10.8.2015 | 00:52
Rán og gripdeildir á grunn-nauðsynjum fara vaxandi, þegar 4-mánuðir eru enn til þingkosninga í Venesúela
Blaðamður frá Venesúela birti á síðu fjölmiðils síns, áhugavert vídeó sem sýnir eitt af þeim dæmum um rán og gripdeildir örvæntingarfulls fólks, þegar það rænir mat af flutningabíl.
Looting Sweeps Venezuela as Hunger Takes Over
Looting and violence on the rise in Venezuela supermarkets
Venezuela is tilting toward a major social crisis
Efnahagskrísan í Venesúela er sennilega sú versta í heimi
Vandamálið liggur í því gríðarlega efnahagshruni ásamt því sem verður að teljast -alvarleg efnahagsóstjórn- sem landið er að ganga í gegnum. En sennilega hefur ekkert land lent verr í því en Venesúela, þegar heims olíuverð lækkaði um 50% síðan sumarið 2014.
En rétt er að hafa í huga, að landið var þegar á leið í vandræði - áður en hrunið í verðlagi á olíu varð. En landið var þá þegar með vaxandi viðskiptahalla - hluta til vegna þess að út af skorti á fjárfestingum í olíuvinnslu, hefur framleiðsla í Venesúela verið í hægri hnignun.
Hún var 3,3 milljón tunna á Dag, þegar Hugo Chavez komst til valda 1998, en hefur síðan hnignað í 2,8 milljón tunna á dag. Þó 16% samdráttur sé ekki hrun.
En meira máli hefur sennilega skipt, gjaldeyrisskuldsöfnun landsins yfir sama tímabil, en stjórnarflokkurinn hefur haft mikil fjárfestinga-áform, sem mörg hver virðast ekki hafa orðið að veruleika - af óþekktum ástæðum. En féð samt verið tekið að láni, einhvern veginn gufað upp síðan.
- Vandi við þessa skuldasöfnun er - að hún virðist ekki hafa farið til nýrrar uppbyggingar í efnahagsmálum - > Því í eðli sínu efnahagslega ósjálfbær.
Loforð um að reisa gríðarlegt magn af húsnæði fyrir snauða - þó falleg á pappírnum, geta verið hluti af þessu; en vegna þess að landið virðist ekki geta framleitt nándar nærri nógu mikið af sementi og steypu, né járni eða stáli, né öðru til bygginga. Þá kalli þessi bygginga-áform á mikla innflutningsþörf.
- Þetta er skýr vísbending um það, að eitthvað mikið sé að í rekstri þeirra fyrirtækja sem ríkið tók yfir - m.a. sementframleiðslu og steypu, sem og járn og stál.
Það hafa líka komið fram harkalegar ásakanir um - - spillingu, t.d. orð fyrrum ráðherra í stjórn Chavezar.
The design of the political economy here only benefits the corrupt, - This is a mafia cartel.
Ekki fylgdi sögunni hvað sá heitir - en ásökunin er sú, að opinbert gengi 6,3 "bolívares" á móti Dollar þear - unnt er að selja nú á markaði "bolívares" á 1/700.
Sé einkum tekjulind fyrir innanbúðarmenn, sem þá geta nálgast - gjaldeyri á spottprís.
Þeir séu aðilar -innan hersins- þess stuðning stjórnarflokkurinn þurfi á að halda, sem og innanbúðar lykilmenn innan sjálfs stjórnarflokksins.
Maduro - ráði ekki við þessa aðila. Sé lamaður og ráðalaus fyrir krísunni af þess völdum m.a.
Höfum í huga, að gjaldeyris-sjóðir landsins eru í hnignun.
Skv. nýlegum skoðanakönnunum:
"In June, pollster Datanálisis found that 84 per cent of Venezuelans think the country is going in the wrong direction. More than half said they will vote for the opposition and only 30 per cent for the Socialist party."
Stjórnin heldur í dag nokkrum fjölda þekktra pólitískra andstæðinga - í varðhaldi.
En miðað við ástandið, blasir við að stjórnarflokkurinn muni loks - tapa í kosningum. Nema að annað af tvennu - kosningum verði aflýst, tekið upp einræði. Eða að stórfelld kosningasvik fari fram.
- Eins og ég hef sagt áður.
- Óttast ég það versta í þessu landi.
- Þar á meðal, að landið geti endað í borgarastríði.
En hættan á átökum, mundi verða augljóst - ef stjórnarflokkurinn annað af tvennu, svindlar til að halda völdum, eða, aflýsir kosningum t.d. setur á formlegt neyðarástand - án skilgreindra tímamarka. En lög um neyðarástand - hafa nokkrum sinnum í heimssögunni verið misnotað í því skyni að koma á einræði.
Niðurstaða
Með einum eða öðrum hætti, virðist sósíalisma bylting Hugo Chavez vera komin að endapunkti. En tekjuhrap í landinu er slíkt - að lágmarkslaun eru nú þau lægstu í S-Ameríku. Ekki miðað við opinbert gengi, heldur miðað við markaðsgengi Bólivarsins. Samtímis er verðbólga í landinu sú hæsta í heimi. Og fátt bendi annað en til þess að hún eigi eftir að aukast frekar. Þetta þíðir auðvitað að kjör landsmanna eru í hraðri hnignun áfram.
Ég reyndar sé ekki að þetta land sleppi við -algert efnahagshrun. Sama hvernig kosningarnar eftir 4-mánuði fara.
En flest bendir til þess að heims markaðsverð á olíu, muni lækka á nk. ári - vegna samninganna við Íran. En Íranar eiga byrgðir af olíu sem þeir hafa ekki getað selt, rúmlega 30 milljónir tunna geymd í tank-skipum. Sem má þá fastlega reikna með, að Íranar muni byrja að dreifa inn á markaði þegar í upphafi nk. árs.
Að auki hafa Íranar mikil áform um - aukna framleiðslu. Sem ég reikna fastlega með að gangi eftir.
Það sé því ekkert sem úr því sem komið er, muni bjarga Venesúela frá þjóðargjaldþroti - - sem sennilega verður á nk. ári.
- Spurning einnig hvernig Rússlandi mun vegna á nk. ári - en lækkun olíuverðs mun að sjálfsögðu einni bitna á stjórn Pútíns í Rússlandi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning