29.7.2015 | 00:12
Ég á frekar von á en hitt að Gríkkland endi utan evrunnar
Vandinn er sá að - - grísku bankarnir eru enn lokaðir. 4-vikan er hafin. Og flest bendir til þess, að lokun haldi áfram í nk. viku. Síðan - hver veit hve lengi í viðbót.
Við erum að tala um gríðarlega alvarlegt efnahagsástand í Grikklandi, út af þessu - ástand sem verður því alvarlegra sem lokun bankanna stendur lengur. Því að þetta þíðir, að enginn getur tekið af reikningunum sínum - - nema mjög lágar upphæðir í gegnum hraðbanka.
Það eru ekki -skilst mér- undanþágur fyrir fyrirtæki. Þannig að það hlýtur nánast allt vera í voða með rekstur fyrirtækja í Grikklandi í dag. Þ.e. að fyrirtæki geti ekki greitt laun - geti ekki greitt byrgjum - geti ekki greitt af lánum - og auðvitað ekki heldur skatta.
Þetta bitnar eðlilega á launafólki, sem ekki fær laun sín - gæti hvort sem vart nálgast þau laun á sínum reikningum, það getur ekki greitt reikninga, hefur vart nægan aur fyrir brýnustu nauðsynjum.
Það hlýtur að stefna í - - vöruskort innan Grikklands. Því vart geta verslanir leyst út innfluttar vörur, eða þá - meira að segja þær framleiddar innan Grikklands.
- Þetta ástand eðlilega flækir málið, þegar í annan stað AGS vill að skorið sé af skuldum Grikklands, en samtímis er gerð krafa um efnahags umbætur sem eiga að framkalla hagvaxtargetu er Grikkland hefur aldrei haft.
- Og á hinn bóginn, meðlimaríki hafa ekki enn viljað afskrifa - þó að skuldir Grikklands nú í ljósi frekari samdráttar hagkerfisins stefni nú hratt yfir 200% múrinn.
- Til viðbótar þarf að endurfjármagna grísku bankana. En vegna ástandsins í Grikklandi - - er að sjálfsögðu þeirra ástand, að hratt versna. Og því sú gjá innan þeirra sem þarf að brúa. Ef Grikkland á að haldast innan evrunnar.
- Tæknilega er auðvitað unnt að fylgja svokallaðri "Bail-in rule" þ.e. að afskrifa innistæður sem ekki njóta verndar, og allar skuldir. Og selja starfsemi grísku bankanna erlendis.
- Á hinn bóginn, þá virðist ekki mikið eftir innan gríska bankakerfisins - - af stórum innistæðum. Sem eru nægilega stórar til að vera utan við lágmarks tryggingu. Og það virðist algerlega öruggt - - að Grikkland á ekki peninga fyrir til að standa við þá tryggingu þó hún sé lögboðin, samtímis afar ólíklegt að tryggingasjóður gríska bankakerfisins geti reddað málinu. Sá er sennilega eins gagnslaus og sá ísl. reyndist vera - - þegar allt kerfið er hrunið.
Það var vegna fjármögnunar bankanna, sem sú hugmynd var sett inn að setja 50ma. að nafnvirði af grískum ríkiseignum í sjóð undir stjórn kröfuhafa - - til að selja fyrir kostnaði. En að sjálfsögðu, er engin leið að vita raunverulegt virði grískra eigna í dag, ríkiseigna sem annarra.
AGS hefur sagt meðlimaþjóðum - - að AGS geti ekki verið með, nema að grískt framhalds prógramm uppfylli reglur Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins - - > En skv. þeim þarf það að vera mat sérfræðinga sjóðsins, að viðkomandi land sé fært um að endurgreiða sjóðnum. AGS megi ekki lána frekar fé, nema að það sé unnt að framkalla getu Grikklands til að endurgreiða AGS það fé sem Grikkland skuldar sjóðnum, sem og hugsanleg viðbótar lán.
M.ö.o. - - vill AGS að aðildarlöndin skeri af skuldum Grikklands í þeirra eigu.
- Eftir því sem ástand gríska hagkerfisins versnar, því erfiðar sennilega er að ná fram samkomulagi um 3-björgun.
- Og því lengur sem lausn á viðræðum AGS og aðildarlanda, og Seðlabanka Evópu dregst á langinn. Því verra er það ástand orðið.
Mér virðist sennilegt að aðilunum verði ekki kleyft að ná samkomulagi.
Og mál endi með þeim hætti, að tillaga Wolfgang Schäuble verði ofan á. En þó þar segi, brotthvarf í 5-ár, þá þarf enginn að efast um að slík brottvikning úr evru verður varanleg.
Niðurstaða
Ég hallast að því sem líklegri útkomu, og hratt vaxandi að líkindum, að það fari sem Wolfgang Schäuble lagði til, að Grikkland hverfi úr evru - það fari í gjaldþrot.
Það er að sjálfsögðu töluvert önnur ráðstöfun, ef Grikklandi er eiginlega vikið úr evrunni af aðildarríkjum evru, en ef Grikkland sjálft hefði einhliða hætt.
En þá felur málið í sér að Grikkland fer skv. samkomulagi aðildarríkja evru. Sem sennilega mundi leiða fram - - að Grikkland mundi fá einhverja aðstoð meðan að Grikkland væri að ganga í gegnum það ferli að skipta um gjaldmiðil og endurreisa sitt fjármálakerfi.
Sú aðstoð gæti tekið sama farveg - - og svokölluð -brúarlán- sem Grikkland fékk um daginn, og líklega fær annað á næstunni. Þ.e. sérstakt lán fjármagnað sameiginlega af öllum meðlimalöndum ESB, ekki bara evrusvæðis.
M.ö.o. að kostnaðinum yrði dreift á öll aðildarlönd ESB, af því að aðstoða Grikkland eftir að það hefur horfið út úr evrunni. En þ.e. ákaflega sennilegt að svo slæmt verði ástand efnahagsmála í Grikkland- -eftir margar vikur af fjármagnsþurrð. Að það muni þurfa mikla utanaðkomandi aðstoð svo að landið komist aftur á lappir.
- Landið væri þá formlega gjaldþrota, svo við erum þá að tala um styrki, ekki lán. En ég sé ekki að slík -neyðaraðstoð- gæti raunhæft verið annað en gjaf-fé.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning