Þá er sagan um tilraun Rússa til að kaupa 2-öflug herskip frá Frakklandi loksins á enda

Samningur Rússa um sölu á 2-stykkjum af: Mistral-class amphibious assault ship - eða innrásarskipa, er loks kominn á þann enda punkt. Að samið hefur verið um formleg slit á kaupum. Og Frakkar hafa endurgreitt - - skv. rússneskum fjölmiðlum. Upphæð sem hleypur á 1,3 milljörðum Dollara.

Canceling Deal for 2 Warships, France Agrees to Repay Russia

http://leo4mare.nazwa.pl/4mare.pl/wp-content/uploads/mistral_klasse.jpg

Það er ekkert sérlega furðulegt, að fyrirhuguð sala á þessum skipum - hafi vakið mikla andstöðu innan NATO. Enda eru þetta ekkert nein smáræðis skip, 21 þúsund tonna flykki, og Svarta-hafs floti Rússa hefði orðið verulega öflugri við það að fá þau. 

Takið eftir skrúfubúnaðinum - skrúfurnar eru á bómu sem getur snúist. Það gerir þau snör í snúningum miðað við stærð. Skrúfurnar eru sjálfar knúnar með rafmótorum. Aðalvélar framleiða þá strauminn fyrir þá rafmótora.

  1. En þ.e. geta þessara skipa til að flytja verulegt herlið, upp að strönd - allt að 900 manns hvort.
  2. Sem síðan geta farið frá borði, á hraðskreiðum láðs og lagar farartækjum, um stóra skutrennu - alla leið upp á land.
  3. Um væri að ræða þrælvopnað herlið, því skipin geta flutt allt að 40-skriðdreka á stærð við M1 Abrahams. Og flutt þá á land með sínum öflugu láðs og lagar farartækjum.
  4. Svo má ekki gleyma á bilinu 16-35 árásarþyrlur, fer eftir stærð þeirra, er mundu geta stutt innrásina með skot- og eldflaugaárásum, auk þess að hafa getu til að setja niður á jörð á lykilstaði, fámenna herflokka.

Rússneskur herforingi á að hafa sagt, að ef Rússar hefðu haft þessi skip - þegar stutt stríðsátök urðu milli Rússlands og Georgíu. Hefðu Rússar getað bundið endi á þau, á nokkrum mínútum.

Það hafa eflaust flogið uppi margvíslegar pælingar um það, hvaða not Rússar hefðu í huga. En t.d. varðandi deilur um Úkraínu - - virðist mér þessi skip sennilega geta flutt nægan liðsstyrk til þess. Að snöggt strandhögg, gæti tekið t.d. borgina Odessa.

Það er þessi geta - - að geta sent herlið á land nánast hvar sem er, hvenær sem er - af sjó.

Sem þessi skip veita - - og út frá því ætti að skiljast sú harða andstaða við þessa fyrirhuguðu sölu, sem spratt upp meðal annarra NATO ríkja.

 

Tæknilega að sjálfsögðu er mögulegt fyrir Rússa að smíða sambærileg skip

En það yrði sennilega gríðarlega miklu mun kostnaðarsamara, en það hefði verið að kaupa þessi 2-Mistral Class skip. En það þarf að muna, að þó svo að Sovétríkin hafi smíðað enn stærri skip en þetta, allt að 50 þúsund tonna flugmóðurskip - undir blálok Kalda-Stríðsins.

Þá hefur Rússland eftir 1991, ekki smíðað neitt stærra heldur en - - tundurspilla. Svona 5-6 þúsund tonna skip.

Vandinn sé að stóru stöðvarnar hafa fengið að grotna, alger viðhaldsskortur á þeim stöðum þ.s. stærri skip voru áður fyrr smíðuð, þíði að fyrst þurfi þá að verja miklu fjármagni til að - - lagfæra þær stöðvar og þá slippi.

Mig grunar að það mundi verða dýrasti hluti þess, ef Rússar væru raunverulega að pæla í að smíða eitthvað sambærilegt.

Og þ.e. ekki eins og það sé endilega - - fyrsta forgangsmál hjá Rússum. Í ljósi þess að eitt og annað er enn í ólagi hjá þeim.

Þeir eru enn með - tiltölulega lélegt vegakerfi. Og sama gildir um lestakerfi. Mér skilst að heilbrigðis kerfið sé ekkert húrra heldur. Og enn er það svo, að meðal aldur Rússa er verulega undir Evrópu meðaltalinu - sem og heilbrigðis ástand almennt.

Ég þarf vart að nefna, fólksfækkun - sem sé sú hlutfallslega mesta hjá nokkurri Evrópuþjóð. Lítið virðist hafa verið gert af hálfu stjórnvalda í Rússlandi, til að snúa þeirri öfugþróun við.

  • Virði rússneska hagkerfisins mælt í Dollar er -skilst mér- minna en Dollar virði ítalska hagkerfisins.
  • Og Rússland viðheldur ca. milljón manna herstyrk - þó megnið af þeim hertólum séu gömul og úrelt frá Kalda-Stríðinu.
  • Rússneski herinn hafi þó úrvalssveitir með nýlegum hertólum. Það sé einungis hluti hersins. Kannski allt að 200þ.
  • Rússneski herinn hefur þó sýnt - sl. ár, getu til að færa til liðsstyrk allt að 400þ. í risastórum æfingum.
  • Þó mikið af hernum sé sennilega úreltur tæknilega, virðist þjálfunarstandard a.m.k. sæmilega góður - miðað við sýnda getu á heræfingum.

Það er sennilega ástæða þess, af hverju Pútín - talar reglulega um kjarnavopn Rússlands. Vegna þess að hann veit að rússneski herinn - - hefur veikleika.

 

Niðurstaða

Rússland fær þá ekki 2-ákaflega öflug innrásarskip í Svarta-hafs flota sinn. Skv. fréttum gæti það reynst erfitt fyrir Frakka að selja þessi skip til 3-aðila. Nema að þeir sennilega slái mikið af verðinu - - þ.e. líklega mikið lægra en 1,3 milljarðar Dollara samanlagt.

Einhver erlendur floti getur þá fengið þessi öflugu skip - á spott prís.

Kannski að Indland kaupi þau - þó Indverjar hafi verið að segja, að öll skip þurfi að smíða á Indlandi, gætu þeir freystast að kaupa þessi tilteknu 2-á niðursettu verði.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband