Yemen gæti aftur klofnað í Suður vs. Norður Yemen

En það vekur athygli mína fókus sóknar fylkingar í bandalagi við Saudi Arabíu og S.A.F. eða Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, en skv. fréttum virðist megin fókus sóknar þeirrar bardagasveita sem tóku Aden, næst stærstu borg Yemen nýverið af fylkingu svokallaðra Hútha sem -sagðir eru í bandalagi við Íran- sá, að þær sækja fram í héröðunum Abyan og Lahj.

Af hverju þetta er áhugavert, sést ef maður tékkar á gömlu korti er sýnir skiptingu landsins í Suður og Norður Yemen, sem var við lýði fram til 1990. 

Og maður setur síðan til samanburðar upp kort sem sýnir héraðaskiptingu landsins Yemen í dag.

Eins og sést, þá tilheyrðu héröðin Abyan og Lahj áður ríkinu Suður-Yemen.

Það hefur heyrst af viðtölum við þá hópa sem tilheyra þeirri fylkingu sem Saudi Arabar og SAF eru að vopna, til að veita Shíta hópi svokallaðra Hútha andstöðu - - að þeir hópar gætu vel hugsað sér, að endurreisa skiptingu landsins.

N-Yemen er einnig til muna fjöllóttara, og gæti reynst þrautin þyngri að sækja fram á því svæði, gegn varnarvígum Hútha.

Ný skipting landsins, gæti þó verið gegn vilja Saudi Araba og S.A.F. - en spurning hversu góða stjórn þau 2-lönd hafa á rás atburða?

2-ja ára gömul grein, sýnir að þessi klofningur var þegar í gerjun, áður en núverandi átök hófust, hinn hataði á Suður svæðinu Saleh, er nú í bandalagi við Hútha, og sameiginlegar hersveitir þeirra ráða N-hluta Yemen, sem væntanlega er hvatning til aðskilnaðar, en Saleh er lengst sat forseta sameinaðs Yemen - virðist illa þokkaður í S-hlutanum, og Shíta hópurinn Húthar virðast ekki heldur í miklu uppáhaldi meðal Súnníta hópanna í S-Yemen: "Large sections of the population of South Yemen favor independence"

Anti-Houthi forces take strategic city in Yemen, Emirati troops killed

Anti-Houthi fighters score more gains in south Yemen

S.A.F. og Saudi Arabía - hafa bersýnilega verið treg til að senda eigin hermenn á svæðið. Virðast í staðinn, hafa kosið þá nálgun - að standa fyrir þjálfun hópa sem eru andvígir yfirráðum fylkingar Hútha frá N-Yemen.

Það virðist mjög vel geta þítt, að þar með séu Saudar og SAF, að vopna akkúrat þá hópa - þeirra á meðal er útbreiddur stuðningur uppi, um að - - aðskilja S-Yemen aftur frá N-Yemen.

Það gæti því þítt, að eftir að þeir hópar með stuðningi Sauda og SAF hafa sparkað hermönnum hlinntum Húthum alfarið út af því landsvæði er áður tilheyrðu hinu áður sjálfstæða S-Yemen. Að þá komi fljótlega í kjölfarið - sjálfstæðis yfirlýsing nýs S-Yemen, með Aden sem höfuðborg.

Það mundi að sjálfsögðu, gersamlega eyðileggja þá hugmynd, að koma þeim forseta sem um skamma hríð sat að völdum í landinu öllu, með stuðningi Sauda - aftur til valda yfir því sameinuðu.

  • En það gæti leitt fram þá útkomu, að Húthar haldi a.m.k. N-Yemen.
  • Og festist þar í sessi, sem valda-afl.

 

Niðurstaða

Vegna þess að útbreiddur stuðningur virðist til staðar á því landsvæði er áður var sjálfstætt ríki S-Yemen, um að aðskilja S-Yemen aftur frá N-Yemen. Þannig að skipting Yemen í 2-ríki verði endurreist. Hafandi í huga að Saudar og S.A.F virðast vera að vopna hersveitir sem meginhluta séu skipaðar hópum frá S-Yemen. Samtímis því að Saudar og SAF, virðist forðast það að hafa nokkurn umtalsverðan fjölda eigin herliðs í landinu.


Þá virðist mér það geta vel gerst, að Saudum og SAF, takist ekki að stjórna rás atburða. Að í stað þess að gera tilraun til að sækja í Norður inn í hið fjöllótta og hálenda N-Yemen. Þá láti sveitir frá S-Yemen sem Saudar og SAF hafa vopnað. Það duga að sparka sveitum hliðhollar Hútum frá þeim svæðum er áður tilheyrðu S-Yemen. Og síðan lísi landið sem áður var S-Yemen að nýju - sjálfstætt.

Og löndin verði að nýju 2.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Magnússon

"En ðaþ vekur athygli mína fókus sóknar". Hvað merkir þetta á íslensku?

Það hlýtur eitthvað hafa dottið út þarna.

Geir Magnússon, 9.8.2015 kl. 08:41

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mín kenning:

Sádar og þeir sem úa í furstadæminum geta ekki barist sökum linkindar.  Og þeir vita það.  Þess vegna senfa þeir enga menn inn.

Og þeim stafar ógn af Yemen, sem var eini sinni ríkjandi á svæðinu - fyrir daga svarta gullsins.  Vilja s´sta af öllu fá þá í heimsókn, svo að segja.

Svo þeir munu reyna að halda Yemen sundruðu, bara til öryggis.  Ýta undir uppreisnarhópa, senda inn hryðjuverkamenn, osfrv.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.8.2015 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband