Nei virðist hafa unnið í kosningunum á Grikklandi! Alveg burtséð frá úrslitum er Grikkland í alvarlegum vanda statt

Breyti færslunni í samræmi við nýjustu fréttir: En nei virðist hafa forskot upp á 63,5% þegar 95% atkvæða hafa verið talin, og nánar tiltekið hafi -Nei- unnið í öllum kjördæmum Grikklands.

Það á eftir að koma í ljós hvað akkúrat - sigur "nei" þíðir! Tsipras talaði í kosningabaráttunni, eins og það þíddi ekki endilega - út með evru. Heldur að með sigri -nei- hefði hann nýtt vopn fyrir frekari viðræður við aðildarríkin.

Á hinn bóginn vorðast fyrstu viðbrögð t.d. þýskra stjórnvalda afar neikvæð. Eitthvað á þá leið, að Grikkir hefðu sagt sig úr lögum við Evrópusambandið.

Greeks defy Europe with resounding referendum 'No'

No vote puts Greece’s euro future in doubt

------------------------Restin af færslunni sú sem ég skrifaði fyrr í dag

Skv. fréttum eru Grikkir spurðir um álit á -úrslitakostum kröfuhafa- eins og þeir lágu fyrir áður en slitnaði úr samningaviðræðum fyrir sl. helgi. Á hinn bóginn liggur sá valkostur ekki endilega fyrir akkúrat með þeim hætti - þ.s. m.a. það "tilboð" fól í sér að gengið væri frá samkomulagi við Grikkland -áður en 2-björgunarprógramm Grikklands mundi renna úr- sem það gerði sl. þriðjudag.

  1. Punkturinn er sá, að ef Grikkir segja -já- þá mun þurfa að búa til nýtt samkomulag um skuldamál Grikklands, á nýjum grunni sem kröfuhafar mundu þurfa að búa til. Því eftir allt saman, er margt breitt síðan -tilboð- kröfuhafa var lagt fram með -Grikkjum sagt að samþykkja eða hafna.-
  2. En þá mundi þurfa að búa til -nýtt björgunarprógramm- sem mætti nefna, 3-Björgun Grikklands. Vegna þess að 1)gríska hagkerfið er nú í frjálsu falli vegna peningaskorts innan hagkerfisins, eftir að allar bankainnistæður voru frystar, 2)og það þíðir náttúrulega, að skuldaklafi Grikklands hækkar enn miðað við landsframleiðslu vegna hins nýja samdráttar, og ekki síst 3)vegna þess að 2-Björgun Grikklands rann út, þá sárvantar Grikkland það fé sem eftir var í þeirri áætlun -en ekki lengur stendur til boða- því að Grikkland getur ekki fjármagnað greiðslur af lánum frá 1-Björgun Grikklands, lán sem þegar eru farin að falla á gjalddaga. Þess vegna skulda Grikkland nú AGS greiðslu frá sl. mánaðamótum, og að óbreyttu mun skulda aðra greiðslu eftir rúma viku, og síðan síðar í mánuðinum enn stærri greiðslu af láni í eigu Seðlabanka Evrópi.
  3. M.ö.o. menn voru farnir að lána Grikklandi til að greiða af lánum frá 1-Björgun. Til þess að kóróna vitleysuna.
  • Ef við ímyndum okkur -já- þá mun þurfa að verja tíma til að búa til 3-Björgun Grikklands.
  • Það mun alveg pottþétt taka verulegan tíma, en fyrir liggur ný skýrsla frá AGS þess efnis - - að lagt er til að skuldir Grikklands verði afskifaðar um 30% af þjóðarframleiðslu + að lán verði fryst um 20 ár + lán verði lengd í 40 ár sem ég reikna með að þíði að AGS geri ráð fyrir að Grikkland greiði bara vexti fyrri 20 árin, en vexti + af höfuðstól hin seinni 20.
  • Hingað til hafa Þjóðverjar alls alls ekki tekið í mál, að skera formlega af höfuðstól skulda. Þannig að ljóst er - - að ef aðildarlöndin vilja fá AGS með - áfram. Þá liggja fyrir erfiðir samningar milli aðildarlandanna og AGS, um fyrirkomulag hinnar nýju björgunaráætlunar. Ef af verður.
  • Í því spili reikna ég fremur með að grísk stjórnvöld væru -áhorfendur- frekar en beinir þátttakendur. Enda væru þau að taka við -fyrirmælum- fremur að þau raunverulega væru jafnrétthár aðili að samningum. Ef við gerum ráð fyrir - já- útkomu.

Allan tímann væri gríska hagkerfið í frjálsu falli, á meðan. Því að án samkomulags vill Seðlabanki Evrópu ekki lyfta frekar heimildum grísku bankanna, um neyðarlán. Og þá fá grísku bankarnir ekki frekara lausafé. Og lausafjárvandræði innan gríska hagkerfisins - þá ágerast sífellt. Með sífellt og hratt versnandi afleiðingum fyrir atvinnuástand og almennt ástand efnahagsmála. Sem mundi að sjálfsögðu flækja málin enn frekar.

Ástandið á Grikklandi mundi fyrir bragðið geta orðið mjög herfilega slæmt. Ef samningaviðræður þær dragast umtalsvert á langinn.

  1. En menn hafa verið að vara við afleiðingum þess - - ef Grikkland kúplar yfir í drögmu.
  2. En ég held að -já- geti haft töluvert verri afleiðingar, ef maður tekur tillit til þess, að það mun þurfa að búa til nýtt samkomulag aðildarríkjanna og AGS - - og allan tímann meðan þær viðræður standa yfir, mun óhjákvæmilega standa yfir hratt versnandi lausafjárkreppa í gríska hagkerfinu. Sem þíðir -hraðan og sífellt hraðari samdrátt.
  3. Auðvitað samtímis, gríðarlegan rekstrarvanda alls hins opinbera á Grikklandi, hratt vesnandi auk þessa. Hagkerfið gæti farið að leita í barter.

 

Ef Grikkir segja -nei- dettur mér ekki að halda fram, að þá drjúpi smjör af greinum: En með snöggri upptöku Drögmu er a.m.k. unnt að forða -lausafjárkreppu- í gríska hagkerfinu. Og þeim gríðarlega lamandi áhrifum á hagkerfið sem hún mundi skapa. Sem og þeirri bylgju af nýju atvinnuleysi sem slík lausafjárkreppa mundi valda. Ekki síst, þeim mikla samdrætti í skatttekjum og úrsvarstekjum sem ríki og sveitafélög munu verða fyrir - - og kalla á ákaflega grimman niðurskurð útgjalda --- > Og því sennilega, mikla aukningu á fátækt í landinu.

Þá á ég við að ég vil meina að áfallið fyrir fátæka yrði sennilega verra, en af 50% gengisfellingu.

Því við erum að tala um niðurskurð - bótakerfa.

  • Til samanburðar við afleiðingar lausafjárkreppu.
  • Tel ég gengisfall, jafnvel þó það væri svo slæmt sem 50% - - tiltölulega milda afleiðingu.

Seðlabanki Grikklands á eins og Seðlabanki Íslands í reynd gerði, að geta tryggt allar innistæður innan Grikklands. Þannig öllum fullan aðgang af öllu sínu fé.

  1. Rétt að nefna, að afar ósennlegt er að ef haldið væri áfram með evru, að innistæðugeigendur fái allt sitt fé.
  2. En innistæðutryggingasjóður Grikklands er augljóst ónógur, og samtímis ræður ríkið ekki við að greiða tryggingar í peningum sem það ekki getur látið prenta. Svo þetta er alveg eins og var með Ísland, þegar það var í vanda með að greiða lágmarks tryggingu til erlendra innistæðueigenda.
  3. Þetta er - - enn eitt atriðið sem aðildarríkin þurfa að takast á við- - ef Grikkir segja já.

Það verður skemmtileg lagaflækja, því augljóst getur ríkissjóður Grikklands ekki greitt, nemað að lánað sé fé sem gríska ríkið aldrei sennilega mun greiða, sem þíðir að aðildarríkin mundu fjármagna greiðslur til innistæðugeigenda - - raunverulega.

Ef þau eru ekki til í það, þá mundi stefna í að -brjóta gildandi reglur um innistæðutryggingar- þær nýju sem voru sett í kjölfar Icesave máls Íslendinga.

Sem mundi hafa áhugaverðar - - lagalegar afleiðingar. Sérstaklega hafandi í huga, að mjög líklega mundu innistæðueigendur geta höfðað mál á hendur gríska ríkinu - - til að fá þá peninga.

M.ö.o. erfitt að sjá, hvernig aðildarríkin mundu komast hjá því að fjármagna greiðslur lágmarks trygginga. Þannig að ef til vill, er það í reynd skárri útkoma fyrir aðildarríkin sjálf, að Grikir segi - nei.

-------------------------

Ég vil m.ö.o. meina, að upptaka Drögmu - valdi minna efnahags tjóni, en ef Grikkland rembist áfram við að halda sér innan evru - - nú eftir að bankakerfið gríska er að fótum fram komið, búið meira eða minna klára nothæf veð, getur því ekki fengið frekari lausafjárslán nema að einhvers konar samkomulag kröfuhafa hafi náðst - - - > Sem getur tekið verulegan tíma, fyrir kröfuhafa að berja saman sín á milli; þanni að á meðan geysi hratt versnandi lausafjárkreppa í gríska hagkerfinu.

Ég á ekki von á neinum umtalsverðum hagvexti í Grikklandi, enda hefur komið fram hjá AGS að síðan 1981 hafi hagvöxtur í Grikklandi verið - - arfa slakur: "...real GDP growth since Greece joined the EU in 1981 has averaged 0.9 percent per year through multiple and full boom - bust cycles and TFP growth has averaged a mere 0.1 percent per year."

En ég tel að hagkerfið hafi betri möguleika til að ná jafnvægi.

Þannig að það hætti að dragast saman frekar.

 

Niðurstaða

Niðurstaða grískra kjósenda virðist vera - - ákveðið "nei."

Mín skoðun öfugt við skoðun margra er sú. Að snögg skipti yfir í Drögmu muni skapa Grikklandi mun minna efnahags tjón en að rembast við að halda í evruna áfram. Þar kemur til það ástand er hefur nú skapast. Að lauaafjárkreppa þegar geysar í landinu. Sem ekki getur sennilega tekið endi - nema að aðildarríkin og AGS nái nýju samkomulagi sín á milli um lausn fjármögnunarvanda Grikklands. En fyrr mun Seðlabanki Evrópu vart vera tilbúinn til þess - - að heimila að nýju frekari aukningu lausafjárlána til grísku bankanna.

Við sáum síðast alvarlega lausafjárkreppu í Argentínu rétt upp úr 2000. Áður en Argentína framkvæmdi gjaldmiðilsskipti og tók að nýju upp hefðbundið form eigin lögeyris ásamt seðlabankaprentunarvaldi. Þá fyrst fór argentínska hagkerfið aftur að rétta við sér.

Á hinn bóginn er Grikkland ekki eins og Argentína - auðugt af auðlindum. Í reynd er Grikkland með afar dapran útflutning - - því í besta falli sé ég fyrir mér, að gríska hagkerfið nái jafnvægi.

Síðan taki við sá dæmigerði hægi hagvöxtur sem Grikkland hefur haft. Enda ef Grikkland á að hafa verulegan hagvöxt - - þarf að skapa þar í landi nýja atvinnuvegi, ef þar á í framtíðinni að vera verulega aukinn hagvöxtur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er 100% sammála fyrirsögninni á þessum pistli hjá þér Einar.

Ef að skoðunarkannanir eru réttar þá er það algjör misskilningur hjá ríkisstjórn Grikklands að þjóðaratkvæðið komi til með að sameina grísku þjóðina um þennan vanda, ég tel að svo verði ekki.

Gæti jafnvel orðið til þess að sitjandi ríkisstjórn splundrist og verði að kalla til kosninga.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.7.2015 kl. 14:51

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já - meirihluti hefði sennilega leitt fram nýjar kosningar. Það ofan í þá lausafjárkrísu er þá mundi vera í gangi. Mér hryllir við því - hverjir hefðu þá getað fengið atkvæði í því neyðarástandi er þá mundi sennilega hafa ríkt.

En ef marka má nýjustu fréttir - er útlit fyrir að Nei vinni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.7.2015 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband