6.8.2015 | 00:20
Ég hef lengi haft þá trú, að afgæpavæðing vændis, sé líklega besta leiðin til að útrýma kynlífsþrælkun
Það hafa borist fréttir af því að áhugaverð tillaga um afstöðubreytingu Amnesti International gagnvart vændi verði tekin fyrir á fundi í Dublin í apríl 2016. Ekki er vitað nákvæmlega innihald tillögu þeirrar sem liggur fyrir þeim fundi - en það virðast hafa orðið lekar á skjalinu, spurst út a.m.k. hluti efnis þess - - og þeir aðilar sem berjast fyrir -boðum og bönnum- eru að sjálfsögðu í verulegum ham, út af þessu!
Amnesty International Considers Pushing for Decriminalization of Prostitution
evidence that the criminalization of adult sex work can lead to increased human rights violations against sex workers.
Meginfókusinn - hlýtur að vera á ástand þess fólks sem stundar vændi!
Eins og flestir vita, hefur vændi verið stundað í árþúsundir - í reynd fylgt mannkyni alla tíð frá því að fyrstu siðmenningar rísa.
Í gegnum aldirnar hafa ótal tilraunir verið gerðar til að - banna eða með einhverjum hætti takmarka þessa starfsemi - - > Án nokkurs verulegs árangurs, ef maður miðar árangur við það markmið, að útrýma vændi.
- Gjarnan hefur fókusinn verið á að - - refsa vændiskonunum sjálfum.
- Sem ég tek undir með sérhverri -kvenréttindakonu- að sé ákaflega óeðlileg nálgun.
Þær hafa lagt til að - - refsa kaupendunum í staðinn.
Ég skal a.m.k. samþykkja, að ef þú vilt -refsingar yfir höfuð- sé það mun heppilegri nálgun.
Enda séu -vændiskonur- og -karlar- með réttu í ákaflega mörgum tilvikum, fórnarlömb.
Gríðarleg mannvonska þrífst í vændis-iðnaðinum, og alltaf hefur.
Aftur á móti hef ég ekki trúa á þeirri leið, að -refsa kúnnunum- ef markmiðið er að bæta aðstæður þeirra sem starfa við vændi!
Kannski, er suma enn að dreyma um -að útrýma vændi. En allar tilraunir til slíks, hafa brugðist. Og ég er handviss, að það sé algerlega þíðingarlaust að vonast til þess. Að sú stund komi nokkru sinni, að vændi hverfi.
- Ég er þeirrar skoðunar, og tek undir sjónarmið -sem komið hafa frá frönskum vændiskonum- en þar er víst umræða um það að taka upp svipaða löggjöf og t.d. í Svíþjóð og á Íslandi, að beina refsingum að kúnnum.
- Að megin áhrif þess, séu sennilega þau - - að auka hættuna fyrir þá sem starfa við vændi. Auka líkur þess, að þar fari fram -mannsal- og -skipulagt þrælahald- og ekki síst, auka líkur þess -að meðferð þeirra sé ákaflega grimm og jafnvel lífshættuleg.-
- Mig grunar að gögn sem eiga að styðja þá röksemd, að lögin séu að virka m.a. frá norskum rannsóknum - - sýni fyrst og fremst, að vændi hafi farið dýpra undir yfirborðið. Sé mun betur falið.
- Þannig sé það síður sýnilegt, rannsakendum.
- Mig grunar að -morð á vændiskonum séu þá tíðari- -þær séu enn líklegri að vera hjálparlaus fórnarlömb glæpamanna.- Öfug áhrif miðað við markmið baráttufólks.
Ég skil vel, að góðviljað fólk, vill hjálpa því fólki sem er sannarlega í mörgum tilvikum fórnarlömb glæpamanna - - en ég tel að besta leiðin til þess, sé lögleiðing!
- Lögleiðing má að sjálfsögðu ekki vera án skilirða, en ég geri ráð fyrir að -lögleiðing- mundi fela í sér -skilgreiningu á því- hvað telst vera -lögleg vændisstarfsemi.-
- Með öðrum orðum, að -annars sé hún ólögleg.- Og megi handtaka hvern þann, sem á viðskipti við starfsemi er ekki starfar í samræmi við lögin.
- Það felur í sér - að ég er að tala um að -skilgreina skilyrði sem lögleg starfsemi þarf að uppfilla svo hún teljist lögleg.-
- Ég er að tala um, heilbrigðisvottorð.
- Ég er að tala um, eftirlit.
- Ég er að tala um, starfsfólk þurfi að fara í læknis-skoðun skv. einhverju eðlilegu millibili, sem verður komist að niðurstöðu um.
- Eðlilegar reglur um starfs-aðstöðu.
- Starfsemin borgi skatta.
- Þeir sem starfa, séu skráðir að sjálfsögðu, og ef um er að ræða formlegt vændishús, þá þurfi það m.a. að uppfilla reglur t.d. um -lögleidd lágmarkslaun.-
Ég er í raun og veru að tala um, að skilgreint verði - - öruggt starfsumhverfi. Þeir sem starfi við þetta - - séu skráðir til vinnu. Þetta lúti því öllum eðlilegum - - vinnuverndarsjónarmiðum.
Hví ekki - - að það sé til staðar, verkalýðsfélag.
Að vændisfólk - - geti komið fram formlega, og barist fyrir réttindum sínum.
Hver veit hvað gerist, ef vændið kemur allt upp á yfirborðið.
Punkturinn er auðvitað sá, að þegar búið er að skapa öruggt umvherfi og heilsusamlegt, ásamt nægu eftirliti!
Þá er rökrétt, að kúnnarnir leiti til - öruggu vændishúsanna.
Eða þeirra vændiskvenna - sem hafa ákveðið að skrá sig og starfa undir eigin kennitölu. En þurfa þá einnig að lúta reglum um eftirlit - - vændishús verða þá -rekstraraðilar.-
- En til þess að dæmið gangi sem best upp.
- Þarf óskráð vændi áfram að vera -ólöglegt.-
- Og unnt að handtaka kúnna sem leita til -óskráðra aðila.-
Þá vænti ég þess, að skapist sterkar hvatir meðal þeirra sem vilja kaupa vændi - - að leita til skráðra og þar með öruggra aðila.
Bæði vegna þess, að kúnnarnir sjálfir eru öruggari með sína eigin heilsu.
En einnig vegna þess, að þá eiga þeir ekki á hættu að vera handteknir.
- Þá vil ég meina, að vændi rekið af glæpamönnum, tapi sínum kúnnahópi.
- Þannig leggist af smám saman starfsemi, sem rekin sé með þeim hætti að vændiskonum sé haldið nauðugum.
Eftir verði einungis sú starfsemi, sem bjóði upp á vændi í boði þeirra, sem sjálfir eða sjálfar taka þá -frjálsu ákvörðun- að stunda vændi.
Og veita slíkt sem þjónustu.
Niðurstaða
Ég er að sjálfsögðu ekki að tala um að lögleiða vændi án djúprar umhugsunar og vendilegrar skoðunar. Markmiðið hlýtur að vera að tryggja hagsmuni þeirra sem stunda vændi. Að lágmarka líkur þess að fólk sem stundar vændi -sé í nauðung í höndum glæpamanna- þ.s. það fólk líður hina verstu vist, með gjarnan ákaflega alvarlegu ofbeldi - jafnvel að vera myrt.
Að binda endi á skipulagt þrælahald í tengslum við vændi.
Mig grunar að þeim markmiðum sé ef til vill best náð, með vendilega íhugaðri lögleiðingu af því tagi sem ég fjalla um að ofan!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algerlega er ég andvígur megintillögu þinni hér, Einar Björn.
Svo tel ég þessa fullyrðingu þína orka tvímælis í meira lagi: "Eins og flestir vita, hefur vændi verið stundað í árþúsundir - í reynd fylgt mannkyni alla tíð frá því að fyrstu siðmenningar rísa."
Hvernir "vita" "flestir" þetta? Og sannarlega er þetta ekki "elzta atvinnugreinin", eins og sumir fullyrða með enn galgopalegri hætti út í bláinn.
Vændi á að banna hér með öllu, eins og áður tíðkaðist. Leiðir Björns Bjarnasonar (með "dyggum" stuðningi Bjarna frænda hans Benediktssonar og Heimdellingadeildar þeirra í fjármálaráðuneytinu) hafa gert hér mikinn skaða og femínistaleiðin austurríska alls ekki bætt þann skaða, heldur viðhaldið ruglinu.
Jón Valur Jensson, 6.8.2015 kl. 03:07
Slíkar aðferðir hafa aldrei virkað í árhundruða sögu tilrauna til að banna vændi. En þær gjarnan friðþægja þá sem haldnir eru sterkri heilagri vandlætingu. Þó slíkar aðferðir hafi aldrei leyst þann vanda. Það hafi aldrei gerst í hundruða ára sögu slíkrar aðferðafræði. Að bann leiði til útrýmingar vændis. Ef sagan er skoðuð, virðist bann einungis tryggja - að vændi sé stundað af harðsvíruðum glæpamönnum, að vændiskonum sé haldið í nauðung, að þær séu myrtar o.s.frv. M.ö.o. tryggi bann ávalt að vændi sé mannlegur harmleikur!
Ég legg það fram sem ég tel lámarka líkur á mannlegum hörmungum - - og auðvitað þ.s. sé að mínu mati sé í takt við boðskap fyrirgefningar sem frelsarinn boðaði, en sumir virðast gleyma að hann bannaði að vændiskona væri grýtt - nema af þeim sem sindlaus væri, sem þíddi yfirhöfuð því enginn er sindlaus.
Og auðvitað vegna þess að ég tel það siðferðislega rangt að beita aðferðum sem alltaf hafa leitt til mannlegra hörmunga. Þegar þ.e. vitað að reynslan af banni er alltaf af sama tagi, þá er það þar með algerlega þrautreynt - hvað gerist.
En þ.e. ekki eins og saga slíkra tilrauna, sé óþekkt.
Ég sé ekki ástæðu til að endurtaka alltaf sömu mitökin, bara af einhverri þrjósku - eins og virðist ráða huga margra sem skoða þessi máli. Að þverneita að skoða hverjar afleiðingar bann alltaf hefur haft, án nokkurra undantekningatilvika í hundruða ára sögu tilrauna til banns.
Mér finnst það merkilegast að fólk sem segist trúað, fari fyrir þeirri afstöðu, sem alltaf hafi fram að þessu, leitt til hinna verstu mannlegu útkomu. En í öllum löndum þ.s. vændi hefur verið -bannað- hefur það öll ár þess sem bann hefur verið í gildi, samt tíðkast. Megin munur verið sá, að bann tryggi að vændi fylgi mjög alvarlegar hörmungar fyrir þá sem eru í vændi. Að vændisfólk sé í höndum stórhættulegra og oft helsjúkra glæpamanna, sem skyrrast ekki til morða eða alvarlegs ofbeldis af verstu sort.
Ef einhver heldur að banna hafi virkað, þá er sá að halda augunum lokuðum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.8.2015 kl. 11:29
Þetta er rangt hjá þér. Slíkt bann hefur víst virkað að mestu leyti, og t.d. hér á landi leiddi það ekki til neinnar hörku á borð við það, sem komið er upp á Norðurlöndunum á seinni árum í skjóli "austurrísku leiðarinnar", með mansali og viðbjóðsverkum (sbr. kvikmyndina Lilia forever). Undantekningar, þar sem fólki tekst að smjúga í gegn með sín lögbrot, sanna ekki neitt og hafa víða verið fáar tiltölulega. Það þarf líka að hefja hugarfars- og fjölmiðlaherferð í þessu máli, þannig að það sé ekki bara við lögin að eiga.
Og hórseka konan í Jóhannesarguðspjalli, 8. kafla, var ekki vændiskona, heldur sek um hórdóm (hórdóm, adulterium). Hitt hygg ég rétt, að Jesús hefði tekið eindregna afstöðu gegn dauðarefsingu vændisfólks.
Setning þín: "Mér finnst það merkilegast að fólk sem segist trúað, fari fyrir þeirri afstöðu, sem alltaf hafi fram að þessu, leitt til hinna verstu mannlegu útkomu," gefur sér í 1. lagi ranga forsendu (um verstu mannlegu útkomu -- því að sannarlega hefur ástandið versnað hér stórum á seinni árum eftir hið afar illa misráðna frumkvæði BB+BB, sem gerði Ísland að markaðslandi fyrir vændi -- og straumur hingað ekki stoppað síðan); og í 2. lagi er Nýja testamentið alveg skýrt í boðun sinni gegn vændi:
Vitið þér ekki, að líkamir yðar eru limir Krists? Á ég þá að taka limi Krists og gjöra þá að skækjulimum? Fjarri fer því. Vitið þér ekki, að sá er samlagar sig skækjunni verður ásamt henni einn líkami? Því að sagt er: "Þau tvö munu verða eitt hold." En sá er samlagar sig Drottni er einn andi ásamt honum. Flýið saurlifnaðinn! Sérhver önnur synd, sem maðurinn drýgir, er fyrir utan líkama hans. En saurlífismaðurinn syndgar á móti eigin líkama. Vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri heilags anda, sem í yður er og þér hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar eigin. Þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð með líkama yðar. (1. Korintubréf, 6,15-20).
Endilega smellið svo á tengilinn: Vændi. Þar er margt að sjá.
Jón Valur Jensson, 6.8.2015 kl. 12:15
Þarna átti að standa:
"sek um hórdóm (= framhjáhald, adulterium)."
Jón Valur Jensson, 6.8.2015 kl. 12:17
Ég er að ræða þetta í mun víðara samhengi, ekki bara Ísland. En í fjölmennum samfélögum - hefur aldrei nokkru sinni tekist að útrýma vændi með boðum og bönnum.
Ég er algerlega viss, að - - áróðurs herferð. Mundi litlu skila. Þeir sem stunda vændi þegar, muni ekki láta slíka hafa áhrif á sig.
Þarna er um að ræða frumhvatir. Einstaklingar eru alltaf mis sterkir á svellinu gagnvart þeim - - og sumir virðast ávalt til í að láta undan þeim. Áróður - getur haft einhver áhrif til forvarna.
En hann stöðvar ekki nema suma.
Þess vegna hefur alltaf verið fyrir hendi, eftirspurn eftir vændi - sannarlega til hér. Annars mundu Íslendingar ekki kaupa vændi, sem virðist bersýnilega í boði. Ef hún væri ekki fyrir hendi, mundi það framboð deyja út fremur fljótt. Eftirspurnin viðhaldi sem sagt, framboðinu.
Þær aðferðir þú vilt beita, hafa verið reyndar í mjög mörgum tilvikum áður í fjölda landa, og í langan tíma.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.8.2015 kl. 00:28
Hafðu í huga, að vera hóra er einnig -hórdómur. Hórdómslöggjöf eldri tíma, beindis gegn hvoru tveggja - framhjáhaldi kvenna og því að þær stunduðu að sængja hjá karlmömmum fyrir greiðslu.
Hvort tveggja var titlað - hórdómur.
Biblían er ekki alveg skír um það hvort átti við í tilviki konunnar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.8.2015 kl. 00:30
Nei, hórdómur er allt annað mál en vændi -- tvennt ólíkt.
Svara öðru kannski seinna.
Jón Valur Jensson, 7.8.2015 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning