Gjaldþrot getur verið minnst slæma lendingin fyrir Grikkland

Við erum að tala um framhaldsprógramm upp á rúma 80 milljarða evra, sé bætt ofan á núverandi skuldastöðu Grikklands - sem sennilega færi heildarskuldastöðu upp í 200% af þjóðarframleiðslu.

  1. Sannarlega hefur Grikkland þegar 10-ára greiðslupásu á lán af 2-björgunarprógrammi Grikklands.
  2. En það verður að muna, að greiðslupásan gildir bara fyrir lánin af 2-prógrammi.
  3. Greiðsluvandræði Grikklands á þessu ári, standa í tengslum við lán af 1-prógrammi sem hafa verið að falla á gjalddaga á þessu ári.
  • Greiðsupásan þíðir því ekki -að Grikkland geiði ekki neitt á meðan- heldur einungis að landið greiði ekki af lánum af 2-lánapakka, í þau 10 ár sem greiðslupása um þau lán gildir.
  • En það hefur verið algengur misskilningur í fjölmiðlum, þar á meðal í alþjóðlegum stórfjölmiðlum, að Grikkland sé í einhverskonar - almennri greiðslupásu.
  • Ástæða fyrir þörf fyrir 3-björgun Grikklands. Er einmitt skortur á getu landsins sem hefur verið að birtast okkur sjónum, getu til að standa undir þeim greiðslum sem þegar hafa hafist, af 1-lánapakka.
  • Þ.e. auðvitað vegna þess, að sú geta er ekki til staðar, að menn ætla að fara að lána Grikklandi fyrir þeim greiðslum, af 1-lánapakka.
  1. Menn segja að Grikkland hafi ekki staðið við aðgerðapakka.
  2. Þess vegna hafi áætlanir ekki gengið upp.

En við hvað var miðað, þegar menn ákváðu greiðslubirði Grikklands, nóv. 2012?

Það var gert ráð fyrir hröðum viðsnúningi til hagvaxtar, árið í ár væri fyrsta heila árið í hagvexti, síðan mundi sá hagvöxtur aukast - - og haldast síðan stöðugur í ca. 3%, að því er best varð séð - til eilíðarnóns.

Ég taldi alltaf þessar hugmyndir - hreina fantasíu.

Það er augljóst - - að áætlanir frá nóv. 2012 um öflugan viðsnúning í Grikklandi til hagvaxtar hafa ekki staðist, né að kröftug endurgreiðslugeta myndist.

Nýjasta AGS plaggið: PRELIMINARY DRAFT DEBT SUSTAINABILITY ANALYSIS

Augljóst er, að Grikkland hefur ekki hrint í verk, nærri öllum þeim breytingum á vinnumarkaði í Grikklandi, þ.s. er fullt enn af "lokuðum geirum" - sem ætlast var til.

Það liggur gjarnan fyrir sú ásökun, að þess vegna hafi dæmið ekki gengið upp? En hefði annars sannarlega það gert. En ég er aftur á móti algerlega viss, að þær áætlanir voru aldrei raunhæfar.

Það er forvitnilegt að skoða það - hvaða land var notað sem viðmið fyrir Grikkland!

Í þessu AGS plaggi, er mjög góð lýsing á þessu: PRELIMINARY DRAFT DEBT SUSTAINABILITY ANALYSIS

  1. Bls. 9 "Medium - to long - term growth projections in the program have been premised on full and decisive implementation of structural reforms that raises potential growth to 2 percent." - - - > Takið eftir, þetta var viðmiðið. En síðan kemur sögulegur samanburður.
  2. "...real GDP growth since Greece joined the EU in 1981 has averaged 0.9 percent per year through multiple and full boom - bust cycles and TFP growth has averaged a mere 0.1 percent per year." - - - > Takið eftir, raunhagvöxtur -þegar gerð hefur verið grein fyrir öllum þáttum- hefur einungis verið 0,1% per ár, en skv. áætlun mundu aðgerðir þær sem gerð var krafa um, hækka þann árlega vöxt í 2%.
  3. "What would real GDP growth look like if TFP growth were to remain at the historical average rates since Greece joined the EU? Given the shrinking working - age population  (as projected by Eurostat) and maintaining investment at its projected ratio of 19 perc ent of GDP from 2019 onwards (up from  11 percent currently), real GDP growth would be expected to average 0.6 percent per year in steady state." - -  -> Takið eftir þessari lýsingu. Vandi Grikklands vegna fólksfjöldaþróunar, er sá - að öllu óbreyttu áætla þeir framtíðar raunhagvöxt Grikklands neikvæðan.
  4. "If labor force participation increased to the highest in the euro area, unemployment fell to  German levels, and TFP growth reached the average in the euro area since 19 80, real GDP growth  would average 0.8 percent of GDP." - - - > Að óbreyttri skilvirkni sé hámarks hagvaxtargeta Grikklands, einungis 0,8%.
  5. "Only if TFP growth were to reach Irish levels, that is, the best  performer in the euro area, would real GDP growth average about 2 percent in steady state." - - - > Ég fann þennan texta inni í greininni miðri. M.ö.o. þeir gerðu ráð fyrir að Grikkland á örfáum árum, yrði ná fram álíka skilvirkni og hagkerfið á evrusvæði með skilvirkasta mælda vinnumarkaðinn á öllu evrusvæði. Annars gat ekki dæmið gengið upp. En viðmiðið var einmitt - - að Grikkland næði meðal "TFP" vexti upp á 2%.

Það sem mér virðist þetta sýna algerlega fram á, sé að viðmiðin hafi verið gersamlega óraunhæf.

Krafan um hagvöxt langt - langt - langt umfram raunhagvaxtargetu þá sem Grikkland hefur haft sl. 40 ár.

En ég get í reynd ekki séð annað út úr því, en það að þetta viðmið hafi komið fram með þeim hætti, að menn hafi reiknað sig út frá öfugri átt, m.ö.o. hvað þarf til svo ekki þurfi að lækka höfuðstól skulda.

Það hafi verið neitunin að lækka höfuðstól skulda, sem hafi leitt það hagvaxtarviðmið fram. Ekki að það hafi verið sá skilningur, að þetta hafi verið raunhæfustu kröfurnar sem unnt hafi verið fram að leggja.

  1. En hvernig geta menn í ósköpunum vitað, að Grikkland mundi ná fram þessum hagvexti, þó svo öllum kröfum væri mætt?
  2. Þ.e. sannarlega rétt, að Spánn er nú að sína hagvöxt í líkingu við þetta - einhverjum gæti dottið í hug að segja -aha þar er sönnunin- en spænska hagkerfið stendur því gríska miklu mun framar. Spánn t.d. hefur öflug útflutningsfyrirtæki, þau voru til staðar, þannig að þá er vel framkvæmanlegt að bæta þeirra starfs skilyrði, og fá fremur fljótt inn - aukningu í útflutning, og þar með nýjan hagvöxt.
  3. En Grikkland hefur ekki slík útflutningsfyrirtæki. Grikkland hefur gríðarlega lélegan útflutning. Þann lélegasta innan ESB. Þ.e. að sjálfsögðu megin ástæða þess, að hagvöxtur í Grikklandi hefur verið í því lélega fari svo lengi - sem hann hefur verið. En punkturinn er sá, að þú býrð ekki til nýjar útflutningsgreinar á nóinu.
  4. Þá þurfa menn að gera ráð fyrir, að Grikkland laði til sín erlenda aðila - er setji þar upp starfsemi. En af hverju í ósköpunum ættu slík fyrirtæki að velja Grkkland? Alveg burtséð frá því hvort Grikkir - geri allt þ.s. þeim er upp á lagt?

En til þess að vera góður staður fyrir erlend fyrirtæki, þarf gríðarlega margt að gera í Grikklandi - - og svo óskaplega margt af því kostar stórfé, sem Grikkland á ekki.

Ég hef einfaldlega aldrei haft nokkra trú á þessu dæmi - yfir höfuð.

Bendi t.d. á, að ef gríska ríkið á að greiða af erlendum skuldum nk. áratugi 3,5% af þjóðaframleiðslu per ár, eftir ath. - að hafa skorið ríkisútgjöld miðað við upphaf kreppu sennilega um stærðir í kringum 40% - - > Þá er afar erfitt að sjá hvernig gríska ríkið á að hafa efni á því, að byggja upp innviði landsins, þannig að þeir standist þær bestu kröfur sem erlendir fjárfestar í dag gera um aðstöðu.

Að auki, þá ef aukning skilvirkni hjá gríska ríkinu á að skila sér, þarf gríska ríkið á hæfu starfsfólki að halda, eftir mikinn niðurskurð launa - gæti verið erfitt að útvega það fólk, því vanalega krefst hæft fólk hárra launa. Eins og við erum að kynnast hjá ísl. læknum og hjúkrunarfólki, er vinnumarkaður fyrir "professionals" orðinn alþjóðlegur. Slíkt fólk getur því gjarnan leitað til næsta lands, sem þíðir að heima landið verður þá að bjóða sambærileg kjör. Ég er því dálítið skeptískur á það að stórbætt skilvirkni hjá gríska ríkinu muni skila sér nærri að fullu.

  1. Ég á mjög erfitt með að sjá, að ef það á að vera stefnan, að erlendir fjárfestar komi til Grikklands í stórum stíl, til að búa til þann hagvöxt sem þarf - - að Evrópa komist hjá því, að verja gríðarlegum upphæðum til þess að byggja þá upp innviði Grikklands.
  2. Grikkir þurfa þá að fá mjög gríðarlega rausnarlega styrki frá "Þróunarbanka Evrópu" og að auki - öðru styrkjakerfi ESB. Yrði að vera nokkurs konar "Marshall Plan" fyrir Grikkland. Afar ósennilegt heilt yfir, að Grikkir mundu nettó greiða.

Það getur enginn neitað því, að Grikkland var búið að koma sér í gríðarlegan vanda, þegar í upphafi kreppu - Oliver Blanchard hjá AGS lýsir því í nokkrum orðum:

"...debt in Greece was 300 billion euros, or 130% of GDP.  The deficit was 36 billion euros, or 15½ % of GDP.  Debt was increasing at 12% a year, and this was clearly unsustainable." - "Given gross financing needs of 20–25 % of GDP, it would have had to cut its budget deficit by that amount. Even if it had fully defaulted on its debt, given a primary deficit of over 10% of GDP, it would have had to cut its budget deficit by 10% of GDP from one day to the next..."

Það sem síðar hefur gerst, að gríska hagkerfið hafi sigið um 30% síðan 2010 - - höfum í huga að upphafs halli gríska ríkisins var 10%, þá er heildarniðurskurður gríska ríkisins þegar orðinn vart undir 40%.

Og gríska ríkið þarf til viðbótar mjög líklega, að skera niður 10%. Ef það á að geta staðið undir kröfum - um að byggja upp greiðslugetu. Þá erum við að tala um, að ríkisútgjöld í Grikklandi muni þá hafa minnkað um helming.

Er einhver furða, að það sé komin þreyta í Grikki?

Sem hafa upplifað lífskjör nú skreppa saman ár frá ári, atvinnuleysi aukast ár frá ári.

Og samt hefur staðan aldrei virst vonlausari.

 

Eins og ég sé vanda Grikklands, er greiðslugeta í reynd "0"

Takið eftir lýsingunni að ofan, þ.s. fram kemur hjá starfsmönnum AGS, að miðað við núverandi ástand mála í Grikklandi. Sé hagvaxtargeta í reynd -0,6%. Eðlileg ályktun af þeirri staðreynd, er sú að greiðslugeta sé nákvæmlega - engin.

Allar fyrirætlanir um að Grikkland endurgreiði, snúast um að skapa greiðslugetu. Sem ekki er augljóslega til í dag - - vandinn er auðvitað sá, að trúverðugleika gap Grikklands er of stórt.

Þegar greiðslugetan er engin, þá vil ég meina sé ekki nóg, yfirlýsing um að Grikkland greiði ekki af núverandi lánapakka í 10 ár, meðan að greiðslur af síðasta lánapakka halda áfram að hrannast upp, svo það þarf að búa til 3-lánapakka til að lána fyrir greiðslum af 1-lánapakka.

Þegar við tökum t.d. Spán sem dæmi, þá var trúverðugleika gapið aldrei þetta risastórt, punkturinn er sá - að þegar þú ert staddur í þjóðfélagsumræðu, þá þarftu að sannfæra fólk um það að stefnan sé líkleg að ganga upp - - > Annars hrannast andstaðan upp, og vilji til að fylgja prógramminu hrynur. Sem einmitt gerðist í Grikklandi.

Vandinn er að fá fólkið til að trúa því, að þetta sé mögulegt - þá má það ekki taka margar kynslóðir, fyrir jákvæðar breytingar að skila sér. Það þarf að skila sér sýnilega þegar fyrir þá kynslóð sem í dag er ung - - > Annars mun hún styðja hverja þá uppreisn gegn prógramminu sem fram kemur.

  1. Ég sé ekki að unnt sé að brúa þetta bil, án þess að gera ráð fyrir mjög stórri skulda-afskrift.
  2. Sannarlega felur það í sér verulega afskrift skulda, þær aðgerðir sem Evrópuríki hafa þegar gripið til, sbr. lækkun vaxta sem eru mjög lágir á 2-lánapakka. Og að gefa 10 ára greiðslufrest á lán af 2-lánapakka. Það þíðir, a.m.k. um lán af 2-lánapakka, að þau eru ekki sérlega íþyngjandi í dag.
  3. En vandinn er sá, að fólk er ekki bara að horfa á nk. ár, heldur er kynslóðin sem er ung, að horfa á það - á ég að búa í Grikklandi, eða flytja annað? Dæmið getur ekki gengið upp, hafandi í huga hve hátt hlutfall Grikkja eru eldri borgarar, ef stór hluti unga fólksins flytur úr landi.
  4. Þá dugar ekki þetta 10-ára bil. Fólk þarf að trúa því að það sé framtíð. Þegar það sér þennan risastóra vegg af skuldum, þó ekki þurfi að greiða af honum strax. Þá trúir það ekki á þá framtíð - - sbr. trúverðugleika-gap.
  • Til þess að Grikkland haldi þessu unga fólki, þarf gríðarlega efnahags uppbyggingu í Grikklandi, á því er enginn vafi.
  • En ég sé ekki að sú uppbygging geti farið fram, nema og aðeins nema, ef trúverðugleika-bilið er brúað með stórri skulda-afskrift.

Eins og staðan er í dag, þarf sennilega að afskrifa skuldir Grikklands af stærstum hluta.

Þar sem ekki er vilji til þess í aðildarríkjunum, er sennilega minnst slæmt - að Grikkland fari í formlegt gjaldþrot.

  1. Það tekur auðvitað engin hátíð við í Grikklandi - - gríska ríkið þarf sennilega að endurtaka það sama og gert var á Íslandi í hruninu, að gríska ríkið taki bankakerfið yfir -en tryggi innlenda starfsemi þess.
  2. Það getur gríska ríkið einungis gert í ástandi þrots, með því að snúa til baka til drögmunnar.
  3. Dragman auðvitað gengisfellur stórt - en Grikkir eiga í dag erlendis verulegt fé sem flutt hefur sl. 5 ár út úr gríska fjármálakerfinu til annarra evrulanda. Mér skilst að það fé sé það mikið, t.d. miðað við 30% gengisfall þá hækki það í virði miðað við gríska hagkerfið sem nemur 5% af þjóðarframleiðslu. Þetta fé sé í bland í eigu einstaklinga, fjölskyldna og grískra fyrirtækja.
  4. Það verða auðvitað fyrirtæki sem lenda í vanda með greiðslur í evrum, t.d. til byrgja. En ákaflega mörg grísk fyrirtæki virðast hafa þegar tryggt sig með því að færa fé úr landi á reikninga í öðrum evrulöndum. Þannig að almennt séð getur vel verið að slík vandræði verði ekki til staðar, að fé grískra fyrirtækja erlendis - dekki þarfir þeirra til að fjármagna þeirra þarfir í evrum.
  5. Stærsti hluti skulda grískra fyrirtækja virðist innan gríska bankakerfisins, og þær mundu þá verða að drögmum - sama mundi gilda um grískar innistæður. Eina leiðin til að tryggja aðgang að þeim, eins og gert var á Íslandi í hruninu - er ef gríska ríkið skiptir yfir í drögmur. Annars mundi þurfa að loka alveg á aðgang að innistæðum. Sennilega mundu þær allar tapast. Því að gríska ríkið eftir þrot, mundi ekki hafa aðgang að evrum óháð verði. Nema með þeim hætti, sem gert var á Íslandi - að setja upp haftareglu, skylda aðila að skila gjaldeyri til seðlabankans. En það væri langt í frá nægt fé til að varðveita innistæður í evrum í grísku bönkunum. Þó svo að Dragman mundi líklega falla stórt - þar með virði innistæðna raunminnka mikið. Þá væri samt það eina leiðin fyrir gríska ríkið eftir þrot að tryggja aðgang að innistæðum, að skipta yfir í drögmur.

Í besta falli mundi gríska hagkerfið rétta við sér hægt og rólega á löngum tíma. En ég á ekki von á hröðum hagvexti, alls ekki. Það yrði allt framanaf háð ferðamennsku. Ferðamennska gæti farið í aukningu, ef það eru ekki götuóeirðir í gangi til að fæla fólk frá. Þannig að það þarf þá sennilega að hafa myndast sæmileg sátt innan gríska samfélagsins, að fara þá leið.

  • Það er betra - ef þetta er gert í einhverju samkomulagi við aðildarríkin.
  • Þannig að Grikkland hafi aðgang óskertan áfram að "Þróunarbanka Evrópu."

Það þíðir sennilega að landflótti ungs fólks verður, að einhverju verulegu leiti. Á hinn bóginn, þá gengur það unga fólk sennilega ekki að dýrum störfum erlendis!

Þannig, að ef skiptin í drögmu eru gerð í sæmilegri sátt innan samfélagsins, þannig að það sé friður innan samfélagsins - - svo að aukningin í ferðamennsku skili sér. Ætti að verða hröð fjölgun starfa í þeirri grein, og atvinnuleysi minnka því sæmilega hratt.

Sem ætti að bæta líkur þess, að unga fólkið verði heima. Það þíðir að sjálfsögðu, að fallið í Grikklandi verður ákaflega djúpt - lífskjörin sennilega fara langt niður.

Gamlingjarnir munu margir líða skort. Það getur orðið það slæmt, að full ástæða verði - til að veita matar aðstoð til eldra fólks á Grikklandi.

  • Bendi á, að 3-prógramm líklega felur í sér það djúpan niðurskurð ellilauna, að mjög margir aldraðir lenda sennilega vel undir fátæktarmörkum. Það verður sennilega þörf fyrir matar-aðstoð í báðum tilvikum.

 

En ef haldið er áfram með prógrammið?

Það er engin góð útkoma í boði. Eins og hugmyndir um prógramm liggja fyrir, þá verða inngrip kröfuhafa í stjórnun landsins - miklu meiri en áður. Það er vegna þess, að menn treysta því ekki að grísk stjórnmál hafi getu til þess að framkvæma þær breytingar sem taldar eru nauðsynlegar.

Auk þess, að 50 milljarða evra andvirði grískra eigna verði fært í sjóð, til að fjármagna endurfjármögnun grískra banka upp á rúma 20 milljarða evra. Undir stjórn kröfuhafa, verði þær eignir seldar smám saman - - mjög ólíklegt að meir fáist en fyrir þeirri endurfjármögnun. Meira að segja má vera að minna en 20 milljarðar fáist fyrir ríkiseignir með nafnvirði 50 milljarða.

  1. Vandi við þetta, er að með því að kröfuhafar taka stórum hluta yfir stjórn landsins, þá er hætta að við það krystallist andstaðan innan Grikklands við ástand mála - - og beinist gegn þeim aðilum utanaðkomandi sem þá eru að leiða það fram, sem þeir telja nauðsynlegt.
  2. Þ.e. alveg fyrirséð, að allt verður logandi í reglulegum óeirðum og fjöldamótmælum, ástand er verði vatn á myllu - öfgaafla innan Grikklands.
  3. En vandinn er enn stærri, því að sú aðferð að Grikkland sé tekið nánast yfir, er vatn á myllu öfga-afla um alla Evrópu. Og Donald Tusk sagði nokkra áhugaverða hluti um þetta um daginn, ég held að ótti hans sé á rökum reistur!

Donald Tusk warns of extremist political contagion: “I am really afraid of this ideological or political contagion, not financial contagion, of this Greek crisis,” - “It was always the same game before the biggest tragedies in our European history, this tactical alliance between radicals from all sides. Today, for sure, we can observe the same political phenomenon.” - "He said he was taken aback by a speech Mr Tsipras gave to the European Parliament last week...was loudly cheered by a large number of MEPs." - “It was the first time I saw radicals with such emotion, in this context anti-German emotion. It was almost half of the European Parliament. This is why I think nobody, but in particular Germany, are political winners in this process.” - “For me, the atmosphere is a little similar to the time after 1968 in Europe,” - “I can feel, maybe not a revolutionary mood, but something like widespread impatience. When impatience becomes not an individual but a social experience of feeling, this is the introduction for revolutions.”

Ég held að Tusk hafi rétt fyrir sér, en hafið í huga -að hann er að verja prógrammið- en samtímis er hann að fyllast af beig.

Mjög stór hópur upplifir það hvernig farið hefur með Grikkland - sem nokkurs konar svik við þá Evrópu, sem þeir töldu að sér hefði verið lofað.

Ég er að segja, að aðildarríkin ættu að afskrifa skuldir Grikklands -einnig sjálfra sín vegna- því að þetta ástand, að Grikklandi hraki áfram, kjör versni áfram, o.s.frv.

Hljóti að halda áfram!

  1. En ég sé ekki að Grikkland nái að skapa þann hagvöxt, sem reiknað er með.
  2. Þó svo að allt verði skv. fyrirmælum kröfuhafa gert, mundi sá hagvöxtur ekki verða til.
  3. Gríðarleg þjóðfélagsleg læti og pólitískur óstöðugleiki mundi sennilega samhliða standa yfir í Grikklandi - - og það eitt væri algerlega næg ástæða til að hræða fjárfesta í burtu.
  4. Umræðan mundi líklega kenna kröfuhöfum um þann viðbótar samdrátt kjara sem yrði, sem og það viðbótar atvinnuleysi er yrði. Og stuðningur við öfgaöfl mundi vaxa stig af stigi. Og í því samhengi, mótmæla og óeirða.
  5. En það eru flr. ástæður þess, að ég á ekki von á þeirri erlendu fjárfestingu er til þarf, sbr. að grísk yfirvöld trauðla munu geta haldið við innviðum Grikklands - eftir 50% niðurskurð útgjalda, hvað þá sett fé í að bæta þá innviði. Þannig að án mjög mikils fjárstuðnings við þá innviði frá aðildarríkjunum - mundi þeim innviðum hnigna. Sem mundi hafa sjálfstæð áhrif til að fæla aðila frá Grikklandi.
  6. Að auki, eftir 50% niðurskurð útgjalda, er erfitt að sjá að gríska ríkið geti ráðið til sín það hæfa fólk, sem til þarf ef gríska ríkið á að verða skilvirkt - sæmilega. Það sé því ósennilegt að gríska ríkið nái að byggja upp samkeppnishæft viðmót gagnvart aðilum er vilja eiga viðskipti við Grikkland - nema að veruleg fjárhags aðstoð mundi koma til, frá Evrópulöndum svo gríska ríkið geti varið fé sem til þarf svo sú skilvirkni skili sér.

Þannig að ég er fremur viss um, að án stórrar afskriftar - - sé trúverðugleika-gapið of stórt.

Andstaða almennings verði of mikil - - án verulegrar mikillar minnkunar trúverðugleika gaps sé ósennlegt að unnt sé að afla stuðnings grísks almennings við aðgerðir.

Og meðan að trúverðugleika-gapið viðhaldist á þeim skala sem það er, þá sé ósennilegt að fjárfesting sem til þarf - skili sér.

  • Það sé eiginlega orðin forsenda þess, að viðsnúningur geti hafist, að stór afskrift fari fram. Til að minnka trúverðugleika-gapið.
  • En einnig svo að unnt sé að skapa stuðning innan Grikklands meðal almennings, fyrir aðgerðum til að bæta skilvirkni gríska hagkerfisins.

Uppbygging Grikklands m.ö.o. geti ekki heppnast án stórrar afskriftar.

 

Niðurstaða

Við vitum öll af því að formlegar viðræður um 3-björgun Grikklands hefjast í nk. viku. AGS hefur látið þau boð út ganga, að núverandi skuldastaða -þó fullt tillit sé tekið til þess að lán af 2-lánapakka hafa verið á 10 ára greiðslufresti, og að vextir hafi verið lækkaðir og lán lengd - - > Þá sé framreiknuð skuldastaða samt ósjálfbær.

Eins og AGS segir frá raunstöðu gríska hagkerfisins.
Þá er hagvaxtargeta ekki í reynd til staðar.

Sem eðlilega leiðir fram þá ályktun, að greiðslugeta í reynd sé - engin.

Mín skoðun er að það séu bara 2-raunhæfir valkostir, A)Gjaldþrot, eða, B)Að strax verði framkvæmd mjög stór afskrift skulda Grikklands.

Ég sé ekki alveg fyrir mér hversu stór hún þarf að verða. En miðað við það að gríska hagkerfið að óbreyttu skv. AGS hafi neikvæða raunhagvaxtargetu upp á -0,6%.

Þá er í reynd eðlileg ályktun, að segja að annað af tvennu þurfi að koma til greiðsluþrot eða að skuldirnar séu nærri því alfarið afskrifaðar.

En allar hugmyndir þess efnis að Grikkland endurgreiði, snúast um að skapa hagvaxtargetu í Grikklandi - - umfram það sem nokkru sinni hefur verið til staðar í gríska hagkerfinu.

Er unnt að byggja áætlanir um endurgreiðslu, á því sem aldrei hefur verið til?

Getur það verið raunhæft viðmið?

Það neitar enginn því, að þörf sé fyrir Grikkland að bæta sig. En ég bendi t.d. á að Írland á sínum tíma, það tók 20 ár í sambærilegt ferli og Grikkland á nú að ganga í gegnum á minna en 5 árum.

Og Írland var þá ekki með risastórar skuldir til að fæla frá fjárfesta. Getur sambærileg aðlögun fyrir Grikkland, gengið upp í því ástandi - - að skuldastaða langt umfram það sem raunhæft getur talist, samtímis eyðileggur alla möguleika Grikklands á trúverðugleika?

Ég sé ekki að slíkt ástand sé líklegt að leiða til fjárfestinga, algerlega burtséð frá því hve duglegir Grikkir væru við það að framkvæma þær innri breytingar er þeim væri upp á lagt.

Meðan menn sjá enga von sem lifa og starfa í Grikklandi, þá muni svo stór inngrip í málefni Grikklands, einungis leiða til þess - að andstaða við breytingar krystallast í andstöðu við aðgerðir kröfuhafa; það verði vatn á myllu öfga-afla í Grikklandi, og um Evrópu alla.

Ég sé ekki að 3-láns prógramm sé líklegt að leiða til góðs. Án hagvaxtar, kalli 10% viðbótar niðurskurður fram enn frekari samdrátt í gríska hagerfinu. Kannski minnkar það um 15-20% til viðbótar. Við þau nærri 30% í samdrætti er þegar hafa orðið.

Og nokkur viðbótar prósent bætast við allar atvinnuleysistölur. Sem og að bætur verða skertar, til allra á bótum - - aldraðra sem annarra.

  1. Of mikil hætta sé á að - engin leið verði til að ná fram jafnvægi í gríska hagkerfið, stöðva samdráttinn.
  2. Á endanum verði einhverskonar samfélags hrun, og Grikkland verði að misheppnuðu ríki.

Ég lít á gjaldþrots leiðina, sem aðra þeirra leiða sem unnt sé að feta, til að forða því að Grikkland verði - misheppnað ríki.

Hin tæknilega færa leiðin er að sjálfsögðu - mjög stór afskrift skulda. Ef frysting er lengd í 20 ár. Þá þarf það að gilda fyrir allar skuldir, grunar mig. Og vera til staðar vilyrði sem unnt er að treysta, að nauðsynlegar afskriftir fari fram.

En AGS hingað til samþykkir ekki slíkt, og Seðlabanki Evrópu þykist eiga að vera jafngildur hvað það varðar.

  • Þá sé greiðslubirðin líklega samt of þung - ef einungis lán í beinni eigu aðildarríkja eru fryst.
  • Gjaldþrot geti því verið eina færa lausnin, eins slæmt og ástand mál er orðið.

Það er enginn vafi á því, að Grikkir sjálfir bera mestu sökina á því, að þeir lentu í þessum vanda. Á hinn bóginn stoðar lítt að vera að pyrrast yfir því atriði, því augljóst sé að engin leið sé að krafa um endurgreiðslur gangi upp.

Tilraunir til að þvinga fram greiðslugetu, skapi of mikla hættu á samfélagsrofi í Grikklandi - því að Grikkland verði að misheppnuðu ríki, og að auki þær tilraunir eru vatn á myllu öfga-afla um Evrópu alla. Þar er um að ræða samtón öfga-afla til hægri og vinstri, eins og Tusk nefnir að ofan, er klárt um að ræða hættulega þróun fyrir Evrópu að þau öfga-öfl eflist frekar en orðið er.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Minnst slæma" = "skásta". 

Ómar Ragnarsson, 19.7.2015 kl. 18:04

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eða "illskásta". 

Ómar Ragnarsson, 19.7.2015 kl. 18:04

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eitthvað í þá áttina.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.7.2015 kl. 18:32

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk fyrir þessa grein Einar Björn. Það er alveg ljóst að Grikkland er ekki í öfundsverði stöðu og er ég á því að það eina sem gæti komið þeim af stað aftur er að taka þetta í sínar eigin hendur eins og þú bendir réttilega á. Einhverstaðar byrjar allt og tíma mun það svo sannarlega taka að endurreisa inniviðina á ný. Tíma, en ekki endir og er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um það.

Góðir hlutir gerast hægt...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.7.2015 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband