4 dögum eftir mannskæða árás - heimila Tyrkir loks notkun flugvalla í Tyrklandi til árása á ISIS

Afstaða stjórnvalda Tyrklands til -ISIS- hefur um nokkurt skeið vakið nokkra furðu, en það hefur verið ljóst síðan að -ISIS- samtökin komu fram á sjónarsviðið 2013 - ekki lengra síðan. Og sópuðu sviðið í Sýrlandi, hrifsuðu stór landsvæði af öðrum uppreisnarmönnum, síðan réðust inn í Írak 2014 og náðu þar einnig stórum svæðum. Að í gegnum Tyrkland hafa legið megin smygl-leiðirnar á vopnum og einstaklingum til bardagasvæðanna í Sýrlandi.

Svo mikil hefur sú traffík virst vera, þ.e. vopn og skotfæri til uppreisnarmanna, en samtímis í gegnum Tyrkland virðist einnig hafa legið megin straumur fólks frá Evrópu á leið til vígstöðvanna í Sýrlandi, á fólki með þau áform að berjast með ISIS - - > Að mann hefur grunað, að Tyrkir hafi vísvitandi verið að láta þessa traffík afskiptalausa.

  1. Kaldhæðnar tungur, hafa sagt að í augum tyrkneskra stjórnvalda, væri framrás -ISIS- ekki þeim í óhag, þ.s. að -ISIS- væri með aðgerðum að veikja Íran er væri keppinautur um áhrif innan Mið-Austurlanda, samtímis að veikja stjórnvöld í Sýrlandi sem stjv. í Ankara væri í nöp við, auk þess að með árásum sínum á Kúrda - neyddust Kúrdar til að fókusa á varnir sinna svæða gegn ISIS, sem minnkaði líkur á að þeir væru á sama tíma öryggisógn innan Tyrklands.
  2. Sumir hafa viljað meina, að -Tyrkland- hafi viðhaft óformlegt -non aggression- samkomulag við -ISIS.-

Hvað um það, á mánudag sl. varð mjög mannskæð árás nærri landamærum Tyrklands við Sýrland;

Suicide Bombing Kills at Least 30 in Suruc, Near Syria

One of the victims held the hand of a mortally wounded woman. Credit Zeki Yavuzak/Depo Photos, via Associated Press

 

Skv. frétt, var í gangi samkunda fyrir opnum himni, hóps Kúrda sem tekur þátt í því að skipuleggja aðstoð við Kúrda Sýrlands megin landamæranna, í baráttu Kúrda innan Sýrlands við -ISIS- samtökin.

Í kjölfar árásarinnar, urðu töluvert miklar æsingar meðal Kúrda í Tyrklandi, og nokkuð um mótmæli gegn stjórnvöldum Tyrklands - ásakanir flugu um það að stjórnvöld væru óvinveitt Kúrdum.

Á miðvikudag, varð stuttur en snarpur bardagi á landamærunum við Sýrland, milli tyrkneskra landamæravarða og aðila Sýrlandsmegin - sem taldir eru hafa verið skæruliðar á vegum -ISIS.-

Ef svo er, voru þetta fyrstu skærurnar milli Tyrklandshers og -ISIS- liða.

Svo kemur fram í frétt fimmtudags, að stjórnvöld í Ankara séu nú loks búin að heimila Bandaríkjunum, að nota herflugvelli í Incirlik og Diyarbakir - til árása á stöðvar ISIS:

Turkey to Allow Use of Key Air Bases for U.S. Warplanes to Bomb ISIS

"The agreement on the bases, Incirlik and Diyarbakir, was described by one senior administration official as a “game changer” that would significantly strengthen the American military’s ability to strike at ISIS targets in Syria and carry out extended aerial surveillance."

  • Það á eftir að koma í ljós, hversu stór stefnubreyting er í gangi innan Tyrklands, gagnvart baráttunni gegn -ISIS.-
  • En Tyrkland hefur stærsta og sennilega öflugasta herinn í Mið-Austurlöndum, þá meina ég þó svo sá her sé borinn saman við her Ísraels.
  • Tyrkland hefur mikla getu til að beita sér, ef vilji til slíks myndast.

Það mundi því mjög mikið geta munað um það, ef Tyrkland ákveður að beita sér af afli, í stað þess að í jákvæðustu túlkun - að Tyrkland hefur setið til hliðar og horft á, gert ekkert.

 

Niðurstaða

Það að öflugasta herveldi Mið-Austurlanda, hefur algerlega neitað fram að þessu að beita sér í baráttunni gegn -ISIS- hefur án nokkurs vafa - minnkað skilvirkni aðgerða þeirra er hingað til hafa verið í gangi gegn þeim samtökum.

Ef Tyrkland hefur beina þátttöku, eða a.m.k. gerist nú hjálplegt - þá ætti skilvirkni aðgerða að aukast. En þó svo að Tyrkland mundi ekki taka þátt í árásum, gætu stjórnvöld þar í landi a.m.k. beitt sér til þess, að stórlega að draga úr þeim straum af fólki til að berjast með -ISIS- sem legið hefur í gegnum Tyrkland.

Það er ekki enn vitað hversu stór stefnubreyting er í farvatninu hjá tyrkneskum stjórnvöldum, varðandi aðgerðir gegn -ISIS.- Það eina sem unnt er að gera er að fylgjast áfram með fréttum.

---------------------------------

PS: Í nótt varð dramatísk atburðarás er Tyrkir hófu sjálfir loftárásir á stöðvar ISIS, og það voru handtökur víða um Tyrkland á aðilum grunaðir um tengsl við ISIS:

Turkish jets hit Islamic State positions in Syria

"Police, backed by helicopters and special forces, also launched overnight raids on more than 100 suspected Islamic State and Kurdish militant locations in Istanbul, according to media reports. Some 5,000 officers were deployed in the operation."

Kannski þíðir þetta, að Tyrkir ætla loksins loksins að binda endi á smyglið á fólki frá Evrópu í gegnum Tyrkland, á vígstöðvarnar í Sýrlandi - fólk á leið til að berjast með -ISIS.-

Ef svo er, þá mun muna töluvert um það, ef -ISIS- gengur verr að fá nýtt byssufóður til liðs við sig.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband