölgun sem átti sér stað á síðasta ári þá voru um 1500 "Íslendingar", þ.e.a.s. fæddir umfram dána mínus brottfluttir íslenskir ríkisborgarar, en um 1900 "útlendingar". Á síðasta ári fjölgaði því útlendingum nokkuð umfram innfædda á landinu.
Fólksfækkun virðist óumflýjanleg og kannski bara af hinu góða. Orsakir hennar eru margvíslegar, aukin menntun kvenna dregur úr fæðingartíðni, efnahagslegt óöryggi fólks á barneignaraldri sömu leiðis. Lítil menntun kvenna ásamt félagslegu öryggi eykur hins vegar verulega fæðingartíðni, eins og sjá má í Afríku og Arabalöndum þar sem félagslegur stuðningur frá stórfjölskyldum vegur án efa upp bágt efnahagsástand.
Brynjólfur Þorvarðsson, 14.8.2015 kl. 07:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning