26.7.2015 | 14:04
Hver er tilgangur Erdogan með nýjum átökum við Kúrda, samtímis því að árásir eru gerðar á stöðvar ISIS í Sýrlandi?
Ég rakst á skemmtilega samsæriskenningu í NyTimes frétt, afrakstur viðtala blaðamanna NyTimes við tyrkneska greinendur: Turkey Attacks Kurdish Militant Camps in Northern Iraq.
---------------------------------
"Asli Aydintasbas, a Turkish columnist and analyst for CNN Turk." - It seems Erdogan has decided to shelve the peace process and go on an all-out military offensive against the P.K.K., - This is coming out of the blue, - It is worrisome, and one cannot help but think that part of Erdogans calculus is galvanizing the nationalist vote before a possible early election.
- "The general elections on June 7 stripped Mr. Erdogans governing Justice and Development Party, or A.K.P., of its majority in Parliament, necessitating the formation of a coalition government for the first time in over a decade."
- "The partys failure to secure a majority was partly attributed to the success of a pro-Kurdish party that gained representation in Parliament for the first time."
- "Mr. Erdogan gave Mr. Davutoglu a mandate to form a new government this month, beginning rounds of coalition talks with the countrys three main opposition blocs."
- "If he fails to do so within 45 days of the mandate, the president could call for an early election."
---------------------------------
Gæti þetta verið málið, að Erdogan sé að leitast við að skapa æsingar innan Tyrklands gegn Kúrdum, í pólitískum tilgangi fyrst og fremst - til þess að veikja pólitíska stöðu flokka hófsamra Kúrda, er unnu mjög umtalsverðan pólitiskan sigur í þingkosningum fyrr á árinu?
En rétt er að rifja upp, að Erdogan hafði þau áform að ná 2/3 meirihluta, svo hans flokkur gæti breytt stjórnarskrá Tyrklands - en nú er Erdogan forseti landsins, ekki forsætisráðherra.
Skv. núverandi stjórnlögum, gat hann ekki lengur verið forsætisráðherra, en hann aftur á móti hafði þau áform - að gera embætti forseta að megin valda-embætti landsins í staðinn.
Áform sem féllu um sjálf sig, þegar kosningabandalag -hófsamra kúrda/vinstri sinnaðra samtímis trúlausra Tyrkja - - náði miklum árangri í þingkosningunum.
Það áhugaverða er, að árásin sem -ISIS- um daginn gerði á hóp af fólki, er hafði safnast saman í landamærabæ við Sýrland, var hópur af ungu fólki er tilheyrir þessum tveim flokkum, politískra andstæðinga Erdogan - - er hafði áform um að fara yfir landamærin, og aðstoða við uppbyggingu í rústum bægja og þorpa Kúrda, eftir bardagana við sveitir ISIS.
Isis bombing poses political dilemma for Turkey - - "Targeting secular, leftist Turks many from Istanbul and veterans of the Gezi Park rebellion against Mr Erdogan in 2013 who joined forces with the pro-Kurdish Peoples Democratic Party (HDP) and helped it win 80 seats in Turkeys parliament is a bonus for Isis." - "They also hit western Turkish sympathisers of the Kurds because thats who these kids were, says Soli Ozel, a prominent commentator and academic." - "Isis is vicious and smart and follows events here closely, says Mustafa Akyol, a Muslim liberal writer and former AKP supporter..."
Í þessu samhengi - ISIS nýlega búin að gera mannskæða árás, á -aðgerðasinna- er tilheyra kosningabandalagi hóps vinstri-sinnaðra og trúlausra Tyrkja frá V-Tyrklandi, og hófsams pólitísks flokks Kúrda frá A-Tyrklandi.
Fyrirskipar Erdogan árásir samtímis á stöðvar -ISIS- í Sýrlandi nærri landamærum Tyrklands, og árásir á búðir sveita Kúrda í Sýrlandi nærri landamærum Tyrklands.
AKB-flokkurinn reyndi í síðustu kosningum, að draga upp þá mynd - að andstæðinga-bandalag flokks AKB væru -samúðarbandalag- gagnvart hryðjuverkasamtökum.
En nú - - er Erdogan og forsætisráðherra flokks hans, Davutoglu - að draga aftur upp þá mynd, að megin-óvinur Tyrklands, sé P.K.K. flokkur róttækra Kúrda innan Tyrklands.
Í kjölfar loftárásanna, þ.e. í gær laugardag, lýsti Verkamannaflokkur Kúrdistan því yfir - að vopnahléið sem staðið hefur yfir í 4 ár, væri á enda runnið - - það var árás framin í dag sunnudag, á tyrkneska hermenn innan Tyrklands, af því tagi sem P.K.K. er þekktastur fyrir: Turkish soldiers killed in roadside bombing.
Engin fylking hefur líst yfir ábyrgð, en þetta er árás einmitt klassísk fyrir þá tegund árása á hermenn Tyrklandsstjórnar, sem P.K.K. hefur staðið fyrir í gegnum tíðina.
Síðan er flokkur Kúrda í Sýrlandi, "Peoples Protection Unit, or Y.P.G." - sprottinn frá P.K.K. og Tyrklandsstjórn hefur alltaf flokkað Y.P.G. sem hryðjuverkasamtök, og hafði fengið á sínum tíma Bandaríkin, til að flokka Y.P.G. sem slík.
Á hinn bóginn, í átökum við -ISIS- hafa bandaríkin, vent um kúrs - og Y.P.G. hefur í síðustu tíð fengið hernaðaraðstoð - ekki síst hafa loftárásir sem beint hefur verið að stöðum ISIS í fjöllunum og hæðunum nærri landamærum við Tyrkland, verið -bein aðstoð við sveitir Y.P.G. sem síðustu mánuði, hafa oft verið undir miklum þrýstingi frá árásum sveita ISIS.
Skv. yfirlýsingum Bandaríkjastjórnar -sem engin ástæða er ekki að trúa, þ.s. Bandaríkin hafa nú enga hagsmuni af því að ráðist sé gegn sveitum Kúrda í Sýrlandi- hafa árásir flughers Tyrklands á Kúrda í Sýrlandi -ekkert að gera með samkomulag Bandaríkjastjórnar við Tyrklandsstjórn um samvinnu gegn ISIS.
"Brett McGurk, the US deputy presidential envoy for the coalition against Isis...There is no connection between these air strikes against PKK and recent understandings to intensify US-Turkey co-operation against ISIL [Isis[,"
Þessar árásir á sveitir Kúrda - virðast svo fíflalegar, því að þ.e. einungis ein hreyfing sem græðir á því, ef ný átök milli Kúrda og Tyrkja fara af stað -ISIS.
M.ö.o. manni virðist ekki unnt að tengja þær við neina skynsama langtíma áætlun - - þannig að samsæriskenningin að ofan, er kannski eina kenningin sem maður getur beitt á þetta, sem virðist annars hreint brjálæði af hálfu forsætisráðherra Tyrklands og forseta Tyrklands.
Að málið verði að skilja í innanlandspólitísku samhengi Tyrklands, því að Erdogan hafi alls ekki gefist upp á þeim áformum, að gera embætti forseta Tyrkalnds að valda-embætti.
Þannig að samsæriskenningin sé ef til vill rétt, að Erdogan ætli nú að skapa æsingar gegn Kúrdum innan Tyrklands, mála hvern þann flokk er hafi samvinnu við Kúrda, sem föðurlandssvikara - - - sameina alla Tyrkneska þjóðernissinna utan um AKB flokkinn.
Rjúfa þing, og gera aðra tilraun í haust að ná fram þeim 2/3 meirihluta sem til þarf.
Vandinn er auðvitað, ef slík tilraun mistekst - - hvað svo?
Einnig ef tilraunin tekst - - hvað svo?
Þá er Tyrkland aftur komið í stíð við Kúrda, hvernig ætlar þá AKB flokkurinn samtímis að reka átök við ISIS?
En hingað til, hefur AKB flokkurinn að best verður séð, sett kíkinn fyrir blinda augað, þegar kemur að hættunni gagnvart hættulegum íslamistum - - þess í stað tönnslast stöðugt á hættunni af róttækum sveitum Kúrda.
En augljóst hlýtur að vera, að -ISIS- mun græða því meir á þessum nýju átökum, því dýpri sem klofningurinn innan Tyrklands verður - - > Erdogan gæti tekist að æsa upp eitt stykki borgarastríð.
Gæti skapað klofning Tyrklands, ef flokkurinn bakkar ekki snarlega frá slíkri stefnu.
Niðurstaða
Ef samsæriskenning sem nefnd er að ofan, kemur einhvers staðar nærri því að skýra hvað Erdogan og Davutoglu gengur til í því, að hefja ný átök við Kúrda. Í kjölfar blóðugrar árásar ISIS á unga aðgerðasinna, er tilheyrðu flokki vinstri sinnaðra og trúlausra Tyrkja, og flokki hófsamra Kúrda. En með því virðist hann vera að -standa fyrir æsingum gegn Kúrdum - þegar samúðar bylgja hlýtur að vera í gangi innan Tyrklands, í kjölfar árásar ISIS á ungu aðgerðasinnana sl. mánudag. Samtímis hefur Tyrklandsstjórn, einnig atlögu gegn ISIS innan Tyrklands sem og innan landamæra Sýrlands. Þá er það afar hættulegur pólitískur skollaleikur.
En árás -ISIS- á unga fólkið sl. mánudag, að sjálfsögðu efldi -minnkaði ekki- samúð innan Tyrklands gagnvart baráttu Kúrda gegn ISIS.
Þannig að mér virðist Erdogan vera að vísvitandi skapa hættulegan klofning innan Tyrknesks samfélags, því að mér virðist augljóst blasa við -að slíkt pólitískt plott gæti haft mjög hættulegar afleiðingar.
Á hinn bóginn, getur vel farið svo að spilin snúist í höndunum á Erdogan og Davutoglu, í stað þess að fólk safnist að AKB flokknum, þá geri það sér grein fyrir, að það sé munur á hófsömum Kúrdum, og P.K.K. Átti sig á því, að ISIS sé meginhættan - ekki flokkar Kúrda. En síðustu kosningar bentu til þess, að bandalag hófsamra Kúrda og vinstri sinnaðra en trúlausra Tyrkja hefði náð þeim skilaboðum í gegn til Tyrknesks samfélags - að Kúrdar gætu verið hófsamt pólitískt afl, jákvætt afl í tyrknesku samhengi.
Ég er að segja, að í stað þess að veikja pólitíska andstæðinga sína, gæti Erdogan uppskorið enn stærri hreyfingu yfir til bandalags hófsamra tyrkneskra Kúrda við vinstri sinnaða og trúlausa Tyrki.
En mér virðist það svo augljóst snargalið, að ætla samtímis að ráðst gegn Kúrdum og ISIS. Svo ef til vill, yrðu áhrifin þau - - að binda endi á valdatíð AKB flokksins í Tyrklandi.
Það gæti einnig verið eina leiðin, til að binda eftur endi á þau átök, sem AKB flokkurinn er nú aftur að setja af stað við P.K.K. Svo að Tyrkland geti beitt sér gegn -rétta andstæðingnum- ISIS.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning