Eins og sést á myndinni tekin af síðu Gallup.is sést að fylgi Pírata fer í 30% þann 30. apríl 2015, og hefur samfellt síðan þá haldist í könnunum Gallup í rúmum 30% - þ.e. allan maí, allan júní, og allan júlí. Ég tel ekki apríl með þ.s. það var undir lok apríl þ.e. 30., að Píratar fóru í 30% - - þannig að skv. þeirri talningu eru þetta 3-samfelldir mánuðir.
RÚV virðist telja apríl með!
Höfum í huga að síðan þá, hefur ríkisstjórnin kynnt til sögunnar - áætlun um losun hafta, sem almenn ánægja virðist með - -> Maður hefði ætlað að það mundi stuðla að fylgisaukningu stjórnarflokkanna, en skv. því sem lesa má úr gögnum Gallup - virðist aukning fylgis hjá stjórnarflokkunum einungis smávægileg.
- Það áhugaverða við þetta er - að Píratar virðast fá til sín, allt óánægjufylgi.
- En fylgi stjórnarandstöðu, sérstaklega Bjartrar Framtíðar, dalar frekar en hitt - það virðist sem að BF hafi misst sinn fylgisgrundvöll.
Skv. frétt Rúv segir nýjasti Þjóðarpúls Gallup eftirfarandi:
Píratar með mest fylgi 4. mánuðinn í röð
- Píratar.................32%
- Sjálfstæðisflokkur......24%
- Framsóknarflokkur.......12%
- Samfylking..............12%
- Vinstri Græn.............9%
- Björt Framtíð............5%
Milli kannana síðan 30. apríl sl. - - virðast sveiflur á fylgi, afar litlar.
Skv. því virðist sveifla á fylgi - - ekki vera skammtíma-bóla.
- Fylgi flokka virðist þessa rúma 3-mánuði nokkurn veginn stöðugt, þ.e. það virðist hafa orðið raunveruleg fylgis-sveifla til Pírata.
- Þeir virðast fá - allt óánægjufylgi.
Ég hef alla mína hundstíð, aldrei séð fylgisþróun þessu líka.
En mér virðist það augljóst, að stjórnmálaflokkarnir þurfa að fara að ráðast að rótum þess vanda, sem þessi fylgisþróun virðist vera að gefa skíra vísbendingar um.
Mér finnst sennilegast, að í þessu felist - óskaplegt vantraust á hinum hefðbundnu pólitísku flokkum, og þeir flokkar þurfa þá sjálf sín vegna, að bregðast við þeirri óánægju.
Rétt er að muna, að slíkt vantraust er til staðar - ekki einungis á Íslandi. Á hinn bóginn, finnst mér reyndar dálítið merkilegt, af hverju vantraustið er þetta mikið á Íslandi.
Því að hér er ekki stórfellt atvinnuleysi, ekki er heldur hér djúpstæð efnahagskreppa, né eru lífskjör í stöðnun eða sérstaklega lág miðað við meðaltal Evrópuþjóða, en meira að segja 2010 voru lífskjör hér enn rétt yfir því meðaltali skv. Eurostat - hafa síðan batnað nokkuð.
- Um virðist að ræða, vantrausts bylgju er reis í tengslum við hrunið, en hefur ekki kulnað síðan.
- Höfum í huga, að Icesave deilan án vafa, hvatti frekar til hennar.
- En, ríkisstjórnin virðist ekki ná að endurreisa það traust á stjórnmálum, sem hrundi 2008.
- Ef maður getur lesið eitthvað úr því - eftir hverju er kallað.
Þá virðist um að ræða krafa - - um aukið lýðræði.
Sem aftur snýr að stjórnarskrármálinu - - sem mikið var rætt á sl. kjörtímabili.
Hvernig mundi snjall stjórnmálaforingi leysa úr þessu?
Ein klassísk aðferð - er að stela baráttumáli andstæðings þíns, og gera að þínu. Píratar hafa risið hátt, að því að virðist, vegna þess hve krafan um aukið lýðræði - nýtur mikils fylgis innan samfélagsins. Vegna þess hve vantraust á stjórnmálum er mikið.
- Þjóðin virðist telja - að meira af beinu lýðræði, sé svarið.
Snjall stjórnmálaforingi, tek dæmi af því hvernig Davíð Oddson tók svokallaðan "matarskatt" fyrir eitt árið, og barðist fyrir - - lækkun VSK á matvæli.
Mál sem maður hefði talið - klassískt baráttumál vinstriflokka. Þar slóg hann vopn úr höndum vinstriflokkanna, þegar hann vann frægan kosningasigur - - þegar hann komst til valda í fyrsta sinn, og myndaði stjórn með Jóni Baldvin og Alþýðuflokki. En -skattmann- Ólafur Ragnar Grímsson, hafði framkvæmt breytingu úr gamla söluskattskerfinu yfir í VSK. Matvæli höfðu fengið sama skatt og aðrar vörur. Þarna tók Sjálfstæðisflokkur það upp, að gera skattlagningu flóknari, með því að innleiða fleiri skattþrep! Pópúlistinn Davíð Oddson.
- Nú er langt um liðið - - en ekkert segir að sama aðferð geti ekki virkað aftur.
- Að gera málefni þess pólitíska andstæðings - - sem þú metur hættulegastan, að þínu.
- Ég er að segja, að núverandi stjórnarflokkar - ættu að hafa vit á því, að taka stjórnarskrármálið upp að nýju.
- Og framkvæma lýðræðisumbætur - - þær þurfa ekki að vera nándar nærri eins umfangsmiklar og Píratar fara fram á; en þeir vilja skipta alveg í beint lýðræði.
- En þ.e. vel unnt að halda í megin dráttum núverandi þingræðisfyrirkomulagi, en samtímis setja inn - - takmarkað beint lýðræði.
Til samanburðar: Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands
Tillaga Stjórnlagaráðs: Frumvarp til stjórnskipunarlaga
65. gr.
Málskot til þjóðarinnar.
Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.
Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram.
Ég er að tala um - - breytingu á núverandi stjórnarskrá!
En 65. gr. tillögu Stjórnlagaráðs, með þeirri breytingu að miða við 15% atkvæðabærra manna í stað 10%, mundi grunar mig - - ef leidd inn í núverandi stjórnarskrá, fara mjög langt með að mæta þeirri kröfu almennings - - > Sem fram kemur í mikilli aukningu fylgis Pírata.
- Þá hefur þjóðin málskotsréttinn - - í stað þess að forseti hafi hann!
Með slíku ákvæði, væri þjóðinni sjálfri falið það vald, að geta hvenær sem er - þegar stórfelld óánægja myndast vegna tiltekins þingmáls, krafist þjóðaratkvæðis vegna laga sem Alþingi hefur samþykkt - - svo fremi að krafan komi fram innan 3-mánaða.
Ég held að með því að fela almenningi þetta vald, þá mundi stærstum hluta hverfa sú ástæða sem almenningur finnur til - sem skapar það vantraust sem almenningur hefur.
Alþingi þarf þá auðsjáanlega, að taka mið af því - ef þ.e. bersýnilega til staðar öflug andstaða meðal almennings við -tiltekna lagabreytingu- eða -tiltekna ávkörðun.
Það í reynd setur aukna kröfu á stjórnmálamenn, að útskýra þau mál fyrir þjóðinnni -sem þeir vilja að nái fram að ganga.
Það er í sjálfu sér ekkert við það að athuga, að ef stjórnmálamenn trúa á sinn málstað, að þeir láti slag standa -og berjist fyrir sínu máli, ef til kemur að það fer í þjóðaratkvæði.
- Mér virðist að fela þjóðinni málskotsréttinn, væri nægilega langt gengið í átt til - beins lýðræðis.
Vegna þess, að í þessu felst einungis -málskotsréttur, þá ógnar það ekki þingræðinu!
En Alþingi er þá áfram einrátt um lagasetningar, þar er löggjafarvaldið, og áfram sem nú, er það ríkisstjórn - sem sennilega leggur fram langsamlega flest frumvörp.
Svo ekkert breytist nema það, að þjóðin veit af því -að ef hún einhverntíma verður mjög óánægð með eitthvað tiltekið mál; þá getur hún knúið það mál í almenna atkvæðagreiðslu landsmanna á kosningaaldri.
- Það -eins og ég sagði- ætti að duga til að langleiðina endurreisa traust almennings á Alþingi, og stjórnmálum.
- Þetta -eykur aðhald almennings að Alþingi og ríkjandi stjórnmálaflokkum hverju sinni.
- En þetta -tekur ekki völdin af Alþingi, né af þeim sem hverju sinni hafa ráðandi þingmeirihluta á Alþingi, og sitja í Stjórnarráðinu.
Niðurstaða
Það er kominn tími til að stjórnmálaforingjarnir taki á þeirri óánægju sem knýr fylgi Pírata. Annars raunverulega getur það gerst, að Píratar komist til valda. Vandinn með að svo verði er sá, að þ.e. ekki nokkur leið að vita hvernig Píratar mundu stjórna - - en þó 3-þingmenn núverandi virðast almennt séð ágætis fólk, þá mundi þingmönnum fjölga stórfellt, og ég get séð fyrir mér - - að margvíslegir hópar muni leitast við að koma sér inn í raðir Pírata, í von um að lyfta sér upp undir regnhlíf Pírata.
Þ.s. ég á við er, að þó svo öll af vilja gerð, geti svo farið að þau 3-muni ekki ráða við þann hóp sem sest inn á þing, undir þeirra nafni. Ég er að meina, að Pírata flokkurinn geti orðið fyrir -"hostile takeover."
En það eru margvíslegir hópar í samfélaginu okkar, sem hingað til hafa ekki haft nægan fylgisgrundvöll, til að ná inn á þing -en eru vel skipulagðir og samstæðir. Sem gætu gert slíka tilraun, þ.e. "hijacking" á Pírata flokknum.
- Ég tel hættuna á þessu, þó nokkra.
-----------------
Við þekkjum þá flokka sem hafa oft stjórnað landinu. Getum því ráðið í það með líkum. Hvernig þeir munu fara að. M.ö.o. að þeir eru útreiknanlegir.
En ég get ekki litið á Pírata sem útreiknanlega, hafandi í huga að engin leið er að vita hvaða hópar þingmanna muni ráða innan þess flokks, eftir kosningar.
- Þannig að ég mæli eindregið með því, að Alþingi - - taki aftur upp stjórnarskrármálið.
- Þ.e. vel unnt að framkvæma þá stjórnarskrárbreytingu sem ég legg til, fyrir kosningar til Alþingis 2017.
Ég hugsa að sú breyting mundi duga stærstum hluta, til að róa þá óánægju sem lísir sér í gríðarlegu fylgi Pírata. Þannig að það fylgi mundi sennilega, dreifast að nýju með öðrum hætti.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frekar lítill hópur virðist hafa spennt upp ofsareiði út í allt sem landið hefur uppá að bjóða og óþolinmæði eftir hrunið mun líklega lifa í nokkur ár í viðbót. Velgengi íslendinga í Noregi ergjir.
Ef maður horfir í línurnar þá kemur í ljós að vinstra liðið veit ekki sitt rjúkandi ráð hvað það á að styðja og enn eru margir reiðir hægrimenn.
Stuðningsfólk Framsóknar er væntanlega ekki að gefa sig upp í skoðanakönnunum frekar en venjulega eða hvað ?
Hvað ættla vinstri menn að gera ? Mynda nýja“ breiðfylkingu“ ? ESB málið er dautt,krónan lifir.
En að flokkur án stefnu skuli hafa slíkt fylgi er bara vottur þess að jafnaðarmanna flokkarnir eru hrundir.
Hvort stjórnarskrárbreytingar friða marga veit ég ekki.
Nýbyggingar Landspítala með hraði gætu ef til vill hjálpað ríkisstjórninni og ýmislegt annað viðkomandi heilbrigðimál og umönnun. Það er almenn samstaða um það.
Á síðari árum hefur auðvitað orðið til sár skortur á nýju húsnæði sem hefur valdið of mikilli eftirspurn og verðhækkunum. Það tekur tíma að ná jafnvægi og spurning um hvort ríkið eigi að spila hlutverk í því og þar með valda yfirspennu í byggingariðnaði.?
Forsætisráðherra þarf að hætta fullyrðingum í efsta stigi og skifta um ráðherra utanríkismála.
Það myndi friða mig, mikið.
Snorri Hansson, 3.8.2015 kl. 18:05
Snorri, í töluverðri kaldhæðni er það sennilega einmitt að Píratar eru stefnulast rekald. Sem gerir þetta gríðarlega mikla fylgi mögulegt.
Þeir hafa aldrei stjórnað áður - meðan þeir láta vera að taka afstöðu til flestra mála, þá geta óánægðir þvert yfir pólitíska sviðið kosið þá.
En ég hef orðið var við, að þar er að finna fólk t.d. sem er óánægt með kvótakerfið, en andvígt ESB. Einnig má finna þarna, fólk sem er meðmælt aðild að ESB.
Þeir hópar sem eiga ekkert annars sameiginlegt -sameinast um kröfuna um aukið lýðræði:
Þannig að taka á því atriði - - gæti verið það sem til þarf, til að sprengja þá fylgisbólu sem Píratar þá gætu reynst vera.
Annars er það vel hugsanlegt, að Píratar komist upp með að vera -nokkurs konar regnhlífar samtök fyrir óánægju- og nái nægu fylgi út á það að ætla leysa alla hluti -með þjóðaratkvæðagreiðslum.
Hætta á að allir róttæklingar landsins sameinist um Pírata, til að þannig sé þeim lyft inn á Alþingi - - svo vonist þeir til að ná sínu áhugamáli í gegnum þjóðaratkvæði.
Það eina sem sá hópur gæti verið sammála um, væri sú leið að innleiða þjóðaratkvæðagreiðslur - - skipta út þingræðinu.
Svo gæti tekið við pópúlismi í yfirgír.
-----------------
Ég er reyndar sæmilega sáttur við stefnu utanríkiráðherra í málefnum Úkraínu og Rússlands.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.8.2015 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning