Kínversk fjárfesting skapar deilur í Rússlandi, minnir á Nupo málið á Íslandi

Ef einhver man enn eftir Huang Nupo, þá ætlaði hann að kaupa Grímssstaði á Fjöllum, stærstu jörð á Íslandi, þá jörð á Íslandi sem nýtt er sem einna hæst er frá sjó og einnig einna lengst frá sjó - - jörð mjög vel staðsetta fyrir aðila, sem fókusar á hálendis túrisma.

  • Mín einkaskoðun var allan tímann, svo fremi sem unnt væri að ganga úr skugga um það - hvort að aðilinn hefði nægt fjármagn að baki; en á því atriði brást Nupo - það var ekki unnt að staðfest að hann gæti staðið undir þeim áætlunum er hann lagði fram.
  • Þá væri hugmyndin sem slík - á vetur setjandi, þ.e. að reist væri túristahótel þarna, með fókus á kínverska túrista. Þó það væri rekið af erlendum aðila, þá taldi ég það ekki endilega - varasamt, þegar í hlut átti jörð þetta langt frá sjó og í þetta mikilli hæð yfir sjó. En það gerir það að verkum, að það land er ekki til margs annars nýtilegt, en þess sem yfirlýst var að ætti að nýta það fyrir.

En fjárfesting kínverskra aðila í fátæku héraði í A-Síberíu er allt allt annars eðlis.

Outcry in Russia over China land lease

 

Höfum í huga að íbúatala Kína er 10-föld íbúatala Rússlands, og héröðin í A-Síberíu auk þess eru afar strjálbýl samt auðlindarýk

"The government of Zabaikalsky Krai, one of the country’s poorest regions, signed a preliminary agreement earlier this month under which Hua’e Xingbang, a private Chinese company, would gain control of more than 1,000 square kilometres of idle land bordering China on a 49-year lease for Rbs24bn ($440m)."

  1. Akkúrat, héraðsstjórnin í Zabaikalsky Krai ætlar að leigja í 49 ár stóra landspildu til kínversks aðila.
  2. Að sögn kínverska aðilans, stendur til að rækta kartöflur fyrir kínverska neytendur, og nota til þess - kínverskt vinnuafl.
  • Mundu einhverjar varúðarbjöllur klingja hér á landi, ef kínverskur aðili mundi koma hingað með áætlun af sambærilegu tagi?

Rússneskir þjóðernissinnar eru þegar farnir að gagnrýna málið.

Igor Lebedev, a deputy speaker of the Duma, Russia’s lower house of parliament: “This deal poses huge political risks, particularly to Russia’s territorial integrity,” - “The contract must not be signed.” - “They will bring in scores of Chinese. Then 20 or 30 years from now the Chinese government will demand those lands be given to China because all those Chinese people live there,”

Ég hef einmitt bent á þessa hættu - að kínverskir fjárfestar verði ráðandi fjármagn í A-Síberíu, vegna þess - - hve gríðarleg spilling er til staðar í Rússlandi.

Sjá færslu: Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland

En sú spilling rússn. embættismanna, þekkt er frá gamalli tíð, versnar því fjær dregur Mosvu. Svo slæm, að svo virðist að fjársterkir aðilar geti nánast farið á svig við hvaða reglur sem er, með því að múta embættismönnum - - reglurnar séu fyrir þá sem ekki eiga næga peninga.

  1. Reyndar tek ég ekki endilega undir orða Lebedev, að þetta land renni til Kína eftir 20 - 30 ár.
  2. Frekar að kínverskir aðilar verði svo valdamiklir í gegnum fjárhagslegt vald og spillingu embættismanna í héraðsstjórnum - - að þeir komi til að ráða mun meira um stjórnun þeirra svæða, en stjórnvöld í Moskvu.
  3. M.ö.o. að áhrifavald Moskvu yfir fjarlægari svæðum Rússlands, muni þynnast út smám saman - - ég er að tala um ferli ekki ólíkt því er varð í Kína sjálfu eftir 1850.
  4. Svæðin hættu ekki formlega að tilheyra Kína, en á tímabili voru stór svæði undir stjórn útlendinga, þó þau tilheyrðu Kína áfram. Rússland gæti lent í sambærilegu, að stór svæði verði undir það sterkum áhrifum frá kínverskum aðilum, að þau verði "de facto" undir þeirra stjórn.

Þ.e. samt alveg hugsanlegt, að ef á reyndi í framtíðinni - krísa í samskiptum við Kína. Þá gætu slík svæði -snögglega- lent formlega innan Kína.

Pútín, með því að halla Rússlandi vísvitandi að Kína, leita eftir kínverskum fjárfestingum í Rússlandi - - getur verið að bjóða mun stærri hættu heim fyrir Rússland; en þeirri sem hefði hugsanlega fylgt því ef samskiptin við Evrópu og Vesturveldi hefðu haldið áfram með þeim hætti er þau voru áður en deilan um Úkraínu gaus upp.

 

Niðurstaða

Ég held, eins og ég hef áður sagt, að Pútín sé að leika sér af eldinum með framtíðar hagsmuni Rússlands, með ákvörðun sinni að - halla Rússlandi að Kína. En svo gríðarlega fjársterkt er Kína í dag, meir en 10-stærra hagkerfi en Rússlands. Að kínverskir fjárfestar gætu auðveldlega eignast nær allar auðlindir Rússlands - - ef þeim er hleipt lausum.

Einhver gæti spurt - hver er munurinn á þessu, og að hleipa vestrænum fjárfestum að?

Munurinn er sá, að kínverski valdaflokkurinn, hefur stjórn á þessum fjárfestingum - með því að kínverskir aðilar verða fyrst að fá opinbera blessun, til að geta yfirleitt fjárfest erlendis.

Það þíðir, að fjárfestingar kínv. aðila eru hætta á allt öðrum skala - - því þá ertu beinlínis að bjóða valdaflokknum kínv. að eignast áhrif í þínu landi.

  • Hafandi í huga, að Rússland á 3000km. landamæri að Kína, og héröðin næst Kína eru afar stjálbýl - samtímis að efnahagur Rússlands er í hnignun.
  • Þá virðist mér hættan fyrir Rússland vera, gargandi augljós.

Að hefja deilu við Vesturlönd á þessum tímapunkti, gæti átt eftir að reynast herfileg strategísk mistök fyrir stjórnendur Rússlands. Sem í stað þess að -verja landið fyrir hættu- séu að bjóða henni heim.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Það er ef til vill góður staður til kartöfluræktar á þessu svæði og markaður í Kína.

Snorri Hansson, 26.6.2015 kl. 01:44

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Án vafa, annars væri kínv. aðilinn ekki að þessu. Ef þessi samningur gengur fram, þá gætu fleiri fylgt á eftir. Kína rekur sambærilega starfsemi í nokkrum Afríkulöndum, þ.e. ræktun fyrir Kína markað með notkun kínversks vinnuafls. 

Punkturinn í þessu er sá, að mörg svæði þarna í Rússlandi eru svo fámenn, að kínverskir vinnumenn gætu orðið fleiri heldur en landsmenn á sama svæði.

Og spillingin í rússn. embættismannakerfinu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.6.2015 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband