23.7.2015 | 00:58
Gæti það gerst í framtíðinni, að -ISIS- verði að viðurkenndu ríki?
Pófessor Stephen M. Walt leggur fram þessa spurningu í forvitnilegri grein í Foreign Policy. En spurningin sem hann setur fram - er ekki endilega absúrd. Tökum sem dæmi þegar byltingin varð í Rússlandi 1917. Það leið töluverður tími áður en -Sovétríkin- voru viðurkennd. En fljótlega eftir uppgjöf Þjóðverja 1918. Var tilraun gerð til að styðja andstæðinga stjórnarinnar, meira að segja tók einhver lítill fjöldi herliðs frá Bretlandi og Frakklandi þátt í því að aðstoða skipuleggjendur uppreisnarinnar. Þó að látið væri alveg vera að taka þátt í bardögum - - - eins og allir þekkja. Hafði -Rauði herinn- sem skipulagður var af Trotskí betur í þeirri rimmu. Verulegt mannfall varð í þeim átökum, einkum meðal almennings.
Fljótlega þegar ljóst varð að -Sovétríkin- væru til að vera, voru tekin upp formleg samskipti við þau.
Það má einnig nefna -rauða Kína- eða Kína Maós. En það leið töluvert langur tími, meðan að útlagastjórn Kuomitang flokksins, var enn viðurkennd ríkisstjórn Kína - af hálfu Vesturlanda. Þ.e. stjórnin í Tævan, sat fyrir hönd Kína í Sameinuðu Þjóðunum. Fór með atkvæði Kína.
Ekki fyrr en með för Nixons til Kína 1971 - - varð á formleg breyting. Þarna líða meir en 20 ár.
Þetta gæti verið besta dæmið, þegar maður íhugar spurninguna um -ISIS.
What Should We Do if the Islamic State Wins?
Áróðursmynd af vefsíðu er styður ISIS
Gæti ISIS smám saman þróast í þá átt, að verða -samþykkt?
Þ.e. ágætt að ryfja upp, hversu hræðilegir -Bolsévikkar- Leníns voru. En þegar við valdatöku Leníns, virðast hafa hafist skipulögð morð og grimmdarverk. Það er hugsanlegt að fyrstu 3-ár stjórnar Leníns. Hafi verið drepnir fleiri Rússar, en öll 300 ár Keisarastjórnarinnar.
- En skipulögð morðherferð, virðist hafa beinst að hverjum þeim sem talinn var einhverjum hætti hafa haft hagsmuni til að styðja fyrra stjórnarform - sbr. sérhver sá sem hafði eitthvert form af aðalstign, var leitaður uppi til að drepa - þar á meðal þeirra fjölskyldur og ættmenni. Ég er að tala um, raunverulega útrýmingarherferð.
- Sú útrýmingarherferð, virtist einnig beinast að - fjármagnseigendum, eigendum og rekstraraðilum í einkarekstri. Sem og þeirra fjölskyldum og ættmennum.
- Sú útrýmingarherferð, virðist einnig hafa lagst á bændur - sem voru einkaeigendur sinna jarða, en eftir umbætur um miðja 19. öld. Hafði skapast verulegur fjöldi eignabænda, sumir þeirra vel stæðir - langsamlega flestir þeirra þó ekki.
Það veit enginn fjölda þeirra, sem voru drepnir - - en líklegasta ástæðan fyrir borgarastríðinu, virðist einfaldlega sú. Að vegna þess fjölda sem verið var að drepa. Þá í stað þess að láta drepa sig. Risu margir þeirra upp með þau vopn sem þeir gátu útvegað sér.
Og þeir voru nægilega fjölmennir, til að um tíma - leit svo út að stjórnin mundi verða sigruð. En svo fór ekki, og hún hafði betur fyrir rest. Sennilega einkum vegna þess, hve "spontant" og því illa skipulögð uppreisnin víðast hvar virðist hafa verið. Einungis á jöðrum landsins, náðust að byggjast upp - raunverulegir hvítliða herir.
Verulegur fjöldi gat flúið - en mjög sennilega tókst stjórninni þó fyrir rest að drepa flesta af þeim sem hún lagði sig til að drepa.
- Ef maður ber þetta við hervirki -ISIS- fram að þessu.
- Komast þau hvergi nærri -glæpum- Bolsévikka stjórnar Leníns, fyrstu stjórnarárin.
- Og Stalín sem tók við eftir að Lenín var allur - var enn verri harðstjóri.
Al Baghdadi - virðist mér lítill karl, í samanburði við Lenín eða Stalín.
----------------------------
Varðandi Maó formann - þá grunar mig, að hann hafi verið enn verri harðstjóri en Stalín. En vandi við Kína, er að valdaflokkurinn metur það sína hagsmuni, að viðhalda leynd yfir þeim hamförum sem gengu yfir Kína í valdatíð Maós.
Sannarlega er vitað, að mannfellir var á köflum gríðarlegur. Ég man eftit t.d. rétt áður en nokkur þúsund manns voru sennilega drepin á "Torgi hins himneska friðar" að sú óopinbera frásögn kom fram, virðist hafa borist frá Kína - - að lauslega áætlað mannfall innan Kína!
Af svokölluðu "stóra stökki" Maós, hafi hlaupið í kringum 37-milljón.
Langsamlega flestir dáið hungurdauða, en þá átti að samyrkjuvæða Kína, eins og Stalín gerði í Rússlandi. Í Rússlandi leiddi það einnig til hungursneyðar.
Hvarvegna sem tilraunir til samyrkjubúavæðingar voru gerðar hjá kommúnistastjórnum, var hungurdauði alltaf útkoman - - en einungis Stalín kláraði dæmið.
Í Kína á endanum gafst valda-klíkan upp. En það virðist að hún hafi haft úthald í hreint ótrúlegan mannfelli, áður en - til þeirrar uppgjafar kom.
- Þetta var bara "Stóra stökkið" - - enginn hefur nokkra hugmynd um það hve margir létust í "Menningarbyltingunni." En því brjálæði lauk ekki fyrr en með dauða Maós.
Ef Maó er risa-harðstjóri, þá sennilega er "al-Baghdadi" vart meir en á stærð við pöddu.
Til þess að -ISIS- geti orðið samþykkt með sambærilegum hætti
Yrði að nást samstaða meðal nágrannalanda, að halda umráðasvæði þeirra - einangruðu. Þetta er ábending, Stephen M. Walt. Og að yrði að vera samstaða meðal nágrannalandanna, að refsa umráðasvæði -ISIS- í hvert sinn, sem eitthvert form af árás á sér stað - sem rekja má upphaf sitt til umráðasvæðis -ISIS.
Það þyrfti auðvitað að tryggja, að frekari útbreiðsla ISIS - heppnist ekki.
- Það virðist þó ljóst, að sæmilega samtæðir hópar - geta varist ISIS. Eins og t.d. Kúrdar, og haft betur í viðureign við þau samtök, með nokkurri aðstoð þó.
- ISIS hefur ekki heldur tekist, að sækja fram gegn svæðum þar sem meirihluti íbúa, eru Shíta trúar innan Íraks. En á þeim svæðum, er rökrétt að fáir hafi samúð með málstað -ISIS- sem m.a. predikar það að Shítar séu réttdræpir skurðgoðadýrkendur. Þannig að íbúar standi saman, gegn þeim samtökum.
- Á sama tíma, hafa tilraunir stjórnvalda í Bagdad mistekist, að sækja fram gegn þeim svæðum þar sem ISIS ræður, þar sem íbúar eru meirihluta -Súnní arabar. En íbúar á þeim svæðum, virðast sætta sig við yfirráð ISIS. Stjórnvöld í Bagdad, virðast því enga samvinnu íbúa slíkra svæða fá - - en annað gerist á svæðum þ.s. meirihluti eru Shítar, þar rísa íbúar upp með hersveitum stjórnvalda, taka þátt í vörn sinna svæða.
- ISIS er enn að sækja fram innan Sýrlands, á svæðum þ.s. meirihluti íbúa virðist vera Súnní arabar.
En það geti vel verið, að arabaríki, sem hafa sæmilega sterkan her og öfluga lögreglu.
Geti komið í veg fyrir að ISIS verði of hættulega áhrifamikið innan þeirra landa, þar með sé frekari útbreiðsla -ISIS- út fyrir Írak og Sýrland - mikið til hindruð.
ISIS - virðist hafa besta möguleika, þ.s. þegar er til staðar - niðurbrot valds.
Það þurfi þá að styrkja - vald - á slíkum svæðum.
M.ö.o. - > Að ef tekst að nokkurn veginn að hindra frekari útbreiðslu ISIS. Og ef umráðasvæði -ISIS- er reglulega refsað!
Þá sé alveg séns, að -íslamistaríkið- smám saman, ekki ólíkt því hvað gerðist í kommúnistaríkjunum, lagi til hegðan sína - - þannig að unnt sé að hafa samskipti við þá með öðrum hætti, en vopnum einum.
- Punkturinn liggur aftur í tilvísun til -kommúnistaríkjanna- en í þeim öllum, var gríðarleg harðstjórn framan-af.
- En síðari stjórnendur, voru yfirleitt ekki nærri eins blóðþyrstir.
Eftir dauða Stalíns - - tók t.d. miklu mun mildari maður við.
Þó svo að Sovétríkin hafi langt í frá orðið - meinlaus.
Niðurstaða
Enginn veit í dag, hvort að sambærileg þróun mundi geta orðið í -íslamistaríkinu- og varð í kommúnistaríkjunum, að eftir dauða fyrstu kynslóðar eða eftir að fyrsta kynslóð leiðtoga lætur af völdum, taki við aðilar - er mundu fókusa meir á að stjórna landinu, en að útbreiða byltinguna.
En hafandi í huga óskaplega grimmd - Leníns, Stalíns og Maós.
Þá virðist mér það ekki endilega blasa við, að -íslamistarnir- séu í eðli sínu meir óvitrænir.
Þannig að það sé ekki endilega bandbrjáluð uppástunga hjá Stephen M. Walt, að svo geti farið fyrir einhverja rest - að íslamista ríkið mundi öðlast viðurkenningu. Þá jafnvel allan pakkann, þ.e. stjórnmálasamband og sæti í Allsherjarþingi SÞ.
Það mundi auðvitað mikið vatn þurfa að renna til sjávar áður en slík útkoma væri orðin.
En kannski tekur það þó ekki eins langan tíma, og eftir eftir valdatöku kommúnista í Kína.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er fólk tilbúið að mæla með nýjum flokkum sem eru tilbúnir að verja landið?
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1583418/
---------------------------------------------------------------------
-------------------------------------------------------------------
Er fólk á íslandi sátt með stefnu sitjandi stjórnvalda?
xd=Aukin útbreiðsla á kóraninum hér á landi?
http://www.t24.is/?p=5993
Jón Þórhallsson, 23.7.2015 kl. 09:44
Engin leið í nútímanum að forða því að fólk lesi hvað það vill, nema að taka upp ritskoðun og takmarka -internet aðgang, eins og gert er í Kína.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.7.2015 kl. 10:19
Það er sjálfsagt rétt hjá þér;
en er það endilega heppileg stefna hjá sitjandi stjórnvöldum á ÍSLANDI að ýta undir ófögnuðinn með því að skaffa lóðir undir moskur og blessa þar með þessa ógæfu-stefnu sem fylgir kóraninum?
http://hrydjuverk.com/egypska-muslima-bræðralagið/
Jón Þórhallsson, 23.7.2015 kl. 10:28
Þú ert annað hvort með prinsippið trúfrelsi eða ekki. Þá þarf einnig að loka á heimildir til kristinna söfnuða, að fá að reisa kirkjur, og annarra tegunda trúfélaga - ég sé ekkert sem ríkið getur gert, meðan að almennt trúfrelsi er til staðar. Síðan gæti verið varhugavert í sjálfur sér að afnema trúfrelsi, því að þá verða þeir sem tilheyra þeim trúfélögum sem ekki eru samþykkt, enn líklegri til vandræða en ella. Ef t.d. þú værir fæddur sem múslimi, og ættir heima hér - mundi það ekki pyrra þig, ef trúfrelsi verður afnumið - til að tryggja að hér verði engar moskur byggðar. Hvort eru múslimar er hér búa líklegri til vandræða, ef komið er fram við þá með sama hætti og aðra, þeim veittur sami réttur og öðrum - - en ef það væri tekið upp skipulögð mismunun? Ég persónulega lít svo á, meðan hér búa múslimar, að minna varasamt sé að þeir hafi sama rétt og aðrir, þar á meðal til að reisa musteri sinnar trúar. Að hættulegra væri að hefja skipulagða mismunun gagnvart þeim. Svo má að auki nefna, að skortur á moskum í engu hindrar -ISIS- í útbreiðslu áróðurs. Ef e-h er, þá er netið í dag þeirra helsta útbreiðsluaðferð. Þeir virðast ná í dag flestum í gegnum dæmigerðar samtals- og samfélagssíður. Þar af leiðandi, gæti mosku-umræðan verið orðin hreinlega úrelt. Að í reynd, þurfi menn frekar að pæla í að setja hér upp -net-eldvegg- ef menn vilja takmarka útbreiðslu áróðurs hættulegra íslamista. Það væri líklegra að skila árangri - - það mundi ekki vera mismunun gagnvart innlendum múslimum, svo þeir gætu vart orðið reiðir út af því.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.7.2015 kl. 12:54
Trúfrelsis-ákvæði stjónarskrárinnar eiga ekki við um íslam vegna þess að íslam stenst ekki skilyrðin sem stjórnarskráin setur fyrir iðkun hennar hérlendis.
Hér er vísað í 63. grein stjórnarskráinnar: »Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.«
Þeir, sem þekkja íslam, vita að íslam samræmist ekki góðu siðferði eða allsherjarreglu.
Kóraninn, múslimamenning og islam er allt gegn allsherjarreglu á okkar KRISTNA LÍFI.
http://hrydjuverk.com/fjarmognun-hryðjuverka/
Jón Þórhallsson, 23.7.2015 kl. 14:31
Til þess að ISIS geti stofnað kalifaveldi sem endist lengur en það tekur alla hina í Sýrlandi að klára sín mál, þá verða þeir að fjölga sér lífrænt.
Þeir eru með kynlífsþræla, skilst mér, svo þeir hafa það kovverað. Þeir þurfa þá bara að halda því gangandi í ~13-16 ár, tímann sem tekur að indoctrineita nýja fólkið.
En til þess að það gangi upp þurfa þeir að geta haldið svæði sem er nógu stórt og virkar sem ræktarland svo allt þetta nýja fólk komist á legg.
Gæti gerst...
Hve góðir bændur eru þeir? Eða hyggjast þeir nota þræla?
Ásgrímur Hartmannsson, 23.7.2015 kl. 19:27
Jón, sorrí - - en þetta einfaldlega stenst ekki. Almenna reglan er að viðkomandi trúfélag fylgi landslögum. Að iðkendur -almennt- geri það sama. Ef hvort tveggja er uppfyllt - þá hafa þeir uppfyllt þessa skildu skv. stjórnarskránni. En þegar menn íhuga hvaða mælikvarði um almennt siðferði er til staðar - sem unnt er að vísa til, þá er það mælikvarði gildandi laga sem um ræðir. Ekki skoðanir einstakra hópa innan samfélagsins.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.7.2015 kl. 23:44
Ásgrímur, þeir hafa nú eftir allt saman sagt að ekkert sér rangt við þrælahald skv. þeirra skilningi á Kóraninum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.7.2015 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning