Putin sennilega er sá sem mest tapar á samkomulagi Írans við Vesturlönd

Þarna er ég að vísa til afleiðinga sem samningurinn við Íran, mjög sennilega hefur á alþjóðlegt verðlag á olíu og olíuvörum. En enn þann dag í dag, er ástand mála svo að nærri 70% gjaldeyristekna Rússlands - kemur frá olíu/olíuvörum og gasi.

  • Enda sýnir það sig í hegðan Rúbblunnar, að þegar olíuverð féll - féll gengi Rúbblunnar.

Þetta er mjög sambærilegt við það ástand sem við Íslendingar þekktum á árum áður, þegar fiskur var 70% okkar gjaldeyristekna - þá varð krónan að lækka um leið, og ástand versnaði hjá okkar sjávarútvegi.

  • En Ísland hefur 300þ. hræður, dverghagkerfi - - Rússland hefur nærri 150 milljón íbúa.
  • M.ö.o. þá ætti svo risastórt land, ekki að hafa svo einhæfa útflutningsatvinnuvegi.

Það hlýtur að vera réttmætt að gagnrýna Pútín fyrir, þ.s. hann hefur stjórnað nú í rúm 20 ár, að enn er Rússland með sambærilegt hagkerfi og þegar hann tók við stjórnartaumum.

Íslendingum hefur aftur á móti tekist, að minnka hlutfall sjávarútvegs - - niður í um 30% útflutningstekna. Ekki með því að sjávarútvegur hafi hrunið, heldur með því að - nýir atvinnuvegir hafa bæst við.

  1. Af hverju hefur Putin ekki byggt upp nýja útflutninsatvinnuvegi í Rússlandi yfir það tímabil sem hann hefur stjórnað?
  2. Mér virðist skv. þessu, að Pútín hafi setið með hendur í skauti. Og algerlega sólundað góðærinu þ.e. frá 2003 þegar innrás Bush í Írak hefst, verður sprenging í heims olíuverði, og síðan helst verðlag mjög hátt - - alveg til sl. árs. Ég sé ekki betur en að Pútín hafi gersamlega sólundað því tækifæri, til að fjárfesta í innviðum Rússlands sem hann fékk, þess í stað er gríðarlegum upphæðum sólundað í hluti sem engu máli skipta, sbr. vetrarólympíuleika í Sochi, síðan ætlar Rússland að halda dýrum dómum, heims meistaramótið í fótbolta. Og Rússland viðheldur -milljón manna her- þó verðmæti rússn. hagkerfisins mælt í dollar, sé minna en dollara verðmæti hagkerfis Ítalíu. Auk þess að viðhalda mjög kostnaðarsömum kjarnorkuherafla frá Sovétímanum, og framleiða nýja kynslóð kjarnorkukafbáta og dýrra vígtóla. Allt með þetta veika hagkerfi. En samtímis eru lífslíkur eigin landsmanna - - enn þær lægstu í Evrópu, heilsufarsástand þjóðarinnar er skandall. Það hefur nær ekkert lagast sl. 20 ár.
  • Miðað við þessar staðreyndir, skil ég ekki - af hverju sumir horfa rósrauðum augum til stjórnunar Pútíns á Rússlandi.

http://www.eia.gov/beta/international/analysis_includes/countries_long/Iran/images/oil_fields.png

Af hverju veldur samningurinn við Íran, hruni á olíuverði?

En skv. fréttum eru nú helstu olíufyrirtæki heims að banka upp hjá írönskum yfirvöldum, og bjóða fram sína peninga - - gegn því auðvitað að fá að njóta verulegs hluta þeirrar aukningar í ágóða af þeim olíulindum sem finna má í Íran.

Íranir vonast eftir mjög verulegri aukningu í vinnslu olíu nk. 5 ár.

Ég held að þær vonir geti vel staðist, því að vinnsla á olíu hefur liðið mjög mikið fyrir refsiaðgerðir þær sem Íran hefur verið undir sl. 30 ár.

Mikið af innviðum á vinnslustigi - eru lélegir orðnir. Auk þess að bortækni hefur fleygt fram, sem hefur gert mögulegt að ná úr lindum olíu er áður var ekki mögulegt - auka nýtingu þeirra m.ö.o.

Þarna séu því án nokkurs vafa miklir möguleikar - sem unnt sé að leysa úr læðingi. Því við erum að tala um -þekktar lindir- að auka nýtingu brunna þegar í notkun, eða koma þeim í noktun sem ekki hefur verið unnt að níta vegna lélegs ástands olíuvinnslutækni í Íran.

Iran: The oil and gas multibillion-dollar ‘candy store’

  • "in the days and weeks before Tuesday’s nuclear deal between the west and Iran, a steady trickle of visitors from some of the world’s largest energy groups have flown into Tehran."
  • "As one senior western executive puts it, few of the industry’s big players can ignore the “candy store” that is Iran..."
  1. "Bijan Zanganeh, Iran’s oil minister, is confident it can swiftly raise output and exports, by as much as 1m barrels a day."
  2. "A release of 40m barrels of oil stored on Iranian tankers is also thought likely, weighing further on prices."
  3. "He wants western expertise to revive Iran’s ageing fields and creaking infrastructure, and restore its position as the fourth biggest producer after Saudi Arabia, the US and Russia."
  4. "The goal is to increase output by 50 per cent in just five years, to as much as 5m b/d."

Mér finnst það ekkert endilega óraunhæft, að Íran nái aftur að flytja út 5 milljón föt á sólarhring, þ.e. 50% aukning.

Olían er þarna án vafa, Íran hafði þennan útflutning - áður en Íran/Íraks stríðið hófst, sem orsakaði miklar skemmdir á olíu-iðnaði Írans. Skemmdir sem víð enn í dag, hafa ekki allar verið viðgerðar. Vegna refsiaðgerðanna gagnvart Íran.

40 milljón tunnur í olíuskipum, sem Íran hafði ekki náð að selja vegna refsi-aðgerða. Getur þá komið inn á markaðinn, frekar fljótlega á - nk. ári. Þó rökrétt sé að dreifa sölu þeirrar olíu yfir eitthvert tímabil - - þá ætti það að stuðla að verðlækkun þegar nk. ár.

Síðan smám saman getur framleiðslan úr írönskum brunnum aukist, en það ætti ekki að taka mjög langan tíma, þ.s. einungis er verið að tala um að - - bæta þann búnað sem er við brunna sem þegar eru í noktun, eða eru til staðar og unnt að endurræsa með nýjum búnaði.

Ef erlendu olíufélögin setja kraft í þetta, þarf það ekki að taka - verulega langan tíma.

  1. Höfum í huga, að þ.s. þetta er vinnsla á landi.
  2. Þá þolir hún verulega lægra olíuverð en er í dag, og samt skilar hagnaði.

Þetta gæti skilað mjög verulegum lækkunum heims olíuverðs nk. 5-10 ár.

Til viðbótar við þær lækkanir er þegar hafa komið fram.

Og örugglega hefst veruleg lækkun þegar nk. ár, þegar Íranar hefja sölu uppsafnaðra birgða í olíuskipum sem hafa safnast upp, ekki verið unnt að selja.

  • Þetta er hvers vegna - ég segi Pútín þann sem mestu tapar.

En framreiknað er Rússlands Pútíns, sennilega greiðsluþrota - - nema að olíuverð á heimsmörkuðum hækki að nýju. En þess í stað munu þau sennilega lækka frekar nk. ár, og haldast verulega lægri en nú a.m.k. nk. 10 ár, ef ekki lengur.

 

Niðurstaða

En það er ekki bara Pútín, sem tapar á því að losni um stífluna vegna viðskiptahaftanna sem Íran hefur verið undir. Þegar heims olíuverð lækkar líklega þegar nk. ár. Og síðan verða sennilega frekari lækkanir áfram, eftir því sem olíuvinnsla Írana eykst frekar nk. ár - þegar búnaður vinnslu verður endurnýjaður, og framleiðsla úr brunnum - stóraukin. Sem lítill vafi getur verið um, að mjög vel sé mögulegur.

Fleiri lönd sem tapa:

  1. Noregur: en þar er vinnsla mjög dýr. Þ.e. olía unnin úr sjó, með ákaflega kostnaðarsömum hætti. Ef verð lækka verulega til viðbótar. Er enginn vafi að vinnsla í Noregi verður rekin með mjög miklu tapi. Og þá mun ganga á olíusjóð Norðmanna. Þeir munu þurfa að nota fé, til að halda iðnaðinum gangandi. Enda hækkar olíuverð einhverntíma aftur. En það gæti tekið lengri tíma en áratug að skila sér. Sem þíðir, að Norðmenn þá verða að verulega lækka lífskjör í Noregi. Norðmenn munu sennilega upplifa þ.s. kreppu. En það þíðir væntanlega - - að hin norsku ofurlaun hætta. Þau sem hafa verið að laða t.d. hjúkrunarfræðinga héðan. Ísland þarf sennilega bara að halda út í 1-ár áður en að fólk sem starfar í heilbrigðis kerfinu hér mun stara fram á nýja og breytta heimsmynd.
  2. Aðrar olíuframleiðsluþjóðir, sbr. Saudi Arabíu, en mér skilst skv. núverandi olíuverði sé halli á ríkissjóði Saudi Arabíu verulegur - vegna kostnaðar í ríkisútgjöldum. Þeir eiga þó verulega mikið af peningum. Og þeir sjóðir taka tíma að ganga til þurrðar. En þeir geta á sama tíma ekki - - eytt þeim með þeim hraða sem þeir nú gera. Verða að minnka -grunar mig- þann halla. T.d. draga úr hernaðarútgjöldum. Nefna má Vensúela sem þegar hefur verið á brún gjaldþrots. Síðan má nefna aðrar þjóðir sem stunda vinnslu úr sjó, t.d. Brasilíu og Mexíkó. Og vinnsla í Kanada á olíusandi, mun ekki verða endurræst fljótlega. Og væntanlega verða áfram erfiðleikar í olíuvinnslu í Bandaríkjunum - - þ.e. "shale" eða "fracking" er kostnaðarsöm aðferð. Vinnsla þar mun sennilega smám saman dragast saman. Á hinn bóginn samt sem áður nettó græða Bandaríkin á því að heims olíuverð lækki þetta mikið.

Þrátt fyrir lágt olíuverð. Mun gróði Írana samt örugglega verða mikill. Vegna þess að Íranar eru ekki að leita að nýjum brunnum. Þeirra vinnsla er á landi. Brunnarnir eru ekki fjarri strönd. Mjög aðgengilegir m.ö.o. - - allt og sumt, sem þarf - er nýr búnaður. Vegna nálægðar brunnanna við strönd, þarf ekki verulega langar leiðslur.

Kostnaðurinn er því tiltölulega lítill.

Hagnaðurinn verður því örugglega mikill, hjá Íran og olíufélögunum þar.

Þrátt fyrir að olíuverð verði sennilega töluvert verulega lágt nk. 10 ár, og örugglega mun það einungis hækka í rólegheitum nk. 20.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband