Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi virðist eitthvað misskilja eðli viðskiptaþvingana gagnvart Rússlandi

En haft eru eftir Kolbeini Árnassyni eftirfarandi; „Þær hindranir sem við horfum upp á hérna koma mjög illa við íslenskt efnahagslíf. Mér er það til efs að það sé svo í nokkru landi að grein eins og sjávarútvegurinn og stór hluti nokkurrar greinar sem er svona mikilvæg verði svona illa fyrir barðinu á þessum tilteknu viðskiptaþvingunum.“ - Að við eltum ekki bara í blindni Evrópusambandið sem við erum ekki aðilar að og höfum engin tækifæri til að hafa áhrif á þegar kemur að mótun slíkra hluta.

Ísland elti ekki ESB í viðskiptaþvingunum

  1. Fyrsta lagi, þá taka öll meðlimalönd NATO -nema Tyrkland- þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Ekki er um að ræða, að þetta sé sérstaklega mál ESB. Heldur er um að ræða -sameiginlega aðgerð NATO ríkja.-
  2. NATO hefur þó ekkert boðvald yfir meðlimalöndum, Tyrkir t.d. geta því neitað þátttöku, og að sjálfsögðu gæti Ísland það einnig.
  3. Þ.e. því -ákvörðun hvers ríkis fyrir sig- að taka þátt, eða ekki.
  4. Þannig hefur Kanada gefið út sínar eigin refsiaðgerðir. Það hafa Bandaríkin. Síðan hefur verið ákvörðun Noregs - að fylgja sömu viðmiðum um aðgerðir og ESB hefur gefið út. En meðlimalönd ESB - tóku sameiginlega ákvörðun.
  5. Ísland getur að sjálfsögðu ákveðið algerlega með hvaða hætti Ísland mundi taka þátt í refsiaðgerðum NATO - eða hafnað þátttöku eins og Tyrkland.
  • Hinn bóginn er rétt að benda á, að ástæða er að efa að Rússar hefðu eitthvað frekar -húmor fyrir sérstakri refsiaðgerðaáætlun sem Íslendingar mundu sjálfir búa til- en ef Ísland ákveður, að nota þá áætlun sem aðildarríki ESB - hafa ákveðið að fylgja.

 

Vegna þess að Kolbeinn nefnir hugtakið -hagsmunamat- er rétt að staldra aðeins þar við

Rétt er að muna að Ísland er ekki í eins sterkri valdastöðu og Tyrkland - en Tyrkir vita að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að pyrra önnur NATO ríki; því þeir séu of mikilvægir.

Tyrkir stjórna Bosporus sundi, og þar með aðgengi Rússa að Miðjarðarhafi, og öfugt - aðgengi NATO að Svartahafi. Og Tyrkland er einnig mótvægi við Rússland á Kákasus svæðinu, sem og að ef Tyrkir beita sér fyrir alvöru - - > Þá ráða þeir yfir 2-fjölmennasta herafla NATO, þannig að þeir geta verið mjög öflugt afl, til að aðstoða við það verk að stilla til friðar í Mið-Austurlöndum.

Þ.e. einnig rétt að muna það, að Ísland hefur notið mjög góðs af því að vera meðlimur að NATO. En án vafa, þá styrkir það -annars mjög veika stöðu Íslands- að vera NATO land.

  • Ég er t.d. algerlega viss, að NATO aðild Íslands var það sem kom í veg fyrir að - Bretland beitti skotvopnum herskipa sinna þegar Ísland átti í landhelgisdeilum við Bretland. En þau skip hefðu getað bundið endi á þá deilu á örfáum mínútum.
  • Og mig grunar að auki sterklega, að NATO aðildin hafi einnig gagnast þegar Ísland lenti í deilu um Icesave - en rétt er að muna. Að Bretland beitti einungis aðgerðum sem það það gat beitt á heima velli. En Bretland hefði getað tæknilega, beitt mörgum öðrum úrræðum sem það ekki beitti.

Sjálfsagt vekur það athygli einvers - að ég segi NATO ekki síður veita Íslandi aukið öryggi gagnvart öðrum NATO löndum, en löndum utan NATO.

En ég vek athygli á því, að samanborið við t.d. Varsjárbandalagið, þá hefur það aldrei gerst í sögu NATO, að NATO land beiti annað NATO land - hernaðarárás af nokkru tagi. Ég hugsa að óþarfi sé að túlka ásiglingar breskra herskipa sem slíkar, en sannarlega ef þeir hefðu beitt skotvopnum skipa sinna.

En í tveim mjög frægum skiptum, þá gerðu aðildarlönd Varsjár-bandalags, innrás í eitt sinna aðildarlanda.

  1. NATO aðild veitir því hvort tveggja í senn, öryggi þegar deilur eru við önnur NATO lönd.
  2. Og tryggir að land utan NATO, ráðist ekki á Ísland.
  • Þessi trygging er án nokkurs vafa.
  • Mjög stórt atriði í því, að skapa Íslandi ástand, er nálgast raunverulegt sjálfstæði.

Það er með það í huga, hvað Ísland á mikið í húfi, hvað NATO varðar. Ef við ímyndum okkur að t.d. Rússum mundi takast að brjóta samstöðu NATO. Og þar með - leiða fram, upplausn þeirrar stofnunar.

Þá væri þar með - - öryggi Íslands stór-skert.

Og það um leið - - mundi veikja mjög stórfellt, raunveruleg sjálfstæði lands - sem ófært er sjálft um eigin varnir.

 

Ég hef orðið var við það -rugl- að einstaklingar halda því fram að NATO lönd séu leppríki Bandaríkjanna!

Það er að sjálfsögðu algert rugl. Þannig var það á árum áður með meðlimaríki Varsjárbandalags. Ég nefndi að 2-meðlimaríki þess urðu fyrir innrás annarra meðlimalanda. Þ.e. Tékkóslóvakía eins og það land þá hét, og einnig átti það við Ungverjaland.

Í Varsjárbandalaginu leyfðust engin stór - frá vilja miðstjórnarvaldsins í Sovétríkjunum.

  1. Til samanburðar, þá gerðist það -eins og einhver ætti að muna- að þegar Bush forseti yngri fór með stríð á hendur Saddam Hussain, fræg innrás Bush stjórnarinnar í Írak til að skipta þar um ríkisstjórn - - þá neituðu nokkur aðildarríkja NATO þátttöku. Og að auki, fengu Bandaríkin ekki að nota -sameiginlegar eignir NATO aðildarlanda í Evrópu þegar þeir voru að undirbúa þá innrás.-
  2. Slík alger neitun eða höfnun, hefði verið gersamlega óhugsandi í samhengi Varsjárbandalagsins.
  3. Síðan -einnig í tíð sömu Bush stjórnar- þá lögðu Bandaríkin það til, að Georgíu og Úkraínu væri hleypt inn í NATO. Þessu höfnuðu flest aðildarlanda NATO á meginlandi Evrópu. Og við það stóð, Bandaríkin fengu þetta ekki fram.
  4. Það ætti að vera klárt, að ef það væri satt að Bandaríkin stjórnuðu NATO - með sama hætti og Sovétríkin stjórnuðu á árum áður Varsjárbandalaginu, þá hefði það alls ekki getað gerst að NATO lönd höfnuðu því að taka þátt í stríði gegn Saddam Hussain. Né hefði það getað gerst, að önnur NATO lönd - höfnuðu tillögu Bandaríkjanna um að Georgía og Úkraína yrðu NATO þjóðir.

Fyrir þá sem ekki þekkja - þá er gildandi atkvæðaregla í NATO -unanimity- þ.e. allir verða að vera sammála. Og að sjálfsögðu hafa öll lönd rétt til að leggja fram ný mál á sameiginlegum fundi, þar með tillögu um nýtt aðildarland. En slík tillaga fæst ekki samþykkt, nema að allir séu sammála!

Ekki einu sinni Bandaríkin - geta þvingað fram mál á sameiginlegum NATO fundi! Sem ætti að vera full sannað af dæmunum tveim. Og þar með rækilega afsönnuð sú fullyrðing, að NATO þjóðir séu leppríki Bandaríkjanna.

  1. Eins og ég sagði að ofan -þá hefur NATO ekkert boðvald yfir aðildarlöndum- því geta einstakar aðildarþjóðir NATO -alltaf hafnað þátttöku í verkefnum.
  2. Nema ef um hernaðarárás á NATO land er að ræða, frá landi sem ekki er meðlimur að NATO. Þá eru öll NATO lönd bundin af því að koma því NATO landi sem á er ráðist, til aðstoðar - með öllu því sem þau eiga tiltækt ef því er að skipta.

NATO er m.ö.o. samband fullvalda og frjálsra landa um það sameiginlega markmið.

Að trygga vanir, og öryggi á þeirra eigin landsvæðum og auðvitað næsta nágrenni við þau eigin landsvæði.

  • Hvaða land sem er, sem er innan Evrópu - getur óskað aðildar að NATO.
  • Þ.e. síðan háð samþykki aðildarlanda hvort af slíkri aðild verður.

Frjáls ákvörðun hvers NATO aðildarlands fyrir sig, ræður þá þeirri niðurstöðu. Þ.e. að sjálfsögðu rætt á NATO fundum, þangað til annað af tvennu í ljós kemur - að samstaða næst um nýja NATO þjóð. Eða í ljós kmeur að slík samstaða næst ekki, þá verður ekki aðild þeirrar þjóðar a.m.k. að sinni.

Varðandi um spurninguna um - Úkraínu. Þá hafði spurning um hugsanlega aðild verið rætt í einhver skipti. Án þess að samstaða um aðild þess lands næðist.

  • Réð því að meginlandsþjóðir Evrópu óttuðust að styggja Rússa.
  • Það má auðvitað velta því aftur upp, fyrst að Rússar hafa þegar styggst, hvort að þá sé ekki lag.

Hvað geta Rússar frekar gert? Samskiptin þegar í rúst.

Ég efa þau versni mikið meir, þó að ákvörðun um aðild Úkraínu væri tekin.

 

Niðurstaða

Í ljósi þess að hve miklu leiti öryggis-trygging NATO er forsenda sjálfstæðis Íslands. Þá sé það ákaflega mikilvægt fyrir Íslendinga. Að tryggja að samstaða NATO þjóða rofni ekki frekar þegar mikið liggur við.

En Ísland hefur alltaf skort eina megin forsendu sjálfstæðis - að geta varið eigin landamæri. NATO aðildin hefur fært okkur þá -vörn- nánast á silfurfati. Kostnaður okkar af því aukna öryggi hefur verið smávægilegur miðað við það hve mikið sú styrking öryggis landsins - eflir raunverulegt sjálfsforræði þess.

En það er vart mögulegt að efast um það, að án NATO aðildar - ætti Ísland nánast engar forsendur þess, að eiga möguleika til þess að standa í milliríkjadeilum við sér annars mun öflugari ríki.

Án NATO aðildar, mundu möguleikar Ísland til að verja sig gagnvart ásælni 3-landa, verða afar litlir sem engir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband