Ofurlaunin í Noregi geta verið búin á næsta ári

Ég er að vísa til áhrifa samkomulags Vesturlanda og Írans. En ef einhver man eftir því, þá er Noregur olíuríki. Það þíðir að norskur efnahagur er verulega háður verðlagi fyrir olíu. Sannarlega gefur olíusjóður Noregs, Norðmönnum mikið borð fyrir báru - þegar koma sveiflur í olíuverði.

  • En það borð er ekki án takmarkana.

Það sem þarf að hafa í huga er að olíuvinnsla Norðmanna er ákaflega kostnaðarsöm, sem þíðir að sennilega er hún þegar rekin með tapi. Sem er allt í lagi, ef um er að ræða skammtíma niðursveiflu í olíuverði eða a.m.k. ekki sveiflu sem er lengri en nokkur ár - - en ef er um að ræða verulega lengri sveiflu en nokkur ár; þá vandast málið.

  1. Mér virðist einmitt, samningur Vesturlanda og Írans, valda slíkri langri sveiflu á olíuverði.
  2. M.ö.o. sennilega eiga Norðmenn engan valkost en að verulega lækka lífskjör.
  3. Fara í almennan niðurskurð ríkisútgjalda - þar með í heilbrigðiskefinu.
  4. Sem þíði, að þessi mikla eftirspurn er hefur verið eftir hjúkrunarfræðingum erlendis frá - - þá hættir.
  5. Auk þess, að þau ofurlaun í Noregi er hafa verið í boði, sennilega hætta.

 

Hvaða atriða er ég að vísa til í afleiðingum samkomulags Írans og Vesturlanda?

  1. "Bijan Zanganeh, Iran’s oil minister, is confident it can swiftly raise output and exports, by as much as 1m barrels a day."
  2. "A release of 40m barrels of oil stored on Iranian tankers is also thought likely, weighing further on prices."
  3. "He wants western expertise to revive Iran’s ageing fields and creaking infrastructure, and restore its position as the fourth biggest producer after Saudi Arabia, the US and Russia."
  4. "The goal is to increase output by 50 per cent in just five years, to as much as 5m b/d."

Vestræn olíufyrirtæki eru nú að banka að dyrum hjá Írönum, og bjóða fjármagn gegnt því að fá hlutdeild í hagnaði Írana af olíuvinnslu. Höfum í huga að íranska olían er úr þekktum lindum, og þær lindir eru á landi, margar þeirra tiltölulega nærri sjó, á láglendi.

Þegar er löngu búið að afskrifa kostnað við það að leita eftir olíu þarna. Einungis þarf að endurnýja búnað - setja upp búnað til að bora lárétt út frá holunum, til að ná inn enn meiri olíu per holu - þekking sem vestræn fyrirtæki hafa yfir að ráða.

Svo má vera að endurnýja þurfi eitthvað af leiðslunum, en það þarf ekki að vera.

En punkturinn er sá, að kostnaður við að koma þessari olíu á markað, og við að koma henni upp úr Jörðinni - - er miklu mun lægri en sambærilegur kostnaður Norðmanna. Þar verður því hagnaður, þó olíuverð verði umtalsvert lágt.

  • En fyrsta höggið verður að sjálfsögðu þessar 40 milljón tunnur, varðveitt á olíuskipum, sem Íranar byrja að selja inn á markaði, þegar nk. ár - þegar refsiaðgerðir fara niður á nk. ári.
  • Sú olía, fer eftir því hve hratt hún er sett inn á markaði, mun þegar hafa áhrif á markaði til lækkunar olíuverðs nk. ár.
  • Svo fer smám saman aukning vinnslu Írana að detta inn.
  1. Útkoman verður sennilega langvarandi lækkun olíu.
  2. Sem sennilega setur Norðmenn í mikinn vanda.
  3. En þó olíusjóðurinn sé digur, þá getur hann ekki haldið uppi lífskjörum á núverandi standard í Noregi, sem og ríkisútgjöldum Noregs í sömu stöðu og nú, að auki fjármagnað uppihald olíuiðnaðar Noregs - - í sennilega ca. 20 ár af miklum rekstrarhalla; án þess að mjög verulega mundi ganga á þann sjóð.
  4. Ég held það sé gersamlega augljóst, að Norðmenn munu grípa til verulegs niðurskurðar lífskjara nk. ár og ríkisútgjalda og norki olíuiðnaðurinn mun fara í mikinn samdrátt, til að varðveita olíusjóðinn.
  5. Mig grunar að Íslendingar mundu eyða sjóðnum, en ég held að Norðmenn muni frekar sætta sig við nokkur ár af verulega lakari kjörum - en að varpa sjóðnum fyrir róða.

Það þíðir væntanlega að þær væntingar um ofurlaun í Noregi sem íslensk hjúkrunarfólk hefur, sennilega munu verða fallít - jafnvel þegar nk. ár, eða fyrir lok nk. árs.

Sannarlega eigum við ekki að fagna því, að verr gangi hjá Norðmönnum. Á hinn bóginn, hefur þeirra mikli uppgangur valdið okkur hér - nokkrum óþægindum - þó á móti hafi það sennilega einnig að einhverju leiti gagnast Íslandi, að Íslendingar hafi getað farið til Noregs, til að vinna þar - - meðan t.d. ísl. kreppan var í gangi.

En ekkert góðæri er án enda! Ekki það norka heldur.

 

Niðurstaða

Ekki misskilja þetta svo, að olíuævintýri Norðmanna sé alveg búið. Það sem Norðmenn eru að lenda í, að það koma sennlega 20-ár þegar það mun ekki borga sig efnahagslega að vinna olíuna sem er undir hafsbotninum. Þar sem kostnaður við vinnslu, verður verulega hærri en það verð sem þeir geta fengið.

Þessi tími mun taka enda, en í ljósi aðstæðna nú á olíumarkaði, að þegar losnar um mikið magn olíu sem Íran hefur varðveitt óselt - á nk. ári. Og síðan mun vinnsla Írana að auki aukast hratt nk. ár - - ekki má gleyma því að "Fracking" þ.e. vinnsla á leirsteini þar sem finna má olíu með svokkallaðri "fracking" aðferð, hefur verið hrein viðbót við þá olíu er hefur verið á markaði. Sú vinnsla fer sennilega í samdrátt, en hættir örugglega þó ekki.

Sennilega mun lágt olíuverð hjálpa mjög hagkerfi þeirra landa sem eru neytendur á olíu. Sem þíðir að eftirspurn mun vaxa -þó það sé slæmt frá gróðurhúsaáhrifum- þá sé mjög sennilegt að lága verðið hvetji mjög til aukinnar neyslu á olíuvörum. Sem þíðir, að verðið mun aftur fara að stíga - - en það mun taka samt nokkurn tíma.

  • Það þíðir, að mig grunar sterklega að Norðmenn séu að horfa fram á 20 ár af tapi á olíuvinnslu.
  • Og það sé of langt tímabil, þ.e. að reka hagkerfið með miklu tapi í 20 ár mundi ganga harkalega á þeirra olíusjóð, þ.e. að tappa af honum til að halda uppi lífskjörum yfir það tímabil - tappa af honum til að borga halla af ríkissjóði er án vafa yrði - og tappa af honum til að halda uppi iðnaðinum yfir tímabilið.
  • Þeir muni tel ég víst, skera niður - - til að minnka takið á sjóðnum. Þar með lækka ríkiútgjöld, þar með talið - örugglega skera niður í heilbrigðiskerfinu, þar með hverfi sú mikla eftirspurn í þeirra heilbrigðiskerfi eftir læknum og hjúkrunarfólki erlendis frá og ofurlaunin hverfa einnig. Og þeir muni lækka almenn lífskjör í Noregi töluvert, einnig til að varðveita sjóðinn. Og ekki síst, halda öllum olíuiðnaðinum í algeru lágmarki, reka hann á -beininu- nk. 20 ár, einnig til að spara sjóðinn.
  • Sem mundi auðvitað þíða - - töluvert atvinnuleysi allt í einu í Noregi.

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvað gerist með húsnæðisverð þar. En það hefur verið gríðarlega hátt - m.a. vegna þess að í Noregi, þá fá húsnæðiseigendur að draga mikið af kostnaði við húsnæðislán frá skatti. En ég velti fyrir mér, hvort Norðmenn hafa efni á því fyrirkomulagi yfir krepputímann!

Það gæti þá komið upp erfiðleikar í bankakerfinu í Noregi.

Þetta kemur allt í ljós.

Íslendingarnir í Noregi fara þá sennilega að snúa heim á nk. ári!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband