Rannsakendur segjast hafa fundið brak úr eldflaug sem talin er hafa grandað risa farþegavél yfir A-Úkraínu

Hollensku sérfræðingarnir segja ekki mikið - en þó það, að um hafi verið að ræða stóra eldflaug skotið frá Jörð. Þar með útiloka þeir þær sögusagnir, að malasísku vélinni sem fórst 17/7/2014 hafi verið grandað af herflugvél.

Ekki láta þeir uppi, hvernig þeim áskotnaðist brak úr eldflauginni - fer auðvitað eftir því hvaða hlutir hafa fundist; en ef einhver þeirra innihalda -framleiðslunúmer- þá getur verið unnt að rekja eldflaugina beint til baka til þeirrar verksmiðju er framleiddi hana.

Malaysia Airlines Crash Investigators May Have Found Missile Clues in Ukraine

 

Mjög merkileg mynd tekin bersýnilega örskömmu eftir að vélin kom niður

Devastating scene ... A video grab made shortly after Malaysian Airlines flight MH17 was shot down over Ukraine. Picture: Supplied

Hér er síðan stórmerkilegt -vídeó- sem áströlsk sjónvarpsstöð sýndi nýverið, og myndin að ofan er -einn rammi- úr því vídeói:

Hér er fréttaumfjöllun - um þetta vídeó: Never-before-seen footage reveals Russian-backed rebels arriving at the wreckage of MH17

Sjálfsagt verða bornar brigður á þetta videó af einhverjum, en mér virðist það afar sannfærandi - - en það sýnir úkraínska uppreisnarmenn mæta á svæðið, skoða brakið - örskömmu eftir að vélin kom niður. Þeir greinilega segja vélina skotna niður. En ekki af hverjum. Þannig að sjálfsagt má hártoga hvort að sjálf vídeóið sé sönnun.

Að það er örskömmu eftir, sést af eldunum og gufunum sem sveima yfir öllu í vídeóinu.

Og það má sjá þá skoða brakið úr vélinni, og átta sig á að þetta er leyfar -farþegavélar-.

  1. En það hefur mér lengi virst augljóst, að uppreisnarmenn hafi -óvart- grandað farþegavélinni, í misgripum.
  2. Enda flaug hún yfir Kíev borg, augljós mistök, því þá leit það svo út frá sjónarhóli uppreisnarmanna, að hún væri að koma frá Kíev.
  3. Sannfærðir um að um væri að ræða enn eina herflutningavélina, hafi þeir grandað henni.

Það sé til mikilla mun minna sennilegt að úkraínskir hermenn hafi grandað henni, en í fyrsta lagi þekkti úkraínski herinn flugleið hennar, enda flugleiðsögu-yfirvöld í stöðugu sambandi við hana, úkraínsk yfirvöld vissu af því að faþegavélar flugu þarna yfir reglulega.

Í öðru lagi, kemur vélin niður mjög nærri landamærum við Rússland. Langt inni á svæði uppreisnarmanna.

Öll spjótin beinist því að uppreisnarmönnum - - síðan sáu blaðamenn frá erlendum fjölmiðli -BUK- skotvagn á leið nærri þeim slóðum, nokkrum dögum á undan. 3-dögum fyrr var Antonov vél skotin niður í 22þ.fetum, meðan malsíska vélin 3-dögum síðar flaug í rúmum 30þ.fetum og er miklu mun stærri, þá væntanlega hverfur sjónrænn munur á stærð vélanna í hæðarmuninum frá Jörðu niðri séð, og malasíska vélin var einnig 2-ja hreyfla.

Ég held að engum detti í hug - að nokkur maður hafi ætlað sér að granda malasísku vélinni. Þetta hafi verið -óhapp- vegna þess að búnaður skotvagnsins var ekki nægilega fullkominn, til að bera kennsl á vélar sem miðað var á. Radar hans einungis til þess að aðstoða við miðun, og hjálpa flauginni að finna skotmarkið. Til séu sérstakir -radar vagnar- með stærri og öflugari radar, með færni til að bera kennsl á mismundandi flugvélar, sem hægt sé að tengja við slíka skotvagna, til að forða slíkum óhöppum. En líklegast hafi slíkur -radar vagn- ekki verið til staðar. Þannig að þetta óhapp hafi orðið, vegna -ófullkomins búnaðar.

 

Niðurstaða

Þó að hollensku sérfræðingarnir fullyrði ekki hver hafi átt flaugina sem skotið var frá Jörðu. Þá virðist mér einungis einn raunhæfur möguleiki til staðar. Að um -slysaskot- sé að ræða af hálfu uppreisnarmanna í A-Úkraínu. Óreyndir einstaklingar, hafi verið með í höndum skotvagn, með nægilega langdrægum flaugum. Þeir hafi ekki tekið tillit til þess möguleika, að um annars konar vél gæti verið að ræða, en herflutningavél. Þeirra búnaður hafi ekki haft nægilega góðan radar, til að bera kennsl á flugvélar. Þegar þeir sáu 2-ja hreyfla flugvél - - koma úr beinni stefnu í átt til Kíev. Hafi þeir verið fullvissir að um flutningavél úkraínskra stjórnvalda væri að ræða. Og skotið hana niður - - síðan megi sjá á videóinu að ofan. Þegar A-úkraínskir uppreisnarmenn, skoða verksummerki skömmu eftir að brakið kom niður. Og sjá að þetta var farþegavél - eftir allt saman.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn
Hvernig er það geta Bandarísk sjórnvöld ekki fundið upp eitthvað eða bara búið það til svo að hægt sé að klína þessu öllu aftur og aftur á Rússa, eða fyrir allan lygaáróðurinn í viðbót gegn Rússum, þú?

"...the propaganda linchpin to the West’s extreme anger toward Russia remains the MH-17 shoot-down, which the United States and the West continue to pin on the Russian rebels – and by extension – Russia and Putin. The latest examples are media reports about the Dutch crash investigation suggesting that an anti-aircraft missile, allegedly involved in destroying MH-17, was fired from rebel-controlled territory. Yet, the U.S. mainstream media remains stunningly disinterested in the “dog-not-barking” question of why the U.S. intelligence community has been so quiet about its MH-17 analysis since it released a sketchy report relying mostly on “social media” on July 22, 2014, just five days after the shoot-down. ....

Like the Tonkin Gulf case, the evidence on the MH-17 case was shaky and contradictory from the start. But, in both cases, U.S. officials confidently pointed fingers at the “enemy.” President Lyndon Johnson blamed North Vietnam in 1964 and Secretary of State John Kerry implicated ethnic Russian rebels and their backers in Moscow in 2014. In both cases, analysts in the U.S. intelligence community were less certain and even reached contrary conclusions once more evidence was available.

In both cases, those divergent assessments appear to have been suppressed so as not to interfere with what was regarded as a national security priority – confronting “North Vietnamese aggression” in 1964 and “Russian aggression” in 2014. To put out the contrary information would have undermined the government’s policy and damaged “credibility.” So the facts – or at least the conflicting judgments – were hidden.....

Dog Still Doesn’t Bark

When the Dutch Safety Board investigating the crash issued an interim report in mid-October, it answered few questions, beyond confirming that MH-17 apparently was destroyed by “high-velocity objects that penetrated the aircraft from outside.” The 34-page Dutch report was silent on the “dog-not-barking” issue of whether the U.S. government had satellite surveillance that revealed exactly where the supposed ground-to-air missile was launched and who fired it.

In January, when I re-contacted the source who had been briefed by the U.S. analysts, the source said their thinking had not changed, except that they believed the missile may have been less sophisticated than a Buk, possibly an SA-6, and that the attack may have also involved a Ukrainian jetfighter firing on MH-17." http://www.globalresearch.ca/mh-17-mystery-one-year-later-a-new-tonkin-gulf-case/5463151
 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 00:06

2 identicon

"...25 recent events, or data points, that our rulers hope we forget when they blame the collapse of the old world order on Russia:

    • November 21st, 2013 - Ukraine’s President abandons an agreement on closer trade ties with EU, instead seeking closer cooperation with Russia. Violent pro-EU protests begin to organize.

    • December 17th, 2013 - Putin offers to buy $15bn of Ukrainian debt and discount the price of Russian gas by about a third.

    • March 6th – Obama signs national emergency executive order to punish Ukrainians that ”undermine democratic processes and institutions” of the coup government in Ukraine. You can’t make this stuff up.

    • March 24th – Leaked tape where former prime minister of Ukraine and darling of the West, Yulia Tymoshenko, calls for wiping out all Russians with nuclear weapons.

    • April 30th – Newly installed regime in Kiev receives $17 billion from the IMF for “economic reforms”. (December deal from Russia with better terms for Ukrainian people discarded.)

    • May 3rd – Obama calls Kiev’s coup government “duly elected“.

    • May 11th – Eastern Ukraine votes for independence from Kiev and for self-rule.  Kiev mobilizes military to punish citizens for disloyalty.

    • May 15th – US Vice President’s son Hunter Biden named to the board of Ukraine gas company.

    • May 27th – Second day in office, new Ukraine president launches military ”anti-terrorist operation“ against eastern Ukrainians.

    • June 16th – Ukraine refuses to pay its gas bill to Moscow’s Gazprom, Russia cuts off gas.

    • June 26th – Gazprom agrees to drop the dollar to settle contracts with China.

    • July 17th – Commercial airliner MH17 shot out of the sky over eastern Ukraine. Appears to be classic false flag event after the West immediately blamed Russia citing sketchy YouTube videos.

    • July 2014 – Pentagon creates military plan to clear path for gas drilling in rebel-held areas of Ukraine." http://www.globalresearch.ca/25-recent-events-in-ukraine-the-u-s-wants-you-to-forget/5393572

    Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 00:41

    3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Geisp, þú heldur enn að troða fram þessu rugli að 5 ma.USD sem Bandaríkin vörðu til Úkraínu til stuðnings lýðræði - ath. mörgum árum áður en rás atburða gerðist; að fjölmenn mótmæli brutust út í Kiev sem lyktuðu með falli ríkisstjórnarinna  - - - > En augljóst er að þeir peningar voru gersamlega "irrelevant."

    Þessi fullyrðing verður ekki minna heimskuleg því oftar sem hún er endurtekin.

    Algerlega sprenghlægilegar hugmyndir þess efnis, að þetta snúist um -oil shale- sem enginn veit hvort raunverulega er til staðar; enda þarf fyrst að framkv. tilraunaboranir til að kanna jarðlög. Það getur enginn fyrr vitað hvort þau hafa nokkurt andvirði. Gersamlega út í bláinn, að án þess að vita hvort þar eru verðmæti -yfirleitt- að þá skipti þau nokkru hinu minnsta máli.

    Nenni ekki að svara þessu kjaftæði sem þú hefur tínt saman frekar.

    Kv.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 13.8.2015 kl. 10:36

    4 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Athyglisverður pistill hjá þér, Einar Björn. Augljóst virðist, að ekki hefur rússneski herinn skotið niður þessa farþegvél og sízt af öllu vísvitandi, enda kæmi það sér engum verr en þeim sjálfum.

    Illa ráðið var það af úkraínskum flugstjórnar-yfirvöldum (og auðvitað stjórnvöldum þar) að leyfa farþegaflugvélum yfirflug yfir átakasvæðin austan til í landinu. Um það er ég sammála Hirti Jóhannssyni, sem á góða grein um Úkraínumálin í Morgunblaðinu í dag: Skinhelgin, Kosovo og Krím, en hann segir "stjórnendur íslenskrar utanríkisstefnu fljóta sofandi að feigðarósi" og vísar þar til fráleits viðskiptastríðs þeirra gegn Rússlandi.

    Jón Valur Jensson, 13.8.2015 kl. 18:55

    5 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Í þætti Hallgríms Thorsteinsson eftir Spegilinn á Rúv rétt í þessu kom fram í spjalli hans og Boga Ágústssonar fréttastjóra, að Bretar eru mjög virkir í því að styðja Úkraínu hernaðarlega. Halda mætti, að þeir telji ráðlegt að stuðla þar að ögrunum og að koma fyrir púðurtunnu í túnjaðri Rússlands.

    Jón Valur Jensson, 13.8.2015 kl. 18:59

    6 identicon

    Sæll aftur Einar Björn

    Þetta var ekki stuðningur fyrir lýðræði, þar sem að lýðræði var til staðar þarna í Úkraínu, heldur til að koma að góðum strengjabrúðum með áður þekktum aðferðum með koma á litabyltingum (e. color revolutions), nú og það þarf að koma inn fólki og viðskiptum fyrir Burisma Holdings, Shell og Chevron og hvar hefur þú verið ?
    Hverja er þeir núna að reyna vernda ???

    Dutch government refuses to unseal MH17 documents http://tass.ru/en/world/814116

    Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 23:01

    7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Jón Valur - það var sannarlega mjög ósnjallt að heimila þetta yfurflug. Vegna þess að það bauð hættunni heim - slysaskoti. En slysaskot var þetta alveg örugglega.

      • Varðandi -ögranir- þá er ég þeirrar skoðunar, að ef stríðið í A-Úkraínu far aftur af stað - - > Þá eigi að styðja stjv. Úkraínu með vopnasendingum.

      • Og NATO lönd ættu að tjá Rússum það fyrirfram, en rökrétt ætti það að hvetja þá til að beina þrýstingi að uppreisnarmönnum, að halda aftur af sér.

      • Því að ég er algerlega öruggur um eitt atriði, að NATO mundi sigra í -proxy war- ef átök í Úkraínu verða að slíku.

      • Að sjálfsögðu leiddi það til mikils flóttamannavanda. Að stríðið mundi breiðast til flr. héraða. En með aðstoð NATO ættu stjv. Úkraínu að hafa betur í þeim átökum fyrir rest.

      Einar Björn Bjarnason, 14.8.2015 kl. 01:00

      8 Smámynd: Jón Valur Jensson

      Þetta svar þitt, jafn-ágætt og það var í 1. málslið, lyktar af megnri og ögrandi hernaðarhyggju. Aldrei lenti NATO og Varsjárbandalaginu eða Sovétríkjunum saman í slíkum vopnaátökum, sem orðið geta kveikja að stigmögnun stríðs og æ meiri þátttöku stórveldanna, unz friði er beinlínis ógnað víðar í álfunni.

      Borgarastríðið í Grikklandi að lokinni heimstyrjöldinni geturðu kannski nefnt sem undantekningu, Stalín reyndi þar lymskulega aðferð við að styðja kommúnista til valdatöku, en landið var samt á því svæði sem Jalta-samkomulagið ákvað að skyldi ekki falla undir sovézk áhrif, og staðfestan sem Stalín mætti þar úr vestri leiddi til þess að hann hætti ekki á frekari íhlutun.

      Bein hernaðarleg íhlutun um mál Úkraínu væri það, ef NATO-ríki eða NATO sjálft sendi þangað vopn eða reyndi að fá Úkraínu inn í bandalagið. Skammsýnn ertu í afstöðu þinni, og veiztu ekki, að það er að mestu í gangi vopnahlé í Úkraínu?

      Jón Valur Jensson, 14.8.2015 kl. 12:52

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Nóv. 2024
      S M Þ M F F L
                1 2
      3 4 5 6 7 8 9
      10 11 12 13 14 15 16
      17 18 19 20 21 22 23
      24 25 26 27 28 29 30

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (23.11.): 2
      • Sl. sólarhring: 2
      • Sl. viku: 26
      • Frá upphafi: 856026

      Annað

      • Innlit í dag: 2
      • Innlit sl. viku: 24
      • Gestir í dag: 2
      • IP-tölur í dag: 2

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband