Alexis Tsiprast - ætlar að setja það í þjóðaratkvæði hvort Grikkland velur gjaldþrotsleiðina eða samþykkir úrslitakosti kröfuhafa

Ég held þetta sé ágæt lausn, en þ.e. alveg sama hvaða flokkur mundi samþykkja úrslitakosti kröfuhafa. Það yrðu alltaf brigsl um svik - - auðvitað enn frekar í tilviki Syriza flokksins, er lofaði fyrir þingkosningar að leita hófana um að semja Grikkland að einhverjum hluta frá skuldunum - og draga úr þeim niðurskurðaraðgerðum sem hafa gengið yfir Grikkland.

  1. Rétt er að halda á lofti, að gríska hagkerfið hefur dregist saman ca. um 1/4 síðan kreppan hófst - - það þíðir að útgjaldaniðurskurður hefur verið gríðarlegur.
  2. Menn láta gjarnan eins og að grísk stjórnvöld, hafi ekkert að hafst - - en þarna hefur í reynd verið framkvæmdur, mun dýpri útgjaldaniðurskurður en t.d. var framkvæmdur á Írlandi, eða Spáni.
  3. En það verður að hafa í huga, að þegar hagkerfið minnkar um 1/4, þá enda fjárlögin ekki endilega í plús. Þó mikið hafi verið af þeim skorið.

Tsipras announces referendum on creditors’ bailout demands

"In a televised address to the nation after a late-night meeting of his cabinet, Mr Tsipras announced that the plebiscite would be held on July 5, a week on Sunday."

 

Ég held það geti verið ágæt lasn að halda þessa atkvæðagreiðslu

Það er sannarlega rétt, að atkvæðagreiðslan mundi fara fram - - eftir að mánaðamót júní/júlí eru liðin. Sem mundi líklega þíða, að Grikkland væri orðið seint með greiðslu til AGS.

Á hinn bóginn, þá fer atkvæðagreiðslan þá fram í tæka tíð, áður en greiða á síðan næst af láni AGS, og síðan einnig fram - áður en greiða þarf af skuld í eigu Seðlabanka Evrópu.

  • Ég held það sé langsamlega líklegast, að AGS sýni biðlund á meðan.

Enda er venja hjá AGS - að láta gjarnan a.m.k. mánuð líða, áður en lán er skilgreint í vanskilum; til að gefa landi í greiðsluvanda - frekara tækifæri til að greiða.

Ég hugsa líka, að AGS mundi vilja sýna þennan velvilja í verki - einnig til að hafa áhrif á gríska kjósendur.

Ef kjósendur samþykkja - úrslitakosti kröfuhafa.

Þá auðvitað er ekki unnt að ásaka nokkurn stjórnmálamann um svik, ekki núverandi stjórnarflokka heldur.

Tsipras segir munu hlíta niðurstöðu þjóðarinnar, hver sem hún verður.

  • Augljóslega þíðir -Nei- að Grikkland hrökklast úr evru.

Þannig að þjóðin er þá að velja - - að halda evrunni, og halda áfram þeirri vegferð sem Grikkland er í, að vera - - > Stjórnað stórum hluta af vilja kröfuhafa.

  1. En ef haldið er áfram með björgun Grikklands - > Þá er vitað að Grikkland stendur frammi fyrir 3-björgunarprógramminu.
  2. Enda er vitað að Grikkland í reynd ræður ekki við að greiða af útistandandi lánum, svo það þarf að lána Grikklandi til að greiða af lánum sem fallin eru á gjalddaga, af 1-björgunarprógrammi.
  3. Þ.e. sjálfsagt fyrirsjáanlegt, að síðar verði 4-björgun Grikkland, þegar lán af 2-prógramminu fara að falla á gjalddaga.
  4. Kannski verður síðan á einhverjum enda, 5-prógrammið þegar lán frá 3-björgunarpakka falla á gjalddaga, o.s.frv.
  • Endlaus eltingaleikur við eigið skott - - skuldaánauð.

 

Niðurstaða

Auðvitað er það ákveðið form af uppgjöf hjá Tsipras að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. En með því er hann sjálfsagt að viðurkenna, að honum hafi mistekist. Enda ljóst nú, að tilraun grískra stjórnvalda til að ná fram - lækkun lána Grikklands, og þar með verulegri lækkun greiðslubyrði. Hefur gersamlega mistekist.

Aðildarþjóðir -með Þýskaland í forystu- hafa afar lítið gefið eftir, einungis verið til í að lengja í greiðsludögum, en Merkel hefur algerlega hafnað því að lækka höfuðstól skulda gríska ríkisins.

Þó það blasi við öllum, að ef haldið er áfram með -björgun Grikklands- þá stefni í 3-björgun Grikklands, vegna þess að Grikkland ræður ekki við að greiða af 1-lánapakka sem þegar er farinn að falla á gjalddaga. Þannig að það þarf að lána fyrir greiðslum, af eldri björgunarlánum. Sem gerir allt málið af augljósri endaleysu.

Þá hefur ekki myndast vilji til eftirgjafar gagnvart gríska ríkinu. Sú andstaða virðist fyrst og fremst - pólitísk. Þ.e. neitunin gagnvart afskriftum. Hafi með að gera innanlandspólitík í hverju landi fyrir sig.

  • M.ö.o. ef þ.e. afskrifað, þurfa pólitíkusar hinna aðildarlandanna, að viðureknna formlega að hafa tapað fé skattgreiðenda - - þ.e. greinlega pólitískt slæmur leikur í þeirra augum; svo frekar er haldið áfram með augljóslega vonlaust skuldaprógramm Grikklands.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 856020

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband