25.7.2015 | 00:55
Lífvænlegasta pláneta sem NASA hefur fundið - hingað til, er 1.400 ljósár frá Sólkerfinu
Stjarnan sem plánetan snýst um, nefnist Kepler-452. Og er 1,5 milljarði ára eldri en Sólin. Sú stjarna er að auki 20% bjartari, auk þess að hafa 3,7% meiri massa og 11% meira ummál.
Pláneta, Kepler-452b, er talin 5-falt massameiri en Jörðin, sem gerir þyngdarafl þar líklega 2-g. Þetta er því það sem mætti kalla, há-þyngdarafls pláneta, en þó ekki umfram þ.s. mannkyn gæti tæknilega aðlagast. Þvermál plánetunnar er áætlað ca. 1,5 Jörð.
Árið á Kepler-452b er 385 dagar. Hún er hæfilega fjarri eða nærri stjörnunni, Kepler-452 til þess að þar er a.m.k. ágætur möguleiki að finna megi rennandi vatn, jafnvel höf.
NASA Says Data Reveals an Earth-Like Planet, Kepler 452b
Hvað tæki ferðalagið langan tíma?
- "...at the speed of the New Horizons spacecraft, about 58,536 km/h (36,373 mph), it would take approximately 25.8 million years to get there."
New Horizons geimkanninn, er hraðskreiðasti hlutur sem menn hafa sent út í geim hingað til.
En þægilegra er að hugsa út frá -prósentum af ljóshraða- t.d. miðað við 10% mundi ferðalagið taka sennilega 14.000 ár, og miðað við 5% 28.000 ár.
Þessi fjarlægð er sennilega utan við þau ystu mörk, sem mannkyn framtíðar væri líklegt til að senda svokölluð -kynslóðageimför.
En miðað við aldur plánetunnar, þ.e. einum og hálfum milljarði ára eldri en Jörðin. Þá er kannski ekki óhugsandi, að vitibornar verur hafi þróast þarna - og jafnvel heimsókt Jörðina í mjög fjarlægri fortíð.
- En höfum í huga, að fyrir 1,5 milljarði ára, var lífið á Jörðinni en á einfrumungs stiginu.
- Lofthjúpurinn hefur einnig verið nokkuð með öðrum hætti, með engar plöntur á yfirborðinu eins og sl. 500 milljón ár.
- Þetta er samt innan þess tíma, þegar súrefni er farið að myndast á Jörðinni, og svokallaðir blágrænir einfrumungs þörungar eru komnir til sögunnar.
Ef það var vitiborið líf á Kepler-452b er það sennilega löngu útdautt
Ég get auðvitað ekki verið viss að líf þar, mundi hafa þróast á sama hraða. Við vitum auðvitað ekki enn - - hvort þarna er líf.
Lífið á Jörðinni var t.d. á einfrumungs stiginu í 3-milljarða ára. En sl. 700 milljón ár eða þar um bil, hefur verið til flóknara líf - sjávardýr með vefi og frumstæðustu form sjávargróðurs með vefjaskiptingu. Líf á landi finnst fyrst milli 500-600 millj. árum, þ.e. elstu form af 8-fætlum frumstæðum frænkum köngullóa, eru elstu land-dýr sem enn hafa fundist ummerki um í steingerfingum. U.þ.b. 100 milljón árum síðar, sjást fyrstu landhryggdýrin.
Það er algerlega mögulegt, að lífið á Kepler-452b hafi verið lengur á einfrumungs stiginu, en því gæti einnig verið - öfugt um farið.
- En punkturinn er sá, að meðal-líftími dýrategunda á Jörðinni virðist ca. 3-milljón ár.
- Við getum ekki gert ráð fyrir því, að líftími vitiborins lífs sé endilega augljóslega, lengri.
Þannig að miðað við það hyldýpi af tíma, sem er á milli aldurs Jarðar og aldurs Kepler-452b, virðist langsamlega líklegast, að vitiborið líf er hefði orðið til þar - - sé sennilega löngu orðið útdautt.
Það gætu verið mörg hundruð milljón ár síðan.
- Þetta er sennilega sú vídd, þ.e. -tíminn- sem sé megin hindrunin í því, að vitiborið líf frá mismunandi sólkerfum hittist.
- Því að það tekur líf marga milljarða ára að þróast, meðan að líftími hverrar tegundar sé ákaflega hlutfallslega stuttur.
- Það sé engin leið að vita, hvenær í þroskaskeiði lífs á tiltekinni plánetu akkúrat, vitiborið líf komi fram - ef það gerist. Þó sennilega þurfi a.m.k. 100 - 200 milljón ár að hafa liðið frá því að flókið líf nemur land, að lágmarki.
- Mannkyn verður til ca. 450 milljón árum eftir að hryggdýr nema land.
Líkur virðast yfirgnæfandi, að vitiborið líf - missi af hverju öðru í tíma.
Sérstaklega þegar einnig er haft í huga, að plánetur geta verið mis gamlar svo munar mörgum milljörðum ára, til eða frá.
- Langsamlega sennilegast virðist, að enginn annar en við - séu uppi akkúrat á þessum tíma.
- Sem þíði ekki, að ekki hafi mörg þúsund tegundir vitsmunalífs þróast í dýpi tímans, sl. 4-6 milljarða ára.
- En þær séu sennilegast allar löngu útdauðar í dag.
Tegundir sennilegast hittist aldrei.
Því afar ósennilegt sé að þær séu uppi á sama tíma.
Niðurstaða
Þó fjarlægðir séu sannarlega veruleg hindrun. Þá sé sennilega sjálfur tíminn - stærsta hindrunin í vegi þess, að mismunand tegundir af vitsmunalífi hittist. Þó það geti verið, að ekki sé ómögulegt að skapa mjög endingagóð tæki - sem gætu varðveitt þekkingu eða visku, og beðið þess að annað vitsmunalíf komi fram á sjónarsviðið. Þannig að hugsanlega geti það gerst, að það finnist einhverntíma ævaforn tækjabúnaður, einhvers staðar í geimnum--sem enn starfi, og unnt sé að hafa samskipti við. Læra um þá sem smíðuðu þann búnað, svona - hæ í gegnum tíma og rúm. Það má jafnvel ímynda sér, að einstaklingar væru frystir og geymdir í milljónir ára eða tugmilljónir ára, þangað til að geimstöðin finnst af einhverjum öðrum.
En að öðru leiti, virðist langsamlega sennilegast - - að hver tegund vitsmunalífs á hverjum tíma, finni eingöngu rústir löngu liðins tíma - ef eitthvað þá yfirleitt finnst, því að eyðingarafl veðrunar er öflugt á plánetum. Nánast eini möguleikinn væri að skoða loftlaus tungl nærri plánetum sem hugsanlega hafa borið vitsmunalíf í fyrndinni. En rústir á loftlausum tunglum geta enst í milljarða ára.
Kv.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég legg til að þeir líti sér nær:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1847001/
------------------------------------------------------------
Fólk er ekki að átta sig á því að utanjarðargestir nota ORMAGÖNG til að komast á milli staða í geimnum:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1291607/
-------------------------------------------------------------
Háþroskað líf þróast ekki fyrir röð tilviljana upp úr vatns-drullupollum.
Háþroskaðir geimgestir eru á ferðinni út um allan geiminn og nema lönd á nýjum plánetum:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1327877/
Jón Þórhallsson, 25.7.2015 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning