28.6.2015 | 02:09
Stefnir í ævintýralega atburðarás í Grikklandi í nk. viku
Rás atburða virðist hafa tekið á rás, eftir nokkur ár af því sem virst hefur - endurtekning án enda. En á laugardag á fundi, höfnuðu kröfuhafar Grikklands því -formlega- að framlengja 2-björgunarprógramm Grikklands: Greek Debt Crisis Intensifies as Extension Request Is Denied.
Án endurnýjunar rennur prógrammið á enda nk. þriðjudag, og það fjármagn sem eftir er í því sem Grikkland hefur ekki enn fengið - - verður þá ekki afhent. Þar af leiðandi virðist fullkomlega ljóst, að Grikkland er ekki að greiða af skuld við AGS þ.e. greiðslur af 1-björgunarpakka sem fallin er á gjalddaga, þegar sá gjalddagi rennur upp lokadag júnímánaðar.
- Erlenda pressan segir gjarnan að þá sé Grikkland "default" þ.e. greiðsluþrota, en málið er ekki alveg þetta einfalt, vegna þess að AGS er ekki viðskiptabanki.
- AGS er neyðarlánastofnun fyrir ríki í skuldavanda, og AGS hefur fleiri sjónarmið til viðmiðunar, en einungis - - akkúrat hvaða dag greiðsla barst ekki.
AGS virðist hafa þá venju, að flýta sér hægt við það, að lísa lán formlega í vanskilum.
Sú ákvörðun virðist tekin - þegar starfsmenn stofnunarinnar, meta að ekki sé lengur nokkur von á greiðslu, frekar en að miðað sé endilega akkúrat við - gjalddagann sjálfan. Lönd hafa komist upp með að greiða seint, ekki algengt en það eru til fordæmi.
Ég á því von á að AGS bíði a.m.k. fram yfir þann dag, þegar gríska þjóðin kýs um það hvort landið lísi sig greiðsluþrota eða ekki.
En ef almenningur hafnar því, að halda áfram björgun Grikklands, þá fyrst er komin sú stund, að AGS geti með réttu, ályktað að engin von sé um greiðslu.
Þá er rökrétt, að stjórnendur AGS ákveði að lán sé í vanskilum, og þá fyrst verði hinn svokallaði "credit event."
Gríska þingið samþykkti á laugardag, að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna - með drjúgum meirihluta.
Greek parliament backs bailout referendum :"The ruling leftwing Syriza party and its rightwing coalition partner, Independent Greeks, won a roll-call ballot by 178 votes for to 120 against."
- Þingmenn stjórnarflokkanna, og þingmenn grískra nýnasista í Gullinni Dögun - - studdu frumvarpið um þjóðaratkvæðagreiðslu þann 5/7 nk.
Afleiðingarnar létu ekki á sér standa, en á laugardag hófst áhlaup á alla hraðbanka - almenningur óttast að bankarnir opni ekki á mánudag.
Greeks rush to cash machines after referendum call :"For us this is the last chance to get money, said Eleni, a 35-year old high school teacher. There is despair, there is panic, she said. It is almost certain that the banks will be closed on Monday and stay like that for the week."
Ég hugsa að ótti -gagnfræðaskólakennarans- sé á rökum reistur, að afar sennilegt sé að bankarnir verði allir lokaðir á mánudag, jafnvel eins og hún óttast - út vikuna.
Höft virðast nú fullkomlega örugg.
Afar sennilegt, að ef bankarnir opna, en þ.e. rétt að segja "ef" að þá verði það undir þeim formerkjum, að strangar takmarkanir hafi verið settar á úttektir. Höft sambærileg við þau er voru á Kýpur.
Á hinn bóginn, þá virðist mér einnig afar sennilegt, að höft á tilfærslur á fjármagni til útlanda, verði samtímis tekin upp - - þ.e. höft sambærileg við þau sem hafa verið hér.
- Bæði höftin eru sennilega nauðsynleg, þegar í nk. viku.
- En óvíst hvort þau detti inn þegar á mánudag, spurning hve snör ríkisstjórnin og þingið er í snúningum.
- Með þeim hætti, getur Grikkland lafað inni í evrunni, meðan að þjóðin tekur hina afdrifaríku ákvörðun - - af eða á um gjaldþrot, sem þíðir auðvitað brotthvarf úr evru.
En Seðlabanki Evrópu mun örugglega ekki framlengja svokallað "ELA" þ.e. neyðarlán til grísku bankanna, nú þegar ljóst er að björgun Grikkland er ekki endurnýjuð í tæka tíð áður en hún rennur formlega út á þriðjudag.
Niðurstaða
Sunnudag eftir viku ræðst það hvort að Grikkland velur gjaldþrot, sem þíðir afar sennilega að Grikkland krassar út úr evrunni. En þ.e. ljóst nú að þjóðaratkvæðagreiðslan verður haldin, eftir að drjúgur meirihluti gríska þingsins samþykkti að hún fari fram.
Þann 5/7 verða enn nokkrir dagar til stefnu, áður en næsta greiðsla af skuld við AGS í júlí rennur á gjalddaga. Og ca. 2-vikur í að greiðsla af láni í eigu Seðlabanka Evrópu rennur á gjalddaga.
Þannig að þ.e. sennilega tæknilega mögulegt, ef þjóðin segir -já- við því að halda áfram með björgun Grikklands, að taka þráðinn upp að nýju. Ég á von á að AGS bíði með að gjaldfella lánið þó að ljóst sé að Grikkland greiði ekki nk. þriðjudag; þar til niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir.
------------------------
Ps: Eins og fram kom í fjölmiðlum, ákvað Seðlabanki Evrópu í kringum hádegi sunnudag, að loka á frekari "ELA" eða neyðarlán til grískra banka: ECB freezes emergency loans to Greek banks at 89bn:"The European Central Bank has refused to grant more emergency loans for Greek banks..."
Þetta er ákvörðun sem kemur alls ekki á óvart í ljósi rásar atburða er hófst, þegar forsætisráðherra Grikklands lýsti yfir þjóðaratkvæðagreiðslu nk. helgi, ákvörðun sem þing landsins staðfesti á laugardag - - þannig að fyrir liggur að grískur almenningur fær einstakt tækifæri til að taka sögulega ákvörðun um framtíð síns lands.
------------------------
Ps2: Seinni partinn í dag barst sú frétt út, að grísk yfirvöld hafi ákveðið að setja upp höft: Greece imposes capital controls. - Greece to shut banks, stock exchange on Monday.
"Greece has moved to close its banks and impose capital controls to prevent financial chaos following the breakdown of bailout talks with its international creditors."
"Greek banks and the stock exchange will be shut on Monday..." - "The head of Piraeus Bank, one of Greece's top four banks, speaking after a meeting of the country's financial stability council, said banks would be shut on Monday while a financial industry source told Reuters the Athens stock exchange would not open."
Fréttir virðast enn óljósar - t.d. akkúrat hvernig höft verða útfærð.
Bankar a.m.k. opna ekki á mánudag, verða kannski lokaðir fram eftir virkunni.
Og verðbréfamarkaður Grikklands verður einnig lokaður.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:24 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það sé ekkert land sem verður gjaldþrota, enda ekki hægt að bjóða landið upp hæstbjóðanda eða setja í skuldafangelsi.
Það sem gerist er að það verða vanskil á lánum og jafnvel sumum lánadrottnum verður sagt, ekki opinberlega, að þeir fá lánið aldrei greitt.
Það sem gerist er að það verða engir eða afar fáir sem koma til með að lána Grikkjum. En er það svo slæmt, Grikkir verða að læra að lifa og sníða sér stakk eftir stærð.
En það er enginn vafi að gríska þjóðin á framundan mjög erfiða fjárhagslega tíma og þar af leiðandi allt annað.
Guð blessi og hjálpi Grikklandi hvora leiðina sem farin verður.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 28.6.2015 kl. 20:09
Rétt, ekki unnt að gera land upp eins og fyrirtæki - og sannarlega einnig rétt; að ef Grikkland verður greiðsluþrota - þarf það að læra að lifa innan þess ramma sem það hefur raunverulega efni til. Það verður enginn valkostur að lifa með þeim hætti sem þeir hafa sl. 15 ár, þ.e. um efni fram á lánum, með síhækkandi skuldir.
Gæti verið þarfur lærdómur fyrir Grikki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.6.2015 kl. 11:30
Það er rétt að þjóðir geta ekki endalaust lifað á lánum frá öðrum þjóðum eða lánadrottnuðu.
Grikkir eru ekki eina þjóðin sem að hefur vandamál að kunna ekki að fara með peninga og eyða meira en þeir taka inn. Það má til dæmis nefna ríki eins og Frakkland, Ítalía og já ekki gleyma aðal eyðsluseggi allra þjóða USA og svo mætti lengi telja.
Þjóðarbókhald prinsip er ekkert mikið öðruvísi en heimilisbókhald, það er ekki endalaust hægt að lifa um efni fram. Það kemur að skuldadögunum.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 29.6.2015 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning