BRIC lönd stofna nýjan alþjóðlegan fjárfestingarbanka

Þetta hefur verið í undirbúningi sl. 4 ár, og loksins kom stundin - - "New Development Bank" sem bankinn nýi hefur verið nefndur, var formlega stofnaður á athöfn á þriðjudag í kínversku borginni, Sjanghæ.

Það hefur verið töluverð net-umræða um þessi fyrirheit sl. ár, gjarnan flogið í umræðunni, að BRIC hafi stór plön um að mynda mótvægi við "The World Bank" eða Heimsbankann.

Mér virðist þegar lesið er í fréttir, að "NDB" sé ekki að fara að taka yfir sviðið.

"Aly Song / ReutersPresident of the New Development Bank (NDB) Kundapur Vaman Kamath gives a speech during a opening ceremony of the New Development Bank in Shanghai, China, July 21, 2015."

BRICS Emerging Nations Launch New Development Bank

Brics countries launch new development bank in Shanghai

New Brics bank in Shanghai to challenge major institutions

 

Kína skv. frétt leggur fram 41% af fyrirhuguðu stofnfé!

  1. "China has pledged to contribute $41 billion"
  2. "Brazil, India and Russia will each contribute $18 billion"
  3. "South Africa will contribute $5 billion"

Ef marka má fréttir, hafa aðildarlöndin 5 - jafnan atkvæðisrétt.

Og bankinn á að fjármagna verkefni í þeim löndum, sem og í þróunarlöndum.

  1. Það kemur auðvitað í ljós, hver ræður.
  2. En það vekur athygli, að eftir samninga landanna á milli, um það hvar höfuðstöðvar verði - endar það svo að hann er stofnaður á kínversku landsvæði.
  3. Kínverska framlagið - er það langsamlega stærsta.

Þannig að maður hefur smávegis grunsemdir þess efnis, að Kína muni mestu ráða innan þeirrar stofnunar. Þrátt fyrir regluna um jafnt atkvæðavægi. Og þrátt fyrir að Indverji hafi fengið það heiðurssæti, að vera fyrsti bankastjórinn.

Varðandi þá spurningu - - hvaða áhrif þessi stofnun hefur, með sitt 100 milljarða Dollara stofn-framlag, þá er rétt að muna að Grikkland eitt skuldar í dag yfir 300 milljarða Evra.

Þó svo að maður ímyndar sér, að lánað sé 10-falt út á stofnframlagið. Þá er þessi stofnun, langt í frá stór - - t.d. samanborið við stóran alþjóðlegan einka-banka.

Svo er áhugavert að bera hann saman við -  "Asian Infrastructure Development Bank" sem 57 þjóðir hafa samþykkt að taka þátt í, m.a. margar aðildarþjóðir ESB. Sem stofnað var til fyrr á þessu ári. Stofnframlag þess banka einnig var 100 milljarðar Dollara.

  • Ég hugsa að þessar stofnanir séu ekki nægilega fjárhagslega sterkar, til að vera eiginleg ógnun við þær stóru fjármálastofnanir, sem grundvalla núverandi viðskiptakerfi.

Viðbrögð voru vinsamleg:

  1. ""From our standpoint we are really looking forward to cooperating with the new institutions … the needs [for infrastructure] are huge," said Karin Finkelston, a vice president at the World Bank..."
  2. "The Japan-led Asian Development Bank, in a statement quoting its president Takehiko Nakao, said it hoped to explore opportunities to co-finance projects with the New Development Bank."

M.ö.o skv. talsmönnum beggja stofnana, væri slík viðbót við það fjármagn sem í boði væri til þróunarlanda - - einungis af því góða.

 

Niðurstaða

Mín skoðun hefur verið sú, að Kína raunverulega hafi engan áhuga á að ógna núverandi viðskiptakerfi - enda græði Kína sjálft alltof mikið á því kerfi, til að það væri þess hagur að vinna því tjón.

Með því að nota hluta af hagnaði sínum af viðskiptum til að fjármagna slíka þróunarbanka sem "AIIB" og "NDB" getur Kína - að einhverju leiti nýtt fjárhagslegan styrk sinn, til að skapa góðvilja í fátækum löndum.

Það verður auðvitað að koma í ljós, með hversu snjöllum hætti Kína beitir þeim stofnunum í framtíðinni.

Kína ætli að auka áhrif sín - en án þess að ógna grunnkerfinu sjálfu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband