Fyrstu tölur komnar fram um gríðarlegan samdrátt í grísku efnahagslífi

Fyrirtækið Markit birti svokallaða -innkaupastjóra-vísitölu- fyrir gríska iðnframleiðslu. Ég get ekki sagt að tölurnar komi sérdeilis á óvart. En það er gersamlega augljóst - að núverandi ástand í Grikklandi, að bankarnir hafa verið lokaðir í 5-vikur samfellt.

Er morðtilræði við gríska einka-hagkerfið.

Markit Greece Manufacturing PMI

July saw factory production in Greece contract sharply amid an unprecedented drop in new orders and difficulties in purchasing raw mate rials. The headline seasonally adjusted    Markit Greece Manufacturing Purchasing Managers’ Index®( PMI ® ) – a single - figure   measure of overall business conditions – registered 30.2, well below the neutral 50.0 mark and its lowest ever reading.

Til að útskýra þetta á mannamáli, þá þíðir PMI 30,2 - - > 19,8% samdrátt í júlí!

En PMI 50 er -miðstærðin- allt yfir 50 er aukning, og allt undir 50 er minnkun.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/greek_manufacturing.jpg

Þetta er algerlega það ástand sem ég reiknaði með!

Það er gríðarlegur samdráttur í pöntunum - - því fólk getur ekki keypt, sem einnig á við um önnur fyrirtæki - - > Þegar aðilar geta ekki losað fé af reikningum sínum.

Síðan geta fyrirtækin ekki leyst vörur úr tolli, þar á meðal varning sem þau þurfa til eigin vinnslu - - þannig að framleiðsla í flestu mun líklega hætta fremur fljótlega.

En Financial Times var með viðtöl í grein:

Greek businesses left gasping as capital controls bite

Þar sem rætt er við nokkurn fjölda smárra rekstraraðila á Grikklandi - og í þeim viðtölum kemur fram. Að þessir aðilar geta þolað þetta ástand ef til vill - nokkrar vikur til viðbótar.

En síðan muni flestir þeirra þurfa að loka.

Og þ.e. ekkert sem bendir til þess að bankarnir opni í bráð - Syrisa flokkurinn ætlar ekki að taka ákvörðun fyrr en í haust, af eða á um næsta -björgunarprógramm.

Og aðildarríkin, eru enn að því er best verður séð - hvergi nærri samkomulagi um nýtt framhaldsprógramm.

Og  bankarnir opna þá ekki, fyrr en nýtt samkomulag liggur fyrir - og það hefur verið formlega samþykkt af grískum stjv.

Miðað við þetta - - má vel vera að bankarnir verði lokaðir út ágúst og jafnvel september að auki, kannski langt inn í október.

  • Þá erum við að sjálfsögðu að tala um - ragnarrök fyrir grískt einka-atvinnulíf.

Ríkisstjórn Syriza - virðist fyrst og fremst fókusa það litla fé sem til er, til þess að flytja inn lyf og mat.

Og lítið virðist hugað að því, að fyrirtækin geta ekki leyst út - - rekstrarvörur.

Það má því reikna með gríðarlegri aukningu á atvinnuleysi - í haust.

Og sennilega má fastlega einnig reikna með - umtalsverðu hruni á skatt- og útvarstekjum.

  • Því hratt vaxandi vandræðum í rekstri ríkis og sveitafélaga.

 

Niðurstaða

Þ.e. magnað að fylgjast með Grikklandi nú. En þar virðist ekkert minna í gangi vera. En kirking alls einka-hagkerfisins gríska. Fyrir utan skipafélög - sem eru fjölskyldufyrirtæki á gömlum merg. Sem líklega hafa allt sitt fé varðveitt erlendis. Og eru í alþjóðlegum rekstri. Og eiginlega virðast verða fyrir litlum áhrifum af því - sama hvað gerist innan Grikklands.

Það virðist öruggt að síðar í haust, verði gríska hagkerfið statt í svo djúpri holu.

Að mjög torsótt verði að búa til einhverja 3-björgun.

Kannski er þetta -plott Syriza- til að neyða fram afskrift, að eyðileggja gríska hagkerfið svo rækilega, að engum geti dottið lengur í hug, að nokkuð annað komi til greina - - en stór afskrift.

Á hinn bóginn, gæti verið snúið að reisa hagkerfið upp úr þeirri holu er það verður komið í.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband