Bankar verða lokaðir alla vikuna á Grikklandi

Skv. frétt Reuters: Greece in shock as banks shut after creditor talks break down. Þá segja grísk stjórnvöld nú, að bankar verði lokaðir fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu þann 5/7 eða nk. sunnudag, þannig að þeir opna ekki fyrr en mánudag eftir viku - kannski.

"The Greek government will keep banks shut at least until after July 5, the date of the referendum, and withdrawals from automated teller machines -- which are shut on Monday -- will be limited to 60 euros a day when they reopen on Tuesday. The stock exchange will also stay shut. "

Ég sá tilvitnun í áhugaverða greiningu Moodys:

"We estimate that private-sector deposits have declined by around €44 billion since the end of last November to approximately €120 billion today. Outflows in the last two weeks alone were in excess of €8 billion."

Þetta virðist ríma við aðra greiningu sem ég las nýverið, að svo mikið hafi flætt út af innistæðufé sl. 6 ár, að 60% innistæðna fyrirtækja sé nú varðveitt erlendis - og að grískar fjölskyldur eigi nú meir af fé erlendis heldur en skulbindingum.

Skv. þeirri greiningu, ef Grikkland tekur upp Drögmu, gengið fellur 30% miðað við evru, þá mundi verða gengisgróði af því innistæðufé í eigu fyrirtækja og fjölskyldna um 5% af þjóðarframleiðslu.

  • Þetta ætti að minnka verulega mikið líkur á, að grísk fyrirtæki lendi í vanda með erlendar skuldbindingar - - auk þess kvá skv. greiningu 80% skulda þeirra vera innan grískra banka innan Grikklands; sem verða þá Drögmur ef skipt er yfir í drögmu, þannig að þær þá gengisfalla.
  • Þannig að virðist að grísk fyrirtæki hafi að verulegu leiti tryggt sig frá tjóni.

Þetta hefur auðvitað gerst þrátt fyrir stjórnmálin - þarna hefur hver um sig, þ.e. fyrirtæki sem fjölskylda - verið að hugsa um eigin hagsmuni, tryggja sig fyrir óvissunni.

Auðvitað eru samt margir sem ekki hafa verið forsjálir - - þess vegna hafa verið langar raðir við hraðbanka í grískum borgum síðan á laugardag.

Nokkur óróleiki varð á mörkuðum, sérstaklega varðandi virði banka, en vart að kalla það "hræðslu": European banks, bonds shaken by Greek turmoil.

Sumir eru greinilega bjartsýnir - - > "I think Greece will vote to remain in the euro, and the market seems to agree with me," said Lex van Dam, a hedge fund manager at Hampstead Capital. "I was a buyer on the initial dip this morning in both the euro as well as the European stock markets, and continue to remain constructive."

Ekki skal ég fullyrða að ef þetta er algeng skoðun aðila á markði að þeir hafi rangt fyrir sér, en þetta kemur í ljós nk. sunnudag.

 

Niðurstaða

Rás atburða virðist vera á þann veg sem menn reiknuðu með, er fréttir bárust um þjóðaratkvæðagreiðslu nk. sunnudag - að það þíddi að algeru lágmarki takmarkanir á úttektir úr bönkum, það þurfti ekki endilega að þíða að þeir væru lokaðir -lokun getur bent til þess að grísk stjórnvöld hafi ekki verið búin að undirbúa "Plan B" sem er þá áfellisdómur fyrir Syriza - því þessi möguleiki hefur blasað við um nokkurn tíma.

T.d. rámar mig í að stjórnvöld á Kýpur hafi verið töluvert sneggri í snúningum.

Það verður svo að ráðast af útkomu þjóðaratkvæðagreiðslu - hvað gerist. Eitt í því, er að margir Grikkir gætu kosið "já" að halda -björgun Grikklands áfram- ef Syriza er ekki fært að útfæra fyrir kjósendum "Plan B" með hætti sem kjósendum finnst nægilega trúverðugt.

Syrisa hefur þessa viku.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Geir Briem

er þettað ekki nokkuð seint hjá grikkjum er þeir sem vildu fara útt farnir út

Kristinn Geir Briem, 29.6.2015 kl. 14:25

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það áhugaverða við þá útkomu, er að sá peningur sem sendur hefur verið úr landi, getur gagnast Grikkjum - þegar ríkið fer í þrot gagnvart AGS - Seðlabanka Evrópu og neyðarlánasjóð evrulanda.

Það fé getur mildað áfallið.

En ég reikna með því, að grískar fjölskyldur muni nota það fé til að hjálpa sér í gegnum harðindin - - fyrirtæki til að halda rekstri sínum gangandi.

Þannig að það fé komi til með að draga úr áfallinu sem verður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.6.2015 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband