Manni virðist brotthvarf Grikkja úr evrunni nánast örugg útkoma

Stóra vandamálið í Grikklandi þessa stundina, er lokun bankanna sem enn er í gildi, síðan eru þröngar skorður við úttektum úr hraðbönkum. Auk þess, hafa grískir bankamenn varað við því - að sennilega klárist lausafé í miðri þessari viku: "Two senior Athens bankers said the country had only enough cash to keep ATMs supplied until the middle of next week.". - Frá sl. viku.

Germany Maintains a Hard Line on Greece Debt After Vote

Germany, France press Greece to make credible proposals

 

Þetta veldur óskaplegum vandræðum í gríska hagkerfinu

Munum eftir því að á Íslandi voru bankarnir ekki lokaðir, einn einasta dag. Enda gat Ísland í krafti seðlabanka er getur prentað sinn eigin gjaldmiðil - tryggt lausafé í bönkum og fjármálastofnunum, auk þess að unnt var að tryggja allar innistæður að fullu, þannig tryggja að þeim fullan óhindraðan aðgang. Þetta var algert lykilatriði í því að draga úr efnahagstjóni vegna bankahrunsins, að það tókst að halda bankaþjónustu gangandi og viðhalda fullum aðgangi að reikningum.

  • Ástæða þess að bankarnir verða vera lokaðir á Grikklandi, er að Seðlabanki Evrópu hefur síðan mánudag í sl. viku - - neitað að hækka heimild þeirra til neyðarlána.
  • Það þíðir einfaldlega, að ef ekki væru strangar takmarkanir á úttektum af reikningum, mundu allir grísku bankarnir hrynja eins og þeir íslensku, nánast samstundis.
  1. Og það er afar fátt sem bendir til þess, að þeir geti opnað að nýju.
  2. Nema að Grikkland, taki aftur upp Drögmu.

En meðan aðgangur að reikningum er takmarkaður. Þá geta fyrirtæki ekki greitt birgjum, eða af lánum, eða laun -nema að litlum hluta. Þannig að vörur fer mjög fljótlega að skorta. Auk þess að þau geta ekki útvegað sér, nægar rekstrarvöru. Þau fara því að loka unnvörpum, mjög fljótlega.

Síðan lendir þetta á almenningi með þeim hætti, að fá ekki laun greitt nema að litlum hluta, geta ekki greitt af lánum, neysla hlýtur að vera í algeru lágmarki auk þessa -vegna þess að sennilega hefur almenningur varla næga peninga fyrir brýnustu nauðsynjum, hvað þá öðru.

Þetta ástand á eftir að versna til mikilla muna. Þegar lausafé klárast alfarið í bönkunum.

Það er ekki flóknara - að allt hagkerfið nemur staðar.

Ég er ekki viss um að Grikkland haldi út vikuna, án þess að hætta í evrunni.

 

Niðurstaða

Það er forvitnilegt að fylgjast með lausafjár kreppunni á Grikklandi sem nú geisar. Í ljósi þess að pínulitla Ísland, gat auðveldlega forðað því að lenda í sambærilegum vanda. En það getur Grikkland ekki - - eftir að Seðlabanki Evrópu hefur lokað á landið. Og "ECB" opnar vart aftur dyrnar, fyrr en samist hefur að nýju milli aðildarlanda evru og Grikklands.

En slíkt samkomulag virðist - afar ósennilegt, úr því sem komið er.

Skv. fréttum, virðast þýsk stjórnvöld í óða önn, að undirbúa brotthvarf Grikklands úr evru.

Það virðist afar fátt geta forðað þeirri útkomu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Minnug okkar áfalli við hrunið,væri ég meira en tilbúin að fallast á stuðning ef við ættum eitthvað aflögu.það væri þá helst Makríllinn sem ekki selst,en það væri svo gulltryggt að hann kæmist til skils. 

Helga Kristjánsdóttir, 7.7.2015 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband