Lífvænlegasta pláneta sem NASA hefur fundið - hingað til, er 1.400 ljósár frá Sólkerfinu

Stjarnan sem plánetan snýst um, nefnist Kepler-452. Og er 1,5 milljarði ára eldri en Sólin. Sú stjarna er að auki 20% bjartari, auk þess að hafa 3,7% meiri massa og 11% meira ummál.

Pláneta, Kepler-452b, er talin 5-falt massameiri en Jörðin, sem gerir þyngdarafl þar líklega 2-g. Þetta er því það sem mætti kalla, há-þyngdarafls pláneta, en þó ekki umfram þ.s. mannkyn gæti tæknilega aðlagast. Þvermál plánetunnar er áætlað ca. 1,5 Jörð.

Árið á Kepler-452b er 385 dagar. Hún er hæfilega fjarri eða nærri stjörnunni, Kepler-452 til þess að þar er a.m.k. ágætur möguleiki að finna megi rennandi vatn, jafnvel höf.

Kepler-452b

Kepler-452

NASA Says Data Reveals an Earth-Like Planet, Kepler 452b

Hvað tæki ferðalagið langan tíma?

  • "...at the speed of the New Horizons spacecraft, about 58,536 km/h (36,373 mph), it would take approximately 25.8 million years to get there."

New Horizons geimkanninn, er hraðskreiðasti hlutur sem menn hafa sent út í geim hingað til.

En þægilegra er að hugsa út frá -prósentum af ljóshraða- t.d. miðað við 10% mundi ferðalagið taka sennilega 14.000 ár, og miðað við 5% 28.000 ár.

Þessi fjarlægð er sennilega utan við þau ystu mörk, sem mannkyn framtíðar væri líklegt til að senda svokölluð -kynslóðageimför.

En miðað við aldur plánetunnar, þ.e. einum og hálfum milljarði ára eldri en Jörðin. Þá er kannski ekki óhugsandi, að vitibornar verur hafi þróast þarna - og jafnvel heimsókt Jörðina í mjög fjarlægri fortíð.

  • En höfum í huga, að fyrir 1,5 milljarði ára, var lífið á Jörðinni en á einfrumungs stiginu.
  • Lofthjúpurinn hefur einnig verið nokkuð með öðrum hætti, með engar plöntur á yfirborðinu eins og sl. 500 milljón ár.
  • Þetta er samt innan þess tíma, þegar súrefni er farið að myndast á Jörðinni, og svokallaðir blágrænir einfrumungs þörungar eru komnir til sögunnar.

 

Ef það var vitiborið líf á Kepler-452b er það sennilega löngu útdautt

Ég get auðvitað ekki verið viss að líf þar, mundi hafa þróast á sama hraða. Við vitum auðvitað ekki enn - - hvort þarna er líf.

Lífið á Jörðinni var t.d. á einfrumungs stiginu í 3-milljarða ára. En sl. 700 milljón ár eða þar um bil, hefur verið til flóknara líf - sjávardýr með vefi og frumstæðustu form sjávargróðurs með vefjaskiptingu. Líf á landi finnst fyrst milli 500-600 millj. árum, þ.e. elstu form af 8-fætlum frumstæðum frænkum köngullóa, eru elstu land-dýr sem enn hafa fundist ummerki um í steingerfingum. U.þ.b. 100 milljón árum síðar, sjást fyrstu landhryggdýrin.

Það er algerlega mögulegt, að lífið á Kepler-452b hafi verið lengur á einfrumungs stiginu, en því gæti einnig verið - öfugt um farið.

  • En punkturinn er sá, að meðal-líftími dýrategunda á Jörðinni virðist ca. 3-milljón ár.
  • Við getum ekki gert ráð fyrir því, að líftími vitiborins lífs sé endilega augljóslega, lengri.

Þannig að miðað við það hyldýpi af tíma, sem er á milli aldurs Jarðar og aldurs Kepler-452b, virðist langsamlega líklegast, að vitiborið líf er hefði orðið til þar - - sé sennilega löngu orðið útdautt.

Það gætu verið mörg hundruð milljón ár síðan.

  1. Þetta er sennilega sú vídd, þ.e. -tíminn- sem sé megin hindrunin í því, að vitiborið líf frá mismunandi sólkerfum hittist.
  2. Því að það tekur líf marga milljarða ára að þróast, meðan að líftími hverrar tegundar sé ákaflega hlutfallslega stuttur.
  3. Það sé engin leið að vita, hvenær í þroskaskeiði lífs á tiltekinni plánetu akkúrat, vitiborið líf komi fram - ef það gerist. Þó sennilega þurfi a.m.k. 100 - 200 milljón ár að hafa liðið frá því að flókið líf nemur land, að lágmarki.
  4. Mannkyn verður til ca. 450 milljón árum eftir að hryggdýr nema land.

Líkur virðast yfirgnæfandi, að vitiborið líf - missi af hverju öðru í tíma.

Sérstaklega þegar einnig er haft í huga, að plánetur geta verið mis gamlar svo munar mörgum milljörðum ára, til eða frá.

  • Langsamlega sennilegast virðist, að enginn annar en við - séu uppi akkúrat á þessum tíma.
  • Sem þíði ekki, að ekki hafi mörg þúsund tegundir vitsmunalífs þróast í dýpi tímans, sl. 4-6 milljarða ára.
  • En þær séu sennilegast allar löngu útdauðar í dag.

Tegundir sennilegast hittist aldrei.

Því afar ósennilegt sé að þær séu uppi á sama tíma.

 

Niðurstaða

Þó fjarlægðir séu sannarlega veruleg hindrun. Þá sé sennilega sjálfur tíminn - stærsta hindrunin í vegi þess, að mismunand tegundir af vitsmunalífi hittist. Þó það geti verið, að ekki sé ómögulegt að skapa mjög endingagóð tæki - sem gætu varðveitt þekkingu eða visku, og beðið þess að annað vitsmunalíf komi fram á sjónarsviðið. Þannig að hugsanlega geti það gerst, að það finnist einhverntíma ævaforn tækjabúnaður, einhvers staðar í geimnum--sem enn starfi, og unnt sé að hafa samskipti við. Læra um þá sem smíðuðu þann búnað, svona - hæ í gegnum tíma og rúm. Það má jafnvel ímynda sér, að einstaklingar væru frystir og geymdir í milljónir ára eða tugmilljónir ára, þangað til að geimstöðin finnst af einhverjum öðrum.

En að öðru leiti, virðist langsamlega sennilegast - - að hver tegund vitsmunalífs á hverjum tíma, finni eingöngu rústir löngu liðins tíma - ef eitthvað þá yfirleitt finnst, því að eyðingarafl veðrunar er öflugt á plánetum. Nánast eini möguleikinn væri að skoða loftlaus tungl nærri plánetum sem hugsanlega hafa borið vitsmunalíf í fyrndinni. En rústir á loftlausum tunglum geta enst í milljarða ára.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég legg til að þeir líti sér nær:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1847001/ 

------------------------------------------------------------

Fólk er ekki að átta sig á því að utanjarðargestir nota ORMAGÖNG til að komast á milli staða í geimnum:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1291607/

-------------------------------------------------------------

Háþroskað líf þróast ekki fyrir röð tilviljana upp úr vatns-drullupollum.

Háþroskaðir geimgestir eru á ferðinni út um allan geiminn og nema lönd á nýjum plánetum:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1327877/

Jón Þórhallsson, 25.7.2015 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband